Vísir - 29.09.1965, Page 4

Vísir - 29.09.1965, Page 4
V í S I R . Miðvikudaginn 29. september 1965. NÝ KENNSLU- BÓK í LESTR! Svona er umhorfs „í portinu". (mynd stgr.) m <$>- Barnagaman nefnist ný lestrar- kennslubók, sem Ríkisútgáfa náms bóka hefur nýlega gefið út. Höf- undar eru kennararnir Rannveig Löve og Þorsteinn Sigurðsson. Bókin verður væntanlega i 4 heft- um, og er fyrsta heftið komið út. Næsta hefti kemur mjög bráð- lega. Bókin er litprentuð og skreytt miklum fjölda nýstárlegra mynda eftir teiknarann Baltasar. Engir stórir stafir eru í fyrsta heftinu, enda eru þar eingöngu kenndir litlu stafirnir, til þess að börnin þurfi ekki í upphafi lestrarnámsins að nlíma við tvö tákn fyrir sama hljóðið. í seinni heftunum læra börnin að þekkja stóra stafi. Höf- undar segja m. a. um bókina I orðsendingu til kennara og for- eldra: , „Hún er byggð upp samkvæmt grundvallarlögmálum hljóðaaðferð- arinnar, en jafnframt er leitazt við að hagnýta kosti annarra aðferða og sneiða hjá þeim vanköntum, sem lestrarsérfræðingar hafa fund ið á hljóðaðferðinni. Foræfingar hæg yfirferð og tiltölulega mikið magn af léttum texta miðar að því að leggja traustan grundvöll að lestrarkunnáttu og koma í veg fyr- ir lestrarörðugleika seinna á náms ferlinum“. ísafoldarprentsmiðja h.f. ann- aðist setningu bókarinnar og Lit- brá h.f. prentaði. / PORTINU Cafnaðu gömlum skósólum af lífs og sálarkröftum og hafðu þá til sýnis á áberandi stað ellegar hrúgaðu upp ónýt- um hjólbörðum í hundraða-þús- undatali við hús þitt og bíddu eftir því að hitni í þeim — og sjáðu svo til. Rotturnar koma og leita at- hvarfs, þér og öðrum til yndis- auka — eða hvað? Hvað um litlu börnin, óvitana, sem klifra upp á staflana í grandvaraleysi? Finnst þér gaman á að horfa? Labbaðu að húsabaki á Lauga vegi 178, gakktu upp að bíla- verkstæði Orku og nem staðar. Hvað sérðu? /"krkumennirnir horfa upp á ^ þetta gaman dag eftir dag allan ársins hring. Þeir horfa á börnin í hverfinu fara sér að voða uppi á hjólbarðafjallinu. Þeir sjá rotturnar og þeir sjá dúfurnar drita — og þeir finna lyktina. „Við erum alltaf að kvarta yfir þessu, en ekkert er gert“, sögðu þeir, „og við erum heldur ekkert hrifnir af dúfun- um — ætli þær hafi fengið leyfi byggingaryfirvaldanna?“ „Hvaðan koma allir þessir hjólbarðar?" „Ekki frá okkur“, sögðu þeir, „en við lifum í þeirri von, að hlutaðeigendur fari að sjá sóma sinn í þvi að fjarlægja þetta“. | nritatt ttí - - ÖV93ÓA Skemmta í LIDÓ The Dave Bunker Show — bandarískir skemmti- kraftar — halda mið- næturskemmtun í Há- skólabíói annað kvöld, en skemmta næstu fjögur Lídó. síðan kvöld í Forráðamenn skemmtistaðar- ins Lídó boðuðu blaðamenn á Litla Dlxie Lee Wilkinson, aðeins 10 ára, „hreint gersemi11 fund sinn til að kunngera þetta og ennfremur til þess að skýra frá síðustu tilraun þeirra til að halda uppi rekstri þeirra á Lídó með því að byggja hann ein- vörðungu á unglingum. Kváðu þeir skilningsleysi hins opin- bera varðandi aldurstakmörk unglinga vera að sliga rekstur- inn, en þó einkum afstaða Æskulýðsráðs og lögregluyfir- valda. Þeir sögðust hafa hvað efitr annað leitað eftir undan- þágu frá reglu varðandi fimm- tán ára unglinga á dansstöðum, en án árangurs. Þeir lögðu á- herzlu á, að allar skemmtanir á vegum Lídós væru undir strangasta eftirliti, og þess vegna væru viðbrögð hins op- inbera ennþá óskiljanlegri. Með komu The Dave Bunker Show er verið að gera úrslita- tilraun til að halda þessum skemmtunum f Lídó áfram. Dave Bunker er gítaristi, sem lætur sér ekki nægja venjuleg- an gítar, því að hann hefur sjálfur smíðað hljóðfæri sitt og aðra gítara í hljómsveitinni til þess að fá sem mest hljómsvið út úr samleiknum. Með honum leika frú Jodi Wilkinson og dætur hennar þrjár, Vic, Pat og Dixie litla Lee, sem er spari- númerið, og auk þess trommu- leikarinn Rick Laws, sem er líka