Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 26. október 1965. 7 Tvö Leifs Eiríkssonar félög i Bandaríkjunum * Félagar í 25 ríkjum 4 Dagur Leifs Eiríkssonar ^ Árleg verðlaunaveiting, sem mun nema 100 þúsund dollurum 4 Verðlaun veitt í fjórða sinn í ór Fáar fréttir tengdar íslandi hafa vakið eins miklar umræður og fréttin um útgáfu Yale- kortsins, sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Um leið barst nafnið Leifur Eiríksson frá mahni til manns og alla leið suður á Spán og Ítalíu, þar sem fréttin vakti mikinn æsing. Dagur Leifs Eiríkssonar, laug ardagurinn 9. október var nýlið- inn, þegar fréttin barst. Hátíða- höld voru við Leifsstyttuna hér f Reykjavík og I Bandaríkjunum þar sem 9. október er haldinn hátíðlegur f annað sinn söfnuð- ust bæði íslendingar og Banda ríkjamenn saman í danska sýn- ingarskálanum á heimssýningar- svæðinu f New York til þess að heiðra minningu Leifs Eiríksson ar hins heppna. Við þetta tækifæri hlaut Warr en G. Magnússon öldungadeild-- arþingm. viðurkenningarskjal frá Leifs Eiríkssonarfél. sem eru tvö talsins, fyrir framgöngu hans í því að fá dag Leifs Eiríkssonar viðurkenndan sem hátíðisdag á Bandaríkjaþingi. Ennfremur hafði verið ákveðið að hin al- þjóðl. árl. Leifs Eiríkssonarverð laun sem „veitt eru á hverjum tíma fyrir eftirtektarverðasta framl. í þágu mannkynsins til þess að efla frelsi þess og vel- ferð“, svo. tekin séu upp orð Jó hannesarNewton forseta og stjórnarmeðl. fél. yrðu ánöfn- uð að þessu sinni Albert Schweit zer mannvininum mikla og skyldi dóttir Schweitzers taka við verðlaununum. Var ennfremur ákveðið að á næstu árum yrðu verðlaunin 100 þúsund dollarar hverju sinni. Félag Leifs Eiríkssonar var stofnað í Bandaríkjunum árið 1950 fyrir forgöngu Jóhannesar Newton, sem er Skagfirðingur í móðurætt, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1941 og fór að því loknu til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði verkfræðinám við John Hopkins háskólann. Settist Jó- hannes Newton að í Bandaríkj- unum eftir verkfræðinámið og starfar nú sem verkfræðingur hjá Northrop Aviation, Hefur Jóhannes Newton síðar tvisvar sinnum gegnt embætti forseta félagsskaparins og jafnframt setið í stjórn systurfél. Leifs Eir íkssonarfél. sem var stofnað ár- ið 1954 og hefur verðlaunaveit- ingar á sinni könnu. Félagsskapurinn er alþjóðleg ur og stefnt er að því að stofna deildir í sem flestum löndum. í Bandaríkjunum einum eiga fé- lögin meðlimi í 25 ríkjum. Eitt af fyrstu verkefnum félag anna var að fá bandaríska þjóð þingið til þess að samþykkja dag Leifs Eiríkssonar, sem hátíð isdag. Það tók sinn tíma. En það voru margir fúsfr til hjálp- ar. Fyrst leituðu meðlimimir til lögfræðilegrar nefndar öldunga- deildarinnar, það var árið 1959. Fóru þeir þangað til þess að kynna sér hvemig bezt væri að leggja málið fram. Formaður nefndarinnar lagði þeim góð ráð, það var öldungardeildarþingmað ur að nafni Lyndon Johnson. Eftir að hafa unnið lengi að söfnun gagna og þúsunda undir- skrifta til þess að styðja beiðni sína var hún lögð fram á þingi af öldungardeildarþingmanni að nafni Hubert Humphrey. Níu/ aðrir þingm. lögðu málinu lið og fyrir rúmu ári varð frumvarpið að lögum. Til þess að beina athygli al- mennings að þeim sögulegu stað reyndum, sem tengdar eru nafni Leifs Eiríkssonar var efnt til Jóhannes Newton t. h. afhendir Warren G. Magnúson viðurkenningarskjal. hinnar árlegu, alþjóðlegu verð- launa, sem fyrr1 getur. Tilnefning Sch;etzers sem verð- launahafa var sú f jórða i röðinni. Aðrir verðlaunahafar eru: Bemt Balchen, hershöfðingi í banda- ríska flughemum, frumkvöðull þess að flogið yæri yfir Norður- pólinn og flugmaður Byrd leið- angranna, Dr. Lee Dubridge, for seti Tæknistofnunar