Vísir - 29.10.1966, Page 8

Vísir - 29.10.1966, Page 8
8 Éjr.T"T» m V í SIR. Laugardagur 29. október VISIR. Utgefandi: Blaöaútgáfan VISIR Framkvœmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel rhoi;steinson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 llnur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði ínnanlands. I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Ofstækisskrif Þjóðviljans |£inn daginn núna í vikunni var aðalforsíðufyrirsögn Þjóðviljans sem hér segir: „Stefna ríkisstjórnarinnar er að drepa niður allan sjávarútveg.“ Minna mátti ekki gagn gera. Segir blaðið að þetta hafi verið ein- róma álit fjölmenns borgarafundar í Hafnarfirði. Raunar kemur svo í Ijós í greininni, að samþykktir fundarins hafi falið í sér þennan dóm. Orðalagið er semsé Þjóðviljans. Hverjum skyldi vera ætlað að trúa svona öfgum? Er hugsanlegt að nokkur lesandi sé svo skyni skropp- inn, að hann taki mark á þessum skrifum? Slíkir fár áðlingar eru tæplega til. En þessi fyrirsögn ætti að geta opnað augu sumra, sem trúa ýmsum öðrum öfgum sem í Þjóðviljanum birtast. Það má teljast við- burður, ef í því blaði er fjallað um nokkurt mál, nema af glórulausu ofstæki. Vitaskuld ætti þetta að koma blaðinu og stjórnmálaflokki, sem gerir það út, í koll nema tekizt hafi að slæva svo dómgreind flokks- manna, að þeir trúi því, að svona áróður komi að ein- hverju gagni í þjóðmálabaráttunni. Kommúnistar hafa, sem kunnugt er, tröllatrú á þeirri kenningu Hitl- ers, að sé logið nógu oft og nógu mikið, fáist alltaf einhverjir á endanum til að trúa. En almenningur hér á Islandi ætti að vera betur upplýstur en svo, að þessi aðferð bæri tilætlaðan árangur. Umræddur fundur í Hafnarfirði kvað hafa verið haldinn út af atvinnuástandinu í bænum og þeirri á- kvörðun meirihluta bæjarstiórnar, að leggja niður bæj arútgerðina. Er vandséð hvað þetta kemur stefnu rík- isstjórnarinnar við. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var komin á heljarþröm löngu áður en viðreisnarstjórnin var mynduð. Það er því fráleitt að kenna stjórninni um, hvernig hag þessarar útgerðar er komið og tog- araútgerðarinnar yfirleitt. Stefna ríkisstjórnarinnar getur ekki með nokkru móti átt sök á því, að afli tog aranna hefur orðið svo lítill sem raun ber vitni nú um skeið. Stjórnarandstæðingar segja stundum að það sé ekki ríkisstjórninni að þakka, hve mikið hefur veiðzt af síld, og stjórnin hefur heldur aldrei ætlazt til þakk- lætis fyrir það, en það sýnist þá vera jafnfráleitt að kenna henni um þegar afli einhverra fisktegunda bregzt. Það hlýtur að vera innanbæjarmál Hafnfirðinga sjálfra, hvort þeir leggja bæjarútgerðina niður, eða reyna að láta hana lafa eitthvað lengur. En afkoma bæjarútgerða yfirleitt hefur fyrir löngu sannað það, sem Sjálfstæðismenn hafa alltaf haldið fram, að einka rekstur er æskilegri í sjávarútveginum eins og öðrum atvinnugreinum. Þótt hagur togara í einkaeign sé hvergi nærri góður, er þó hálfu verr komið hjá bæjar- útgerðunum. Og auðvitað hljóta því að vera takmörk sett, hve lengi bæjarfélögin geti staðið undir slíkum taprekstri. Lánsfjárstaða iðnaðar- ins