Vísir - 24.08.1966, Page 8
8
VISIR
Otgefaadi: Blaðafltgátan VISIR
Ritstjðri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjðri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Auglýsingar Þingholtsstræti 1
Afgreiðsla: Túngötu 7
Rltstjórn: Laugaveg: 178 Sfmt 11660 (5 linur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands.
i lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vlsis — Edda h.t
Er nafnbreyting í aðsigi?
]y[álgagn kommúnista hefur það eftir Einari Olgeirs-
syni s.l. sunnudag, að „umbrot séu í aðsigi í stjóm-
málum Norður og VesturEvrópu, og eigi síður hér
á landi. Sósíalistiskir flokkar séu í umsköpun. Flokka-
vald almennt tekið til endurskoðunar“. Segir Einar
ennfremur, að nú sé „alvarlega til íhugunar, hvort
samfylking er ekki heppilegasta form þeirra pólitískra
samsteypna, er sameina skulu frelsi út á við og inn
3 viö“.
Vísi er ókunnugt um, hvaðan Einari kemur sú
vitneskja, að umbrot séu í aðsigi í stjómmálum Norð-
ur- og VesturEvrópu og hér á íslandi. Má vera, að
það sé aðeins óskadraumur hans sjálfs. Honum hætt-
ir stundum til að gera ekki glögg skil á draumi og
veruleika, þegar hann talar eða ritar um stjómmál.
Það er ekki nýtt að Þjóðviljinn tali um „samfylk-
ingu“ og „samsteypu“. Eitt nafnið á flokki kommún-
ista er „Sameiningarflokkur alþýðu“, og Alþýðu-
bandalagið átti að verða samsteypa allra vinstri sinn-
aðra afla í landinu, að sögn Þjóðviljans og ýmissa for-
ustumanna í liði kommúnista.
Eins og flestir vita fer fylgi kommúnista þverrandi
hér á landi, og á Norðurlöndum og í Bretlandi má kalla
að þeir séu fylgislausir. Og sama er að segja um
Vestur-Evrópu alla. Hér á landi hafa þeir, eins og
alþjóð veit, hvað eftir annað gripið til þess ráðs, að
skipta um nafn á flokknum. Hin nýja nafngift hefur
hverju sinni verið valin með það fyrir augum, að
véla til fylgis við flokkinn vinstri sinnað fólk, sem
ekki er kommúnistar. Þetta herbragð hefur þó ekki
heppnazt betur en svo, að flokkurinn hefur um langt
skeið verið að tapa fylgi, og nokkurn veginn víst að
hann nær aldrei aftur því hlutfalli í kosningum, sem
hann hafði þegar vegur hans var mestur. Þeirri þró-
un fá engar „samfylkingar" eða „samsteypur“ breytt,
eins og reynslan hefur þegar sannað.
Þessar hugleiðingar Einars um „sósíalisma og
samfylkingu" benda mjög til þess, að hann telji nú
tímabært að flokkurinn skipti ennþá einu sinni um
nafn. Það er a. m. k. víst, að hann rís varla undir því
langa nafni, sem hann hefur nú.
Þjóðviljinn hefur það líka eftir Einari, að núver-
andi ríkisstjórn hafi „með stjórnleysi glatað tæki-
færum bezta góðæris, sem yfir ísland hefur komið“,
og þess vegna þurfi nú „umsköpun" í stjórnmálum.
Eitthvað hlýtur að vera bogið við hugsanagang manns
sem þannig talar. Allar staðreyndir vitna gegn þess-
ari skoðun. Alþýða íslands hefur aldrei búið við betri
kjör en nú, atvinna aldrei meiri og hagur landsins
út á við aldrei betri. Er ^ð hliðsjón af þessu er ef
til vill skiljanlegt, að kommúnistar þurfi enn að skipta
um nafn!
