Vísir


Vísir - 29.09.1965, Qupperneq 15

Vísir - 29.09.1965, Qupperneq 15
VISIR . Miðvikudaginn 29. september 1965. 13 6. 2. KAFLI . Þyrla frá hernum beið okkar, en t þokan var of myrk til þess að sá . farkostur kæmi að notum. Við . ókum því af stað til Wiltshire í < stórum og kraftm’iklum Jagúar, . með óeinkennisklæddan lögreglu- . mann undir stýri, sem virtist hafa helzt til mikla ánægju af því að láta fótinn hvíla með öllum sfn um þunga á benzíngjafanum og « beyta neyðarblístruna án afláts. < Þokunni létti þegar við komum til . Middlesex, það var ekki ýkjamikil umferð á vegunum og við náðum . til Mordon á hádegi. , Frá byggingarfræðilegu sjónar- . miði er Mordon óskapnaður, til • stórra lýta á öllu landslagi. Hafi "húsameistarinn — ef um nokkurn húsameistara að slíkum óskapnaði hefur verið að ræða — tekið sér þar til fyrirmyndar dyflissubygg- ingu frá því á átjándu öld, þá hefur honum tekizt að ná þar fram meiri ijótleika og svipþyngslum. Mordon var þó byggt fyrir aðeins tfu árum. Mordon var skuggleg bygging, þar sem hana bar við gráan októ- berhimin þennan dag — fjórar samhliða álmur, þrjár hæðir undir flötu þaki, þrjú grá, tilbreytingar- laus steinsteypubákn, svo svipdauð að halda mátti að þau hefðu stað- ið auð og yfirgefin f áratugi. En útlitið átti í sannleika sagt, vel við þá starfsemi, sem þar var höfð >.með höndum innan veggjanna. Hver álma var um 30 m. að lengd, og um tvö hundruð metrar á milli þeirra, og þvfnæst um fimm hundruð metrar frá álmunum út að girðingunni, sem umlukti svæðið, algerlega nakið og bert, hvorki runni, tré né steinn, ekki svo mikið sem blómabeð. Menn geta leynzt á bak við runna og steina, jafnvel lagzt svo í blóma- beð, að ekki verði tekið eftir í fljótu bragði. En hann getur ekki dulizt í grasi, sem ekki er nema um tveir þumlungar á hæð, og hærri varð grasvöxturinn ekki úr hinum grunna og frjóefnasnauða .jarðvegi að Mordon. Það gefur í rauninni alranga hugmynd að tala um girðingu umhverfis svæðið, því að girðing og girðing er sitt hvað. Hvaða fangabúðastjóri, sem verið hefði á árum sfðari heimsstyrjald- ar, mundi fúslega hafa selt sál sína fyrir slíka girðingu . . . innan hennar hefði hann getað sofið ör- uggur án þess að hafa minnsta and vara á sér, þvf að þar var ekki nokkrum manni kleift að komast inn fyrir eða út fyrir án leyfis. Ytri gaddavfrsgirðingin var fimm metrar á hæð og höll út á við svo að efsti strengurinn var rúmlega metra utar en sá neðsti. Inriri girðingin var að öllu leyti eins, nema hvað hún hallaðist inn á við, og voru um sjö metrar á milli þeirra. Þrem metrum fyrir innan innri girðinguna voru tveir strengir úr svo grönnum vfrþræði, að þeir voru ósýnilegir berum augum úr nokkurri fjarlægð, jafnvel í dags- birtu og enn þrem metrum innar fimm strengir af sömu gerð, hlaðn ir háspennustraumi. Og ekki nóg með það. Verðir með grimma víg- hunda voru allar nætur á ferli á milli girðinganna. • Og til þess að þeir, sem þarna voru á ferð um nágrennið, gætu ekki misskilið allar þessar varúðar ráðstafanir, hafði herinn látið koma fyrir viðvörunarspjöldum með tíu metra millibili meðfram yztu girðingunni. 