Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 4
VI S IR . Miðvikudaginn 25. ágúst 1965. Aflatölur anna um helgina Síldveiði var sáralítil síðustu viku þrátt fyrir sæmilegt veiði- veður. Flotinn var aðallega að veið um á Reyðarfjarðardýpi og við Jan Mayen. Einnig héldu nokkur skip á miðin við Norður-Noreg en lítill afli fékkst þar. Vikuaflinn nam einungis 48.961 mál og tunnur og heildarmagn á síldveiðum norðanlands og austan sl. Iaugardag var þá orðið 1.483. 646 mál og tunnur. Vikuaflinn á sama tíma í fyrra var aðeins 8939 mál og tunnur og heildaraflinn þá orðinn 1.834.772 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: I salt 110.382 uppsaltaður tunnur, í fyrra 228.254. í frystingu 6.864 uppmældar tunnur í fyrra 24.695. f bræðslu 1.366.400 mál. 1 fyrra 1.581.823. 206 skip hafa tilkynnt um afla og af þeim hafa 182 skip aflað 1000 mál og tunnur eða meira og fylgir hér með listi yfir þau. Heildarmagn á síldveiðum sunn- anlands og vestan nemur 628.980 uppmældum tunnum. 57 skip hafa fengið afla og af þeim hafa 47 skip aflað 1000 tunnur eða meira og fylgir hér með listi yfir þau. Sfldveiðin norðanlands og austan Akraborg 8273, Akurey, RE, 11.737, Akurey, Hornafirði, 6533,- Anna, 9307, Arnar, 13.994, Arnarnes, 2998 Amfirðingur 10.934, Árni Geir, 1781, Árni Magnússon, 15.792, Arn- kell, 2022, Ársæll Sigurðss. II. 3486 Ásbjörn, 10.163 Áskell, 3560, Ás- þór, 8014, Auðunn, 7384, Baldur, 8411, Bára. 15.383 Barði, 17.332, Bergur, 8267, Bergvík, 2752, Bjarmi, 5689 Bjarmi II. 15.000 Bjartur, 17. 603, Björg, 7388, Björg II., 6111, Björgvin 11.201, Björgúlfur, 9506, Björn Jónsson, 3995 Blíðfari, 1644, Brímir, 2828 Búðaklettur 8012 Dag- fari, 20.023 Dan, 1535, Draupnir, 3724 F.inar Hálfdáns 8314 Einlr 6499, Eldborg, 15.582, Eldey, 8686 Elliði 10.618 Engey 2883 Fagri-- kiettur 4822, Fákur, 4991, Faxi 13.502 Framnes 8684, Freyfaxi 3217, Friðbert Guðmundsson, 1684 Fróðakiettur, 7833 Garðar 7266 Gissur hvíti, 5489 Gjafar, 9930, Glófaxi, 5578, Gnýfari, 2122 Grótta 14.193 Guðbjartur Kristján 14.256, Guðbjörg ÖF, 7278, Guð- björg ÍS 6910 Guðbjörg GK 11.951 Guðmundur Péturs 13.437 Guð- mundur Þórðarson, 6197 Guðrún, 11.957, Guðrún Guðleifsdóttir 13. 499 Guðrún Jónsdóttir, 13.560, Guð rún Þorkelsdóttir, 5184 Gullberg, 15.109 Gullfaxi, 8520 Gullver 18. 969, Gulltoppur 3886, Gunngr 10. 032 Gunnhildur, 3681, Gylfi II. 2279 Hafrún ÍS, 12.218, Hafrún NK, 4630 Hafþór, 5341 Halkion 11.325 Hall- dór Jónss. 12.264 Hamravík 11.544 Hannes Hafstein, 17.903, Haraldur 13.388, Héðinn, 8914 Heiðrún 3235 Heimir 21.504 Helga 7353, Helga Guðmundsdóttir 18.259, Helgi Flóventsson, 13.148, Hilmir, 1604, Hilmir II. 2105 Hoffell 4600 Hólma nes 10.073, Hrafn Sveinbj. III. 9695 Hrönn 4972 Huginn II 3879 Hugrún 11.793 Húni II 4383 Hvanney 1946 Höfrungur II. 9284 Höfrungur III. 12.769, Ingiber Ólafsson II., 11.901 Ingvar Guðjónsson, 6462, ísleifur IV. 3202, Jón Eiríksson, 6664, Jón Finnsson 5719, Jón Garðar 2697, Jón Gimnlaugs;- 1749; Jnn Jónssorr 1718, Jón Kjartansson 20.999 Jón á Stapa 11.143, Jón Þórðarson, 9828, Jörundur II. 16.429, Jörundur III. 17.683, Kambaröst 4212, Keflvík- ingur, 15.064 Kristján Valgeir 