Vísir - 02.07.1966, Side 8
8
VÍSIR . Laugardagur 2. júlí 1966.
VISIR
Utgefandi: BlaSaOtgátan VISIR
Ritstjórl: Gunnar G. Schram
Aðstoðarrltstjðrl: Axel Thorstelnson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Malldór Jónsson
Auglýsingar Þingholtsstræti 1
Afgreiðsla: Túngötu 7
Rltstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 7,00 elntakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f
Óbreytt víðhorf
það er ekki óalgengur misskilningur að menn hyggja
að mikilvægi íslands í varnarkerfi vestrænna þjóða
sé nær að engu orðið hin síðustu ár, í heimi lang-
drægra flugskeyta og kjarnorkukafbáta. í ágætri
ræðu, sem utanríkisráðherra, Emil Jónsson flutti við
upphaf Atlantshafsráðstefnunnar á föstudaginn benti
hann einmitt á að enn væri landið hið mikilvægasta
sem birgða- og f jarskiptastöð í miðju Atlantshafi. Það
er þess vegna, sem þjóðir Atlantshafsbandalagsins
telja enn sem fyrr mikilvægt að ísland sé aðili aö
samtökum þeirra, þótt þjóðin leggi ekki fram neinn
her. Okkar hagur af þessari varnarsamvinnu, þessu
sterka bandalagi, er í dag jafn augljós sem fyrr. Hann
er sá að skildi öflugustu hervelda heims er fyrir ís-
land ætíð brugðið í varnarskyni. Við þurfum ekki sjálf
ir að hafa af því armæðu eða ærinn kostnað að halda
uppi okkar eigin vörnum og við tökum heldur ekki
á okkur hættu hinnar litlu hlutlausu þjóðar. Þáð er
vegna þessa sem hvorki kommúnistar eða Þjóðvarn-
armenn hafa náð hlustum þjóðarinnar, er þeir tala
um varnarmálin. Annað mál er það, að í framtíðinni
er eðlilegt að við íslendingar leggjum fram okkar
skerf til varna landsins að því er varðar önnur störf
en hermennsku, svo sem störf við tækniþjónustu og
samgöngukerfi. Um það verður varla deilt.
Að bræða smjörfjallið
JJvers eiga Reykvíkingar að gjalda í mjólkursölu-
málum? Bæði íbúar Akureyrar og Suðurnesja fá mjólk
í nýjum og prýðilegum neytendaumbúðum, þar sem
heimilið getur m.a. keypt í einu mjólk til vikunnar.
En Mjólkursamsalan í Reykjavík heldur fast við hin-
ar gamaldags hyrnur. Smjörfjallið er bændum eðli-
lega áhyggjuefni. En svo virðist ekki vera með um-
boðsmenn þeirra hjá Mjólkursamsölunni. Þeir gera
sitt til að stækka fjallið daglega með því að hvergi er
hægt að fá keypta mjólk á kvöldin í allri Reykjavík
og verða íbúar höfuðborgarinnar að fara í nágranna-
byggðarlög til þess að ná í mjólkurdropa eftir kl. 6
á daginn og síðdegis á laugardögum. Og nú hefur Sam
salan jatnvel uppi ráðagerðir um að loka mjólkur-
búðunum alveg á sunnudögum! Þá færi enn meiri
mjólk í vinnslu og smjörfjallið stækkaði að sama
skapi. Á tímum Thors Jensens og Mjólkurfélagsins
var mjólkin send heim í Reykjavík. Nú er sú þjón-
usta alveg úr sögunxú, jafnvel þótt neytendur séu
fúsir til að berga fyrir hana. Myndi hún þó vissu-
iega auka mjólkursöluna, ekki síður en það einfalda
ráð að byrja að auglýsa mjólk eins og aðrar þjóðir
gera. Rpykvíkingar eru margir ættaðir úr sveitum
og vilja gjarnan hjálpa bændum til að minnka smjör
fjallið með því að auka mjólkumeyzlu. Óskandi væri
að ráðamenn Mjólkursamsölunnar vildu einnig
veita þar liðsinni sitt.
Bylting án
blóðsúthellinga
í Argentínu
Peronistar eru taldir 6 milljónir,
en flokkur þeirra er klofinn
Juan Carlos Ongobia — skipaöur forseti. ^
jgylting án blóðsúthellinga átti
sér stað í Argentínu fyrri
hluta vikunnar. Illia forseta var
vikið frá, en herinn tók völdin
í landinu og fer nú þriggja
manna hemaðarlegt ráð (junta)
með stjóm.