gamanleikari. — Dixie er aðeins tlu ára. Um hana hefur verið sagt: „Hún heldur áhorf- endum í greip sinni". NÁMSKEIÐ FYR- IR KENNARA í bréfi menntamálaráðuneytisins 5 júlí 1964 til Landssambands fram haldsskólakennara um skipun til- tekinna kennara í 18. launaflokk var því heitið, að efnt skyldi til f námskeiðs fyrir þá kennara, sem fyrrgreint bréf tók til, og skyldi þátttaka í slíku námskeiði veita rétt til skipunar í hærri launaflokk. > Ráðuneytið skipaði í ágúst og sept ** ember í fyrra nefnd til þess að gera tillögu um þetta námskeið, og i áttu sæti í nefndinni: Helgi Elías- son, fdæðslumálast., dr. Broddi Jó- hannesson, skólastjóri, dr. Matthías Jónasson, prófessor, Ólafur H. Ein arsson, formaður Landssambands framhaldsskólakennara og Jónas Eysteinsson ritari Landssambands framhaldsskólakennara. Nefndin hefur lokið störfum. Þetta mál umræddra kennara er hins vefar til umræðu í samning- um þeim. sem nú fara milli opin- berra starfsmanna og ríkisins, og þá um leið sú hugmynd, að þátt- taka í námskeiðum veiti rétt til launahækkunar. Ef samkomulag verður milli aðila um þetta efni á þá lund, að eigi þurfi til frekari aðgerða að koma, telur ráðuneytið að fyrirheiti fyrrgreinds bréfs hafi verið fullnægt. Að öðrum kosti mun ráðunevtið efna til námskeiðs fyrir hlutaðeigandi kennara eigi síðar en sumarið 1966 og yrði það þá auglýst með nægum fyrirvara. Sr. lakob — Framh af bls 7 athuganir og hugleiðingar eins og þessar séu mjög gagnlegar. Þetta eru í rauninni ekki trúar- legar hugleiðingar um Biblíuna, heldur heimspekilegar og sögu- legar og þær beina athyglinni að því, að Biblían og Nýja testa mentið eru ekki einungis trúar rit. Þau eru samtímis þýðingar- mikil undirstaða undir allri vest rænni hugsun og menningu. Það er alkunna að á síðari áratugum, eftir að farið hefur að slakna mjög á öllum trúarböndum, hef ur það farið mjög úr tízku hjá fólki að lesa Biblíuna. Það er ekki frá því að ýmsir hópar manna jafnvel fyrirverði sig fyr ir að vera að lesa þesskonar trú arrit, þeir geti átt á hættu að fá á sig einhvem „Hjálpræðishers- stimpil." Þetta tel ég að sé mikill mis skilningur. Það er afar illa far ið fyrir allri þjóðarmenningu okkar, ef menn hætta að lesa Biblíuna ög sérlega Nýja testa- mentið og á ég þá alls ekki við neina trúarhlið á þessu. Ungir listamenn og rithöfundar í dag og aðrir þeir sem ætla sér að verða einhverjir andans menn ímynda sér margir að þeir geti lofað þeim ritum að eiga sig. En það er afar mikill misskiln- ingur og mun aðeins stuðla að sljórri hugsun og fátækt í túlk unarhugtökum manna. Biblían er ekki aðeins trúarrit, heldur undirstaða menningar okkar. Þorsteinn Thorarensen. Steinar — Frh. at bls. 9: að baðströnd. Fimm kílómetra strandlengja er gerð að 20 kíló metra strandlengju. Eilat er eina baðströndin í ísrael, sem hadgt er að nota allt árið, og því er hún nýtt til hins ýtrasta. Með lónunum er hægt að byggja þar fjórum sinn um fleiri hótel en ella væri hægt, hótel, sem eru full af gestum allt árið um kring, á sumrin af Suðurlandabúum og á veturna af Norðurlandabúum. T þessu landi hafa menn hug- myndir eins og skít og hafa nóg að gera við að framkvæma þær. Hin vonlausustu fyrirtæki verða að gullmyllum, og engin vandamál eru svo erfið, að þau megi ekki yfirstíga. Hótelbygg ingamar í Eilat eru smávægileg ar framkvæmdir miðað við á- veiturnar í Negev og verksmiðj urnar við Dauðahafið, en hótel- in sýna, eins og raforkuverið I Lúxemborg að það er hægt að gera steina að brauði, ef vilj- inn er til. Norður í Atlantshafi er þriðja smáríkið, eyríki, þar sem minna örlar á hugkvæmni. Þar er sagt, að hvorki sé hægt að stunda land búnað né iðnað, og þjóðin lofar bara guð sinn, að nógur skuli vera fiskurinn og síldin í sjón um og ekki þörf á að leggja of hart að sér við heilastarfsemina.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.