Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 4
A V í S IR . Þriðjudagur 26. októher 1965. Staðinn að verki á veitingahúsi Á einu veitingahúsi borgarinnar urðu dyraverðir varir við mann nokkum sl. laugardagskvöld, sem reyndi að laumast út með kven veski fyrir aftan bak. Dyraverðimir stöðvuðu mann- inn og kröfðust þess að hann gerði grein fyrir kvenveskinu. En mann- inum vafðist tunga um tönn og átti erfitt með að gefa skýringu á því hvaðan hann hefði fengið það. Var hann þá handtekinn. Er tekið var að kanna mál þessa manns betur kom það upp úr kaf- inu að hann hafði keypt sér veit- ingar áður um kvöldið í þessu Brotizt inn í ms. Reykjnfoss Aðfaranótt sunnudagsins var brotizt inn í vistarveru 1. stýri- manns á m.s. Reykjafossi hinum nýja og stolið þaðan áfengi, tóbaki og verðmætri myndavél. Vaktmaðurinn í m. s. Reykja- fossj varð þjófsins var þegar hann var að fara í land með feng sinn. Gerði hann lögreglunni aðvart og handtók hún manninn á hafnar- bakkanum. Þess má geta, að þjófurinn var mjög drukkinn. sama veitingahúsi fyrir 450 kr., en átti ekki peninga til að greiða þær með. Bauð hann þá 5000 kr. hlutabréf að tryggingu fyrir upp- hæðinni og var það tekið gilt. Nokkru síðar fundust svo sams konar hlutabréfaeyðublöð, óút- fyllt inni í saierni veitingahússins og þótti það ekki vera með felldu Við yfirheyrslu hjá rannsóknarlög reglunn; kvaðst maðurinn hafa fundið þessi eyðublöð áður um dag inn og ákvað að nota eitt þeirra sem veð fyrir veitingaskuld sinni. Jén Kfartans- son ræðssmaður Finnlands Á fundi ríkisráðs í Reykjavík í dag féllust handhafar valds forseta íslands á að veita Jóni Kjartans- syni, forstjóra, viðurkenningu sem aðalræðismanni Finnlands í Reykja vík og Haraldi Björnssyni, fram- kvæmdastjóra, viðurkenningu sem ræðismanni Finnlands í Reykjavík. Auk þess voru staðfestar ýmsar a'fgreiðslur, er farið höfðu fram utan fundar. Ríkisráðsritari, 22. október 1965 Birgir Thoriacius (sign) Félagsheimili Njarðvíkur var vígt á laugardagim Mörg hundruð manns voru við- staddir vígslu félagsheimilis Ytri | Njarðvíkur, á laugardaginn var. Hófst vígsluathöfnin kl. 4 með því að Rögnvaldur Sigurjónsson lék á píanó, framkvæmdastjóri bygg- ingarnefndar, Ólafur Sigurjónsson afhenti húslð formanni hússtjórnar Oddbergi Eiríkssyni og fluttar voru ræður og ávörp. | Um kvöldið var hóf í hinu nýja félagsheimili og voru þar flutt ýmis skemmtiatriði og dansað. í tilefni þess að félagsheimilið nýja hefur verið tekið í notkun var ákveðið að halda þar skemmtanir af ýmsu tagi næstu viku og hafa m.a. bæði Þjóðleikhúsið og L.R. leik sýningar þar. Einnig verða tvær málverkasýn- ingar í vikunni og sýna þeir Haf- steinn Austmann og Magnús Á. | Árnason verk sín. j Ólafur Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri byggingarnefndar skýrði blað inu frá því að bygging félagsheim ilisins hefði hafizt árið 1958. Er þarna um stórt hús að ræða en I það er 6500 rúmmetrar að stærð. j í húsinu er m.a. stór samkomu 1 salur með áhorfendasvölum og rúm ar salurinn 170 manns, til hliðar jvið þann sal er fundarsalur fyrir ! 