Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 15
VÍSIR . Þriðjudagur 26. október 1965. 15 29. „Ég geri það oft að fá mér i glas áður en ég fer að sofa“, svar- aði hann af sama þráanum. „Hvað getur eitt glas gert manni?“ „Ég segi það líka - hvað getur eitt glas gert mánni? Eða jafnvel tvö. En þegar kemur langt niður í flöskuna, horfir málið eilítið öðru visi við“. Ég svipaðist um þarna inni. „Hvar er eldhúsið?“ spurði ég. „Hvað viltu þangað?“ „Tefðu mig ekki, Ég hef naum- an tíma“. „Þarna.. Ég gekk fram í eldhúsið, þar sem allt gljáði af ryðfríu stáli, rétt eins og einhver hefði ætlað að koma sér þar upp skurðstofu, en breytt um fyrirætlun á síðustu stundu. Enn ein sönnun um eðlilegt fjármagn húsráðandans. Og á gljá- andi eldhúsborðinu gat að líta enn eina sönnun þess, að hann hefði ekki verið þurrbrjósta um nóttina. Viskýflaska með nokkurri lögg á, gullin stúthettan iá enn á borð- inu hjá henni. Stór öskubakki, barmafullur af sígarettustúfum. — Mér varð litið um öxl. McDonald stóð í eldhúsdyrunum. „Þá það“, andvarpaði hann þreytulega. „Víst sat ég að drykkju í nótt. Alltaf þrjár eða kannski fjórar klukkustundir. Ég er hvorki lögreglumaður né hermaður, Cav- ell. Tvö hræðileg morð ... slíkt tekur á taugarnar". Það fór hroll- ur um hann. Væri þetta leikur hans, þá lék hann vel. „Baxter hefur verið einn af mín- um beztu vinum um árabil. Hvers vegna var hann myrtur? Hvað veit ég nema morðinginn hafi þegar valið sér þriðju fórnina? Og ég veit, hvað djöflaveiran er hættu- leg. Hamingjan góða... ég hef fyllstu ástæðu ti! að vera hræddur. Dauðskelfdur.. .“ „Víst hefurðu það“, viðurkenndi ég. „Og því tilefni er ekki lokið — enda þótt ég sé kominn á slóð hans. Morðingjans, á ég við. Og hver veit, nema röðin komi að þér næst... þér er að minnsta kosti vissara að vera við því búinn“. „Þú. ert tilfinningalaus og misk- unnarlaus djöfull“, urraði hann. — „Fyrir alla muni komdu þér út og lofaðu mér að vera í friði“. „Ég er að fara. Gættu þess að hafa dyrnar vandlega læstar, dokt- or McDonald". „Þú þarft ekki að halda, að við séum skildir að skiptum, Cavell. Við skulum siá hvort að þú verð- ur jafn harðsvíraður, þegar þú stendur fvrir rétti, ákærður íyrir tilef.nislausa líkamsárás". Það var eins og hann endurheimti eitthvað af hugrekki slnu, þegar hann sá að ég hafði stungið á mig marghleyp- unn: og var að fara. , Vertu ekki að þessari heimsku", svaraði ég; stuttur I spuna. „Ég he? aldrei hágtíilenílOT Þ^ð sér ekki, hið 'jninnst^ á ^þér. I|ú hefur engin vitm, og við skulum sjá hvort tekið verður meira mark á orðum bínum en mínum ... “ Ég kvaddi og fór. Ég sá skugga- legan bílskú.rinn, þar sem Bentley- inn var sennilega til húsa ,en at- hugaði hanr ekki nánara. Þurfi menn á bíl að halda til erinda- gerða. sem þeir telja ekki æskilegt að veitt sé athygli, þá velja þeir ekki Bentley. Ég nam staðar við næstu síma- klefa og hringdi til þeirra Wey- bridge og Cliveden og lét sem ég þyrfti að fá heimilisfang di>. Gre- goris. Eins og ég bjóst við, gat Weybridge ekki gefið mér neinar upplýsingar, en Cliveden bæði gat það og gerði. Báðir voru þeir ön- ugir yfir þvl að vera vaktir svona rétt undir fótaferð, en urðu báðir vingjarnlegri þegar ég