3976 Krossanes 18.885 Loftur Bald- vinsson 12.350 Lómur 14.567 Margrét, 12.687 Marz 1383 Mímir 5517 Mummi, 1908 Náttfari, 10.316 Oddgeir, 12.471, Ólafur bekkur 4291, Ólafur Friðbertsson 10.815, Olafi.'T Maitnússo’i 18.719 Ólafur Sigurðsson 2219 Öskar Halldórsson 9141, Otur 4981, Fétur Jónsscn 5516 i Pétur Sigurðsson 11.879. Reyk;a- I borg 19.631, Reykjanes 2229, Rifs- j nes, 4808, Runólfur 4824 Sif 4710 I Siglfirðingur, 854Q Sigrún 4691, Sigurborg 10.686, Sigurður 3778, Sigurður Bjarnason 18.552, Sigurð ur Jónsson, 9771, Sigurfari, 3222, Sigurkarfi 1185 Sigurpáll 4439, Sig urvon 10.873, Skagfirðingur 4897 Skálaberg, 4483 Skarðsvík 7396, Skírnir 7701 Snæfell, 14.482, Snæ fugl, 6147 Sólfari 10.209 Sólrún 11. 136 Stapafell 2465 Stefán Árnason 2717 Steinunn, 5384, Stígandi 2564 Stjarnan, 3636, Straumnes 3734, Súlan 15.729, Sunnutindur, 12.629 Svanur RE, 1912, Svanur Súðavik 3464 Sveinbjörn Jakobsson 6298, Sæfari 1712, Sæfaxi II. 4436, Sæ- hrímnir 5149, Sæúlfur, 6328 Sæþór, S665, Viðey 5472 Vfðir II. 9067 Vigri 8099, Vonin 10.471. Þorbjörn j II. 15.371, Þórður Jónasson, 18.260 Þorgeir 1690 Þorlákur 2396 Þorleif ur 2636 Þórsnes 3961 Þorsteinn 20. 485 Þráinn 6396 Æskan 2634 Ögri 13.584. Síldveiðarnar sunnanlands og vestan. Ágúst Guðmundsson, 7189, Ágústa, 16.403, Akurey 3437 And vari, 18.003 Amarnes 3577, Arnfirð ingur 1925, Árni Geir, 6694, Ár- sæll Sigurðsson II., 5648 Ásgeir 6628, Bergur 10.991, Bergvík, 9885 Blíðfari 3621, Brimir 1232, Dofri 3642, Eldborg 1375 Eldey 11.341 Engeý 24.481, Fagriklettur 9762, Faxaborg 5392, Friðrik Sigurðsson, 19.607, Fróðaklettur 1085, Gísli lóðs 10.055, Gjafar 1262, GuIIborg 16.393 Gulltoppur KE, 1022, Gull- toppur VE 8785, Halkion, 6667, Hamravík, 2957, Hannes lóðs, 1254 Helga, 13.984 Hilmir 7901 Hrafn Sveinbjarnarson, 9358 Hrafn Svein bjarnarson II. 19.673, Hrafn Svein biarnarson III. 13.611, Huginn 10. 706 Huginn II 18.146 Húni 2613 Höf i rungur 1515 Höfrungur II 2275 Höf ! rungur III 3795 ísleifur TV 26.220 j Jón Garðar 3032 Jón Gunnlaugs I 3442 Jón Oddss. 1110 Kap II 3267 I Keflvíkingur 6120, Kópur 15.631 Kristbjörg, 16.112, Kristján Valgeir 5909, Manni, 7280 Marz 17.469 Meta 20.023, Mummi 10.756, Ófeig ur II. 14.616 Ófeigur III. 8469, ÓI- afur Sigurðsson, 5028, Otur, 1185 Rán 2988, Reykjanes 40D, Reynir, 14.447, Sigfús Bergmann 11.437 Sig urður 8944, Sigurfari 3752, Sigur páll, 8831, Skagaröst 17.106 Skarðs vík 2080 Stapafell, 5302 Stjaman 7836 Sæunn 2018, Valafell 6392 Véð ey, 18.590, Vonin 2108 Þo*t»}öm 7904, Þorbjörn II. 10.041 Þorkatla 17.275. HUMBOLDT Frh. . bls. 9 arnir fyrir það háskólaár, sem í haust byrjar, þegar verið valdir. Er það venja okkar að boða þá á hverju hausti alla saman til nokkurra daga fund- ar, þar sem þeir kynnast, sagt er frá þýzku háskólalífi og stjómarmenn okkar spjalla við þá sem nýir koma. Þessir haustfundir eru haldnir til skiptis í einhverri þýzku há- skólaborginni, síðast í Heidel- berg. Að þeim loknum skilja leiðir og hópurinn tvistrast. Hver heldur til þess háskóla sem hann hefur kosið sér. Að sumri hittist hópurinn allur aftur til nokkurra daga móts. Það fer jafnan fram hér í Bonn, og þá hefur