Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 6
6 vmarp.vr--Viimmmii'n'»i11 n VÍSIR . Þriðjudagur 26. október 1965. ■BWBBSMWWMMM— r Alyktun — Framh. bls. 16 um það, að settar verði nýjar og einfaldari reglur um sam- skipti ríkis og sveitarfélaga um stofnun og rekstur skóla. í þeim samskiptum telur ráðstefn- an það hlutverk ríkisins að hafa með höndum rannsóknir í skóla- og uppeldismálum og kynna nýjungar í þeim efnum. 4. Ráðstefnan telur sjálfsagt, að sveitarfélögin reki fyrirtæki, sem hafa með höndum ýmiss konar almenna þjónustu og þar sem samkeppni verður ekki við komið, svo sem vatnsveitu og hitaveitu. Ráðstefnan telur hins vegar, að sveitarfélögin eigi að takmarka þátttöku sfna í al- mennum atvinnurekstri og ekki leggja í atvinnurekstur, sem einstaklingar eða félög þeirra geta og vilja annast. Ráðstefnan telur æskilegt, að verklegar framkvæmdir sveitarfélaga verði boðnar út, í samkeppni milli verktaka, þar sem því verður við komið. 5. Vaxandi þéttbýli og aukin verkaskipting í þjóðfélaginu ger- ir það að verkum, að krtpfur um ýmiss konar þjónustu af hálfu sveitarfélaga vaxa stöðugt. Eðli I margra þessara verkefna er þannig, að nauðsvn ber til, að sveitarfélögin taki upp meiri samvinnu sín á milli um lausn tiltekinna mála og framkvæmd þeirra í ríkara mæli en nú tíðk- ast. Slík samvinna gæti orðið undanfari sameiningar sveitar- félaga, eftir því sem heppilegt verður talið og við komið. 6. Öruggar samgöngur og uppbygging atvinnuveganna tryggja viðgang og vöxt sveit- arfélaga í öllum landshlutum. Ráðstefnan fagnar þvf þeim skipulagsbundnu aðgerðum, sem þegar eru hafnar til bættra samgangna og eflingar atvinnu- lífs í einstökum byggðarlög- um og landshlutum, svo og ráða- gerðum ríkisstjórnarinnar um framkvæmdasjóð strjálbýlisins. Stuðla þarf að því, að sveitar- félögum verði gert kleift að vinna að æskilegum atvinnubót- um í umdæmum sínum, þegar sérstakir tímabundnir erfiðleik- ar steðja að f atvinnumálum. Slfk stórátök miða að því að basta Iff fólks um land allt og gera þvi mögulegt að lifa fjöl- þættu athafna- og menningarlífi. íslevzka þjóðin hefur á und- anförnum árum markvisst sótt fram til bættra lífskjara og ætla má, að sú þróun haldi áfram í vaxandi mæli. Hinar öru fram- farir undanfarinna ára hafa m. a. orðið fvrir góða samvinnu ríkisvaldsins og einstakra sveit- arfélaga. Hin heillaríka stefna Sjálfstæðisflokksins, sem bygg- ist á frelsi og sjálfstæði ein- staklinganna til athafna, hefur leyst úr læðingi öfl, sorn hafa stórbætt lífskjör þegnanna. Það er þvi hverju sveitarfélagi fyrir beztu, að sú framfarasókn haldi áfn*m og að þeir menn veljist til setu í sveitarstjómum, sem sækja fram undir merki fram- farasinnaðrar og víðsýnnar stjómmálastefnu — Sjálfstæðis- stefnunnar. Á næsta vori fara fram sveit- arstjómarkosningar um land allt. I þeim kosningum verður úr því skorið, hverjir fara skuli með málefni sveitarfélaganna næstu fjögur ár. I þeirri baráttu, sem framundan er og háð verður næstu mánuði, heitir Sjálfstæð- isflokkurinn á stuðning allra landsmanna. Bílar — Framh. af bls. 16 auglýsingar Ford-umboðanna um hinn svokallaða Bronco-bil. Ein bifreið af þeirri tegund er komin inn í landið og hefur ann- að umboðið