sagði þeim að ég yrði að ná tali af Gregori tafarlaust, þar sem rannsókn máls ins nálgaðist nú lokastigið. Reyndu þeir báðir að komast eftir hvers ég hafði orðið áskynja, en ég lét ekki uppskátt um það — enda hafði ég ekkert að láta uppskátt. Klukkan var 7.15 þegar ég hringdi dyrabjöllunni á húsi dr. Gregoris, réttara sagt húsinu þar sem hann bjó, því að þar var um góðkunnan gistidvalarstað að ræða sem ekkja og tvær dætur hennar veittu forstöðu. Úti fyrir stóð blái Fiatbíilinn, sem Gregori átti. Enn var niðamyrkt, kalt og hráslaga- legt. Ég var ákaflega þreyttur og leið sárar kvalir I fætinum, svo að mér veittist erfitt að einbeita hugsun minni að viðfnngsefninu. Dyrnar voru opnaðar og þybbin, lágvaxin gráhærð kona stóð á þröskuldinum. Það hlaut að vera sjálf húsfreyjan, frú Withorn, sem var víðkunn fyrir glaðlyndi sitt og matargerðarlist. „Hver er eiginlega á ft5rðinni um þetta leyti sólarhringsins?" Röddin var góðlátleg og eilítið giettin. „Vonandi þó ekki lögreglan, einu sinni enn.“ „Því miður, frú Withorn. Cavell heiti ég. Ég þarf að hafa tal af dr. Gregory." „Vesalingurinn, Gregory. F.g hélt þó að þið væruð búnir að valda honum nógum óþægindum. En ég býst við að ég verði að hleypa yður inn. Ég skal svo gæta að hvort hann er kominn á fætur.“ „Gerið svo vel að vísa mér á herbergi hans, þá skal ég komast að því sjálfur, frú Withorn." Hún hleypti brúnum andartak, en féllst svo á að vísa mér leið- ina. Við gengum inn I breitt and- dyri, síðan um alllangan gang og benti mér loks á dyr, þar sem gat að líta nafn hans á hurðinni. Ég knúði dy^a og beið. Það varð ekki löng bið. Dr. Gre gory hlýtur að hafa verið nýkom- inn á fætur. Hann var klæddur morgunkufli, ryðbrúnum og dökkt andlitið var enn dekkra en nokkru sinni fyrr. Honum hafði bersýni- lega ekki gefizt tími ti! að raka sig „Cavell,“ varð honum að orði, ekki sérlega vingjarnlega, en hann var þó ólíkt hæverskari en McDon ald. „Gerið svo vel og gangið inn fyrir og fá yður sæti. Þér virðist þreyttur." Ég var þreyttur og feginn að mega setjast. Ég leit I kringum mig Það var ekki eins ríkmannlegt að sjá og heima hjá McDonald enda var Ibúðin búin húsgögnum stað- arins og nokkuð farin að láta á sjá. Hillur, fylltar bókum, voru á einum vegg og skrifborð hjá og stóð þar ritvél, en annars sá ekki I borðið fyrir pappírsörkum og bók- um. Loftið var heldur þungt — dr. Gregory hafði bersýnilega ekki enn tileinkað sér þá brezku þjóð- arvenju, að láta glugga standa gal- opna hvernig sem viðraði. Og það var einhver annarlegur þefur þar inni, sem ég gat ekki' gert mér grein fjsrir. „Get ég orðið yður að einhverju liði, Cavell?“ spurði dr. Gregory að fyrra bragði. „Þetta er einungis formsatriði, dr. Gregory," svaraði ég kæruleys islega. „Ég veit að þetta er óguð- legur heimsóknartími, en okkur finnst sem við verðum að hafa hrað an á.“ „Þér hafið ekkert sofið I nótt.“ „Ég hef ekki haft tíma til þess enn — vegna heimsókna. Hef víst ekki verið sérlega velkominn gest- ur. Ég kem rakleitt frá McDonald og ég er hræddur um að honum hafi fundizt miður notalegt að vera vakinn upp um þetta leyti nætur.“ „Já, dr. McDonald er dálítið á- kaflyndur." vafð dr. Gregory að orði. „En ykkur kemur vel saman? Vinir?