Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 4
í. V í SIR . Þriðjudagur 25. október 1966. w Vetrardagskrá útvarpsins y Aukin áherzla á þœtti sérstak- lega unna fyrir útvarpið í vetrardagskrá Ríkisútvarpsins, sem hófst frá og með deginum i gær, verður lögð meiri áherzla á að þættir og erindi verði sérstak- lega unnir fyrir fiutning í útvarp en verið hefur. — Skýrði útvarps- stjóri Vilhjálmur Þ. Gíslason frá þessu á fundi með fréttamönnum í gær um leið og hann skýrði frá ýmsum breytingum, sem verða á flutningi útvarpsins. Einnig skýrði hann frá ýmsum mannabreytingum, sem hafa orðið við útvarpið. Guömundur Jónsson er yfirmað- ur hljóðvarpsdeildar, sem er nýtt embætti innan stofnunarinnar. Har- aldur Ólafsson er dagskrárstjóri f stað Andrésar Björnssonar, sem nú er lektor í Svíþjóð. Þorkell Sigur- bjömsson hefur verið ráðinn til tón- listardeildar, en á sama tíma hef- ur dr. Hallgrímur Helgason látið af störfum og er farinn utan. Sig- urður Þórðarson, skrifstofustjóri, hefur látið af störfum við útvarpið vegna aldurs, en í hans stað er Gunnar Vagnsson yfirmaður fjár- máladeildar. Breyting hefur verið gerð á kvöldfréttatímunum. Fyrri fréttir em nú lesnar kl. 7, en seinni frétta- tfminn kl. 9. Er ætlunin að hafa fyrri fréttatíma 20 mfnútur en f seinni fréttatíma verða fréttimar ftarlegri með aukinni áherzlu á fréttaaukum. Þá verður gerð breyt- ing á auglýsingalestrinum. Einnig verður auglýsingagjaldið haft mis- hátt eftir því hvenær lesið er. Aug- lýsingar, sem lesnar verða klukkan 9.30 að morgni og kl. 3 að degi munu kosta .15 kr. pr. orð. Aug- lýsingar, sem lesnar verða um há- degi og fyrir kvöldfréttir 20 kr. orðið. Auglýsingar, sem verða lesn- ar frá kl. 7.20 til 7.30 kosta 40 kr. pr. orð. Verður seinasti auglýs- ingatiminn algjöriega takmarkaöur við 10 mínútur. Af nýjum erindum og þáttum, sem verða fluttir f útvarpið f vetur, má nefna: „Nítjánda öldin", sunnudags erindi, ílytja fsl. sagnfræðingar og aðrir 25 erindi um 19. öldina. „Skáldamál'1. þar sem tekin verða fyrir nokkur forn og ný islenzk skáldverk. ailt frá Eddukvæðunum til verka Halldórs Laxness. Verður flutt erindi um þessi verk, en auk þess flytja tónlistarmenn útvarps- ins tóniist, sem íslenzk og erlend tónskáld hafa samið við verkin. Á hljóðbergi heitir þáttur í umsjá Björns Th. Björnssonar. Flytur hann þar og skýrir erlend skáld- verk. Þrír nýir umræðu- og viðtals- þættir verða teknir upp: Á rök- stólum (stjóm Tómas Karlsson), „Athafnamenn (Magnús Þórðarson) og „Þjóðlíf" (Ólafur Ragnar Gríms- son). Ámi Waag flytur 10 mín. þætti, „Á víðavangi“ um fuglalíf og nátt- úruvernd" annan hvem sunnudag. Fyrsta framhaldsleikrit vetrar- ins nefnist Silkinetið, eftir Gunnar M. Magnúss. Næsta framhaldssaga nefnist: ..,'að gerðist í Nesvík", eftir séra 5:gurð Einarsson í Holti. Kristján Árnason flytur 4 er- índi og þýðingar úr fjórum grískum harmleikjum er síðan verða fluttir í nútfma óperubúningi eftir nokkur bekkt nútímatónskáld. Af skemmtiþáttum má nefna þættina „Margt með mö.rgu“ og „Á hraðbergi". sem verða fluttir til ~vintis annan hvem sunnudag. Eftir hádegi á laugardögum verð- ur Gísli J. Ástþórsson með 40 min- útna þátt, „Einn á ferð", en f hon- ir í verður