Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 25.10.1966, Blaðsíða 9
VÍ5IR . Þr mmmmmmm jm X- Hingað þarf ab fá togara, sem henta breyttum timum,— Aðeins togararnir geta fært frystihúsunum st'óðugt og gott hráefni. — Talað við Óttar Hansson fiskvinnslu- fræðing, fyrrverandi sölustjóra S.H. i London. Brezki togarinn Ross Fame. Hefur Ross-hringurinn látið gera marga togara af þessari gerð, sem gerðir eru út á veiðar á Norðursjó Mikil sjálfvirkni er í togaranum. Var upphaflega 10 manna áhöfn en ætlunin var að fækka um borð. Togaraútgerð verður aftur nauðsyn hér á iandi Margar raddir eru nú um það meðal þjóðarinnar, að togara- útgerð beri að leggja niður og þau frystihús, sem ekki geta staðið undir sér með núverandi verðlagi eigi aö hætta starfsemi. — Þetta sé aðeins eðlileg afleið- B ing samkeppninnar innan þjóð- félagsins. Þeir atvinnuvegir, sem eru sjálfum sér nógir hljóti eðlilega að hafa undir höndum fjármagnið og vinnuaflið. Það sem hafi gerzt er, að síldveiðar og síldariðnaður hefur orðið hlutskarpari í samkeppninni um vinnuafl og fjármagn. — Seinna komi tími togaraútgerðar ef til vill aftur og mun þá þessi atvinnugrein aftur blómstra. — Þeir eru þó margir, sem álíta að vandamál togaraútgerðar- innar séu heimatilbúin. Einn þessara manna er Óttar Hans- son fiskvinnslufræðingur, en hann var sölustjóri Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna I London þar til I september síð- astliðnum. — pg er einn þeirra manna, sem held aö fisk- vinnsla sé þjóöamauðsyn á ís- landi, þó slíkar skoöanir séu lítt í tízku þessa dagana, sagði Ótt- ar þegar fréttamaður Vísis hafði við hann viðtal nýlega. — Það gefur auga leið, að þau vanda- mál, sem við togaraútgerð og hraðfrystiiðnaði blasa nú, stafa blátt áfram af því, að þessar at- vinnugreinar hafa ekki, vegna rangrar gengisskráningar, grætt nægjanlegt fé til að laga sig að breyttum tímum og háttum. Það hefur valdið því, að hraðfrysti- húsin hafa ekki getað leyst þau tvö vanadmál, sem þar er viö að etja: Að koma á bættu skipu- lagi og aukinni vélvæöingu og að keppa á vinnumarkaðinum við aðrar iðngreinar. Þar á ég aðallega við ýmsan þjónustuiðn- að, sem nú á auðveldara meö yfirborganir. Fjárkreppa togaraútgerðarinn- ar og manni dettur oft í hug of mikið áhugaleysi, hefur aftur á móti komið í veg fyrir, aö hing- að hafi veriö fengnir togarar, sem eru auðveldari í rekstri en þeir, sem nú eru notaðir eöa rétt ar sagt, sem nú er veriö að leggja. T/andamál hraðfrystihúsanna og togaranna verða því að- eins leyst með því að gera þess- um atvinnuvegum hærra undir höfði. Margir eru nú reyndar farnir að prédika, að eitthvaö þurfi að gera, en þetta er orðið svo geysilega mikið mál, að það verður ekki leyst með einu pennastriki, eins og þeir virtust geta gert hér í gamla daga. Vandamál hraðfrystihúsanna og togaraútgerðarinnar eru mjög samtvinnuð. Hraðfrysti- húsin eiga í erfiðleikum vegna hráefnisskorts, en togaramir vegna þess að þeir fá ekki nægj anlegt verð fyrir aflann. Ef hægt væri að bæta svo reksturs- grundvöll hraðfrystihúsanna að þau gætu borgað meira fyrir fiskinn eða minnkað svo útgerð- arkostnað togaranna, að þeir beri sig með núverandi verð- lagi er vandi þessara tveggja frumatvinnugreina landsins leystur. Hvaða aðgerðir telur þú að gera þurfi? Tjeir togarar, sem nú eru reknir á íslandi em gerðir fyrir 23—30 manna áhafnir, sem segir sitt hversu hagkvæmir þeir em. Auðvitað mætti þó að skaðlausu fækka nokkuð mann- skapnum um borð, ef vökulög- unum fengist breytt. Þar sem tilraunir f þá átt hafa mistekizt og ekki er útlit fyrir að sam- staða fáist um það mál, er greinilegt að til annarra ráða veröur að grlpa. Ross-hringurinn í Englandi, sem hefur liklega einna mest gert til að yfirstíga erfiðleika togaraútgerðar, hefur gert víð- tækar athuganir á því hvaða togaragerð henti bezt við veiðar á hinum ýmsu veiðisvæðum. Veiðar þeirra í Norðursjónum eru að mörgu leyti sambærileg- ar við veiðar okkar á miðum umhverfis landið. Hefur niður- staða þeirra orðið sú, að 400— 450 tonna togarar með 12—14 manna áhafnir af svonefndum „Fortune“ og „Fame“-gerðum henti bezt þeim veiðum. — Ólik legt er að nákvæmlega sama gerð togara henti okkur, þó hætt væri að mjög miklu leyti að notast við reynslu þeirra. Gæti það verið hiutverk ríkisstjóm- arinnar, að Iáta smíða líkan tog- ara til reynslu hér á landi, en ég álít þaö alls ekki óheilbrigt aö ríkisvaldið hafi þessi afskipti af atvinnuvegunum. 