Vísir - 03.05.1966, Side 16
L' '
Um 12 millj. kr.
fjárhagsáætlun
Putreksfjurðar
Fjárhagsáætlun Patrekshrepps
fyrir árið 1966 var samþykkt
við síðari umræðu á fundi
hreppsnefndar 5. apríl s. 1. Niö-
iHBtöðutölur á áætluninni eru
kr. H.737.000,00, þar af til fram
kvæmda kr. 5.400.000,00. Hæstu
’ gjakiadiðir enr Gatna- og hol-
ræsagerð kr. 1.200.000,00, út-
rýming heilsuspillandi húsnæðis
kr. 1.200.000,00, til nýrrar vatns
veitu kr. 900.000,00, og til hafn
arframkvæmda kr. 700.000.00.
Af lögboðnum útgjöldum eru
hæstu liðir: Lýðhjálp og trygg-
ingar, kr. 1.240.000,00 og
menntamál, kr. 736.000,00.
Otsvör eru áætluð kr. 6.500.
000,00, framlag úr Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga kr. 1.100.000,00 og
aðstöðugjöld kr. 1.000.000.00.
Nýja slökkvistööin. Til vinstri eru bílageymslumar.
Fktt inu í nýju slökkviliðsbygg-
Segja má að nýja slökkviliðs-
byggingin sé nær fullbúin, en
flutt verður f hana um miðjan
mánuðinn. Talaði blaðið í morg-
un við Valgarð Thoroddsen
slökkviliðsstjðra, sem sagði að
aðeins verkstæðisbyggingunni
væri álokið unnið væri að inn-
réttingum, en hún yrði fullbúin
síðar í sumar. Þangað til veröur
verkstæðið, sem annast viðgerð
ir á bilunum i hlnu gamla húS-
næði slökkvistöðvarinnar.
Allar bifreiðageymslur er.i til
búnar sagði slökkviliðsstjóri,
eru þær með sex útkeyrs’.udyr-
um og rúma fimm slökkviliðs-
bifreiðir, þrjá sjúkrabíla og 2—3
lausadælur, þar að auki verðm
rúm í verkstæöisbyggingunni,
fyrir slökkviliðsmenn og stjörn
Aðvörunarkerfið verður komið í
viðunandi ástand, þegar við
flytjum inn en við setjum upp
bráðabirgðauppsetningu á þeim
hlutum nýja kerfísins, sem
komnir eru frá Svíþjöð. Á miðjii
sumri er viðbúið að nýja kerífcð
verði allt komið upp.
Er nú verið að leggja síðustu
hönd á lagfæringu á aðkíyrsl-
unni að slökkvistöðinni og er
veríð að vinna að malbikun veg
arins að Reykjanesbraut svo að
hsegt sé að aka slökkvílrðsbif-
reiðunum út. Mikil hvörf voruu
veginum og þurfti aíveg að
skipta um jarðveg og síðan að
malbika, er því verki að verða
lokið.
ENN ÓSAMIÐ í
LÆKNADEILUNNI
2 UNCIR MENN ÞUNGT
HALDNIR EFTIR BÍLSL YS
Ríkisstjórnin ræðir málið
Fundur heilbrigðismálaráðnerra,
Jóhanns Hafstein með stjómum
Læknafélags Reykjavíkur og Lækna
félags Islands í gær þar sem rætt
var um samninga lækna rikisspítal
anna leiddi ekki til neinnar niður-
stöðu i læknadeilunni. Var fund-
urinn einkum ætlaður sem umræöu
fundur og athugun á afstöðu hvors
aðila.
Annar fundur þessara tveggja
aðila hefur ekki verið boðaður en
í morgun ræddi ráðherra málið á
fundi með ríkisstjóm.