Það var Pascual Pistarini,
hershöfðingi, yfirmaður land-
varnanna, sem lét til skar-
ar skríða, eftir að Illia for-
seti hafði vikið honum frá
og kvatt til herlið sér til vamar
í forsetahöllinni. Leit út fyrir
í fyrstu, að þetta lið myndi ekki
bregðast honum, því að það tók
sér stöðu við allar inngöngudyr
og í göngum í höllinni, en sam-
tímis var lesin yfirlýsing í út-
varp frá Pistarini þess efnis, að
herinn, flugherinn og flotinn,
heföu fulit vald á öllu í landinu,
og myndu sjá um að ró héldist
og friður.
Pistarini sendi herlið til þess
að umkringja höllina og allt
átti þetta sér stað án þess al-
menningur í Buenos yrði var við
— allur þorri manna vissi ekk-
ert um hvað var að gerast fyrr
en menn hlustuðu á útvarps-
fréttimar.
Bandaríkin og Venezuela rufu
stjómmálatengsl við Argentínu,
Illia forseti — hrakinn frá
völdum.
eftir að Illia hafði verið vikið
frá, Hann er 65 ára og hætti
störfum sem héraðslæknir í
þorpi nokkru fyrir 3 árum til
þess að taka við forsetaembætt-
inu. Óstaðfestar fréttir herma,
að hann verði hrakinn í útlegð
eða kyiTsettur á eynni Martin
Garcia, þar sem Arturo Frond-
izi fyrrverandi forseti var ein-
angraður eftir byltinguna, sem
herinn gerði 1963
Pascual Pistarini — hafði her,
flota og flugher aö baki sér,
er á reyndi.
Óstaðfestar fréttir hermdu, að
varaforsetinn, Carlos Perette
væri flúinn yfir La Plata-fljót
til Uruguay og myndi leita þar
hælis.
MEÐ GÆTNI OG Á
GRUNDVELLI LAGA
Illia stjórnaði af gætni og
frjálslyndi og á grundvelli laga,
en í potti hemaðarsinnanna
kraumaöi vegna óánægjunnar yf
ir, aö peronistum og kómmún-
istum var klappað með silki-
hanzka á höndum. Og að lok-
um skarst í odda milli hershöfð-
ingjanna og Illia og þá sauð upp
úr pottinum.
Það, sem hér líggur á bak
við, er, að peronistar hafa ver-
íð að hafa sig æ meira i frammi
og herinn haft beyg af.
Rétt fyrir byltinguna hafói
Illia fyrirskipað að taka Pistar-
ini höndum, en hann lýsti þeg-
ar fyrirskipun forsetans ógilda.
og krafðist þess, að hermála-
herranum Leopold Suarez,
yröi vikið frá.
„MIÐDAGUR — HIN
BEINA ORSÖK“
í yfirlitsgrein segir, að hin
beina orsök þess að til bylting-
arinnar var stofnaö nú, hafi vet
ið miðdegishóf, sem Caro hers-
höfðingi, yfirmaður hersveit-
anna I Rosario, eða þriðja mesta
herumdæmis landsins — sat án
leyfis hersins.
Auk Caro’s sat veizluna bróð-
ir hans, sem er þingmaður og úr
flokki peronista, og vill að Per-
on, hinn útlægi þjððarleiðtogi,
sem dvalizt hefur 11 ár 1 Mad-
rid, komi heim aftur. Þetta var
fyrir viku (föstudag s.l.). í veizl
unni átti að ræða deiluna milli
Suarez hermálaráðherra og yf-
irstjómar hersins — eða eins og
herstjómin síðar sagði: ... „
hvemig hindra mætti að peron-
istar næðu aftur völdunum. Þess
hefur annars lengi orðið vart,
að samkomulag var ekki svo
sem vera átti milli forsetans og
yfirmanns landvamanna annars
vegar og æðstu manna hersins
hins vegar.
FLOKKUR PERONISTA FJÖL-
MENNUR, EN KLOFINN
Það er sagt, að 6 milljónir
manna í Argentínu aðhyllist
peronisma — en peronistar eru
klofnir, og það var til að reyna
að sætta þá, aö Franco fyrir
nokkru sendi hina ungu konu
sína til Argentínu. — í átta
fylkjum þar sem kosningar hafa
farið fram á undangengnum
mánuðum hafa peronistar sigr-
að í öllum nema einu.
Um hvað ofan á verður nú
þora menn litlu að spá.