'Áletrunin var dálítið mismunandi, sem þar gat að lfta svart á hvítu „HÆTTA — HALDIÐ YKKUR FJÆRRI”. „VIÐ VÖRUN - VÍGHUNDAR LAUSIR INNAN GIRÐINGARINNAR“, - „BANNSVÆÐI" og „HÁSPENNU- STRAUMUR í GIRÐINGUNNr*. Og enn var fimmta girðingin, þar ’sem stóð með rauðum stöfum á gulum grunni, að óviðkomandi yrðu skotnir, ef þeir gerðu tilraun til að komast inn fyrir girðingam ar. Það var því ólíklegt að nokkur maður, sem ekki var annað hvort brjálaður eða ólæs, reyndi að brjótast inn f Mordon. Þegar að hliðinu kom, nam lög- reglumaðurinn staðar og dró niður gluggarúðuna, þegar hann sá her- vörðurinn nálgast Varðaðurinn bar hríðskotabyssu í ól um öxlina, sem hann hóf f mið. Um Ieið og vörðurinn kom auga á Cliveden felldi hann þó byssuna og gaf merki einhverjum, sem við ekki sáum, ytra hliðið opnaðist og bfllinn staðnæmdist næst við mikið stálgrindahllð þar sem við stigum út úr honum. Því næst héld um við sem leið lá að álmu, sem var ekki nema ein hæð. Inni í mót- tökuskrifstofunni biðu okkar þrfr menn og þekkti ég tvo þeirra, Weybridge höfuðsmann og yfir- framkvæmdastjóra að Mordon og dr. Gregori, yfiraðstoðarmann dr. Baxter f aðalrannsóknarstofunAi í „E“-álmunni. Þó að Weybridge ætti að kallast undirmaður Clived- ens var hann í rauninni æðsti mað ur f Mordon; hávaxinn maður og holdskarpur með gráírótt yfirvarar skegg, talinn frábær vísindamaður. Starfið að Mordon var köllun hans í lífinu; hann var einn af þeim fáu, sem áttu heimili sitt innan girð- ingarinnar, og það var sagt að hann færi ekki út fyrir hliðið oftar en tvisvar sinnum á ári. Gregory var maður mikill vexti, dökkhærð- ur og svarteygður, fyrrverandi pró fessor f lyfjafræði við háskólann f Turin og frægur lífkveikjufræð- ingur. Þriðji maðurinn og sá, sem ég bar ekki kennsl á, var eins og illa gerð mannsmynd í ’illa gerð- um fötum og svo luralegur, að hann hlaut að vera það, sem reyndar kom á daginn að hann var — óeinkennisbúinn lögregluþjónn;, Wylie Iögreglustjóri að Wiltshiré.1 Þeir Cliveden og Weybridge önn uðust nauðsynlega kynningu, en að því búnu tók Hardanger við. Hann gerði viðstöddum þegar ljóst hver hefði nú yfirstjóm allra mála þama á hendi, og að því yrðu allir að lúta, hvort sem þeir væm foringjar að tign eða höfuðsmenn. „Þér ættuð ekki að vera hér stadd ur, Wylie lögreglustjóri**, sagði hann stuttur f spuna. „Enginn úr h’éraðslögreglunni hefur leyfi til að koma hér inn fyrir hliðið. En ég efast um að þér hafið vitað það, og ég er viss um að þér eigið ekki neina sök á því, að þér emð hér staddur. Hver ber ábyrgð á því?“ „Það geri ég“, svaraði Wey- bridge höfuðsmaður og rödd hans var styrk, þó að hann væri bersýni lega f vamarstöðu. „Aðstæðurnar em óvenjulegar, að ekki sé meira sagt“. „Leyfið mér að skýra málið", mælti lögreglustjórinn. „Það vár klukkan hálftólf f nótt er leið, að okkur á lögreglustöðinni var til- kynnt héðan, að einn af varðmönn unum héma, mér skilst einn af þeim, sem aka í jeppum um veginn hingað til eftirlits á næturnar, hefði veitt eftirför ókunnum manni sem leit út fyrir að gert hefði tilraun til að beita unga stúlku ofbeldi rétt fyrir utan girð ingamar. Þar sem þetta var al- menns eðlis og heyrði ekki undir herinn, var okkur gert viðvart. Lög reglumennirnir, sem komu á vett- vang skömmu eftir miðnætti, urðu hins vegar ekki neins varir. Þegar ég kom svo hingað undir morgun- inn, og sá að klippt hafði verið á girðingarnar, þá — jú, þá áleit ég að eitthvað samband kynni að vera þama á milli ..." „Klippt á girðingamar?" greip ég fram í fyrir honum. „Það getur ekkl átt sér stað .. “ „Því miður er ég hræddur um að svo sé“, mælti Weybridge alvar legur. ^ „En eftirlitsjeppamir?