Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 11
I Mamma hefur nóg að gera. Flmmburamir Thandeka, Zol- eka, Tandekíle, Tempekile og Kululekiie. kvikmynd Paul semur lög í nýja George er í Indlandi að læra á s'itar Það fór ekki eins og ýmsir spáðu, þegar Bítlamir komu fyrst fram á siónarsviðið; að lög þeirra myndu fljótlega komast úr tizku. í stað þess njóta lögin vaxandi vinsælda og ýmsar stórar og „virðuiegar“ hljómsveitir hafa út- sett Iögin og ieikið inn á hljóm- plötur — og niðri f Iðnó dansar „þjónn herranna tveggja“ eftir Bítlalögum. En hvar eru Bítlamir ? Það hef- ur veriö heldur hljótt um þá síö- an þeir sögðu „nokkur illa valin orð“ í Vesturheimi, nema hvaö fréttir hafa borizt af leik John Lennons f Þýzkalandi svo og af væntanlegum kvikmyndaleik þeirra á komandi ári. Nú er það nýjast að frétta að John Lennon hefur lokið við aö leika brezka hermanninn í kvik- myndinni „Hvemig ég vann stríö- iö“ og er kominn til Spánar í haustfrí. George Harrison er ásamt konu sinni, sýningarstúlk- unni Patti Boyd, austur í Ind- landi, en þar hyggst George stunda nám í sítarleik í vetur. Ringo Starr er á Spáni, þó ekki í neinu sambandi við John Lennon, en Paul McCartney er í London. Paul hefur nýlega lokið við aö semja tónlist við nýia kvikmynd, sem ber nafnið „Wedlocked Or All In Good Times", en í þeirri mynd leikur Hayley Mills aðal- hlutverkiö. Þetta er í fyrsta skipti sem Paul semur tónlist upp á eigin spýtur, án samvinnu við John Lennon. Þar sem Bítlarnir hafa ekki komið fram opinberlega um all- langt skeið, hefur sá orðrómur komizt á kreik að þeir séu „að leysast upp“ og muni ekki leika saman framar, en Bítlamir neita að svo sé. Fyrir skömmu fullyrti McCartney þaö í viðtali f Lond- on, að þeir myndu hefja aftur hljómleikaferðir á næsta ári. Fyrir stækk- andi fjölskyldu er vaiidamálið meira rými í Tuketueseheimilinu var orðið þröngt á þingi. Þar voru til heimilis herra og frú Tukutese, tvennir Tukutese afar og ömm- ur og fjögurra ára Tukutese- sonur. Þá bættust við allan mann- skapinn fimmburamir, tvær stúlkur og þrfr drengir. Svo aö nú er búiö áð gefa fjölskyldunni frá East London, Suður-Afriku, húsið við hliðina 1 heimilinu sínu til þess að búa líka. Sjóður og sjóðstjóm, sem omið var upp til að fylgjast með velferð fimmburanna sjö mánaða gamalla hefur séð frú Tukutese fyrir útlærðri hjúkr- unarkonu til þess að hjálpa henni við þetta ógnarmikla starf að ala fimmburana upp. Allur útbúnaður og aðrir hlut- ir í nýia heimilinu hafa verið sérstaklega gerðir með það fyr- ir augum að vinnan yrði unn- in á hagkvæmasta og fljótleg- asta hátt. Herra Tukutese vinnur sem verkamaður í kolum fyrir lágt kaup, en sjóðurinn hjálpar upp á sakimar i peningamálunum. Skurðgrafa — Fek að mér að grafa fyrir undlrstöðum o. fl. Uppl. f sfma 34475. • Skógræktin og Z peningarnir • • Og nú er búreiknrngurinn á • dagskrá, þ. e. a. s. fjárlögin, og • ekki frekar en endranær, eru 2 menn á eltt sáttir, hvort eyða • eigi meiru í eitt fremur en ann- Z að. ÞJóðin f heild þarf mlkið til • hnífs og skeiðar, og þarfirnar J eru miklar, fastar og fljótandi. • Á einu sviði, sem ekki heyrir • að vísu beint undir fjárlög, eyö- • um við mörgmn milljónum ár • hvert, sem aflað er á ýmsan 2 hátt, sem mér hefir dottið f hug • hvort ekki væri betur varið á • annan hátt, og það eru allar • milljónirnar, sem látnar eru í skógrækt. Nú hefir skógrækt verið stunduð í nokkuð mörg ár, og væri ekki einmitt tími til að gera úttekt á, hvar spilið stend- ur, þannig að óvilhallir menn gerðu fyrir hönd þjóðarbúsins rannsókn á, hversu mikið bær krónur hefðu gefið af sér, sem varið hefir verið til skógræktar á undanförnum árum, eða búast má við að gefi af sér á komandi árum. Taka verður að sjálf- sögðu tillit til þess gagns, sem skógrækt gerir gegn uppblæstri o. s. frv. Maður hefir illan grun um að skógræktin hafi ekki uppfyllt þær vonir, sem við hana voru bundnar, því að hríslur, sem gróðursettar voru fyrir mörgum árum, þær ná manni naumast í öxl, samanber dvergskóginn við Rauðavatn. Fyrir tuttugu árum, gróðursetti ég nokkur birki- og furutré f einum af reitum skógræktarinnar, og ég sá nú í sumar, að furuhríslum- ar eru margar dauðar eða hafa verulega kalið, en birkihríslum- ar em kræklur, sem ekki ná hæð manns. GÖTU Til samanburðar þessari skóg ræktarrannsókn ættl að fara fram hliðstæð rannsókn á því, hvort grasrækt gefur betri raun þannig að arðbærara þættl að flytja til eitthvað af fjármagn- inu, og auðvitað eitthvað af því „propaganda", sem notað var til að afla þess, yfir á grasræktina. Hrafna-spá 2 Mönnum verður tamt að ræða 2 veðrið, enda fléttast það mikið • inn í tilveru okkar á allan hátt, • jafnvel ræður að einhverju leyti 2 skapgerð okkar og hugarfari. Ég var aö ræða við gamlan 2 mann, sem mér hefir oft virzt • veðurglöggur, fyrir tveimur dög • um, og auðvitaö ræddum við um 2 veðrið. Hann sagði mér. að f • nágrenni borgarlnnar værl ó- • venjumikiö af hrafni, og sagði 2 hann, að það væri fom trú, að • það boöaði harðan vetur — veð- 2 urfarslega. 2 Ég vona að sá gamll, eöa • hrafnamir, reynist ekki sann- 2 spáir að þessu sinni. • Þrándur f Götu. • ÞRÁNDUR í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.