Vísir - 27.09.1966, Page 3

Vísir - 27.09.1966, Page 3
/ Keppninrti lauk við Höfðatún meö því að ökumenn óku yfir skífur. Lokaþrautin í góðaksturskeppninni: Ekið yfir skífu og það virðist hafa tekizt vel hjá ökumanni númer 14. Keppnisbílarnir voru merktir með gulum biöðrum. Við Góðtemplarahúsið atti að aka eins nálægt vegg og ökumenn framast þorðu og hér er verið aö mrela fjarlægðina hjá einum ökumanni, eftir að hann hafði stöðvað bifreiöina. Úrslitin eru ekki kunn ennþá, þar sem dómnefnd sem skipuö var fulltrúum Iögreglunnar, Bif- reiðaeftirlitsins og BFÖ þarf að bera vel saman bækur sínar áö- ur en hægt er að sjá hver hef- ur orðiö sigurvegari. Meðal þátt takenda voru sigurvegari og númer 2 úr síðustu góðaksturs- keppni, sem fram fór 1963, þeir Ómar Ragnarsson og Úlfar Sveinbjömsson. Hvort þeir halda titlum sínum verður fróð- legt að vita. Keppnisstjóri var Ásbjöm Stefánsson, í SIR . Þriðjudagur 27. september 1966. IM Vestur við Háskólabió sýndu ökumenn hæfni sina i að aka eftir ýmsum umferðarmerkjum. KEPPT í GÓÐAKSTRI Hve langt skulu háljós lýsa fram á veg ? 60 m., 100 m. eða 120 m. ? Hve langt skulu lágljós lýsa fram á veg ? 15 m., 30 m. eða 60 m. ? Geta lesendur Myndsjárinnar svarað þessari spumingu ? Þetta var ein af 10 spurning- um sem þátttakendur í Góð- ■ aksturskeppni Bindindisfélags ökumanna áttu að svara á laug- ardaginn var, er þeir reyndu og sýndu hæfni sína í akstri. Það kom á daginn að öku- menn voru ekki alveg vissir á þessu atriði, eins og reyndar fleimm, en rétt svar er, að há- Ijós skulu Iýsa 100 m. og lág- Ijós 30 m. Góðaksturskeppnin, sem var að þessu sinni fjölskyldukeppni þar sem ökumaðurinn átti aö hafa farþega í bílnum, fór i alla staði hið bezta fram. KI. 2 á laugardag safnaðist stór hópur manna saman við Bifreiðaeftirlitið við Borgartún, bæði tilvonandi þátttakendur svo og áhorfendur, sem vildu sjá er ökumenn ækju úr hlaöi. Er bílar höfðu verið athugaöir gaumgæfilega og víst var að þeir væru keppnishæfir hélt tyrsti af 21 keppenda af stað. Voru keppendur flestir ungir menn, eða réttar sagt ungt fólk, þvi að í hópnum var ein stúlka, nýbúin aö taka bílpróf og þvi með allan Iærdóminn ferskan í kollinum. Ekið var í ótal krókum um bæinn allt austán frá Háaleitis- braut og vestur að Háskólabiói og víða á leiðinni þurftu öku- menn að leysa ýmsar ökuþraut- ir. Við 23 staði voru varðmenn sem gættu hvort ökumenn hefðu framfylgt vissum atriðum Einna flest atriöin þurfti að at- huga á gatnamótum Háaleitis- brautar og Miklubrautar en þar óku ökumenn austur Miklu- braut, beygðu til vinstri inn á Iláaleitisbraut, síðan til hægri við Fellsmúla og aftur til hægri og óku suður Háaleitisbraut og enn kom hægri beygja inn á Miklubraut. Þama áttu varð- menn að athuga eftirtalin atriði: Stefnuijós, rétta vinstri beygju, stefnuljós, rétta hægri beygju, stefnuljós, rétta staðsetningu fyrir hægri beygju, rétt stöðvun við stanzskyldu, rétta hægri beygju. Háaleitisbrautargatnamótin veitast flestum ökumönnum erfiö og myndast þar oft um- ferðarhnútar og svo varð í Góö- aksturskeppninni að ýmsir voru ekki alveg vissir á beygjunum. Vestur við Háskólabíó áttu keppendur að aka eftir um ferðarmerkjum sem komiö hafði verið fyrir á opnu svæði og við Góðtemplarahúsið átti að aka upp á þverplanka og bakka að vegg og síðan átti að sýna kunn áttu i hjálp í viðlögum. Er ekið var um Snorrabraut var stanzað viö Umferðardeild lögreglunnar, gengið frá bílun- um og ökumenn siðan spurðir 10 spuminga, m.a. fyrrgreindrar spumingar. Við Hallgrímskirkju þurfti að Ieysa þrautir, cins og t.d. að aka áfram og bakka síðan eftlr planka, fella keilur, bakka i bíl- skúr og fleira. Ómar Ragnarsson, sigurvegari úr síðustu góðaksturskeppni mætti með Bronco-inn „Hveli“ og virtist hann ekki eiga i erfiöleikum meö að bakka með annað hjólið á planka. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.