hefur batnað og ný úrræði eru í uppsiglingu Úr ræðu Jóhanns Hafstein iðnaðarmála- ráðherra á Alþingi t umræðum á Alþingi í miðri vikunni um mál- efni iðnaðarins hélt iðn aðarmálaráðherra ýtar lega ræðu um ýmsa þætti lánsfjármála hans. Var sérstaklega rætt um endurkaup Seðlabank- ans á afurða- og fram leiðsluvíxlum iðnaðar- ins. Um endurkaupin sagði ráð- herrann m. a. eftirfarandi: „Sannleikurinn er sá, sem oft hefur verið bent á, og komið hefur fram hér í þingsölunum, aö þaö er ekki mögulegt að setja slíkar endurkaupareglur með sama sniöi og á sér staö á sviði sjávarútvegs og landbún- aöar þannig, að það komi iðnaö inirni að verulegu gagni al- mennt. Þetta héf' eg|;híkfáiust sagt bæði hér á þingi og í hópi iðnrekenda og iðnaðarmanna. En það er hægt fyrst og fremst meö því aö stuðla að og styrkja vissan stóriðnaö á okkar mæli- kvarða í landinu, þar sem er iðnaður, sem hefur mikla fram- leiðslu og dýra framleiöslu og hefur einnig miklar vörubirgðir, annað hvort í framleiðsluvörum eöa í hráefnum til framleiöslu í landinu. Þá er þetta aö sjálf- sögðu hægt, og að sjálfsögöu er þetta mjög auðvelt meö iönað, sem framleiðir til útflutnings, því að einn meginmismunurinn á sjávarútvegi í þessu sambandi og iðnaði er sá, að viðskipta- bankarnir hafa, eftir gömlum og grónum reglum, veð í stórum birgðum sjávarútvegsins, í frystihúsunum, í fiskvinnslu- stöðvunum og þar sem skreið er verkuö og öll verðmæti þessa fisks hafa á sama tlma verið seld með ákveönu veröi fyrir- fram yfirleitt til annarra landa, svo þegar lánið fer fram af hálfu viöskiptabankanna og end- urkeyptur er vlxillinn af hálfu Seðlabankans, er vitað, að á tilteknum tíma er ákveðið verö- mæti í þessari vöru og þegar varan er greidd, greiðist hún öll I gegn um bankana. Þeir taka á móti andviröinu og gera upp víxlana, sem lánaðir hafa verið út á þessa vöru í formi endur- keyptra víxla Seðlabankans frá viöskiptabönkunum. Hér er ekki neinu svipuöu saman að jafna á sviði iðnaðarins, eins og okkar iðnaður er byggður upp, að verulegu leyti sem smáiðnaöur I fjölmörgum greinum og þess vegna ekki á færi viðskipta- bankanna að lána með þeim hætti aö taka veð I framleiðslu sem er ekki, nema i smáum stíl og er skamman tíma hjá fyrir- tækinu og hráefni aldrei, nema að litlu magni, sem fljótt er unnið úr og selt út um hvippinn og hvappinn. Það, sem ég nú hefi sagt, má ekki skilja svo, að ég telji ekki, að iönaðurinn þurfi á betri rekstrarlánum aö halda, og meira rekstrarfé, en hann hef- ur nú. Ég skal víkja að því seinna, það þarf hann og að því ber að vinna. Hins vegar hefur verið unnið að því af hálfu Seðlabankans að koma á endurkaupum, þar sem þeim mætti viö koma“. Jóhann Hafstein. Að lokum ræddi Jóhann Haf- stein um ýmsar ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir I því skyni að afla iðnað- inum fjármagns. Seðlabankinn hefir rýmkað reglur sínar um endurkaup af- urðavíxla iðnaöarins frá við- skiptabönkunum. Seölabankinn hefir keypt framleiðsluvíxla iönaðarins af Framkvæmda- bankanum, lán sem Fram- kvæmdabankinn hafði veitt iðn- aðinum fyrir tilstilli rlkisstjórn arinnar. Þessi lán runnu