Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 3

Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 3
V í S IR . Þriðjudagur 25. október 1968. í>að var nálægt hádegi einn daginn í fyrrj viku að Mynd- sjáin brá sér í kiallara Laugar- neskirkju til þess að kynna sér starfsemina, sem þar fer fram. Fótsnyrtingu fyrir aldrað fólk í sókninni. Það hittist svo vel á, að Vivian Svavarsson prestsfrú- okkur fótsnyrtidömu frá Elli- heimilinu og áhöld til fótsnyrt- ingarinnar, ef við létum í té hús næði og aðstöðu. Þetta var óð- ara samþykkt því að við höfum mikinn áhuga á að aðstoða aldr- aö fólk í sókninni. Nú er þessi starfsemi bráðum búin að vera hér í tvö ár og hefur líkað vel. Tveir aðrir söfnuðir tóku síðar upp fótsnyrtingu hjá sér að und irlagi Gísla, Langholtssöfnuður og Nessókn. Er þetta sýnilega nauðsynjamál, fótsnyrtingin hef kemur er reynt að veita því ein hverja úrlausn. Kvenfélagskonur gefa sig svo fram til skiptis og hita kaffi- sopa, sem þeir fá, er koma í fótsnyrtinguna, þær taka á móti fólkinu, setja það í fótabaðið og veita aðra aðstoð. Við höf- um fleira í huga í sambandi við eldra fólkið í söfnuðinum t. d. það, að auka eitthvað aðstoð- ina við einhleypt gamalt fólk. Þegar hér var komið sam- ræðunum vindur sér inn Gísli Fótsnyrting og föndur Sigurbjörnsson og var gustnr á honum. — Við skulum gefa ykk ur hárþurrku, segir hann nær formálalaust, — við eigum tvær hárþurrkur, sem við erum hætt að nota og getum látið ykkur hafa aðra en hina fær einhver önnur sókn. Það kemur í ljós að fótsnyrti- stofa hefur verið rekin um ára- bil í Elliheimilinu og nú er komin þar hárgreiðslustofa einn ig. Gísli hefur fleiri uppástung- ur á takteinum um það hvernig megi aðstoða eldra fólkið og það endar með því að Myndsjáin fer í humátt á eftir honum, þeg- ar hann fer aftur til Elliheimilis- ins. Þar er fótsnyrtingunni lok- ið þennan dag, en til þess að veita nokkra uppbót vísar Gísli á föndurstofuna þar sem vist- menn Elliheimilisins geta unnið daglega aö ýmsu föndri undir umsjón Magneu Hjálmarsdóttur og tveggja þýzkra aðstoðar- kvenna hennar. — Ennfremur skýrir hann frá sjóðnum „Þreytt ir fætur“. sem stofnaður hefur verið til þess að greiða kostnað- inn af því að reka fótsnyrting- una fyrir aldraða fólkið 1 fyrr- nefndum sóknum í Reykjavík. Myndi sjóðurinn geta stuðlað að því að þessi starfsemi gæti orð- ið meiri en þegar er. Ætlar styrktarsjóðurinn að gefa út á næstunni nokkrar jólasögur og aðrar smásögur eftir frú Guð- rúnu Lárusdóttur til styrktar þessu málefni. Föndurstofan er svo til ný af nálinni og getur, auk þess að vera notuð til föndursins, þjón- að hlutverki lítils fundarsalar fyrir ýmsa aðra félagsstarfsemi. 1 föndrinu er unnið að margvíslegum hlutum, hér er verið að vinna að röggvarteppi. Fótsnyrting i kjallara Laugarneskirkju. Unniö að tágavinnunni. Sigriður Guðjónsdóttir yzt til vinstri. in og formaður kvenfélags safn- aðarins, sem sér um fótsnyrt- inguna, er þarna viðstödd. — Þetta byrjaði með því að Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elliheimilisins Grundar bauð ur alltaf verið vel sótt og er að sóknin alltaf að aukast. Því mið ur getum við ekki gert eins og við vildum. Tíminn er takmark aður frá kl. 9—12 einu sinni í viku, á föstudögum, en ef fólk Frú Magnea Hjálmarsdóttir t.h. sér um föndrið á Elliheimilinu, hér leiöbeinir hún einni vistkonunni. inu mæti oft um eða yfir 30 konur, en kannski 2—3 karl- menn og eru þeir í miklum minni hluta. Starfsemin fer ann- ars fram um allt hús, þar sem þeir sem eru of lasburða til þess að fara út, fá verkefnin til sín í herbergin. Öllum er frjálst að mæta, þegar þeim sýnist og fer það oft eftir veðri og heilsufari hvemig aðsókn er. Að föndrið sé bæði skemmti- leg og gagnleg tilbreytni fyrir eldra fólkið er greinilegt og Sig- ríður Guðjónsdóttir, fyrrum ljós móöir á ísafirði, sem er ein kvennanna þama inni, segir, að það sé yndislega gaman 1 föndr inu: Hún hafi sótt föndurtím- ana í fjögur ár og hafi margir hlutanna hennar farið út fyrir landsteinana, sem gjafir. Hún er í nýbyggingu skammt fyrir norðan Elliheimilið og henni fylgir lítið eldhús, þar sem kaffið er hitað. Þegar Mynd sjáin leit þar inn var verið að vinna af kappi að ýmsum mun- um, sem verða margir hverjir á jólabazar Elliheimilisins í byrj- un desember. Magnea Hjálmars dóttir skýrir frá því að í föndr- — Margt af því sem er verið að vinna að hér er listiðnaður, segir Magnea, og þegar litazt er í kring blasa margir fallegir hlutir við, sumir unnir úr tág- um, aðrir ofnir og saumaðir og svo er verið að vinna að nýj- ungum, sem verða teknar upp i batik og tauþrykki, og eldra fólkið á enn eftir að læra. Þegar horft er á alla munina skilst hvers vegna jólabazarinn er allt af eins vel sóttur og raun ber vitni, en margir hlutanna_ eru settir á hann, þótt ýmislegt sé lagt til hliðar til þess að stinga að gestunum, sem gefa sér tfma til að lita inn til eldra fólksins að Grund. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.