Kr. Kristjánsson hana til sýnis. Þetta er í raun- inni jeppabifreið með drifi á öllum hjólum, en margar nýjung ar á henni sem virðast gera hana eftirsóknarverða f augum þeirra sem nota þurfa slíkar bif- reiðir. Er sérstaklega. mikið um það að bændur og fjalla- ferðamenn í bæjunum kaupi þessa nýju gerð. Svo virðist sem innflytjendur annarra fjórhjóla- drifsbíla séu ekki hrifnir af að fá þennan nýja keppinaut. Mark aðurinn fyrir slíka bfla hefur verið árlega þetta 6—7 hundruð á ári, en eftir upplýsingum Ford-umboðannS tveggja munu þau vera búin að selja yfir 200 jeppa af Bronco-tegund og taka þannig a.m.k. þriðjunginn af markaðinum. Fyrstu sendingam- ar koma líklega um mánaðamót- in nóv.—des. Þá mun gerast nú í næsta mánuði allmerkileg nýjung í bifreiðainnflutningi til landsins. Hingað á að koma stórt bfla- flutningaskip f næsta mánuði og leggur það hér á land nokkr- ar bifreiðir frá Rambler og Chrysler verksmiðjunum. Skip þetta er á leiðinni með bílafarm frá Ameríku til Evrópu og virð- ist nú komið í ljós, að slík skip séu fáanleg að koma hér við, ef um flutning á verulegu magni er að ræða. Sneru við — Framh. af bls. 16 Markarfljóti og Krossá hefði verið með fádæmum, og gefið að líta allt að meters há drýli í mestu straumrðstunum. Vegarskemmdir á Þórsmerkur- leiðinni, frá Stóru-Mðrk og inn að Steinholtsá, eða þangað sem bíll- inn komst voru furðu litlar og miklu minna úrrennsli af völdum vatns en búizt hafði verið við. Þó urðu menn að taka sér skóflu í hönd á einum eða tveim stöðum af þessum sökum svo bfllinn gæti komizt leiðar sinnar. Hitt er ískyggilegra að svo virð ist sem Markarfljót sé að teygja sig nær túninu fyrir austan Stóru Mörk og flaut þar yfir veginn á nokkru svæði. Verði framhald á því sem helzt eru horfur á, tekur veg inn með öllu af þar þar sem hann hefur legið til þessa. Leiðangursfarar komu um 10 leytið á laugardagskvöldið til Reykjavíkur aftur. Alþingi — Framhald af bls. 5. Frumvarp til laga um skrásetn ingu réttinda í loftförum. Frá samgöngumálanefnd. Frumvarp til laga um viðauka við lög nr. 57 25. maí 1949 um nauðungaruppboð‘iFrá samgöngj^, málanefnd. Tillaga til þingsályktunar um lagningu Vesturlandsvegar. Flm. Jón Skaftason. Stúlkur — Framh. af bls. 1: líklega ættu þær erfitt með að bjarga sér. \Æsir spurðist í morgun fyrir um það hjá utanríkisráðuneyt- inu hvort stúlkurnar væru komnar fram, en í dag er rétt vika frá því þær hurfu. Ráðu- neytið sagði að þær væru komn- ar í leitimar heilar á húfi. Sögðu þær lögreglunni svo frá að þær hefðu farið á bíó og komið heim eftir tilsettan tíma. Var búið að Iæsa húsinu sem þær bjuggu í. Reiddust þær við það og fengu sér húsnæði annars staðar og létu lengi vel ekki frá sér heyra þar sem þær áður bjuggu. Varð það til þess að sú fjölskylda fór að óttast um þær og baðst að- stoðar lögreglunnar. wvwvwv\/wvwwvw | Friðarverð- | jlaun Nobelsji 1965 i' Friðarverðlaunum Nobels var', <ií gær úthlutað Bamahjálparsjóði) Ssameinuðu þjóðanna. Verðlaun- <[in eru veitt af nefnd kjörinni af Snorska StórþSnginu. <| Mælt hafði verið með yfir 30 \mönnum sem þess væru verðir,' Sað hljóta verðlaunin. Einní (|þeirra var U Thant frkvstj. |» JiSameinuðu þjóðanna. Það mælist mjög vel