Páll Berabórsson með 10 mín. veðurfræðiþátt. Að vanda verður miklum tfma út varpsins varið til flutnings tón- listar. Sinfónfutónleikar verða um 40. íslenzkir tónlistarmenn munu flytja verk Roberts Schumans í 20 dagskrám. Útvarpað verður tón- leikum Tónlistarfélagsins og Mus- ica Nova. Fluttir verða nokkrir söngleikir og ýmislegt annað tón- listarefni eins og venja hefur verið. Hljóðfæraverkstæði Pálmars Arnars Laugavegi 178, sími 18643. Píanó — harmoníum og pípuorgelaviðgerðir og stillingar. Tek notuð hljóðfæri í umboðs sölu. Geymið auglýsinguna. Aberfan — -rn i- í bæjarráðinu hafði varað við þessu fyrir tveimur árum. Það var varað við þessu aðeins nokkrum klukkustundum áður en skriðan féll. Ráðherra sá, sem fer með málefni Wales hef- ur fyrirskipað rannsókn. Stjórn kolasamsteypunnar í Bretelandi, sem er ríkisfyrirtæki hefur fyrir- skipað rannsókn. Meðan þær rannsóknir fara fram streyma samúðarkveðjur til fólksins f Aberfan, sem á um sárt að binda þessa dagana. _ ___ Auglysing í Vísi eykur viðskiptin ÍLVIÍL. Hafnarfjarðarbió: mynair kvik myndir kvik kvik myndir myndir Sumarnóttin hrosir (Sommernattens leenede). Sænsk frá 1955. Leikstjóri: Ingmar Bergman. Sýningarstaður Hafnarfjarðar- bíó, sýningartími 125 mín. essi mynd var sýnd hér í Tjarn- arbíói 1958 eða 1960 og er mik- ill fengur að fá að sjá hana aftur, einnig mun sama bíó hafa í hyggiu að endursýna „Sjöunda inn- siglið" og munu margir hugsa gott til glóðarinnar. Erlendir kvikmynda gagnrýnendur kalla Bergman stór- kostlegan impressionista og hér er hann i essinu sínu sem slíkur. Flest ir leikstjórar, þrátt fyrir meira fjár magn en Bergman hefur yfir að ráða, hafa gefið of litla tilfinningu fyrir gamaldags sviðsetningu þegar um myndir frá liðnum tímum hefur verið að ræða, en þarna fáum við sviðstilfinningu fyrir heilum bæ, vegna frábærrar uppsetningar. Gat- an með gasljóskerunum, gömlu hús- in þegar t.d. þau þrjú fara heim til leikkonunnar um kvöldið og mynd þeirra speglast f drullupollinum. Myndina kallar Bergman sjálfur rómantíska ástargamanmynd og þarf er af þessu þrennu og engum þarf að leiðast enda glumdi bíóið af hlátrum, en þar er líka grunnt á harminn eins og f öllum hans myndum. Lögfræðingurinn Eger- man (Gunnar Björnstrand) er kvæntur ungri yndisfríðri konu um tvítugt, Önnu (Ulla Jackobsson), en þau Iifa ekki eðlilegu hjónalífi, því hún er hrædd og hann vill bfða þar til hún kemur til hans af fúsum vilja. Á heimilinu er sonur hans af fyrra hjónabandi (Bjöm Bjelve- stad) á aldur við Önnu, mjög alvar lega þenkjandi ungur maður enda að læra til prests. Lagleg léttlynd þjónustustúlka er á heimilinu (Bibi Anderson). Leikkonan Deseré (Eva Dalbech) hefur verið ástkona Eger- mans, en er nú viðhald greifans Mal coms (Jarl Kulle), eiginkonu hans til sárrar hrellingar. Svo verða á- horfendur sjálfir að sjá hvernig spil in stokkast, þótt reynt sé að svindla pínulftið svo „kaballinn" gangi upp. Textinn, tónlist, klipping og svið- setning og ekki sízt leikur er svo vel unninn að unun er að. Sviðsetn ingamar eru mátulega fagrar og rómantískar til að gefa trúverðuga mynd af lífi þessa hefðarfólks, leið- indum kvennanna, sem ekkert nyt- samt höfðu fyrir stafni, þar sem