Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 15
V í S IR . Þriðjudagur 25. október 1966. 75 aö ég drepist ekki úr leiöindum héma. Mér finnst þetta enska sveitalíf ekki beinlínis örvandi! — Þér mundi kannski finnast þaö ef þú sýndir meiri áhuga á því. — Hvað ráðleggur þú mér aö ge'ra? Gefa mig fram í líknarstarf- semi eða eitthvað þess háttar? — Þú gætir reynt aö hugsa meira um heimiliö þitt. — Þú hugsar svo vel um það, að ég þarf þess ekki. — Ég mundi gleðjast því, aö þú vildir taka við því af mér. Ég hef óskað þess daglega síðan þú komst hingað. Ég hef nóg annaö að hugsa. Og þú veizt bezt sjálf, aö ég vil helzt flytja aftur í fbúð- ina mína í London. — Mér datt í hug, hvort þetta væri sími til mín. — Já, Robert' Drake. Ég vissi ekki aö þú þekktir hann. Fran hló dillandi. — Ég segi þér nú ekki allt, Jenny litla. — Ég læt ekki gægjast á spilin hjá mér. Viss- irðu það ekki? Hún vatt sér fram hjá Jenny og tók símann. — Halló! Sæll vertu! En hvað þú varst vænn að hringja! Jenny fór inn í herbergið sitt og fór að vinna. Hún var agndofa. Hvers vegna haföi Fran ekki minnzt á aö hún þekkti Robert Drake? Hvers vegna vildi hún ekki „láta gægjast á spilin“ hjá sér? Hvers konar manneskja var hún eiginlega? Jenny gat fyrirgefið henni að hún var löt, að hún var kærulaus og ónýt húsmóðir. Og jafnvel — þó að erfitt væri — gat hún fyrirgefið henni að hún skeytti ekkert um bömin. En ef hún var nú þegar, svona stuttu eftir gifting- una, farin að hafa ieynifundi með öðmm eins flagara og Robert Drake, þá var Jenny nóg boðið. Hún sárvorkenndi Chris, sem elsk- aði Fran svo heitt og í blindni. Jenny var svo æst að hún átti bágt með að hafa hugann við vinn- una. Hún hrinti stólnum frá borð- kra og stóð upp, staðráðin í að spyrja Fran hvað hún meinti með þessu. Þegar hún kom út f gang- inn sá hún að Fran var á leið- irmi txpp stigann. — Ég vissi ekki að það var orðið svona áliðið, sagöi Fran, og Jenny fann á sér að hún mundi segja þetta til þess að reyna að komast hjá óþægilegum spurningum. — Ég verð að flýta mér aö komast í bað og klæða mig. Ég er alveg hissa á mér. En þið farið svo snemma á fætur héma í Englandi, og bókin mín var svo spennandi... Já, það var á henni að sjá, að hún hefði upplifað eitthvað spenn- andi. Það var roöi í kinnunum, sem að jafnaði voru fölar, og glampi í augunum. Það var eitthvað dular- fullt í augnaráðinu líka. Hún forð- aðist að líta framan í Jenny og spurði: — Hvernig gengur teikning- in hjá þér? — Illa. — Það var leiðinlegt. Veslingur- inn! Geturðu ekki hvílt þig í einn eða tvo daga? — Nei, það er ekki hægt. Ég er að vinna aö mynd, sem ég verð aö skila á morgun. Fran rétti ietilega upp hendum- ar og geispaði. Jenny datt í hug nývaknaöur kettlingur, þegar hún horfði á hann. Þaö var eitthvað kattarlegt við Fran. Skyldi Chris hafa tekið eftir þvf? — Fran? sagöi Jenny. — Já, hvað var það? — Hvar kynntist þú Robert Drake? Og hvenær? Fran hló lágt. — Við kynntumst af tilviljun — fyrir tveim—þrem vikum. Þú mátt ekki segja Chris frá þvf. Ég hef tekið eftir, að eiginmenn eru stund- um svo skelfing siðavandir ... Ætl- arðu að segja mér að þú hafir hneykslazt á þessu? Ég segi þér satt, að það er allt í mesfa sak- leysi. Ég var inni í Ashford að ná f bækur í bókasafninu, og þá hjálp- aði hann mér. — Það er ekkert saklaust í sam- bandi við Drake, sagði Jenny þurr- lega. — Ég veit hvað ég er að tala um. — Mér er alveg sama hvort Ro- bert Drake er meinlaus eða ekki, sagði Fran og hló. — Reyndar finnst mér alltaf þessir meinlausu menn vera leiðinlegir menn. Ertu ekki á sama máii? — Það kemur ekki málinu við, sagði Jenny stutt. — Mergurinn málsins er sá, að þú átt ekki að hafa stefnumót við Drake á laun. En þaö hefurðu gert, býst ég við. — Ekki nema sjaldan, sagöi Passamyndir -eknar í dag — Tilbúnar á morgun. Sér tímar eftir samkomulagi. Ljósmyndastofa Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10297, eftir kl. Fran, og nú var allt í einu kominn ólundarsvipur á hana. — Mér er bara ómögulegt aö skilja að þetta komi þér nokkurn skapaðan hlut við. — í rauninni kemur það mér ekki við. Að öðru leyti en því, að mér þykir vænt um Chris og langar ekki til að hann lendi í raunum, og verði óhamingjusamur. — Hann verður ekki óhamingju- samur. Að minnsta kosti ekki ef þú ferö ekki að bera út söigur. — Þaö geri ég varla. En Fran . .. Jenny studdi