Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 26.10.1965, Blaðsíða 9
 Þriðjudagur 26. október 1965. 9 tm* tf versu ólíklegt og tortryggi- legt sem ýmsum kann að virðast það að uppdrátturinn af Vínlandi sem nýlega er fund- inn haft verið gerður kringum árið 1440 eða 50 árum áður en Kolumbus fann Ameríku, þá eru sönnunargögn bandarísku sér- fræðinganna við Yale-háskóla svo sterk í þessu, að þeim verð- ur ekki haggað. Við skulum nú gera okkur nokkru nánar grein fyrir því hvernig Vínland er markað inn á þennan fræga Vínlandsupp- drátt og hvaða áletranir merkt- ar þar við. Það sem vekur einna mesta furðu, er að staðsetning Vín- X ::r. ' ‘ : ■ : : ^ ' Langi textinn í horni Vínlandskortsins þar sem sagt er frá ferð Eiríks Gnúpsaonar til Vínlands. Tekið skal fram að þetta er lengsti textinn á öllu landabréfinu. um. Það er þess vegna nauðsyn- legt að rifja upp, hvaða skoð- anir og þekkingu menn í norð- anverðri Evrópu höfðu á norður og norðvestur hluta heimsins". Ckelton rekur siðan landafundi íslendinga í norðanverðu Atlantshafi, segir t.d. frá þvi að Óttar hafi siglt í Hvíta hafið, síðan hvenær Grænland hafi ur fundu sameiginlega“. Af þessum texta verður það ljóst, að þó höfundur kortsins hafi ekki haft fyrir framan sig nákvæmar frásagnir Islendinga- sagna, þá eru þetta þó upplýs- ingarnar úr þeim. Nöfnin Vín- land, Bjami (Herjólfsson) og Leifur (Eiriksson) blekkja engan og hér getur því ekki verið um neina tilviljun að ræða. Gronelande regionumq finit- imaru sedis apostolicæ legatus in hac terra / spaciosa vero et opulentissmia in mostmo anno p. ss. nrj (pontificis sanct- issimi nostri) Pascali accessit in nomine dei / omnipotetis longo tempore mansit estiuo et brumali postea versus Grone- landa redit / ad orientem hiemale deindo humillima obe- kom til þessa sannarlega víð- áttumikla og auðuga lands í nafni hins almáttuga guðs á síðasta ári vors blessaða páfa Pascals, hann dvaldist þar lang- an tíma, bæði sumar og vetur og síðar sneri hann aftur norð- austur á bóginn við til Græn- lands og hélt siðan áfram för sinni (ekki sagt hvert) í lítillátri Hafði kortagerðarmaðurinn í Basel heimild- ir úr Vínlandsför íiriks Gnúnssonar 1121? lands þ.e. svæðisins við Ný- fundnaland og Labrador virðist hárrétt. Þessi staðreynd gerir það að verkum, að það má ekki álykta að landið hafi verið teiknað inn tilviljanakennt. Landfræðingar miðaldanna teiknuðu inn á hvert landabréf ímynduð lönd eða landssvæði sem þeir höfðu haft lauslegar spurnir af. Enda varð árangur- inn eftir því, allt var í rauninni skakkt og bjagað. En sá sem hér teiknar Vínland inn merkir það inn á réttan stað. T Tm þetta segir prófessor R. A. Skelton í hinni nýút- komnu Vínlandsbók: „Nordenskjöld gerði ráð fyrir því að til hefði verið á ítaliu í lok 14. aldar og byrjun 15. aldar kort sem nú væri týnt af Skandinaviu, Islandi og Græn- landi og hafi það orðið til eftir að hinir norrænu sæfarar kvnnt- ust áttavitanum í byrjun 13. aldar. Það er alls ekki ólíklegt, segir Skelton að slíkt kort hafi verið til, þó að röksemdir Nord- enskjölds hafi ekki staðizt við síðari tíma rannsóknir. Fundur Vinlands-kortsins neyðir okkur til að taka þennan möguleika alvarlega, vegna þess að það sýnir lögun Grænlands þannig, að ekki eru nú þekkt nein kort því sambærileg frá þessum tíma, og vegna þess að það sýnir Vínland, sem allar heimildir í Evrópu eftir fyrsta fjórðung 12. aldar eru þögular fundizt ög landnám hafizX'i’þar og ennfremur Viriland og áð Svalbarði hafi senniíega fúriðizt um 1194. Ennfremur rekur hann það í alllöngu máli, hvaða upplýsingar sé að finna i íslendingasögunum um ferðir til Vínlands, Mark- lands og Hellulands, hvað sagt sé um siglingaleiðina