allt varð að vera slétt og fellt á yf- irborðinu þó hjartanu blæddi t.d. Egerman við veizluborðið, þegar Hendrik hefur talað af sér og Anna getur ekki dulið ást sína. Myndim ar úr sveitinni og gamli bíllinn auka þokka myndarinnar. Tónlistin fellur afar vel að efninu, t.d. gamaldags rokokotónlist, þegar veizlan er, og drynjandi hergöngutónlist þegar greifinn fer á stjá. Þrátt fyrir allt fjasið í fína fólkinu lætur Bergman sannleika myndarinnar, ef svo má að orði komast, koma frá fjöraga þjóninum í höll móður Deseré sem fékk höllina fyrir að skrifa ekki endurminningar sínar. Hann segir á þá leið að sumamóttin brosi þrisvar, fyrst um miðnættið fyrir þá sem ástin er sem gjöf eða hegning. Þeir eru hinir einu, sem raunverulega elska. Svo eru það þeir sem eilíft leita að ástinni, hrópa á hana en höndla hana aldrei, fyrir þá brosir sumamóttin um 3 leytið. Svo í morgunsárið brosir hún í þriðja sinn fyrir okkur hina bjánana sem ekki hafa annað úr- ræði en fara í eldhúsið og fá okkur kaffisopa. Allar persónur era mjög skýrar, hver hefur sinu mjög afmarkaða hlutverki að gegna og öll eru þau manni hugstæð, greif inn Malcom sem getur ekki svarið konu sinni trúnað því hann veit að hann er ekki maður til að standa við það, trúr á sinn hátt, því getur hann lofað. Ungi prestur- inn, sem verður að nýjum manni er ást hans er endurgoldin. Leik- konan, sem veit að hún er konan sem Egerman þráir og hvemig hún fer að koma vitinu fyrir hann þrátt fyrir allt, Egerman, sem feltrr sig í skugganum þegar ástin hans þeysir á brott með sínum heittelskaða og tekur hvítu slæðuna hennar, sem nú hefur blettazt, tákn um saídeysi hennar, upp af veginum. Þfórmstu- stúlkan sem Bibi Anderson leikur af svo mikilli snilli að fátitt er. Þau era öll svo sjáifum sér sam- kvæm og reglulegt yndi að sjá þau og heyra, að enginn er svikmn af að sjá þessa mynd. — P. L. Námskeið í sjúkrahjálp í Borgarspítalanum Skógræktarfélag Reykjavikur Fræðslu- og skemmtifundur Námskeið í sjúkrahjálp á vegum B orgarspítalans hefst þann 6. janúar 1967. Námskeiðið, sem stendur í 8 mánuði, byrjar með 4 vikna forskóla, ensíðanferstarfsþjálfunframásjúkrahúsum og lýkur með prófi. Laun sjúkraliða eru samkv. reglum um laun opinberra starfsmanna. Nemendur í sjúkrahjálp fá 60% af launum sjúkraliða. Umsækjendur skulu hafa lok ið prófi skyldunámsstigsins og vera ekki yngri en 17 ára og ekki eldri en 50 ára. Umsóknareyðublöð fást í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og hjá for stöðukonu Borgarspítalans í Fossvogi, sem lætur í té frekari upplýsing- ar, sími 41520. Umsóknir skulu hafa borizt Sjúkrahúsnefnd Reykjávíkur Heilsuvernd- arstöðinni fyrir 18. nóvember 1966. verður haldinn í Tjamarbúð niðri, þriðjudaginn 25. októ- ber í tilefni af 20 ára afmæli félagsins og hefst kl. 8.30 s.d. Ávarp Litskuggamyndir úr Heiðmörk, skóg- ræktarstöðinni í Fossvogi og úr trjágörð um í Reykjavík og nágrenni: Erindi um búfjárbeit í skógum, sem dr. agric Kristian Bjor flytur. Dans Aðgöngumiðar fást i Bókabúðum Lárasar Blöndal á Skóla- vörðustíg og f Vesturveri. Reykjavík 24.10 1966 Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur Skemmtinefnd a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.