Vísir


Vísir - 29.10.1966, Qupperneq 11

Vísir - 29.10.1966, Qupperneq 11
Tlinn hundrað ára gamli er spuröur: — Hvað hafið þér gert til þess að verða 100 ára? — Hvað borðið þér... ? Ég borða sama og ekki neitt. — Hvað drekkið þér ...? Ekki dropa á- fengis. — Hvernig er það með kvenfólk... ? Ég lifi eins og munkur... og þá spyr maður: Hversvegna í andsk ... vildi hann veröa 100 ára ? Þaö er Picasso, sem varð 85 ára gamall á þriðjudaginn var, sem segir þetta. Æskuvinur hans, Brassai, hafði við hann viðtal fyr ir franska blaðið Le Figaro Litt- eraire fyrir afmælið og kemur þetta m. a. fram. Fyrir skömmu síðan var Pic- asso skorinn upp — Picassofrétt, sem af einhverjum ástæðum hef- ur ekki komið fram: — Það fréttist ekkert af þessu, en þetta var alvarlegt. Ég lá f margar klukkustundir á skurðar- borðinu. Þeir skáru eitthvað úr mér. Viltu sjá það? Og Picasso dregur skyrtuna upp og sýnir montinn stórt ör. Þeir skáru mig upp eins og hænu. Læknar eru furðufuglar, Listmálarinn Picasso: Eg elska að skrifa. „Viltu sjá örið mitt?“ þeir bentu mér á ýmislegt og svo fór ég eftir því. Veiztu það, að nú reyki ég ekki lengur? Picasso hefur verið mikill reyk- ingarmaður á sígarettur, en hann heldur því fram að það sé ekki erfitt að hætta. — Ég á aðeins vanann eftir, að þreifa eftir í vasanum til þess að ná í einn pakka af Gauloise og eldspýtnastokk. Þegar maður hugsar sig um, þá er það heimsku legt að gera sig að þræli þess að kveikja í einu af öðru af þessu heyi með pappírssnifsinu utan um Svo skoða gömlu vinimir báð- ir bók, sem Brassai hefur sam- ið um Picasso. Hann er ánægður með kápuna. — Það sem er bezt eru essin tvö i miðju nafnanna okkar. Brassai segir, að Picasso hafi Brassai æskuvinur Picasso hafði viðtal við hann, sem er nú 85 ára gamall, er hættur að reykja, byrjaður að mála aftur og hefur skrifað nýtt leikrit Hann varð 85 ára um daginn. Picasso í uglugervi. einu sinni sagt að hann hafi tek- ið upp nafnið Picasso vegna ess- anna tveggja, sem eru sjaldgæf í spönsku. Fyrir framan ljósmynd af Matisse, þar sem hann er aö teikna nakta fyrirsætu, segir hann: T istmálarinn og fyrirsæta hans. Það er einnig efnisvalið í síð ustu myndum mínum. Hér er fyr- irsætan ennþá nakin, maður get- ur máiað hana, teiknað hana eða gert eitthvað annað við hana. En í dag hefur skapazt nýr kven- kynþáttur, og maður veit ekki frá hvaða sjónarhomi maður á að mála hann. Sjáöu héma (hann finnur mynd í vikublaði af her- deild kvenna með þrýstin brjóst og riffil á öxlinni). Hefur maður nokkru sinni séð hermannlegri konur? Hvaö á maður að gera við þessar valkyrjur ? Hvaðan get ur maður komizt í snertingu við þær? Frá hvaöa sjónarhorni á maður að mála þær ? Maðurinn er algjörlega afvopnaður, ruglaöic” fyrir framan svona stríðsmenn, alvopnaða... Picasso hefur skrifað heilmikið á Iiönum árum, hann á full hefti af rissi, ljóð á frönsku og spönsku og hann segir um það: — Já, að skrifa er hin mikla ástrlða mín Ég skrifa mikið núna. við skulum sjá hvað þaö er mik- ið. Ég á nóg af ljóðum til þess aö fylla nokkur bindi. Nýlega lauk ég við nýtt leikrit á spönsku: Greftrun Orgaz greifa, um hina frægu Grecomynd I Toledo. Það er prentarj í