Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 2
V í S IR . Þriðjudagur 25. október 1966. SKRILSFRAMKOMA AÐ LOKN- UM BIKARURSLITUM Nokkur eftirmáli ætl* ar að verða að síðasta leik ársins á knatt- spyrnusviðinu, sem leik- inn var á sunnudaginn á Melavellinum. Magnús Pétursson, dómari í þess BALLETT LEIKFIMI JAZZBALLETT FRÚARLEIKFIMI Búningar og skór í úrvali. ALLAR STÆRÐIR Sími 13076. um leik, hefur kært einn knattspymuleiðtoga Vals fyrir að því er hann telur ósæmilega hegðun í búningsklefa dómara og línuvarða að leik loknum. „Ég neyðist til að kæra at- ferli mannsins“, sagði Magnús, „eftir að hann réðist að okkur með fúkyrðum og látum í bún- ingsklefa okkar. Viö getum varla liðiö það að forystumenn félaganna leggi leið sfna til okk- -<í> BÍLAlRAF í RAFKERFID Startarar, dlnamóar, anker-spól- ur. straumlokur, bendixar o. fl. Varahlutir — Viðgerðir á raf- kerfum bifreiöa. BÍLARAF s.f. Höfðavík við Sætún Sími 24700. ar að leikjum loknum til að hella úr skálum reiði sinnar“, sagði hann. Annað leiðindaatvik gerðist einnig á Melavelli, sagði Magn- ús, en það var þegar ungur leik- maöur úr Val í áhorfendahópi kom aðvífandi og gaf Magnúsi vel útilátiö högg honum að ó- vörum. Magnús kvaðst ekki hafa nennt að elta ólar við piltinn, en einn leikmanna KR, Bjami Felixson sá hvaö gerðist og greip til piltsins og hugðist koma honum undir manna hendur fyrir verknaðinn. Þá gerðist það næst að leikmaður úr Val vatt sér inn á sviöið og réöist að Bjama og hrinti hon- um burtu og spurði hvem fjár- ann hann væri að skipta sér af frænda sínum! Magnús kvaðst ekki ætla að leggja fram kæru vegna þessa óábyrga unglings. Enn eitt Valsmönnum því miöur til hnjóðs gerðist þegar Hörður Markan var að ganga í átt að verðlaunapallinum. Ung- ur liðsmaður í yngri flokkum Vals brá fæti fyrir Hörð þannig að hann féll við. Atvik sem þessi eru að verða óhugnanlega tíð. Ótíndur skríll veður uppi á leikvöllum borgar- innar, — og því miður virðast hér aö verki piltar úr íþrótta- starfinu sjálfu. Það er það hryggilega við allt saman. Hvar er hið þroskandi íþróttastarf? Hvar er uppeldið, sem æsku- menn eiga að hljóta á íþrótta- völlunum? Það atriði virðist hafa gleymzt í uppeldi íþrótta- æskunnar, en þó er hér senni- lega um það atriði sem þjóöfé- lagslega séð er langmikilvægast, en ekki það, hve mörg stig félag hlýtur samanlagt í mótum sum- arsins eins og nú virðist vera. Þess ber vitanlega að geta að hér á aöeins hluti af ungling- unum þátt, en sá hluti er of stór. Persónulega finnst mér það leitt að verða aö þurfa að setja þessi orð á prent, ekki sízt þar sem Valsmenn hafa ætíö getið sér gott orð fyrir drenglyndi innan vallar sem utan. En hér er verkefni fyrir unglinga- leiðtoga félagsins og raunar allra félaga hér í borginni og víðar. — jbp — KOMAi KVÖLD • 1 kvöld eru væntanlegir fimleikamennirnir frá Ollerup, en þeir hafa ferðazt um Banda- ríkin síðustu 10 vikumar og sýnt þar við góðar undirtektir áhorfcnda, sem eru orðnir yfir 100 þúsund talsins. • Lokasýningar flokksins verða hér í Reykjavík annað kvöld og á fimmtudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Sýningar hefjast báða dagana kl. 20.15, og skal áherzla lögð á breyt- inguna, sem verður á sýningar- tima seinna kvöldið, en þá verö- ur sýnt fyrir skólanemendur og hefst sú sýning sem sé kl. 20,15 en ekki 17,30 eins og áður hafði verið tilkynnt. • Á myndinni er flokkurinn að ganga inn á sýningarsvæði í Bandaríkjaferö sinni undir fán- um. Til hægri er stjómandi flokksins, Ame Mortensen. Aðalfundur SKRR Aðalfundur Skíðaráðs Reykja- víkur verður haldinn að Café Höll, Austurstræti, þriðjudaginn 1. nóv. kl. 9 e. h. ÓSKAR — dvelur við æfingar í hálfan mánuð meö félögum "sínum í Danmörku. ÆFA IDANM0RKUI TVÆR VIKUR Næstu dagana eru á förum til Danmerkur þrír fremstu bad- mintonleikarar okkar, þeir Óskar Guömundsson, KR, Jón Ámason, TBR, og Garðar Álfons son, TBR. Óskar tjáði blaðamanni íþróttasíðunnar i gærdag að þeir félagar mundu verða við æfingar í Danmörku i tvær vik- ur og fá þá þjálfun, sem bezt þekktist í Danmörku, en Danir eru frábærir badmintonmenn og framarlega á heimsmælikvarða. Þeir félagar komust í kynni við beztu leikmenn Dana, þegar þeir komu hingað fyrir tveim ár- um og sýndu hér. t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.