þangað og segir að þær upplýsingar séu allar af skornum skammti. Þá bendir hann á það, að teikning Vínlands inn á kortið sé ekki í fullkomnu samræmi við þessar fomu lýsingar, því að á kortinu er öllu þessu landi aðeins gefið heitið Vínland, eri ekki sé merkt þar inn Markland eða Hellu- land. Að vísu sé lahdinu skipt niður í þrjá hluta með tveimur fjörðum austan í það, líkt og sagt er í fomsögunum. Þar komi líka hitt að land þetta sé allt látið vera ein eyja, en af íslenzkum frásögnunum megi hins vegar ráða í að þarna sé meginland, að vísu með eyju eða eyjum fyrir utan. En allt gerir þetta það ótrúlegt að höfundur kortsins hafi haft und- ir höndum orðréttar hinar fomu islenzku frásagnir. Er birtur hér á síðunni sá partur kortsins sem sýnir Vínland og Grænland. TTfan til við Vínland er þessi áletrun með all stóru letri: „Vinlanda Insula a Byarno re p a et leipho sociis“. Þetta er latína sem útleggst svo: „Evjan Vínland sem þeir Bjarni og Leif- 'þá cf dð vikjá ':að hinni áletr- ^unÍMÍ sem ermiklulengri og er að fxnna efst í viristra homi kortsins fyrir norðan Vín- land og Grænland. Sú áletrun er svofelld á latínu: „Volente deo post longu iter ab insula Gronelanda per meridiem ad / reliquas extrem- as partes occidentalis acceani maris iter facientes ad / astru inter glacies byarnus et leiphus erissonius sociii terram nouam uberrima /' videlicet viniferæ inuenerunt quam Vinilanda in- sula appellauerunt, Henricus / diericá supeffori vo- 7 lutati processit/' ; ■ En þesSi klausa hljóðar svo í þýðingu: „Með guðs vilja, eftir langa ferð frá eyjunni Græn- landi til suðuráttar til fjarlæg- ustu hluta vestur-úthafsins, siglandi suður á bóginn gegnum ís uppgötvuðu félagarnir Bjarni og Leifur Eiríksson nýtt land sem var afar frjósamt og þar óx jafnvel vínviður og kölluðu þeir evjuna Vínland. Henricus (þ. e. Eiríkur Gnúpsson) sendimaður páfastólsins og biskup af Græn- landi og yfir nálægum svæðum, Ýtarlegri upplýsingar um förina skrifaöar á kortið en áður hafa verið til Norðvestur horn Vinlandskortsins, sem sýnir hvemig Vínland og Grænland eru teiknuð inn með textunum hjá þeim. hlýðni við vilja yfirmanna sinna.“ T/ins og sjá má af þessari setn- 'L< ingu er hér greinilega vikið að tveimur atvikum, sem sagt er frá í íslendingasögum. Fyrst fundi Vínlands og Leifur þar meira að segja nefndur Eiríks- son, svo að augljóst er, að vitn- eskja um landafundi íslendinga hefur borizt suður á bóginn til Evrópu. En þarna er líka sagt frá öðru atviki, ferð Eiríks Gnúpssonar Grænlandsbiskups til Vínlands. Og sú frásögn kemur einnig heim við það sem stendur í fomum íslenzkum heimildum. Það er sagt frá Vínlandsför Eiriks Gnúpssonar biskups, öðru nafni Eiríks upsa til Vín- lands í annálum við árið 1121. Hans og Vínlandsferðar hans er getið í mörgum annálsbrotum, en ákaflega stuttlega, aðeins að hann hafi farið til Vínlands. Eirikur var íslenzkur prestur sem var skipaður biskup í Grænlandi og er hann einnig nefndur í uptalningslistum yfir Grænlandsbiskupa m. a. 1 Rím- belgu. Ennfremur í síðari tíma listum. För hans til Vínlands telja sumir að sanni að þá hafi enn verið íslenzk bvggð á Vín- landi. Annars er ekkert meira um ferðina vitað. Sumir þykj- ast skilja að hann hafi látið lífið í Vlnlandsferðinni, en það getur eins byggzt á þvi að árið 1124 fá Grænlendingar nýjan biskup í Garðabiskupsdæmi. Ekki er heldur hægt að finna staðfestingu á dánarfregn hans í elztu íslenzku heimildunum og má vera að það sé komið heimildarlaust inn í síðari tíma biskupalista. það er því eðlilegt að útfrá hinum stuttorðu lýsingum íslenzku annálanna hafi síðar sprottið margs konar getgátur. Framh bls. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.