Vísir


Vísir - 29.09.1965, Qupperneq 8

Vísir - 29.09.1965, Qupperneq 8
8 V í S I R . Miðvikudaginn 29. september 1968. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastj óri: Agnar Ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsscm Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Sovéfviðskipti Reynslan hefur fyrr og síðar sannað, að stóryrði íslenzkra kommúnista eru gaspur eitt, því þeir geta ekki staðið við þau, þegar á hólminn kemur. Þannig var t. d. um síldarsöluna til Rússlands, sem frægt er orðið. . Þegar sendimenn kommúnista komu heim úr einni Rússlandsferðinni í fyrra, var Þjóðviljinn lát- inn slá því stórt upp, og birta um það grein dag eftir dag, að nú væri hægt að selja niðurlagða og niður- soðna síld til Rússlands fyrir allt að 200 millj. kr. Og það var ekki ómerkari maður en sjálfur Bresnev, sem hafði boðið upp á þessi viðskipti. Sagði Þjóð- viljinn að nú reyndi á okkur sjálfa, hvort við vildum taka þessu glæsilega viðskiptatilboði, og blaðið gaf fyllilega í skyn að ekki þyrfti annað til en fela leið- togum kommúnista hér að sjá um samningsgerðina, Þeim félögum var sagt að þetta þættu góðar fréttir og hið ágæta tilboð skyldi vissulega tekið til athugunar, en þá fór eitthvað að dofna yfir Þjóð- viljanum og áður en langt leið hætti hann að minn- ast á málið. Og svo kom að því, að viðræður hófust í sumar um viðskiptasamninga við Sovét-Rússland. En þá varð lítið úr efndum Bresnevs, sem þó var kominn þar til æðstu valda. íslendingar fóru gætilega í sakirnar, mæltust til að Sovét-Rússland keypti fyr ir 50 millj. kr. af fyrmefndri vöru — eða fjórð- ung þess, sem Rússlandsfarar kommúnista þóttust geta selt þangað fyrir ári. Það hlaut að vera auðvelt að fá Sovétmenn til að semja um þetta ,nema þá að þeim þætti það of lítið! En hvað skeði? Þeir reynd- ust ófáanlegir til að kaupa nema fyrir 24 millj. kr. eða áttunda hluta þess, sem „félagamir“ þóttust geta selt þeim. Og au'k þess fylgdi sá böggull skammrifi, að kaup á öðrum síldarafurðum voru minnkuð um miklu hærri upphæð. — Þetta varð þá úr hinu glæsilega viðskiptatilboði Bresnevs. Eða getur verið að „félagamir“ hafi eitthvað misskilið hann? Þjóðviljinn ætti að upplýsa, hvernig á þessu stendur. Framsókn og Háskólinn §vo bar við á síðasta Alþingi, að nokkrir Framsókn armenn, undir forustu Ólafs Jóhannessonar prófess ors fluttu tilllögu um að samin yrðiáætlunum„skipu lega eflingu Háskóla íslands á næstu tuttugu árum“. Enginn efast um að Ólafur Jóhannesson vilji eflingu Háskólans, og er vel ef hann getur fengið marga flokksmenn sína til fylgis við það mál. En hingað til hefur lítið farið fyrir áhuga Framsóknarleiðtoganna á, eflingu Háskólans. Meirihluti þeirra hefur lengst af talið Samvinnuskólaprófið og „brjóstvitið“ taka háskólamenntuninni fram. Per Borten, hinn nýi for- % sætisráðherra kann bezt við sig heima í sveitinni sinni 'y7'alið á hinum nýja forsætis- ráðherra Noregs hefur kom ið talsvert á óvart. Fyrir valinu varð eins og frá hefur verið sagt í fréttum, Per Borten for- ingi Miðflokksins og mun hann taka við völdum um 10. október, þegar norska Stórþingið kemur saman. Flestir höfðu álitið, að um tvo menn væri fyrst og fremst að velja John Lyng foringja Hægri flokksins og Bent Röiseland foringja Vinstri flokksins. Að vísu var talið að Lyng ætti all örðugt um vik. þar sem hann situr ekki lengur á þingi og veðjuðu því flestir á Röiseland. Hann hafði nú allsterka aðstöðu, þar sem flokkur hans hafði unn ið mest á og einnig var búizt við að minnsti flokkurinn í sam steypunni, Kristilegi flokkurinn myndi sérstaklega styðja hann þar sem Röiseland er einmitt heimatrúboðsmaður. Röiseland virtist líka mjög frambærilegur sem forustumaður. Hann er kunnur sem kröftugur ræðu- og mælskumaður í Stórþinginu. 