Kalifomíu og Dr. Glenn T. Seaborg einn af forvígismönnum friðsamlegrar notkunar kjarnorkunnar, sem á sæti 1 kjameðlisfræðinefnd Bandaríkjanna. Verðlaunaveiting hins síðast nefnda fór fram í Los Angeles þann 29. jan. í ár. Fyrir utan fjárhæðina, sem veitt er hvert sinn er verðlaunahafi sæmdur verðlaunapeningi úr bronzi. Er á annarri hlið penings ins mynd af víkingaskipi en á hinni heimsmynd og áletrunin, „Fyrir könnunarstarf". Við þetta tækifæri sagðist verðlaanahafa í þakkarræðu sinni á þessa leið: „Hver öld hefur sinn eiginn sjóndeildarhrlng, og strandir, sem enn hafa ekki verið uppgötv aðar og ný landamæri. Og á hverri nýrri öld er borin ný kyn slóð óttalausra könnuða. Enda þótt ferðir þeirra hafi verið á ýmsan veg hafa menn eins og Galileo, Newton, Einstein, Fermi Columbus, Perry, Piccard, Hill ary og Glenn allir verið gæddir einhverju af anda Leifs Eiríks- sónar og manna víkingaskip- anna. Nú skorar framtíðin á okkur á annan og mikilfenglegri hátt. Sjóndeildarhringurinn hefur stækkað, fjarlægðimar eru meiri En þessar ókunnu strendur verða uppgötvaðar. Þær verða fundnar og kannaðar ekki að- eins af því að þær eru þarna heldur vegna þess að allt, sem er til og er óþekkt er sönn áskorun á huga og líkama manns Loftleiðir bióða verð- jT launahafa til Islanas Stutt spjall við Sigurð Magnússon blaðafulltrúa Slgurður Magnússon Loftleiðir hafa ákveðið í sam bandi við úthlutun Leifs Eiríks- sonar verðlaunanna að bjóða verðlaimahafa hverju sinni í nokkurr daga íslandsferð til þess að s.koða ættarslóðir Leifs Eiríkssonar. Megum við íslendingar því eiga von á heimsóknum ýmissa heimsþekktra manna og kvenna hingað til lands í þessum til- gangi. Sigurður Magnússon blaða- fulltrúi Loftleiða var viðstaddur hátíðahöldin i New York á dög- unum og ræddi tíðindamaður blaðsins stuttlega við hann I því sambandi. — Það var mikið fjölmenni statt þarna, byrjar Sigurður og íslendingahópurinn, sem kom saman var mjög ánægður með það, sem fram fór. Það er rétt að rifja upp í sambandi við þetta mál nokkuð, sem ýmsir gleyma. Að það voru Vestur-lslendingar, sem á sínum tíma höfðu for- göngu um það að Bandaríkja- þing gaf Leifsstyttuna árið 1930 og undirstrikuðu með þeirri á- letrun, sem á henni stendur við- urkenningu Bandaríkjaþings á þeirri sögulegu staðrevnd að það voru íslenzkir menn, sem fyrstir hvítra manna fundu Vesturálfuna. Svo vikið sé aftur að hátíða- höldunum fór fram afhending viðurkenningarskjals, sem Warr en Magnús., senator hlaut fyrir framgöngu sína í því að fá dag inn viðurkenndan sem hátíðisd. en Warren, sem er af sænskum ættum og ættaður frá Minne- sota hefur frá fornu fari haft áhuga á þessu máli og lagði það á sínum tíma fyrir bandaríska þingið. Hann hélt þarna ræðu. — Nú hafa Loftleiðir ákveð- ið að bjóða verðlaunahafa hing að til lands, verður þetta ekki mikil landkynning? — Það lætur að líkum að ef heimsfrægir menn þiggja verð- launin og koma til íslands að það vekur athygli á þeirri stað- reynd að Leifur Eiríksson er borinn og bamfæddur Islend- ingur, þótt um það megi deila hvort Grænlendingar geti gert tilkall til hans ,og að vesturfar- amir eru íslenaingar. Það er ó- umdeild viðurkenning á þeirri staðreynd. Við teljum að með því að bjóða verðlaunahöfum sé það kannski ekki landkynning heldur undirstrikun á sögulegri staðreynd. — Nú hefur fundur Yale- kortsins vakið mikla athygli, komu Leifs Eiríkssonar-félögin nokkuð við sögu í því máli? — Kortafundurinn vakti mikla athygli og bára frásagnir blaðanna þess vitni. Nei, fé- lagskapurinn kom ekki við sögu í þyí máli, sem mér skilst að sé enn ein stoðin, sem rennur undir þær gömlu staðreyndir sem skráðar eru í okkar fomu bókum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.