forseti Sámbandslýðveldisins jafnan móttöku fyrir hópinn í emb- ættisbústað sínum og ýmsir kunnir menn í mennta og menningarlífi Þýzkalands flytja erindi á fundunum. Formaður stjórnar Humboldtsjóðsins er janfan viðstaddur þessa árlegu fundi. Því starfi hefur nú um árabil gegnt einn kunnasti kjarnorkuvísindamaður Þýzka- lands, nóbelsverðlaunahafinn próf. Heisenberg. Humboldt- sjóðurinn er sjálfstæð stofnun en fé til hennar er veitt af þý»ha ríkinu, á fjárlögum -ár hvert. Enn er einn þáttur starfsemi sjóðsins ótalinn. Að lokinni dölinni í Þýzkalandi heldur sjóðurinn jafnan sambandinu við fyrrverandi styrkþega og sendir bækur og vísindatæki til háskóla, sem þeir starfa við. Er það hinn mesti búhnykkur sem að líkum lætur og hefur sá þáttur starfseminnar eink- um komið sér vel við unga háskóla i þróunarríkjunum, en þaðan koma margir styrkþeg- anna. Þannig er í stuttu máli mark- mið og starfsvið Alexander von Humboldtsjóðsins. Eins og í upphafi var sagt eru áratugir síðan fyrstu íslenzku háskóla- mennirnir fóru fyrst til Þýzka- lands á vegum hans. Síðan hef- ur sjóðurinn styrkt einn eða fleiri íslendinga á hverju ári til vísindanáms við þýzka há- skóla. Allir eiga þeir góðar minningar frá dvöl sinni þár og þáttur sjóðsins f íslenzku vísindalífi er ekki alllítill af þessum sökum. Á næstu árum munu enn fleiri ungir íslenzkir raun- og hugvfsindamenn halda til náms og rannsókna á vegum sjóðsins við þýzk menntasetur og á þann veg auka enn tengsl- in við þýzkt mennta- og menn- ingarlíf. G. G. S. KRISTJÁNSSON: A MIÐVIKUDAGSKVÖLDI Norrænn Árbær á íslandi? TTndanfarnar vikur hafa verið haldin hér mót norrænna ferðaskrifstofumanna, nor- rænna húsmæðrakennara, árs- þing norrænu félaganna, nor- rænt ljósmæðramót, norrænt ljóstæknimót, norrænt mót iðn- rekenda og norrænt lögmanna- mót. í hverri viku er einhvers konar norrænt mót í gangi í Reykjavík. Hápunktur þessarar norrænu starfsemi var norræna skólamótið f júlílok, sem um 800 kennarar og skólastjórar frá Norðurlöndunum sóttu. Þessi alda af norrænum mót- um, þingum og ráðstefnum hófst fyrir fáum árum og hækka1- stöðugt með hverju sumri. Þau norrænu mót, sem haldin hafa verið hér þessi ár, skipta orðið mörgum tugum, og enn fleiri eru þau norrænu mót, sem íslendingar hafa sótt á hinum Norðurlöndunum. íslenzk félög virðast snúa sér æ meira til norrænna syst- urfélaga sinn til að leita sér halds og trausts í málefnum sínum. Þessi nýi áhugi á norrænni samvinnu er ekki aðeins ís- lenzkt fyrirbrigði. Áhugi Norð- urlandabúa á að koma hingað og sjá þetta land virðist fara sívaxandi, og á sá áhugi ekki minnsta þáttinn í að efla þessa norrænu öldu. ^hugi Norðurlandabúa á ís- landi byggist á sérstökum fordómum, sem þeir hafa drukkið í sig í skólum og í anriarri menningarstarfsemi. Þeir halda, að hér sé eitthvað að sjá, sem þeir hafi glatað sjálfir. Norðurlöndin eru vel efnuð iðnaðarríki, þar sem velmegun er mikil og vaxandi. Það fer ekki hjá því, að gegn þessari siðmenningarþróun rfsi sálræn uppreisn hjá mörgum, sem ekki hafa taugar til að þola nútím- ann eins og hann er. Þessi uppreisn lýsir sér oft í róman- tískri ást á liðnum tfma, eink- um á liðnum