“ „Starfsfélagar, mundi ég segja. Ég met starf hans mikils. En hvers vegna spyrjið þér að því, herra Cav ell?“ „Ólæknanleg hnýsni. Segið mér eitt, dr. Gregory, — getið þér fært sönnur á hvar þér voruð I nótt?“ „Vitanlega." Hann leit spyrjandi á mig. „Hardanger veit allt um það. Ég var I afmælisfagnaði ann- arrar dóttur frú Withorn.“ „Fyrirgefið", greip ég fram I fyrir honum. „I nótt — ekki I fyrri nótt.“ Honum brá. „Hafa fleiri verið myrtir?“ spurði hann. „Nei, svaraði ég. „Jæja, dr. Gre- gory?‘ „1 nótt. . . Hann brosti og yppti öxlum. „Ef ég hefði haft minnsta grun um að ég yrði krafinn sagna um það, mundi ég áreiðanlega hafa orðið mér úti um vottfesta sönnun Um hvaða leyti, nákvæmlega, herra Cavell?" „Segjum á tímabilinu frá kl. 9.30 til 10.30 I kvöld er leið?“ svaraði ég. „Því miður hef ég enga vottfasta sönnun um það,“ mælti hann. „Ég var hér I stofu minni, vann að bók minni allt kvöldið og lengi nætur. Mér veitti ekki af, skiljið þér eftir þá hræðilegu atburði, sem fyrir mig báru i gær.“ Hann leit á mig, hálft I hvoru afsakandi. „Kanr.ski ekki lengi nætur ,en frá því klukkan átta, þegar ég hafði snætt kvöldverð pg fram undir miðnætti, Og mér miðaði drjúgum þrjár Vélritaðör síðiir., Vður fitinst kannski ekki mikið til um þau af- köst, herra Cavell. en þessi bók, sem ég vinn að, er þess efnis, að þrjár vélritaðar síður I einu mega kallast góður árangur.' „Hvers konar bók er það?“ „Hún fjallar um ólífræna efna- fræði. Það þarf varla að gera ráð fyrir að almenningur þyrpist i bókaverzlanir til að kaupa hana. Ég er hræddur um að fjöldi les- enda minna verði harla takmarkað- ur.“ „Er þetta kannski það ritverk?" spurði ég og virti fyrir mér hlaða vélritaðra arka á borðinu. „Já, ég byrjaði á þessari bók 1 Turin fyrir fleiri árum, en ég kæri mig um að muna. Þér megið glugga I þetta, ef þér viljið, herra Cavell, en ég er hræddur um, að það verði ekki einungis efnið, sem kemur ó- kunnuglega fyrir - bókin er nefni- lega rituð á Itölsku, sem mér er eiginlegri en enskan. eins og að líkum lætur.“ Ég lét þess ekki getið, að ég læsi ítölsku að minnsta kosti eins vel og hann talaði ensku. Þess I stað sagði ég: „Þér notið eingöngu rit- vélina við skriftir?" auglýsing i VISI kemur viða við T A R 2 A VISIR er auglýsingablað almennings Tarzan biður okkur um að snúa aftur til þorpsins svo að við getum sagt hinum frá hinum dásamlegu læknislyfjum hvíta mannsins. Þið voruð að dauða komin þegar þið komuð hingað, nú viljum við að hinir geti fengið sinn hluta I þessu krafta- verki. Á sama augnablikj. Við ráðumst á heilsu- verndarstöð Tarzans áður en eldfuglinn hans leggur okkur að vélli eins og þessi dásam- legu dýr. Árás. auglýsingamóttaka er sem hér segir: smáauglýs- i n g a r berist fyrir kl. 18 daginn áður en þær eiga að birtast, nema í mánudagsblöð fyrir kl. 9.30 sama dag. s t æ r r i auglýsingar beríst fyrir kl. 10 sama dag og þær eiga að birtast. AUGLYSINGA- STOFA VISIS INGÓLFSSTRÆTI 3 SIMI 1-16-60 VÍSIR ÁSKRIFENDAÞJONUSTA Askriftar- Kvartana simmn er n66i virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 9 -13. AUGLÝSING 9 VISI eykui viðskiptin smmasstismiumssam aaaygarfriHt, «aa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.