VlSIR. Miðvikudagur 24. ágúst 1966.
i——i
„SAS stafar alvarleg
hætta af Loftleiðum44
„Litli bróðir frá sögueynni..."
Á morgun hefst sem kunnugt
er í Kaupmannahöfn fundur
fulltrúa utanríkisráðuneyta
Norðurlanda (íslands, Noregs,
Danmerkur og Svfþjóðar), vegna
tilmæla Loftleiða um að fá lend-
ingarleyfi fyrir hinar stóru RR-
400 flugvólar sínar í löndunum
þremur, sem að SAS standa. Og
eins og að líkum lætur er mlkið
um Loftleiöir skrifað um þess-
ar mundir hjá „bræðraþjóðun-
um“ og ekki allt beinlínis með
blæ velvildar og skilnings, og
m.a. var SAS sjálft á feröinni
með greinargerð og tölur löngu
fyrirfram og virðist það hafa
verið létt verk fyrir Loftleiöir,
að sýna fram á, að sá grundvöll
ur sem staöhæfingar í greinar-
gerðinni byggðust á, fékk ekki
staðizt.
Hér veröur nú nokkuö sagt
frá efni greinar, sem birtist í
Berlingske Aftenavis í Kaup-
mannahöfn sl. laugardag og
nefnist „Litli bróðir frá sögu-
eynni... SAS stafar aivarleg
hætta af Loftleiöum“ og er sagt
frá köflum úr greininni sem
sýnishom um þaö hvemig um
máliö er skrifaö f Noröurlanda-
blöðin nú.
1 greininni kemur fram, aö al-
menningsálitið sé Loftleiðum í
vil, og sé það vegna þess að ó-
dýru fargjöldin séu ..snaps fá-
tæka mannsins" eins og þaö er
orðaö — og svo kemur einnig
fram, aö LoftleiÖir hafa „tromp-
spil á hendi" og þetta trompspil
nefnist Keflavík (flugvöllurinn)
— þess vegna geti Loftleiöir
haft lægri fargjöld en IATA á-
kveður og séu borin fram mót-
mæli við CAB (flugmálastjóm-
ina í Bandaríkjunum) yppti
menn þar öxlum og segja: Seg
ið þeim það þama í Pentagon
(aðalherstjómarstöð Bandaríkj-
anna) og svo er jafnvel í grein
þessari minnzt á það að í upp-
hafi hafi guð almáttugur ákv.
stöðu Islands á hnettinum — og
manni skilst, að við öllu þessu
beri lítinn árangur að amast. Og
verður nú hér sagt frá nokkmm
köflum í greininni.
Með þessum samkomulagsum
leitunum, segir í greininni, bein
ist athyglin aftur að deilu Loft-
leiða og SAS, deilu, sem hafi
staðið í mörg ár og með hana
sem bakhjarl, hafi menn dregið
upp í hugum sér „rnyndir" af
Loftleiðum og SAS, sem erfitt
muni reynast að breyta.
„Myndin af Loftleiðum er
myndin af litlum hópi hug-
djarfra íslendinga, sem finna á
fjöllum uppi mannlausa flugvél
sem hefur verið nauðlent þar.
Hún er aö hálfu í kafi í snjó.
Þeir grafa hana upp, gera við
hana og hafa þar með fengið
grunn til þess aö stofna flugfé-
lag, sem þeir reka með hagnaði
af því að fargjöldin eru lág,
miklu lægri en þau, sem önnur
flugfélög krefjast... Þessi mynd
af Loftleiðum er rétt — en segir
ekki alla söguna.
Hin myndin, myndin af SAS
er af flugfélagi með 3 rikisstjórn
ir að bakhjarli, „telst til hinna
stærstu flugfélaga í heiminum
og víðkunnustu. SAS — félagiö
— sem á heilan flota af farþega
þotum og flýgur til staða út um
allan heim. Hið volduga félag,
sem ekkert kýs frekara en að
knosa „litla bróður“, sem er
duglegur, en gerir stóra bróöur
hinn mesta óleik.“ ... Einnig
þessi mynd er rétt, en segir
ekki alla söguna. SAS vill ekki
knosa „litla bróður,“ sem er
samkeppni á jafnræðisgrund-
velli. Loftleiðir hafa aldrei haft
alvarlegan áhuga á samstarfi.