stórveldistíma Norðurlandanna, — víkinga- tímanum. Þessi ást á víkingatímanum kemur víða fram. Tvö skýr dæmi eru skopmyndirnar og auglýsingarnar. Skopteiknarar á Norðurlöndunum sýna gjarna stjórnmálaleiðtoga sína íklædda vfkingafötum og bítandi í skjaldarrendur, þar sem þeir fara á langskipum og munda spjót. í auglýsingum eru litlir og sætir víkingar eða víkinga- pfur mjög vinsælir til að vekja athygli á þeirri vörutegund, sem verið er að auglýsa. Þarf ekki lengi að fletta skandina- viskum blöðum til að rekast á þessar teikningar í auglýsing- um. Einhver undiralda er það í hjörtum rómantískra Norður- landabúa, að þessi forni tími sé ekki með öllu glataður, eitt- hvað af vfkingnum búi enn innra með þeim, og ísland sé staðurinn, þar sem þetta eðli geti komizt í rétt samband. ís- land verður endastöð píla- grímsferða í þessum anda og þessari trú. Norðurlandamenn búast þó ekki við að sjá hér froðufell- andi miðaldahetjur. Hugmyndir þeirra um samnorræna arfleifð á íslandi eru þikukenndar, en þær eru örugglega til. Þeir koma hingað til að leita að gömlum tíma, sem þeir hafa sjálfir glatað. Jafnvel minjasafnið í Árbæ, sem geymir þó vart eldri minj- ar en 100—150 ára gamlar, vekur angurværð þessa fólks. Og islendingar virðast gangast upp í þessu, sem kemur ber- legast í ljós, þegar ölteiti er annars vegar. 'TT’ið þetta bætist, að íslend- ingar hafa alltaf litið á Kaupmannahöfn sem nafla al- heimsins og mér er nær að halda, að margir íslendingar líti enn á Kaupmannahöfn sem slika. Allar hugmyndir eru enn þann dag f dag sóttar til Norð- urlandanna, þótt þær hug- myndir séu raunar ekki annað en útþynntar og gamlar hug- myndir frá hinum raunverulegu miðpunktum heimsmenningar- innar. Nægir í þvf sambandi að minna á, hversu átakanlega við höfum orðið fyrir barðinu á norrænum skólamálum, — höf- um burðazt við að apa þaðan skólaskipan, sem reynsla ann- ars staðar frá hefur þegar dæmt úrelta. Norræna húsið verður senn byggt og verður tilkoma þess til að efla á allan hátt þessi norrænu tengsl. Norræna húsið, sem öll Norðurlöndin standa að, verður til að draga hingað æ fleiri norrænar ráðstefhur og aukinn norrænan anda, eins og hér hefur verið lýst að framan. 'JV'æsta skrefið get ég gert ^ ’ mér í hugarlund að verði þetta: Stofnað verður elliheimili uppi við Árbæ. Þar verða byggð gamalleg hús fyrir gamla fólk- ið til að búa í innan um gamla muni. Og það fær uppbót á elli- styrkinn sinn fyrir að sitja í baðstofunum á upphlut og dunda við rokkinn eða standa á sauðskinnsskóm með orf og ljá úti í Árbæjartúni, þegar hinir norrænu gestir koma í heim- sókn. Og það mun gleðja hjörtu Norðurlandabúanna, að fá staðfestingu þess, að gamli tíminn er ekki enn horfinn. Síðan verður afgreiðslufólk í minjagripaverzlunum klætt í vfkingaklæði, sömuleiðis starfs- fólk flugfélaganna, tollsins og hótelfólkið. Þetta mun gleðja ferðamálamenn og hótelmenn og gefa þjóðinni aukinn skild- ing f kassann. jslendingar munu svo komast að þeirri niðurstöðu, að það borgi sig fyrir alla muni að viðhalda þessari sefjun og þá verður ísland gert að einum stórum norrænum Árbæ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.