Vísir - 03.05.1966, Síða 10
w
VÍSIR . Þriðjudagur 3. maí 1966.
borgin i dag
borgin i dag
borgin í dag
Naeturvarzla f Reykjavík vik-
una 30. aprfl—7. maí Vesturbæjar
Apótek.
Næturvarzla í Hafnarfirði að-
faranótt 4. maí: Kristján Jóhann-
ssson, Smyrlahrauni 18. Sími
50056.
ÖTVASP
Þriðjudagur 3. maí.
Fastir liðir eins og venjulega.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Síðdegisútvarp.
18.00 Þjóðlög: Sígaunalög og
rússnesk lög.
18.45 Tilkynningar.
19.20 Veðurfréttir.
19.30 Fréttir.
20.00 Útvarp frá Alþingi. Almenn
ar stjómmálaumræður.
23.30 Dagskrárlok.
SJÓNVARP
Þriðjudagur 3. maí.
17.00 Þriðjudagskvikmyndin:
.Ódauðleg ófreskja."
18.00 Dásamleg veröld.
18.30 Skemmtiþáttur Andy Griff-
ith.
19.00 Fréttir úr heiminum.
19.30 ADAMS-fjölskyldan.
20.00 Stund með Red Skelton.
21.00 Verkefni neðansjávar.
21.30 Combat.
22.30 Fréttir.
22.45 Hljómlistarþáttur Law-
rence Welk.
TILKYNNINGAR
Kaffisölu hefur Kvenfélag Há-
teigssóknar í samkomuhúsinu
Lídó sunnudaginn 8. maí. Félags
konur og aðrar safnaðarkonur,
sem ætla að gefa kökur eða ann
að til kaffisölunnar eru vinsam
lega beðnar að koma því í Lfdó
á sunnudagsmorgun kl. 9—12.
Konur úr Kópavogi og ná-
grenni. Pfaff sníðanámskeiö
hefst 25. aprfl. Nánari uppl. f
síma 40162. Herdís Jónsdóttir.
Frá Ráðleggingarstöð þjóökirkj
unnar. Ráðleggingarstöðin er ti)
heimilis að Lindargötu 9, annarri
hæð. Viðtalstími prests er á
þriðjudógum og föstudögum kl.
5-6. Viðtalstími læknis er á mið-
vikudögum kl. 4-5.
ÞAKKIR
Alderman Denys Petchell borg
arstjóri í Grimsby og kona hans
frú Denys Petchell (fædd Guð-
mundsdóttir) senda innilegar árn
aðaróskir og beztu kveðjur til
allra í Reykjavík og harma það
um leið, að vegna hinnar frá
bæru opinberu dagskrár heim-
sóknarinnar gátu þau ekki heim
sótt vinafólk hér í Reykjavík.
Þau meta mjög mikils gestrisni
þá, sem þeim hefur verið sýnd
og hefur veitt þeim mikla gleöi.
þessa minnisstæðu daga heim-
sóknarinnar til ættlands frú Pet
chell og vita, aö fólk hefur skilið,
að tíminn var svo stuttur, að ekki
vannst tóm til þess að njóta
eink heimsókna.
Alderman Petchell og kona
hans vona að þau geti heimsótt
Reykjavík áður en langt um líð
ur og geti þá endurnýjað vináttu
bönd, sem þau hafa notið við
fjölda fólks í Reykjavík í mörg
ár. Þau eru þakklát fyrir hinn
mikla fjölda vinarkveðja, sem
þeim hafa borizt.
Gestrisni og skipulagning borg
arstjórans í Reykjavík, Geirs
Hallgrímssonar, starfsmanna
hans og meðlima borgarstjórn-
arinnar og starfsmanna borgar-
stofnana, hefur verið frábær og
þau hjónin og aðrir meðlimir
sendinefndarinnar frá Grimsby
munu aldrei gleyma hinni dæm
gerðu gestrisni og vináttu íbúa
Reykjavíkur.
fundahDld
Nessókn: Bræðrafélag Nessókn
ar heldur fund í félagsheimili Nes
kirkju þriðjudaginn 3. maí n.k.
kl. 9 e.h. Meðal annars mun
Guðni Þórðarson forstjóri sýna
og útskýra litskuggamyndir frá
Biblíulöndunum. Allir velkomnir.