V '
ALMENNINGSÁLITIÐ
MEÐ LOFTLEIÐUM
Almenningsálitið er fortaks-
laust með Loftleiðum, segir í
greininni. Hin lágu fargjöld fé-
lagsins til Bandaríkjanna eru
„snaps fátæka mannsins“ —
sem enginn — og sérstaklega
ekki SAS — má hrófla við. Sag
an um flugvélina og fönnina eyk
ur samúöina, og rökin gegn SAS
eru þessi: Sjá, hve ódýr far-
gjöld Loftleiðir geta boðið upp á
Það hlýtur að vera eitthvað bog-
ið við þá í SAS, ef þeir veröa
að hafa svo há fargjöld sem
reynd ber vitni á sömu flugleið
um. Og ef þetta er að kenna
IATA-ákvæðum, hvers vegna
segir SAS sig þá ekki úr IATA?
Þá fengi' félagið þá samkeppnis
aðstöðu á jafnræðisgrundvelli er
kvartað er yfir, að SAS hafi
ekki. Þetta kunna að sýnast
haldgóð rök en þau eru það ekki
TVÖ MEGINATRIÐI
Það eru tvö meginatriöi, sem
ekki er almennt kunnugt um og
er ekki við því að búast, en of-
angreind rök hrynja fyrir þess-
um tveimur meginatriðum.
1. Án aðildar að IATA væri
SAS ekki tU.
2. Litli bróðirinn íslenzki
knár þó hann sé smár, ræð-
ur yfir trompspili, sem af
leiðir, að Loftleiðlr er öfl-
ugra en nokkurt annað flug
félag í heiminum.
Við skulum nú líta á aðild
SAS að IATA, sem er skamm-
stöfun á Intematlonal Air Trans
port Association — og er hér
um að ræða samtök eða sam-
bandsfélag stóru flugfélaganna
SAMSTARF ÞEGAR
ARIÐ 1919
Þegar árið 1919 höfðu stjórn-
endur fimm Evrópuflugfélaga
komizt að raun um, að ekki
var hægt að stunda alþjóða á-
ætlunarflug án samstarfs. Elzta
flugfélag heims „Det Danske
Luftfartselskab" — Danska flug
félagið — skammstafað DDL —
hinn danski félagi í SAS — var
eitt þessara fimm flugfélaga,
sem 28. ágúst 1919 stofnuðu
IATA. Stofnandi og fyrsti for-
stjóri DDL Willie Wulff var
„höfundur alþjóðafarmiðans",
sem í næstum óbreyttu formi
er í notkun um heim allan hjá
þeim um það bil 100 flugfélög-
um, sem eru í IATA, og annast
96% af alþjóða flugferðum í
heiminum (eru þá undanskilin
Sovétrikin og fylgirfki þeirra).
Ekkert einstakt flugfélag get-
ur haft með höndum flugferða-
þjónustu um heim allan, þess
vegna eru flugferöir á leiðum
bessara félaga samræmdar og
'“oulagðar í öllum greinum
nar skilgreint í greininni).
Þetta-kerfi hefir SAS byggt upp
á næstum hálfrar aldar ferli.
Fyrir flugfarþegann hefir þetta
þá þýöingu, að hvar sem er inn-
an vébanda IATA fær liann
sömu þjónustu hvar sem er, fyr-
ir sjálfan sig, fyrirgreiðslu með
flutning o. s. frv. Þá er í grein-
inni getið annarra ástæðna, sem
knýja flugfélögin til samstarfs,
Framh. á bls. 5.
<a