'P'f við létum smíða togara fvrir okkur af svipaðri stærð yrði þó að taka sérstakt tillit til vandamáia, sem snerta okkur sérstaklega. Eitt þessara vandamála er t.d. uppskipunar- erfiðleikar. Viða út um land er mjög erfitt að fá ménn til að skipa upp úr togurum. Það yrði því að gera togarana svo úr garði, að það væri næstum hægt að hvolfa úr þeim aflan- um. Uppskipunin gæti t.d. farið þannig fram, að hægt væri aö hífa heilu hólfin úr skipinu beint upp f frystihúsin. Hvemig gæti skip eins og þetta breytt rekstrargrundveili togaraútgerðarinnar? Ég er auðvitað ekki meö full- gerða lausn í hausnum, en ég hef mér til gamans lagt eftir- farandi dæmi fyrir kunningja mfna: Skip eins og þetta yröi ein- ungis gert út með það fyrir augum að landa aflanum hér- lendis. Það gæti hæglega aflaö 2500 tonn á ári, ef landhelgin nauðsynlegt er, segjum 25.000 krónur á mánuði, yrðu eitthvað á 5. milljón árlega. Laun áhafn- arinnar, afskriftir og vextir af stofnkostnaði yrði því um 10 milljónir króna. Þær 20 mill- jónir sem eftir eru af heildar- útflutningsverðmætum ættu vel að nægja fyrir öðrum rekst- urskostnaði togarans, vinnslu aflans, útflutnings og dreifingu. Óttar Hansson væri opnuð fyrir það. Með því að vinna aflann á hagkvæmasta hátt, yrði útflutningsverðmæti um 30 milljónir króna. Er þá miðað við aö fyrir um 1000 tonn af 1. flokks frystum flökum fengjust að söluverðmætum ekki undir 25 milljónum króna. Með þvf að hirða lifrina og hrognin fengjust um 2 milljónir ef þetta yrði fullunnið. Af þeim 1400 tonnum, sem eftir væri, færi helmingurinn f refafóður og gæfi af sér 3 milljónir króna, en hinn helmingurinn í mjöl fyrir eina milljón. Tjessi togari, sem ég er með í huga kostar vafalaust um 20 milljónir króna. Laun til á- hafnarinnar, miðað við að allri áhöfninni sé vel borgað eins og 40 togarar eins og þessi gætu veitt eins mikið og heildarút- flutningur íslands af hraðfryst- um fiskflökum hefur verið und- anfarin ár, eða um 40—50.000 tonn. Næmu útflutningsverð- mæti um 1200 milljónum króna. Með því að hafa togarana 40 undir sama hatti, væri hægt að láta þá leggja upp einu sinni í viku á þeim stöðum á landinu, sem hentugast væri á hverjum tíma. Nú eru aörar veiðiaðferðir ti! að ná í þann fisk, sem hraðfrysti húsin vinna úr. Það er rétt, en línubátar, nótabátar og netabátar geta engan veginn komið í stað tog- aranna. Það er staðrevnd, að menn fást ekki til að fara á línuveiðar eins og þeim er nú háttað, þó að línuveiðar fæn frystihúsunum bezta hráefnið. Netafiskurinn er mjög lélegur til vinnslu og af nótafiskinum hefur fengizt mjög misjöfn reynsla, en auk þess er sú veiðiaðferð mjög óstöðug. Það eru reyndar allar veiðiaöferðir nema þá helzt togveiðar. Eitt að- alvandamál hraðfrystihúsanna er einmitt hvað hráefni berst óreglulega til þeirra. Nýtist þvf illa sú fjárfesting, sem í þau er lögð sem og vinnukrafturinn. Þegar þú talaðir um útflutn- ingsverðmæti eins togara, sagð- ir þú að lifur og hrogn gætu gef- ið 2 milljónir króna, um eða yfir 20 krónur kílóið. Fær það stað- izt? TVTiðursoðin hrogn og lifur eru x mjög góðar markaðsvörur í Evrópu. Nokkuð magn af nið- ursoðinni lifur hefur verið selt til Frakklands frá niðursuöu- verksmiöjunni á Langeyri. Það má segja að kaupendur f Frakk- landi hafi mjög mikinn áhuga á þessari vöru, en þvf miður er ekki mikið magn fyrir hendi Eitt danskt fyrirtæki flytur nú 5—6 milljónir dósa af niðursoð- inni lifur til Frakklands á ári hverju. Hittir maður varla svo danskan fiskframleiöanda að hann spyrji ekki hvort hægt sé að fá keypta lifur til niðursuðu á íslandi. Sama máli gegnir um hrognin. Hef ég unnið undanfar- in tvö ár að sölu á niðursoönum hrognum í Englandi og er hægt að segja að þar sé mjög mikill markaður. Auk þess er góður markaður í Englandi og Frakk- landi fyrir góð fryst hrogn. — Togarar, sem legðu upp einu sinni í viku gætu borið að landi 1. flokks hráefni í þessa vinnslu, en það geta netabátar eða nóta- bátar ekki, hvað viðkemur lifr- inni að minnsta kosti. í dæminu um það hvemig togaraútgerð geti borgað sig, tal- ar þú um að togaramir veiði innan landhelgi. TJ'g held að enginn vafi sé á, ^ að togaraútgerö verði aftur nauösyn hér á landi. Með þvi nýtum við bezt og hagkvæmast þau auöæfi, sem em í hafinu umhverfis landið. Undanþágur fyrir íslenzka togara til að veiða innan landhelginnar em for- sendur þess að sú útgerð geti borið sig. Er það misskilningur að botnvarpa fari eitthvað ver með fiskstofna en önnur veið- arfæri. Möskvastærð varpanna er höfð þannig að ungviöið slepp ur, sem auðvitað er nauðsyn- legt. Hitt er þýðingarmest að á góöum togara með góðum mannskap er hægt að gera það Framhald á bls. 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.