fyrir, að', SBamahjálparsjóðurinn fékkj' Sverðlaunin, en þau nema sem (Jsvarar til 2,2 milljóna króna. ] i JiHann hefir starfað frá 1946,i| )hefir nú heilsugæzlustöðvar i', \mörgum löndum, og hefir gert,' } stórmikið gagn. L' VA/W\/\AAAAAAAAAAAAAA, Undangenginn sólarhring fengu 40 sfldveiðiskip eystra um 26 þús. mál og tunnur. Vindur var hægur á miðunum, en alveg svartaþoka. Veiðin var léleg miðað við skipafjölda, en vafa laust má þokunni nokkuð um kenna, að aflinú var lélegur. Fram- að þessu hefur hann oft verið hátt_ Níu ölvaðir við akstur Talsverð ölvun var í Reykjavík um síðustu helgi og kom á nokkr um stöðum til smáryskinga og á taka, einkum fyrir utan veitinga- hús. Engin alvarleg meiðsl urðu þó á mönnum af þessum sökum enda skarst lögreglan í leikinn og skildi áflogahundana. í>að sem lögreglunni fannst al- varlegast f sambandi við ölvun um helgina var hvað margir öku- menn voru drukknir við akstur. AIIs tók lögreglan 9 menn grunaða um ölvun við akstur frá því á föstu dagskvöldið og þar til á aðfara- nótt mánudagsins. Sá síðasti, sem hún tók, hafði ekið aftan á lög- reglujeppa á Hringbrautinni á mánudagsnóttina. Keflav.vegur — Framhald af bls. 1. sinni. Þá kom áætlunarbifreið frá Steindóri, vörubíll og fólks- bílar — nýi Keflavíkurvegurinn vgr kominn í notkun. Úr þvi að klukkan fór að nálgast 10 í morgun fór umferð suður við Straum að aukast og var auðséð að margir vildu verða með þeim fyrstu að stað- næmast við tollbúðina og greiða vegagjaldið. Lögðu margir bif- reiðum sínum f nokkurri fjar- lægð frá tollskýlinu og biðu hinnar formlegu opnunar. Þrátt fyrir aftaka rok og rigningu hafði allmikill mannfjöldi safn- azt saman úti fyrir tollskýlinu. Nokkrir sem óku fram hjá tollskýlinu rétt fyrir klukkan 10 virtust hálf vonsviknir er þeim var sagt að vegatollurinn væri enn ekki genginn í gildi — kæmi ekki fyrr en eftir nokkrar mínútur. Skömmu eftir klukkan tíu var umferð svo aftur orðin alveg eðlileg um Keflavlkurvegmn. upp í 1000 mál og tunnur á skip að meðaltali, þó alloft nokkru minna, en stundum lfka meira. Umferðarslys Um hádegisbilið í.gær varð um ferðarslys á ipótltm Safamýrar og Starmýrar er drengur féll af reið- hjóli og kastaðist í götuna. í fyrstu var óttazt, að drengurinn hefði orðið fyrir bíl, eða lent utan í bíl, en við athugun kom þó í ljós að svo hefði ekki verið. Með drenginn, Pétur Jónsson, Háaleitisbraut 42 var farið í Slysa varðstofuna ,en hann reyndist lít ið meiddur. Jökulsú —- Framhald af bls. 1. ánni eykst ennþá — en á því er nokkur hætta eins og á horfir því útlit er í augnablikinu fyr ir vaxandi suðaustanátt og rign- ingu. Stórskemmdir hafa ekki orð- ið á vegum frá því í vatnavöxt unum um sl. helgi. Þó hefur vegamálastjóri tilkynnt að Uxa hryggjaleið sé ófær eins og sakir standa. Og vegir eru ann ars staðar á Suðurlandi blautir og slæmir yfirferðar þótt færir séu. TRÉSMIÐIR Trésmiðir eða laghentir menn óskast strax. Sími 38929 eða 41309. 40 skip meí 26 þús. málog tunnur Happdrætti, dregið 1. nóv. 65 - Miðar hjá öllum Ungmenna- og íþróttafélögum landsins. CORTINA — WILLYS JEEP — 10 Westinghouse-kæliskápar. 12 vinningar Verð kr. 50.00 DRÆTTI EKKI FRESTAÐ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.