** mald- aði ég í móinn. „Víghundamir og rafhlöðnu vframir innan girðing- anna?" „Þér getið sjálfur séð að klippt hefur verið á girðingamar. Það er allt og sumt“. Weybridge var ekki eins rólegur undir yfirborðinu og hann vildi vera láta. Mér að minnsta kosti duldist ekki að þeir vora báðir skelfdir, hann og dr. Gregori. „Hvað sem því líður“, mælti lögreglustjórinn rólega, „þá fór ég að spyrja mennina við hliðin. Þar hitti ég fyrir Weybridge höfuðs- mann, sem bað mig um að annast nokkra eftirgrennslan, svo lítið bæri á, í sambandi við hvarf dr. Baxters". „Þér gerðuð það?“ spurði Hard anger Weybridge. Röddin var að vfsuhlutIaus.„Þekkið þér ekki fyrir skipanir þær, sem yður hafa verið gefnar? Að öll slfk eftirgrennslan skuli gerð af yfirmanni öryggis- eftirlitsins hér, eða á vegum skrif- stofu minnar í Lundúnum". „Clan.don er dauður, og . . . “ „Háttíngjáh15 'Mö'tfá*V 'vsifð'" danger að orði og hreimurinn f röddinni var eins og svipuhögg. „Wylie lögreglustjóri veit sem sagt, að Clandon er dauður. Eða vissuð þér það kannski áður, lög reglustjóri?** „Nei, herra minn“. „En nú vitið þér það. Hvað era þeir annars margir, sem þér hafið sagt dauða hans, Weybridge höf- uðsmaður?" „Engum öðram", svaraði hann þyrrkingslega. „Þakkið yðar sæla* ‘,sagði Hard anger. „Þér megið ekki ætla það, öfundsmaður, að ég vilji teygja öryggisráðstafanimar út f öfgar. 1 rauninni skiptir ekki máli hvað þér álítið, eða hvað ég álít, heldur einungis hvað einn eða tveir menn í Whitehall álíta. Það era þeir sem gefa fyrirskipanir, okkar, er svo að framkvæma þær. Þær fyrir skipanir era Ijósar og óvefengjan- legar, varðandi slíka atburði, sem •nú hafa gerzt. Þá tökum við ger- samlega við stjóminni. Þið þvoið hendur ykkar — gersamlega. Að THBY HAVEN'T TOKIE AMYTWINSh. SUT ITIS STKANGE THAT SINCE THEy CAWE,. SO/AE 0P OUR HUTS HAVE 5UHNEF 70WtJ,MYMEC'ICAL SUPFLIES FESTKOYEF.. HeiBsuvernd Námskeið mín í tauga- og vöðvaslökunar- og öndunaræf- ingum fyrir konur og karia hefjast mánudag 4. október. — Uppl f síma 12240. VIGNIR ANDRÉSSON — íþróttakennari VÍSIR Á SKRIFENDAÞJÓP®eSI3V Áskriftar- , Kwtana-smtaMr 11661 virka daga kL 9— 19 n@ma laugardaga kl. 9—18. Ég er bara kjáni Tarzan auðvitað þykir mér vænt um að sjá þig aftur. — Þú getur sagt mér það seinna, hvað er að, en vel á minnst, ég kom með vin minn með mér... Þetta er Kaanu, elzti sonur Umtali, for- ingja Butu-ættflokksins — BUTU? ... það er síðan þeir- komu, sem allir þessir erfiðleikar steðja að — Hvað hefur fólkið mitt gert af sér? Þetta fólk virðist ekki hafa gert neitt af sér, en það er einkennilegt, síðan það kom hingað hafa nokkrir kofar brunnið, og mik- ið af meðulunum helzt niður. Hmm... þetta virðist ekki einskær til viljun VISVR er eina x síðdegisbBaðið kemur út aila virka K daga Afgreiðslcm Ingólfsstræti 3 skráir nýja kaupendur Simi 11661 auglýsing VÍSI kemur víða við VÍSIR er auglýsingnisSað almennings AFGREIÐSLA AUGLÝSINGA- SKRIFST OFUNNAR ER i INGÓLFSSTRÆTI 3 SimJ 11663.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.