100 manns. f samkomusalnum er stórt Ieik- svið og hin bezta aðstaða fyrir leik j endur m.a. búningsklefar. í félagsheimilinu eru þrjú félags- | herbergi fyrir þau félög, sem að byggingunni standa, húsnæði fvrir bókasafn Njarðvíkurhrepps, íbúð húsvarðar, eldhús o. fl. Sigvaldi Thordarson arkitekt teikn- aði húsið en fyrir utan Njarðvíkur hrepp stóðu að byggingunni Ung- mennafélag Njarðvíkur, Kvenfélag Njarðvíkur og Skátafélagið Víkverj ar. Víniandskort — I Frh af bls. 9 Hefur feikilega mikið verið skrifað um þessar annálssetn- ingar og reynt að túlka út úr orðunum ýmiss konar skoðanir. Um þetta hafa fræðimenn svo haldið áfram að deila. Dæmi um þetta er, að í ann- álum stendur að hann hafi farið að leita Vínlands. Upp úr því hafa sprottið óendanlegar rök- ræður um það, að þá hljóti Vín- land að hafa verið orðið týnt. Enn aðrir hafa bent á að talað sé um að hann hafi leitað lands- ins, ekki að hann hafi fundið það. Vilja þeir segja að það sýni að hann hafi aldréi komizt til Vínlands. En nú kemur hið nýja Vín- landskort mitt inn í allar þessar deilur og ólíku skoðanir og j greinir frá því að Eiríkur biskup I hafi kornizt til Vinlands, haft þar meira að segja vetursetu, snúið heim tii Grænlands og síðan haldið ferðinni áfram — en segir ekki hvert. íjað er að vísu ekki hægt að staðhæfa, að heimildir kortagerðarmannsins í Basel stafi frá Eiríki Gnúpssyni. Hann er þar að auki uppi miklu ‘ seinna en hann. En einkenni- legt er það að kortagerðarmað- urinn í Basel gefur hér þó í fáum orðum sé meiri upplýs- lýsingar um Eirík Gnúpsson en áður hafa verið til. Það eitt gæti gert fund þessa korts að merkum sögulegum viðburði. Og væri þá svo fjarri sanni að ímynda sér, að hann hafi þá einnig haft undir höndum ein- hverjar frekari upplýsingar um landið sem varðveitzt hafa úr ferð Eiríks Gnúpssonar? Þar má bæta því við, að líklegt er, að þegar biskup fer þessa ferð séu með honum sjómenn sem hafi haft meiri þekkingu en fyrstu sæfararnir til að marka landið rétt niður á landabréfinu. .HERBERT GUÐMUNDSSON: T fiio ms? ,66! Rdðstefna um sveitar- stjórnarmdl í Tm síðustu helgi fjölmenntu fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í bæjar- og sveitarstjórnum og í borgarstjórn til ráðstefnu um sveitarstjórnarmál, sem haldin.var í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. Slík ráðstefna er ný mæli, sem fitjað var upp á, þeg ar ungir Sjálfstæðismenn þing uðu á Akureyri nú í haust. Ekki er vafi á gagnsemi nán- ari kynningar milli hinna ýmsu sveitarstjórnenda, sem flestir glíma við svipuð viðfangsefni, þótt i misjöfnum mæli sé og við ólíkar aðstæður. Verulegur gagnkvæmur styrkur er að því að fá samanburð á ýmsum meg- in verkefnum, hvert ástand þeirra er á hverjum stað og hvernig að þeim er unnið. Þá er það ekki sízt mikilvægt fyr ir alþingismenn og ráðherra að kynnast hinum margvíslegu viðhorfum, en þeir þurfa að sjálfsögðu á margvíslegri yfir- sýn að halda í samskiptum rík isvaldsins og sveitarfélaganna. Jjessi fyrsta ráðstefna sveitar- stjórnarmanna Sjálfstæðis- manna víðs vegar að af land- inu bar ríkulegan vott um þann stórhug og framfarasókn, sem einkennir störf