Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 9
V í S IR . Þriðjudagur 24. ágúst 1965. 9 ☆ Við kyrrláta götu í Bad Godesberg, skammt fyrir utan Bonn, stendur stórt tvílyft einbýlishús. Það var áður í einka- eign en nú gefur að Hta látúnsskilti á garðhliðinu, sem á stendur letrað: Alexander von Humboldt Stiftung. Þar hefur síðustu árin verið til húsa miðstöð einnar merkustu og víð- kunnustu menningarstofnunar Þýzkalands aðsetur, Humboldt sjóðsins, eins og við íslendingar gjaman nefnum hann. Sú mennta og menningarstofnun er mörgum Islendingum að góðu kunn, því um áratugi hefur hún styrkt unga íslenzka háskóla- kandidata og vísindamenn til dvalar við þýzka háskóla. Nafn sitt dregur stofnunin af einum viðkunnasta fjölfræðingi og vísindamanni þýzkrar ættar, heimspekingnum, náttúrufræð- ingnum og landkönnuðinum Alexander von Humboldt. 1 anda hans kýs hún að starfa og rækja sitt hlutverk í þýzku menn- ingar- og vísindalífi í dag. fctiáí^ííáíátSwííí'*'ív>//.V.W.*í.,.vÍAÝ/MÍ,AW Styrkþegar Humboldtsjóðsins f boði forseta Sambandsiýðveldisins H. Líibke (t.h. á myndinni) í Bonn s. 1. vor. Þáttur Humboldtsjóðsins í mennt- un íslenzkru vísindumunnu Einn sólfagran ágústdag fyrir tæpum hálfum mánuði barði ég að dyrum byggingarinnar í Schillerstræti og hugðist bera forstjóra stofnunarinnar, dr. Heinrich Pfeiffer kveðjur héðan að heiman frá ýmsum þeim íslendingum sem á veg- um Humboldtssjóðsins hafa dvalið á liðnum árum, og spjalla jafnframt við hann um starfsemi sjóðsins. Hann var þá fjarstaddur, nýkominn af sjúkrahúsi og á góðum bata- vegi. Þess í stað hitti ég einn af samstarfsmönnum hans, dr. Berberich, ungan lögfræðing sem undanfarin fjögur ár hefur starfað í aðalstöðvum stofn- unarinnar í Bad Godesberg. Við góðan orðstír. — Við höfum árlega veitt ungum íslenzkum háskólakandi- dötum styrki til framhaldsnáms við þýzka háskóla og rann- sóknarstofnanir, sagði dr. Ber- Prófessor Heisenberg, kunnasti kjarnorkuvísindamaður Þjóðverja, er forseti Alexander von Humboldt sjóðains. berich. Þeir hafa getið sér hinn bezta orðstfr og ég vildi mega bæta þvf við, að gjarnan vild- um við fá fleiri umsóknir frá íslandi og sjá fleiri unga menn þaðan í hópi Humboldtstyrk- þeganna. Nú er hér ungur ís- lenzkur læknir, Guðmundur Georgsson við vísindarannsókn- ir. Markmið sjóðsins. Markmið Alexander von Humboldt-sjóðsins er að efla vísindastörf og vísindamenntun • ungra háskólakandidata frá sem flestum löndum veraldar, veita þeim greiðfæran aðgang að þýzkum háskólum og auka tengsl og kynni þýzkra há- skólamanna og erlendra. Að þessu markmiði vinnur sjóðurinn á þann hátt að ár- lega veitir hann um 200—230 ungum mönnum námsstyrk til 10 mánaða dvalar f Þýzkalandi. Umsóknir berast fyrir tilstilli sendiráða Þýzkalands í hinum ýmsu ríkjum hingað til Bad Godesberg. Ur hópi umsækj- enda velur 20 manne ráð pró- fessora og háskólamanna síðan þá sem hæfastir þykja. Þeim er síðan útveguð vist við þá háskóla er beztir þykja í hlut- aðeigandi fræðigrein