Um kl. 2.35 aðfaranótt sl. sunnu-
dags varð mjög alvarlegt slys í
Keflavík, þegar bifrelðin ö—299
rakst á miklum hraða á homið á
húsinu Hafnargötu 45, en það hús
stendur um hálfan metra fram yfir
gangstéttarbrún. Fimm ungmenni
voru í bifreiðinni og slösuðust tveir
piltar mjög alvarlega. Þelr voru
ekki komnir til meðvitundar nú i
Stálust út á áralausri skektu
Hugurinn stendur greinilega U1 um varúðarrcglum, þegar þelr til þess að komast svolítið frá
hafsins hjá strákapeyjunum, sem dömluðu á áralausri skektunni landsstelnunum. En þeim getur
stálust á þessari skektu út á út á höfnina meö smáprik ein orðið hált á því að takast slíkar
höfnlna í Hafnarfirðl í gær. Beyg að stjórntækjum. Þótti þá vörðum ferðir á hendur upp á einsdæmi.
ist snemma hjá þeim krókurinn réttvísinnar nóg um dirfsku Það gefast venjulega einhi'ern
að arfi kynslóðanna í Hafnarfirði. þeirra félaga og kölluðu þá að tíma tækifæri til þess að fara á
En þesslr tíu eða tólf ára kappar landi. sjó í forsjá fullorðlnna.
þóttu ganga freklega fram úr öll Það er eðlilegt að drengl iangi
morgun og hefur líðan þeirra litið
farið batnandi s.l. sólarhring.
Piltamir heita Henry Olsen, 20
ára úr Keflavík og Einar Guðjóns
son, 18 ára úr Sandgerði. Tveir
aðrir piltar slösuðust minna, þeir
Sigurður Baldvinsson úr Keflavík
og Sigurður Friðriksson úr Sand
gerði, en þeir voru báðir lagðir inn
á sjúkrahús. Eina stúlkan í bifreið-
inni slapp óslösuð, en fékk mikið
lost.
Bíllinn skemmdist mjög mikið
viö áreksturinn og má teljast ó-
nýtur. Við áreksturinn sprakk benz
íntankur bifreiðarinnar og var
slökkviliðsbíll kallaður á vettvang
til að vama því, að eldur breidd-
ist út. Þegar slysið varð voru ungl
ingar að koma frá dansleik og
söfnuðust þeir að slysstaðnum og
Framh. á bls. 6.
j Áætlunarbílstjóri
verður fyrir árás
Skömmu eftir miðnætti s.l.
varð íslenzkur áætlunarbílstjóri
fyrir árás Bandaríkjamanns á
Keflavíkurleið, og tók herlög-
reglan þann bandaríska, Wayver |
King, þegar í sínar vörzlur. Ekki
mun bílstjórinn hafa orðið fyrir
verulegu hnjaski.
Tvö börn urðu fyrir bílum f
gær, telpa og drengur, en hlutu
hvorugt meiðsl aö ráði, aðeins
mör og skrámur.
Slökkvistörf reyndust erfið
Bærinn Miðdalur brennur til grunna
Um hádegi i gær kom upp eldur
í íbúöarhúslnu, Miðdal i Lýtings-
staðahreppi í Skagafiröi. Brann
íbúðarhúsið, sem var úr timbri á
skammri stund. Eldsupptökin eru
ókunn.
I Miðdal búa hjönin Óskar
Eiríksson og Sigríður Ámadóttir
með tveim börnum sínum ung’tm.
Hófu þau búskap í Miðdal fyrir
nokkrum árum, en Miödalur er ný
býli í landi Svartárdals. 60—70 km.
frá Sauðárkróki. Er bærinn alllangt
frá þjóðveginum og reyndist toi-
sótt fyrir fólk af næstu bæjum
að koma til aðstoðar, þegar e’.dur-
inn var kominn upp vegna vega-
tálmana.
íbúðarhúsið í Miðdal var vátryggt
og einhverju tókst að bjarga af inn
anstokksmunum úr eldinum.
Fundu ísl.-amer-
íska félagsins
Á morgun, miðvikudag, heldur
Íslenzk-ameríska félagið almennan
félagsfund í Þjóðleikhúskjallaran-
um. Hefst hann kl. 12.15 og verður
hádegisverðarfundur. Fundarefnið
er að próf. John Teal frá Alaska
heldur erindi og sýnir kvikmyndir
frá Alaska og þá sérstaklega um
tamningu og ræktun sauðnauta
þar. Er prófessorinn manna fróð-
astur vestanhafs um þá dýrategund
og gamall ferða og rannsóknarfé-
lagi Vilhjálms Stefánssonar á norð-
urhjara.