Barcelona, sem er að Ijúka viö prentunina á þvi... En auðvitað er það ekki venjulegt leikhúsverk og það fjallar ekki um jarðarför... Cem stendur er verið að vinna að undirbúningi mestu Pic- assosýningarinnar sem um getur, sem á að onna í París I nóvemb- er. í tilefni þess er talinu vikið að vandamálum safnhúsa, og Picasso segir: — Það er álitiö að söfn eigi aö vera án glugga, vegna þess að ljósið skaðj litina. Þvert á móti, mynd sem hefur misst liti sína í dimmu húsnæöi fær þá áftur í ljósinu. Það er ekki veik birta og hitastilling sem mvndimar þarfn- ast. Þær hafa not fyrir Ijós og Ioft eins og við hin, þær láta á sjá og fölna I mvrkrinu. Þær hafa mjög gott af loftslaginu hér I Suð ur-Frakklandi. í lokin segir Picasso sem virð- ist fara hjá sér, þegar minnzt er á afmælishátíðarhöldin og vill ekki ræða þau: — Ég hef ekki ennþá snert penslana eftir uppskurðinn minn, en ég sný með varkámi aftur til litanna, til þess að mála... „Kæri Þrándur í Götu. Ég las með athygli skrif „Skel eggs“ og þín um síldarnóta- tryggingar. Þar sem félag mitt, Vörður-Tryggingar hf., er eina vátrygglngarfélagið, sem annast þessar tryggingar hér á landi langar mig til að Ieggja orð í belg. Þú segir orðrétt: „Þeir aðilar, sem tryggja nætur í sjó, munu gera það með svo háu iðgjaldi að álitl útgerðarmanna, að ekki komi til mála að hafa næturn- ar tryggðar með slíkum kjör- um“. Hér gætir mlkils misskiln- Ings hjá þér. Staðreyndin er sú að meir en helmingur sildarbáta sem nú stunda síldveiðar hefur nætur sínar tryggðar hjá félagi mínu. Meðal eigenda þessara báta eru margir af hinum reynd arj og snjöllustu útgerðarmönn um okkar í öllum landsfjórð- ungum. Iðgjaldið er ekki hátt, enda hafa hinir erlendu endur- tryggjendur ekki hagnazt á viö- skiptunum og eins og það var svo hnyttllega orðað I eimi dag- blaðinu nýlega, kostar það að- eins sem svarar einni sildar- tunnu á dag að tryggja einnar milljón króna nót. Þá má einnig geta þess, að það mun láta nærri, að ef útgeröarmaður missir nýlega nót óvátryggða, mun skip hans þurfa að fiska fyrir 10 milljónir kr. til að vinna upp tjónið. Þaö orkar því varla tvímælis að það er mikið hættu- spil fyrir síldarútvegsmenn að notfæra sér ekki þá þjónustu, sem Vörður-Tryggingar hf. bjóða upp á. Með beztu kveðju. Helgi Oddsson". GÖTU Þakka þér fyrir bréfið Helgi, mér þótti rétt að birta það. — Heimild mln um háu iðgjöldin, voru tveir útgerðarmenn, sem ég hringdi til vegna þessa máls, og þeir gáfu mér þær upplýsing ar, sem ég skrlfaði og voru þelr samhljóða. Hins vegar var ekki farið út í neinar umræður um tölur, enda þekking mín ekki næg til þess. En hins vegar finnst mér illi á málum haldið aö hafa ekki nema helming út- gerðarmanna í viðskiptum, ef þetta er svo sjálfsagður „bisn- ess“ fyrir útgerðarmennina, því ekki vil ég trúa þvi, að þeir séu trassar upp til hópa, elns og gefið var i skyn i hinu fyrra bréfi, sem birt var um sama efni. En ég mæli eindregið með því að útgerðarmennirnir, helmildar menn mínir, hringi I 18140 og kynni sér kjörin, og þá kemur það í þinn hlut, Heigi að sann- færa þá. Með kærri kveðju. Þrándur i Götu. ÞRÁNDUR í

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.