'T’alið er að það sem helzt hafi mælt gegn honum, hafi ver ið að mönnum hafi þótt hann helzt til við aldur, orðinn 64 ára. Nú er það að vísu enn ágætur aldur, en flokkunum sem nú ætla að starfa saman hefur litizt svo á að þeir verði að koma fram fyrir þjóðina sem flokkar nýskipunar og því liti það bet ur út í augum almennings, ef forsætisráðherrann væri yngri maður. Per Borten er aðeins 52 ára og það hefur orðið samdóma álit samstarfsflokkanna, að hann væri sá sem bezt gæti túlkað ný skipanina. Hann er álitinn mjög heiðarlegur maður, íþrótta og útilífsmaður, maður sem hefur á sér geðþokkablær. "|Tann er enginn stór ræðumað- ur.Hann hefur ekki vakið neina athygli á sér fyrir mælsku eða glæsilega framkomu eins og Per Borten, hinn væntanlegi forsætisráðherra. þeir Röiseland og Lyng. En í sjónvarpsræðum sem fram fóru fyrir kosningamar vann hann á- lit sitt meðal kjósendanna fyrir rólega, heiðarlega og drengilega framkomu. Er það skoðun margra að það hafi einmitt ver ið framkoma hans sem sann- færði flesta um að borgaraflokk amir gætu unnið saman og veitt þjóðinni forastu. Hann ge*Oí heldur engar svæsnar árásir á Verkamannaflokkinn f ræðuflugi mælskunnar, en hann benti hæg látlega á þá hluti sem hann taldi að Verkamannaflokkur- inn hefði vanrækt að ástæðu- lausu. Og það kom í Ijós, að með þessari framkomu tókst honum jafnvel að vekja traust meðal íbúa borga og kaupstaða, enda þótt hann sé fulltrúi bænda- flokksins. jDer Borten er af bændafólki kominn, fæddur og upp- alinn í Þrændalögum, úr sveit rétt fyrir sunnan Niðarós. Hann stundaði nám og lauk prófi frá norska bændaskólanum og starf aði síðan sem búnaðarráðunaut- ur í Syðri Þrændalögum. Var hann brátt kosinn í héraðsstjóm í heimahéraði sínu og tók þátt í félagssamtökum bænda. Árið 1950 var hann fyrst kosinn á Stórþingið, en þar hefur hann setið síðan og var 1955 kosmn formaður flokks síns, sem þá kallaðist Bændaflokkur, en hef ur síðan að frumkvæði Bertens breytt um heiti og kallast Mið- flokkurinn. þar sem hann hvggst leita sér atkvæðafylgis hjá~?leiri stéttum en bændum. Þótt 15 ár séu frá því hann var kosinn á þing kann hann ennþá bezt við sig heima í Þrændalögum, þar er enn heim ili hans, og þar búa kona hans, sem er 10 áram yngri en hann og þrjú böm þeirra. Og þau munu halda áfram að búa þar, þótt hann verði forsætísráð- herra. ☆ Humboldt-styrkir Sendiráð sabandslýðveldisins Þýzkalands í Reykjavík hefur tjáð íslenzkum stjórnarvöldum, að Alexander von Humboldt- stofnunin munj veita styrki til rannsóknarstarfa við háskóla- og vísindastofnanir í Þýzka- landi háskólaárið 1966—1967. Styrkirnir eru tvenns konar 1) A-styrkir, sem nema 800 þýzkum mörkum á mánuði um 10 mánaða skeið frá 1. október 1966 að telja. 2) B-styrkir, sem nema 1100 þýzkum mörkum á mán- uði um 6—12 mánaða skeið. Umsækjendur um hvom styrk inn skulu hafa lokið fullnaðar- prófi við háskóla í vísindagrein þeirri, er þeir hyggjast leggja stund á. Þe'ir skulu að öðru jöfnu eigi vera eldri en 35 ára. Umsækjendur um A-styrki skulu hafa starfað að minnsta kosti tvö ár við háskólakennslu eða rannsóknarstörf. Umsækj- endur um B-styrki skulu ann- að hvort hafa kennt við há- skóla eða stundað sjálfstæð rannsóknarstörf um að minnsta kostj fimm ára skeið og ritað viðurkennd vísindarit. Innritunargjöld styrkþega greiðir Alexander von Hum- boldt-stofnunin. Til greina getur komið, að hún greiði einnig ferðakostnað styxkþega til Þýzkalands og heim aftur, svo og nokkum viðbótarstyrk vegna e’iginkonu og bama. Styrkþegum, sem ekki hafa næga kunnáttu í þýzku, gefst kostur á að sækja þýzkuriám- skeið áður en styrktímabilið hefst. Nánari upplýsingar um styrki þessa fást i menntamálaráðu- neytinu, stjómarráðshúsinu við Lækjartorg. Umsóknareyðu- blaða þarf hins vegar að afla beint frá styrkveitingastofn- unínni, en heimilisfang hennar er: Alexander von Humboldt- stiftung, Schillerstrasse 12, 532 Bad Godesberg, Þýzkalandi. Þangað ber og að senda umsókn ir, og skulu þær hafa borizt stofnnninnj eigi síðar en 1. des ember n. k.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.