Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 8
8 VISIR Dtgefandi: BJaOaatgáfaD VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: AxeJ rhorsteinson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjóm: Laugavegj 178 Stm) 11660 (5 Unur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vösis — Edda h.f Forustuhlutverk og ábyrgð §tundum hefur það heyrzt úr herbúðum stjórnarand- stæðinga, að ríkisstjómin sinni ekki forustuhlutverki sínu í st.jórnmálum, svo sem hverri ríkisstjórn vissu- lega ber, en láti reka á reiðanum. Hún beri ekki fram úrræði til að hefta hina alvarlegu verðbólgu í land- inu og svo framvegis. Ákaflega hljóma slíkar aðfinnslur undarlega úr hópi núverandi stjórnarandstæðinga. Viðreisnar stjórnin, undir forustu Ólafs Thors, tók við einu al- varlegasta óreiðu* og uppgjafarbúi nokkurrar hér- lendrar ríkisstjórnar, sem vinstri stjórnin hafði skilið eftir sig. Sú ríkisstjóm tók við völdum eftir alþingis- kosningar á sumrinu 1956 með ekki svo litlu yfirlæti og fyrirheitum um allsherjarúttekt á þjóðarbúinu fyr- ir opnum tjöldum og um varanleg úrræði í efnahags- málum. Loksins þegar vinstri stjórnin hafði setið að völdum nærri tvö ár, lagði hún fram „bjargráð“ sín á Alþingi. Sjálf lýsti hún því yfir, að þau mundu ekki duga og meira þyrfti til. Hina lofuðu úttekt á þjóðar búskapnum fengu menn aldrei að sjá. Og hvað sögðu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar um þessi „bjargráð“ vinstri stjómarinnar? Þeir sögðu eftirfarandi: „Greinilegt er, að þessar ráðstafanir í efnahagsmálunum leiða til frekari verðbólguþróunar og eru því fráhvarf frá þeirri stefnu, sem 25. þing Alþýðusambandsins fagnaði og lýsti fylgi sínu við, og efnahagsmálanefnd og miðstjórn Alþýðusam- bandsins síðan hafa ítrekað, þ. e. að stöðva verð- þensluna. Ráðstafanirnar brjóta því í bága við verð- stöðvunarstefnuna, er verkalýðssamtökin og ríkis- stjórnin þá tóku höndum saman um“. Nokkmm mán- uðum seinna fór vinstri stjórnin „fram af brúninni“ í óðaverðbólgu og uppgjöf. Viðreisnarstjórnin lagði fram mjög ýtarlegar efna- hagsmálatillögur á Alþingi á gmndvelli úttektar á uppgjafarbúskap vinstri stjórnarinnar, sem alþjóð var gerð grein fyrir. Auðvitað vom hinar róttæku ráð- stafanir ekki allar vinsælar í upphafi, en þær voru nauðsynlegar. Síðan voru þær áréttaðar og fylgt eftir með viðbótarráðftöfunum. Viðreisnarstjómin brást ekki forustuhlutverki sínu og þeirri ábyrgð, sem á henni hvíldi. Mikil og erfið átök voru síðasta verk Ólafs Thors sem forsætisráðherra á Alþingi haustið 1963 til verðstöðvunar. Bjami Benediktsson hafði for ustu um þau straumhvörf, sem júní-samkomulagið 19(W markaði til þess að hefta verðbólguna. Og enn vinnur ríkisstjómin örugglega að samkomulagi við verkalýð og atvinnurekendur og með eigin ráðstöf- unum að stöðvun verðhækkana í þjóðfélaginu. Úr rústunum í Aberfan í Wal es má sjá hvar gjallið rann niö- ur hliðarnar í tveimur megin straumum, sem báru með sér tortímingu 200 barna og ungl- inga heils hverfis. Þyngsti og breiöasti straumurinn valt í gegnum eitt hverfið í bænum, á skólabygginguna og siðan gegnum einfalda húsaröð. Bygg- ingarnar hrundu nærfellt til grunna, en straumurinn