Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 16
i VISIK Miðvikudagur 25. ágúst 1965. ► Bandarfsklr flugmenn í S.- Vietnam hafa fengið fyrirskip- anir um að leggja i rústir allar eldflaugastöðvar nema i grennd ' við Hanoi. Tvehn bílum stoliS Aðfaranótt s.L laugardags var brotizt inn í bifreiðaverkstæði í Dugguvogi 23, stolið þaðan um Spellvirkjar að verki í fyrrakvöld höfðu spellvirki verið unnin á nýbyggingu við Háa- leitisbraut. Hafði spellvirkinn farið inn í húsið og brotið hverja einustu ljósaperu sem inni í því var. Enn- fremur braut hann rúðu með tvö- földu gleri. í fyrradag hafði verið brotin rúða í sýningarglugga ljósmynda- stofu, en sá gluggi eða útstilling- arkassi er i Bankastræti. Sama dag var piltur staðinn að því að skjóta með loftbyssu á gluggarúðu í Ásgarði og brjóta hana. fugl af ótlendingum Brezkir stúdentar, sem voru til húsa í Sjómannaskólanum í gær, höfðu einhvers staðar náð í him- brima á ferðum sinum um landið og höfðu hann meðferðis i poka, m. a. inn í matsal Sjómannaskól- ans. Einhver nærstaddur, sem vildi koma fuglinum til hjálpar hringdi til lögreglunnar og bað hana að skerast í leikinn. Lögreglan kvaddi dr. Finn Guðmundsson til ráða og fór hann ásamt lögreglunni á fund Englendinganna. Kváðust stúdentamir hafa fund ið himbrimann særðan og meining- in hjá þeim hefði verið að bjarga honum. Fuglinn var þó ekki særð- ari er svo, að hann flaug leiðar sinnar, frelsinu feginn þegar dr. Finnur sleppti honum. 700 kr. í peningum úr skrifborði og síðan heilum bíl, G-196, en það er Consul Cortína-bíll, ljósleitur að lit. Bíllinn fannst daginn eftir á Miklubraut og var þá talsvert brotinn og dældaður að framan, m. a. ljósaútbúnaður, frambretti o. fl. og sýnilegt að honum hafði verið ekið einhvers staðar utan í. Rannsóknarlögreglan æskir upp- lýsinga um ferðir bílsins umrædda nótt ef einhver hefur orðið hans var eða gæti g efið upplýsingar um ökumarininn. I fyrrinótt hafði annarri bifreið R-17358 verið stolið í Reykjavík, en lögreglan handsamaði ökuþjóf- inn á þriðja tímanum um nóttina og var hann þá dauðadrukkinn undir stýrinu. Lögreglan sá honum fyrir gistingu það sem eftir var nætur. Malbikunarvélin sett upp Nýja malblkunar-vélasamstæðan sem Akureyrarbær fékk í sumar hefur nú verið sett upp á syðra barmi Glerárgils rétt ofan við öskuhauga bæjarins á Glerárdal, þangað hefur einnig verið flutt hráefni f mal- blkunarblönduna og má nú þar lfta háa hauga af mulningi og sandi og hundruð tunna af biki. FARA Á ÆQl AÐ KANNA STRA UMA í NORÐURHÖFUM Á bls. 8 í Vísi f dag er viðtal við Svend-Aage Malmberg haf- fræðing um orsakir sjókuldans, sem var fyrir norðan og austan land í vor og sumar. Telur Malmberg þar Ifklegt ,að pól- sjór hafi streymt suður í Aust- ur-íslandsstrauminn og borizt þannig til Islandsstranda. í kvöld heldur Svend Aage Malmberg á Ægi í rannsóknar- leiðangur f Grænlandshaf og verður haft samflot við norska hafrannsóknarskipið Helland- Hansen, sem háskól'inn í Björg- vin gerir út, og ætla leiðangurs menn að kanna strauma í norð urhöfum. Rannsóknir þessar eru liður í umfangsmiklum athugunum á hafinu milli Grænlands og ís- lands, og eru þær styrktar af Rannsóknarnefnd Atlantshafs bandalagsins. Dr. Unnsteinn Stefánsson, haffræðingur er for maður nefndar þeirrar, er vinn ur að rannsóknunum. Athugan- imar beinast einkum að því að ákvarða straumrennsli í Austur- Grænlands straumnum og við botn í rennunni milli Islands og Grænlands, auk ákvörðunar á hita og seltustigi og söfnun sýn ishorna til ákvörðunar á súr- efnis- og næringarmagni í sjón um. Loks verður safnað sýnis- homum á svifi og gecðar mæl- ingar á framleiðslugetu sjávar- ins. Verkföll járniðnaðar- manna tvisvar í viku Félög málmiðnaðarmanna hér í Reykjavfk og á Akureyri hafa ákveðið að boða verkföll tvo daga í hverri viku í september mánuði. Er þessi ráðstöfun gerð til þess að skapa félögum þess um sterkari samningsaðstöðu í kjarasamningum þeim sem á döf inni eru, en samningaviðræður eru ekki enn hafnar við iðnað- armannafélög þessi. Þátt í þessum verkföllum munu taka félög járniðnaðarmanna hér í Reykjavik, á Akureyri og í Árnessýslu ,félag blikksmiða hér í borg, bifvélavirkja og skipasmiða. Verkföllin munu standa á þriðjudögum og fimmtudögum allan september mánuð. Á Akureyri munu samninga- viðræður við járniðnaðarmenn í* þann veginn að hefjast og dvelst nú fulltrúi frá Vinnu- veitendasambandinu þar nyrðra. LÓAN SELD TIL KANADA Flugþjónustan kuupír sennilegu 6 sætu Bonunzu-vél í stuðinn Mr. David Baynes-Cope, frú Vigdís Björnsdóttir, Mr. Roger Powell og frú hans í anddyrinu að Hótel Holti. Handrítasérfræðingur / heimsókn Tveir brezkir sérfræðingar varðandi varðveizlu og viðgerð- ir á handritum, bæði þeim, sem skráð eru á pappír og skinn, eru staddir hér um þessar mundir. Eru það þeir Mr. Roger Powell, sem er kunnur bókbindari og sérfræðingur í handritaviðgerð og Mr. David Baynes-Cope, efna fræðingur, sem starfar í rann- sóknadeild British Museum, og er sérfræðingur varðandi geymslu og varðveizlu forn- handrita. Þessir menn dveljast hér í 10 daga, og starfa þann tíma við Handritastofnun Islands, Lands bókasafnið og Þjóðskjalasafnið, þar sem þeir verða forstöðu- Framh. á bls. 6 Flugþjónustan hefur nú ákveð ið að taka kauptilboði frá Kanada í Lóuna, stærstu flugvél félagsins, sem tekur 16 farþega. Björn Pálsson, sagði í morgun í viðtali við Vísi að sami aðili hefði verið milligöngumaður við söluna og þegar hann keypti fyr ir rúmum tveim árum, Keegan Aviation í London. „Nú bíðum við bara byrjar" sagði Bjöm, ,og verður vélinni fyrst flogið til Glasgow og síðan jafnvel til London þar sem ^aup Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.