Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 1
55. árg. — Miðvikudagur 25. ágúst 1965. - 191 tbl. VETUR HEILSAR Spóð næturfrosti í nótt Norðanátt er nú ríkjandi um allt land og í nótt hefur kólnað verulega f veðri einkum á vestan- ' helmingi landsins, enda er þar víða bálviðri; allt upp í 9—10 vindstig. ! nótt spáir Veðurstofan næturfrosti, einkum hér sunnan- lands. Hitinn komst víða niður í 3—5 stig, t.d. var 3ja stiga hita á öllu Suðurlandsundirlendinu í nótt, en kaldast í byggð var 1 stigs hiti á Kjörvogi. Aftur á móti var 1 stigs frost á Hveravöllum með snjó- komu. Norðanlands og á Vestfjörðum var ýmist kalsarigning eða slyddu- él í morgun og náðu þau suður fyrir Snæfellsnes, en þar fyrir sunnan er yfirleitt þurrt veður. Víða var hvassviðri frameftir nóttu, en tekið að draga úr veðr- inu er leið undir morgunn. Hvass- ast var á Hvallátrum, Hornbjargs- vita, Kjörvogi og Vestmannaeyj- um, 9—10 vinstig. í Reykjavík urðu nokkrar Það var kuldalegt f morgun, þegar ungu stúlkumar hófu garðyrkjustörfin í Hljómskálagarðinum f morg- Framh ð 6 síðu un. Gæruskinnsúlpumar em nú sem óðast dregnar fram. (Ljósm. B.G.) ÞORSKUR 0G ÝSA HVERFA ÚR SKJÁLFANDA 0G EYJAFIRÐI Fréttaritarí Vísis á Húsavík hefur tjáð Vísi að bæði þorsk- og ýsuveiði, sem á undanförn- um ámm hefur verið uppistað- an 1 sjávarútvegi Húsvfkinga, hafi í ár bmgðizt að heita má með öllu. Fréttaritarinn hafði það enn- fremur eftir Aðalsteini Sigurðs- syni fiskifræðingi, sem stundað hefur fiskirannsóknir fyrir Norðurlandi um 10 undanfarin ár, að hann hafi orðið sáralítils magns af þorski og ýsu var í Skjálfanda að þessu sinni. Kemur það og heim við reynslu sjómannanna. I stuttu viðtali sem Vísir átti við Aðalstein fiskifræðing staðfesti hann það sem frétta- ritarinn hafði sagt blaðinu. Hann sagði að þorskmagnið væri minna nú en áður bæði í Skjálfanda og Eyjafirði. í Skjálfanda virtist þorskurinn hafa horfið skyndilega fyrir tveim árum, og væri það e.t.v. breyttum göngum að kenna. Aftur á móti væri það stað- reynd að þorskurinn hafi farið smá minnkandi f Eyjafirði á undanförnum áratug. En í stað þess að veiða ýsu og þorsk veiða Húsvíkingar ufsa í ár og hafa aflað með á- gætum. Hefur verið ágæt veiði allt frá Mánáreyjum og austur að Raufarhöfn. Hefur ufsaveið- in gefið Húsvíkingum mikla at- vinnu í aðra hönd, enda allir Húsavíkurbátarnir lagt upp afla sinn þar til vinnslu nema And- vari, sem leggur upp á Siglu- firði. ARANGURSLAUS SÁTTAFUNDUR í gærkvöldi hélt sáttasemjari samningafund í farmannadeil- unni eftir allmargra daga hlé. Fundurinn stóð til kl. 2 i nótt og varð ekki samkomulag. Hef- ur annar fundur verið boðaður en ekki fyrr en á mánudaginn í næstu viku. Eins og kunnugt er hafa samningar þegar tekizt við undirmenn á skipunum en eftlr. er að semja við yfirmennina og matsveina. Verður samn- ingatilraununum við þá haldið áfram svo sem fyrr segir. Innbrot í Hnfnarfirði Brotizt hafði verið inn f Kaup- félag Hafnfirðinga í fyrrinótt. Þjófurinn hafði farið inn um glugga á bakhlið hússins og eftir að inn var komið hafið leit að peningum, en hafði þó ekki nema 210 krónur upp úr krafsinu. Ekki varð séð með vissu að hann hefði stolið vörum, en einhver grunur Iék þó á að vindlingabirgðir verzl- unarinnar hefðu eitthvað rýrnað. Sigurður Þorannsson fram- kvæmdastjóri fékk þessa 7 mynd arlegu laxa, — sá stærsti var pund — á fjórum stundum á „al menningi" I Miðfjarðará BLAÐIÐ í DAG BIs. 3 Fransmenn á Skóga sandi. — 4 Norrænn Árbær á Islandi? — 7 Hnífsdalur — 8 Lítil skreiðarfram- Ieiðsla. — 9 Humboldtsjóðurinn og íslenzkir vísinda menn. — 10 Talað við Þorstein Hannesson. I Greiia yfír 4 millj. króna í sumar tyrir veiðirétt / 7húnvetnskum ám — Veidileyfi seld á 1500-3500 krónur á dag fyrir hverja stöng á bezta veiðitímanum Sex bergvatnsár og eitt jökul fljót í Húnavatnssýslum, sem eru með beztu laxveiðiám í landlnu, munu á þessu ári gefa eigendum veiðiréttar nyrðra á 5. milljón króna f leigutekjur. Að auki leigja Húnvetningar veiðirétt i nokkrum minni sprænum og ennfremur eru þeir að rækta lax f a.m.k. 3 ám til viðbótar. En það er ekki aðeins, að þessar upplýsingar um laxveiði ár Húnvetninga, gefi hugmynd um hver hlunnind’i geta af þeim verið fyrir eigendur veiðréttar- ins, heldur má.af þeim draga dæm’igerða mynd af laxveiði- málunum almennt frá bæjardyr um veiðimanna séð, þar sem um er að ræða eitt fjölskrúð- ugasta vatnasvæði á landinu. Það sem að hverjum einstök um ve’iðimanni snýr er að sjálf sögðu hvað stangarleyfið kost- ar á dag í hinum ýmsu ám. í ljós kemur að veiðileyfin eru mjög misjafnlega dýr, eða frá 1500 til 3500 krónur á dag á bezta veiðitímanum, þ.e.a.s. þá Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.