GJAFABRÉF
FltA SUNDLAUCARSvJÓOI
SKÁLATÚNSHEIMILISINS
FETTA BREF ER KVITTUN, EN ÞÓ MIKLU
FREMUR VIDURKENNING FYRIR STUDN-
ING VIÐ GOTT MÁLEFNI.
nrnJAVlK, >. n
f. h. Svndlavganjiði Shálalvnihclmllhlnt
KR---------------
Gjafabréf sjóðsins eru seld á
skrifstofu Styrktarfélags vangef
inna Laugavegi 11, í Thorvalds-
ensbazar i Austurstræti og l
Bókabúð Æskunnar Kirkjuhvoli
SÖFNIN
Listasafn Einars Jónssonar er
opið á sunnudögum og miðviku-
dögum kl. 1,30—4.
Asgrimssafn, Bergstaðastræti
74 er opið sunnudaga, þriðjudaga
og fimmtudaga kl. 1.30-4
Borgarbókasafn Reykjavikur:
Aðalsafnið Þingholtsstræti 29 A.
sfmi 12308 Otlánsdeild er opin
frá kl 14—22 alla virka daga
nema laugardaga kl 13—19 og
sunnudga kl. 17—19 Lesstofan
opin kl 9—22 alla virka daga
nema laugardaga kl 9—19 og
sunnudga kl 14—19
Otibúið Sólheimum 27 slmi
36814, fullorðinsdeild er opin
mánudaga, miðvikudaga og föstu
daga kl 16—21. þriðjudaga og
fimmtudaga kl 16—19 Barna-
deild opin tlla virka daga nema
laugardaga kl 16—19.
Útibúið Hólmgarði 34 opið
alla virka daga, nema laugar-
daga kl. 17—19, mí udga er op-
ið fyrir fullorðna til kl. 21.
Otibúið Hofsvallagötu 16 opið
alla virka daga nema laugardaga
kl. 17—19.
Landsbókasafnið, Safnahúslnu
við Hverflsgötu.
Lestrarsalur opinn alla virka
daga kl 10—12, 13—18 og 20—
22 nema laugardaga kl. 10—12
og 13—19.
Otlánssalur opinn alla virka
daga kl 13—15.
Tæknibókasafn IMSI — Skip-
holti 37. Opið alla virka daga frá
kl. 13—19, nema laugardaga kl.
13—15 (1. júní—1. okt lokað á
laugardögum).
Þjóðminjasafnið er opið eftir-
talda daga: Þriðiudaga. fimmtu-
daga laugardaga og sunnudaga
kl. 1.30—4.
Listasafn Elnars Jónssonar er
lokað um óákveðinn tima
Ameríska bókasafnið Haga-
torgi 1 er opið: Mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kl. 12—21
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12
til 18.
Minjasafn Reykjavfkurborgar,
Skúlatúni 2, er opið daglega frá
kl. 2—4 e. h. nema mánudaga.
£>• # % STjöRNUSPi
1
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn
4. maí.
Hrúturinn, 21. marz til 20.
apríl: Þú munt aö einhverju
leyti þurfa aðstoöar við, en vafa
bundið hvort þú mátt vænta
hennar hjá þínum nánustu.
Þetta leysist þó smám saman.
Nautið, 21. apríl til 21. maí.
Þú færð sennilega fréttir,
sem mjög breyta áliti þínu á
nákunnugri persónu. Annað get
ur líka orðið til þess, að þú
breytir um skoðanir.
Tvfburamir, 22. mai til 21.
júní: Einhver fjárhagsleg vanda
mál valda þér talsveröum á-
hyggjum. Þú ættir sem fyrst aö
ræða við þá, sem þú telur lík
legasta til aðstoðar.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí.
Varastu að ganga of langt i
kröfum þínum, eins að þú þreyt
ir aðra með því aö halda þeim
of fast fram. Þú vinnur bezt
á með hægöinni.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst.
Ýttu ekki um of á eftir ákvörö
unum eða endanlegum svörum
annarra, þótt um sé að ræða
mál, sem þér finnst að ekki þoli
bið. Farðu þér hægt.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.
Taktu rólega fréttum, sem
varða þig talsvert, en sennilega
eru ekki eins alvarlegar og þú
heldur. Reyndu að afla þér ör-
uggra heimilda.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.