á handlegginn á henni. — Viltu ekki þiggja vin- samlegt ráð af mér? — Ég er ekki vön að þurfa á ráðleggingum að halda, sagöi Fran. — Og ég er heldur ekki vön að ráðleggja öörum. Jenny roðnaði. — En reyndu aö skilja að þetta er áríðandi, Fran. Viltu ekki lofa mér því að hitta ekki Robert Drake oftar? — Hvers vegna ætti ég að fara að lofa því? — Ef til vill vegna þess, að ég veit betur. hvers konar maður hann er, en þú gerir. Hann er ekki mikils virði, Fran. — Hvemig, meinarðu? — Ég ætti ekki að þurfa að út- skýra það fyrir þér, þú ert ekki fædd í gær. En hvað sem því líður þá verður ekki komizt hjá því aö þú sjáist, ef þú hittir hann oftar. Og þá fer fólk að tala um þetta. Hugsaðu þér aö það bærist Chris til eyma. — Já, og hvað um það? — Hann mundi taka sér það mjög nærri, Fran. Þú hlýtur að skilja það. — Jæja, þá það, sagði Fran af- undin. — Ég skal vera varkár, sem þú kallar. En ég vona umfram allt, Fran pírði augunum. — Væri ekki réttara að þú yröir héma enn um stund — þó ekki væri til ann- ars en hafa gát á mér? Vegna hans Chris, á ég við ... Allt í einu breyttist svipurinn á henni og röddin var biðjandi er hún hélt áfram: — Góða Jenny, ég fullvissa þig um að þú þarft ekki að hafa á- hyggjur af neinu. Mér finnst afar leiðinlegt ef þú heldur það. — Kanriski hefur það verið flónska af mér að hitta Robert á laun. Ég lofa þér því, að það skal ekki koma fyrir oftar. Jæja — ertu þá ánægð? Jenny brosti. Fran var óumræði- lega heillandi, þegar hún vildi það við hafa. Það var ómögulegt að standast hana. — Þú skilur það sjálf, Fran. — Og þá talar þú ekki meira um að fara til London aftur? — Nei, ekki fyrst um sinn, að minnsta kosti. Fran hallaði sér fram og kyssti Jenny á kinnina. — Góða Jenny, þú ert svo yndis- leg, og ég tilbið þig blátt áfram. Mér er óskiljanlegt hvers vegna Chris giftist þér ekki fremur en mér. Það hefði verið miklu skyn- samlegra. — Er hann nýr? — Nei, elskan mín ég hef átt hann i eilífðar tíma. Ég keypti hann þegar ég var með henni mömmu í New York í fyrra. Chris brosti. — Hann fer þér ljómandi vel. Éran steig nokkur dansspor fyrir framan hann, svo að hann gæti dáðst að henni. Jenny var á leið- inni niður stigann og heyröi sam- talið. Henni þótti þetta leitt, því að hún þóttist viss um að blái lín- ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harSpIasti: Format innréttingar bjóða upp á annaó' hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar me3 baki. og borðplata sér- smíðuff. EldhúsiS fæst með hljóðeinangruð- um stúlvaski og raftækjum af vönduðustu gerff. - Scndið cóa komið meS mól af cldhús- inu og viS skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum ySur fast verStilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmóla og _ _ lækkið byggingakostnaðinn. 7 sími 24410. HÚS&SKIP.hf.- LAUGAVEGI II *SfMIX15IS T A ft Z A N Meöal sjómannanna þorparalegu voru fimm manns, sem litu út fyrir að vera annarrar manngerðar. Tveir eldri menn, sýnilega fræðimenn, fríð- ur ungur maður, skelfingu lostinn negrakona og einn, sem mér varð starsýnt á — falleg, ung stúlka. „ TWO etP&Kl y ewp£Hny scholars.. A GOOO - LOOK/NG YOUNOMAN: ^ATBAAOR-Y^rHBONe F/LLEO i WHOR&tLLY NBGHESS^ kjóllinn hefði ekki verið keyptur 1 New York í fyrrasumar. Hann virt- ist að vísu ekki dýr, en útlitið gat aðeins gabbað karlmenn, sem ekki höfðu vit á kvenfatnaði. Jenny gat þekkt módel-kjóla frá öðrum, og hún hefði þorað að veðja um, að þessi kjóll hefði verið í öskjunni frá Norman Hartrym, sem Lily hafði tekið viö af póstberanum nýlega og lagt inn á rúm Fran. — Þú hefur svei mér gott vit á kjólum, elskan, sagði Chris gæl- inn. Orðsending Nú geta þeir bíleigendur, sem aka á hálfslitnum eða slitnum sumar- dekkjum látið breyta þeim í snjó- munstruð-dekk á aðeins 20 mfn. og kostar aðeins frá kr. 100 (pr. dekk) Verið hagsýn og verið á undan snjónum. Við skoðum ykkar dekk að kostnaðarlausu. Opið virka daga kl. 8-12.C3 og 14-20, laugardaga frá ki. 8- 12.30 og 14 -18, og sunnudaga eftir pöntun i síma 14760. MUNSTUR OG HJÓLBARÐAR Bergstaðastræti 15 (gengið inn frá Spítalastíg) METZELER hjólbarðamir 6ru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzínsalan við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.f. Armúla 7. Sími 30501 Ai -onna \ erzlunarfélagið h.t. Skipholti 15. Sími 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.