kæfði allt lifandi nema alda i nokkr- um húsum, sem breiddust út í hrúgunum, sem mynduðust. Aberfan, vettvangur mesta siyss í Bretlandi síðan í heims- ^ \.f--JfMERTHÝR TYPFIL^ " V í S I R . Þriðjudagur 25. október 1966. í V___________3 mlk:s JYf r To Cardiff ■ Kortið sýnir legu Aberfan í Wales. Gjallskriðm rana hljóð- laust á Aberfan styrjöldinni síöari, er námubær 35 km. norður af Cardiff i Wal- es. Þar eins og víðs vegar um allt Wales höfðu myndazt gjall- haugar og þessi stórskaðlegi haugur lá í hlíð 130 metra of- an við Aberfan, beint ofan við skólann. Hljóðlaus skriða Ógæfan dundi yfir fimm mín- útur yfir níu á föstudagsmorgun augnabliki eftir að bömin höfðu beðið morgunbænir í skólastof- um Pantglas Junior School. Skriðan fór um 300 metra á nokkrum sekúndum fyrirvara- laust og nærri hljóölaust. Hins vegar varð vart eins konar jarð- skjálfta þegar skriöan féll. Skriðubylgjan var 12-13 metra há. Neyðarpípur blésu og fólkið þusti út úr húsum sínum. Það bjóst við námuslysi. En það sem mætti augum þess átti sér enga hliöstæðu í slysaríkri sögu námu héraðanna í Wales. 2000 manns við uppgr'óft Karlmenn bæjarins hófu þeg- ar uppgröft, ataðir kolaleðju, en konur þeirra horfðu grátandi á vegsummerkin. Um 2000 manns tóku þátt í björgunarstarfinu þþegar flest var. Fæstir þeirra undu sé hvíldar fyrr en á þriöja sólarhring, þá ofkeyröir af áreynslunni. Sjúkrabílar streymdu að úr nærliggjandi bæjum og byggðarlögum. Og enn síðar komu bifreiðar hlaðn- ar líkkistum. Bömin voru grafin upp hvert af öðru, sett á börar og flutt til bænahúss Betaníu, sem hafði verið gert að líkstofu. Þangaö komu mæður, afar, ömmur eða nánir ættingjar til að kanna hvort þau bæru kennsl á bömin. Telpa i vatni upp undir höku Einn hinna fyrstu sem komu að skólahúsinu gat bjargað nokkrum börnum út úr tveimur stofum, en er hann leitaði inn- ar var engin böm að sjá. Loks komst hann lengra í hrandu hús inu. Þetta var 27 ára gömul húsmóöir Pauline Evans að nafni. Hún heyröi samt rödd einnar telpu innar í byggingunni Það var ekki hægt að bjarga henni í bili, án þess að eiga á hættu að allt hryndi yfir þær. Seinna bjargaði slökkviliðsmað- ur telpunni þar sem hún stóð í vatni upp undir höku, sjö ára gömul. Eins og að moka vatni Það er enn ekki vitað með vissu hve margir fórust, en taia þeirra er um 200. Níu ára ár- gangur Aberfanbæjar þurrkaðist nærri því út. Sjötta hvert bam er talið látið. Björgunarstarfið var hið erfiðasta. Það var eins og að róta vatni í gryfju að moka til leðjunni og gjallinu. Það leitaöi alltaf í sama farið aftur. Það hélt einnig áfram að renna úr gjallhrúgunni uppi I hlíðinni niður I bæinn, inn í húsin og skólann. Það var engu líkara en gjallið ætlaði ekki að láta bömin ganga sér úr greipum. Orsakir og ábyrgð Hverjar era orsakir slyssins? Sennilegast er að vatn hafi safn azt 1 gjallfjallið, grafið undan því, en rigningar undanfarinna daga hafi síöan gert það að verk um að skriðan féll einmitt nú. Hver ber ábyrgðina? Það var margsinnis búið að vara við hættu af gjallbingnum. Frú ein Frh. á bls 4. Ömmur, frænkur og mæður horfðu á vegsummerki og fylgdust með björgunarstarfiau,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.