Varastu að láta hafa eftir þér
nokkuð þaö, sem valdið getur
öðrum sársauka. Gerðu þér far
um aö taka fyllsta tillit til til-
finninga annarra.
Drekinn, 24. okt. — 22. nóv.
Eitthvað óvænt getur orðið til
þess að breyta áliti þínu á mönn
um eða málefnum, svo gersam
lega, að þú undrast það jafn
vel sjálfur.
Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21.
des.: Taktu lífinu með ró í dag,
þó að þér finnist eitthvað
ganga seint, flýtir það ekki
neinu, aö þú rjúkir upp til
handa og fóta.
Steingeitin, 22. des. til 20. jan.
í dag mun þér gefast bezt að
halda þig að tjaldabaki, en veita
sem nánasta athygli öllu, sem
fram fer. Taktu nýjum kynnum
með varúð.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.: Þú færð eitthvert viðfangs
efni, sem þú ert hikandi við að
taka að þér — en það er óþarfi,
þú munt leysa það svo að þér
veröur sómi að.
Fiskamir, 20 febr. til 20.
marz: Gættu þess umfram allt
að taka ekki ákvaröanir í fljót
fæmi. Gefðu þér tlma til aö
hugsa málin sem bezt áður.
I Hallargarðinum
Þótt sumardagurinn fyrsti sé liðinn eru grös ekki farin að grænka
að ráöi. Þessi fallega mynd, sem tekín var í Hallargarðinum fyrir
skömmu á að minna okkur á að nú er sumarið alveg á næstu grösum.
HJARTA-
VERND
Hjartavemd: Minningarspjöld
Hjartaverndar fást á skrifstofu
læknafélagsins Brautarholti 6,
Ferðaskrifstofunni Útsýn Austur
stræti 17 og skrifst samtakanna
Austurstræti 17, u. hæð. Sími:
19420.
MINNINGARSPJÖLD
Minningarspjöld Heimilissjóös
taugaveiklaðra barna fást í Bóka
verzlun Sigfúsar Eymundssonar
og á skrifstofu biskups, Klappar
stíg 27. 1 Hafnarfirði hjá Magnúsi
Guölaugssyni, úrsmið, Strandgötu
19.
Minningarspjöld Bamaspítala-
sjóðs Hringsins fást á eftirtöld
um stöðum: Skartgripaverzlun J6-
hannesar Norðfjörð Eymundsson
arkjallara, Þorsteinsbúo Snorra-
braut 61, Vesturbæjarapóteki,
Holtsapóteki og hjá frk. Sigríði
Bachmann. Landspítalanum.
Minningargjafasjóður Landspít-
ala lslands Minningarspjöld fást
á eftirtöldum stöðum: Landsslma
íslands, Verzluninni Vík, Lauga-
vegi 52, Verzluninni Oculus, Aust
urstræti 7 og Skrifstofu forstöðu
konu Landspítalans (opið kl. 10.
30—11 og 16—17).
Minningarspjöld Langholtssafn
aðar fást á eftirtöldum stööum:
Langholtsvegi 157, Karfavogi 46,
Skeiðarvogi 143, Skaiðarvogi 119
og Sólheimum 17.
Minnlngarspjöld Flugbjörgunar
sveitarinnar fást á eftirtöldum
stöðum: Bókabúð Braga Brynjólfs
sonar, hjá Sigurði Þorsteinssyni,
Goðheimum 22, sími 32060, Sig-
urði Waage, Laugarásvegi 73,
slmi 34527. Magnúsi Þórarinssyni
Álfheimum 48, simi 37407 og
Stefáni Bjamasyni Hæðargarði
54, sími 37392.
Gjafa-
hlutabréf
Hallgrims-
kirkju fást hjá
prestum lands-
ins og i Rvík.
hjá: Bókaverzlun Sigf. Eymunds-
sonar Bókabúð L.aga Brynjólfs
sonar, Samvinnubankanum
Bankastræti, Húsvörðum KFUM
og K ’á Kirkjuverði og
kirkjusmiðnm HALLGRÍMS-
KIRKJTJ á Skólavörðuhæð. Gjaf
ir íil kirkh’nnar má draga frá
tekjum Við framtöl til skatts.
BHBBHHBBBHIHSHHBHD9HBE3ÍSSHS3