þeirra. hvers á sínum stað. Eftir miklar um- ræður samþykkti ráðstefnan í einu hljóði ályktun um sveitar- stjórnarmál, sem markar meg- instefnu Sjálfstæðismanna í þessum máium. hvar sem er á landinu. í ályktuninni felst að Sjáifstæðismenn hafa geng- ið fyrsta skrefið fyrir kosningar í maí n.k. til málefnalegrar kynningar á stefnu sinnj og að baki hennar standa Sjálfstæðis- menn úr langflestum sveitar- stjórnum og bæjarstjórnum á landinu og borgarstjórn höfuð- borgarinnar Saatesaing lifilla sveifarfélaga Á ráðstefnunni urðu miklar umræður um þann van- mátt ti! átaka, sem litlum sveit arfélögum er búinn við nútíma þjóðfélagsástæður. Var það sam mála álit, að vinda þyrfti bráð an bug að athugun á þessum málum og kemur þá t.d. tii greina hvort æskileg sé samein ing lítilla sveitarfélaga eða á- kveðin samvinna á milli sveitar félaga á afmörkuðum svæðum. Skýrari verkaskipfing j ályktun ráðstefnunnar er lögð áherzla á gott samstarf ríkisvaldsins og sveitarféiag- anna og jafnframt að endurskoð unar sé þörf á verkaskiptingu milli þessara aðila m.a. með það fyrir augum að setja skýr- ari mörk á ýmsum sviðum, eins og um ábyrgð á framkvæmd til- tekinna verkefna og sameigin- leg útgjöld. Fyrsta skrefið í þessa átt hef ur ríkisstjórnin þegar ákveðið að stíga með yfirlýsingu sinni um bað, að settar verði nýiar og einfaldari reglur um sam- skipti ríkisvaldsins og sveitar- félaga um stofnun og rekstur skóia. Er það skoðun Sjálfstæð ismanna, að ? þeim samskiptum sé það hlutverk rfkisvaldsins að hafa með höndum rannsóknir f skóla- og uppeldismálum Og kynna nýjungar í þeim efnum. f stefnu Sjálfstæðismanna felst það að eitt af grundvallar atriðum i upnbygaingu íslenzks þjóðfélags sé að sjálfstæði sveitarfélaga haldist og eflist um hin staðbundnu verkefni, jafnframt þvf að einstakling- um verði falin öll þau verkefni sem þeir geta leyst af hendi og þar sem samkeppni verður við komið. Flokksráðsmenn Sjálfstæðisflokksins fjölmenntu á ráðstefnuna um sveitarstjórnarmál, sem haldin var í Sjálfstæðishúsirsu um helgina. Tekjuöflun og nýting fjdrmagns TMTikil áherzla er lögð á fjár- hagslegt sjálfstæði sveitar félaganna í ályktun ráðstefnunn ar. En þau þurfa að hafa tekju stofna til þess að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum og rekstri. I því sambandi voru lögin um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga stórt spor í þá átt að létta útsvars- byrði af íbúum sveitarfélaga og þarf að kanna, hvort unnt sé að ganga lengra á þeirri braut Hins vegar er það mál nánustu framtíðar að koma á betri aðstöðu sveitarfélaganna til hagnýtingar þess fjármagns, sem þau fá með núverandi tekju stofnum, m. a. með því að koma á staðgreiðslukerf: skatta, sem fyrirhugað er, og með því að stofna • lánasjóð sveitarfélag- anna, svo að þeim gefist kostur á lánum bundnum við endur- greiðslu á sama reikningsári. Þá er það að sjálfsögðu ekiíi síður mikilsvert en tekjuöflun, að kappkosta að haga rekstri og framkvæmdum á sem hagkvæm astan hátt, m. a. með skipulagn ingu, hagræðingu og vönduðuin undirbúningi. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.