einkum til vélaiðnaöar. Var sú leið far- in að víxlar af þessu tagi voru tryggöir af tryggingafélögunum. Þetta reyndist vel I framkvæmd og verður ef til vill prófað í fleiri tilfellum. Eykur þetta tryggingarkerfi e.t.v. möguleika Seðlabankans til að endúrkaupa víxla iönaðarins. Þá er Seölabankinn að kanna möguleika á nýju formi I stað endurkaupaformsins er muni gera honum auðveldara um stuðning við iðnaðinn. Þetta er mjög þýðingarmikið atriði, þar sem viðurkenndur er vilji ríkis- stjórnar og Seðlabankans til aö styðja iðnaðinn og hins vegar fjárþörf iðnaðarins. Fjárfestingarlánaaðstaða iðn- aðarins hefur tekið stakkaskipt- um á undanfömum árum. Iðn- lánaður hefur nú stórauknar tekjur, fastan tekjustofn og fimmfaldað árlegt framlag rlk- issjóðs. Ráðstöfunarfé sjóðsins árlega hefir sennilega aukizt yfir 3 þúsund prósent I tíð nú- verandi ríkisstjómar. Þá hefur verið stofnað til sérstakra hag- ræðingarlána til að stuðla aö aukinni framleiðni iðnaðarins vegna breyttra viðskiptahátta svo sem tollabreytingar og frí- verzlunar. Þessi lán verða veitt með vöxtum, sem eru lægri en venjulegir vextir og öörum hag- stæðari kjörum Stjóm Iðnlána- sjóðs hefur að fvrirlagi iðnað- armálaráðherra undirbúið frum- tillögur um kjör á skuldabréfum. sem munu verða gefin út og seld fyrir sjóðinn. Er nú unnið frekar að því máli I samráði við Seðlabankann. Þá hefur verið unnið að þvf að breyta stuttum lánum iðnaðarins I löng lán, og er þá iðnaði gert auðveldara með allar afborganir. Um sjö milljónum krónum hefur á und- anförnum þremur árum verið varið til greiðslu á kostnaði við hagræðingarnámskeið og mennt- un hagræðingarráðunauta I þágu atvinnuveganna. Allt þetta eru dæmi um mik- inn stuðning ríkisvaldsins við iðnaðinn. Tímabundnir erfiðleik- ar, sem skapast vegna breyttra aðstæðna, jafngilda ekki hnign- un iðnaðarins. Hann hefur nú og mun I framtfðinni hafa betri aðstöðu til aö mæta samkeppni við innfluttar vörur en nokkru sinni fyrr. Þó að sum fyrir- tæki þurfi að draga saman segl I bili eða hætta rekstri, þá er það engin ný bóla, hvorki I iðn- aði eða öðrum atvinnugreinum. Ráðherrann sagðist að lokum vilja endurtaka það, sem hann hefði áður sagt, að sífelidur barlómur blaða og sumra stjórn arandstæðinga og villandi upp- lýsingar, sem ættu að gefa til kynna, að þessi atvinnugrein væri á vonarvöl, væru fslenzk- um iðnaði mjög skaðlegar. Hin myndarlega iðnsýning I septem- ber hefði ótvírætt borið vitni um vaxtarmátt og þróun hes^ar- ar atvinnugreinar. Flugvirkjoir utun tii núms hjú Boeing Flugvirkjar Flugfélags íslands munu senn fara utan til Banda- rikjanna til náms hjá skóla Boeing-verksmiðjanna í Seattle í Washington-ríki. Næstu daga munu fara utan menn af hinum ýmsu sérverkstæðum, sérfræð- ingar í rafmagni, mælitækjum o. fi., en eftir áramótin munu aðrir flugvirkjar félagsins fara utan til náms. Brandur Tómas- son, yfirflugvirki féiagsins sagði I morgun að ekki væri enn á- kveðið endaniega hve margir flugvirkjanna færu utan eða hverjir það væru, en flugvirkj- arnir verða sendir f tveim hóp- um eftir áramótin.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.