eða rann- sóknarstofnanir Áður fyrr var fyrirkomulag- ið þannig að ákveðinn fjöldi styrkþega kom frá hverju landi. Nú hefur þessu verið breytt á þann veg að ekki er lengur farið eftir þjóðerni við val styrkþeganna. Valið fer fram á hreinum samkeppnisgrund- velli, þannig að þeir sem bezt- an hafa prófárangurinn frá há- skólum heimalanda sinna og bezt meðmæli ganga fyrir um styrki. Reynslan hefur verið sú, að stærsti hópurinn kemur frá Japan en á þessu ári skipa hann 80—90 styrkþegar. Hér eru vitanlega einnig ungir vfs- indamenn frá öllum Evrópu- löndum — og öllum öðrutn heimsálfum. Síðustu árin hefur sú ánægjulega þróun átt sér stað að hingað hafa komið til náms á okkar vegum allmargir UPgjr yf^ipdgpi^nfl fráj Ayfgyifej Erópulöndunum, en þá sáum við ekki áður. Þeir hafa staðið sig mjög vel og náð góðum árangri í störfum sínum og námi. Starfsemi Humboldt- sjóðsins er á engan hátt póli- tfsk og okkur er mikil ánægja af því að hafa knýtt þessi bönd við háskólaborgara Austur- Evrópu. Fleiri stunda raunvísindi. — Hvemig skiptast styrk- þegamir milli raunvísinda og hugvísinda? — Erfitt er um það að segja því nokkur breyting verður þar VÍSIR heimsækir aðaisföðvar hinnar merku menntastofnunar í BAD GODESBERG á frá ári til árs. En yfirleitt er það þó þannig að um 60% leggja stund á raunvísindi en 40% á hugvísindi. Sjálfir setj- um við engin skilyrði í þessu efni, fremur en að prófa sé krafizt af okkur hálfu að lokn- um námstímanum. Hitt er svo annað mál að vegna hæfileika þeirra háskólakandidata sem hingað koma ljúka margir þeirra doktorsprófi f grein sinni að dvölinni lokinni, annað hvort hér eða í heimaiandi sfnu, eða gefa út ritgerðir um nið- urstöðu þess vísindastarfs sem þeir framkvæmóu meðan þeir dvöldust við þýzka háskóla. Þá er þess einnig að geta að þótt styrkurinn sé almennt bundinn nokkru hærri en kandidata- styrkurinn, 1100 mörk á mán- uði, en kandidatastyrkurinn er 800 mörk. Auk þess bætist þar við 180 mörk ef eiginkonan er með í förinni og 50 mörk fyrir hvert barn. Þótt Humboldt- styrkimir séu hæstu náms- styrkir, sem veittir eru í Þýzkalandi í dag, segir dr. Berberich ennfremur, þykir okkur full nauðsyn á að hækka þá enn og er nú að því unnið. Kemst sú hækkun vonandi senn til framkvæmda. Gagnkvæm kynni. Nú í ágúst hafa styrkþeg- Framh. á bls. 4 við eitt háskólaár er hægt að fá hann framlengdan kjósi menn það. Hefur sú orðið reyndin á að margir sækja um framlengingu. ■ Eru hér nú á vegum Humboldtsjóðsins alls um 380 erlendir háskólakandi- datar við nám og rannsóknir eins og sakir standa. Dósentastyrkir. Þá veitir stofnunin einnig fræðimannastyrki eða dósenta- styrki. Sá styrkur er ætlaður háskólakennumm og öðrum sem lagt hafa stund á vísinda- störf í nokkur ár, svo sem nafnið bendir til. Alls voru um 70 slíkir styrkir veittir á þessu ári og dveljast þeir sem hann hlutu við marga þýzka há- skóla, jafnt sem háskólakandi- datarnir. Dósentastyrkurinn ér

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.