Vísir - 03.11.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 03.11.1966, Blaðsíða 5
VÍSIR. Fimmtudagur 3. nóvember 1966. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun . ‘ .„útiönð 1 morgun , útlönd í morgun ' útlön Johnson Bandarikjaforseti snæddi í matstofu hermanna á flugvellinum í Cam Rahn er hann heimsótti Suður-Vietnam. Hér sést hann skiptast á gamansögum við tvo hermenn, sem hann sæmdi heiðursmerkjum við komuna. Annar er liöþjálfi, hinn liðsforingi. Johnson kominn heim til Washington Endurtók loforð s'm til ibúa S-Vietnam Washington í morgun (NTB). Johnson Bandaríkjaforseti og kona hans komu úr ferðalagi sínu til Asíuianda skömmu eftir s 1. miðnætti. Flugvél forsetans lenti á Dullesflugvelli í námunda við höfuöborg Bandaríkjanna. Forsetinn sagði við komu sína að hann vildi nú endurtaka loforð það er hann gaf íbúum Suður- Vietnam í heimsókn sinni þangað: Að Bandaríkjamenn mundu aldrei bregðast þeim. Þeir myndu berjast við hlið þeirra. Bandaríkin hafa irhard fiís tiB að segja af sér Bonn í morgun (NTB). Erhard kanslari hefur lýst sig fúsan aö segja af sér kanslara- embætti fái hann tækifæri til að hafa hönd í bagga með vali á eftirmanni sínum. Talið er að hann sækist eftir Gerhard Schröder, utanríkisráðherra, sem eftirmanni sínum. Leiðtogar Kristilegra demo- krata og mörg blöð í Vestur-, Þýzkalandi hafa lialdið áfram að krefjast þess, að Erhard segði af sér. Hann hefur hins vegar haldið fast í von um að hægt væri að mynda nýja samsteypu- stjórn. Nú er hins vegar Ijóst að úr því verður ekki, ef hann á að verða kanslari áfram. skyldum að gegna í Asíu og þeim munu þau sinna, sagði hann. Bandaríska stórblaðið New York Times sagði i gær að Bandaríkja- menn hefðu um þrennt að velja í Vietnam. í fyrsta lagi að berjast með sama hætti og gert hefur ver- ið, og eiga á hættu að sigur vinnist ekki, í öðru lagi að breiða stríðið út til að komast úr þeirri sjálf- heldu, sem þeir eru nú í eöa í þriðja lagi að hefja gagngerðar friðarumleitanir, t.d. með því að hætta loftárásum á Norður-Viet- nam skilyröislaust. Harrimann, sérlegur sendimaður Bandaríkjaforseta, sem nú ferðast víða um lönd til aö skýra stefnu Bandaríkjanna í Vietnam var á fundi með Páli páfa sjötta í gær. Talið er víst að þeir hafi rætt um möguleika á vopnáhléi í Vietnam, um næstu jól, eins og um síðustu jól. Bandarískar þotur eyðilögöu tvo eldflaugapalla í Norður-Vietnam í nótt. Daginn áöur höfðu þær eyði- lagt þrjá slíka palla. Ákvörðun Krags um þing- ' r’. ' •' v. .*>. ■?; V? ’-y- Jafnaðarmenn taldir hafa litlar sigurvonir Kaupmannahöfn í morgun (NTB) Talið er að ákvörðun Jens Otto Krag ^forsætisráðherra Dana um þingrof og nýjar kosningar 22. nóvember n. k. hafi verið tekin fyr- ir þremur vikum. Engu að síöur kom ákvörðunin mjög á óvart. Fiskimálaráðherra Dana vissi ekki hvað til stóð en varð að aflýsa feröalagi til ísraels. Leiðtogar allra flokka hafa lýst yfir ánægju sinni yfir væntanlegum kosningum, en vitað er að þeir reiknuðu þó ekki með beim fyrr en í vor eða snemma surnars. Stjórn Jens Otto Krag hefur set- ið síðan 1964, eftir kosningar þá. Ríkisstjómin hafði lagt til skatta- hækkanir i sambandi viö fjárlaga- frumvarpið 1967. Hins vegar fékk það mjög slæmar undirtektir hjá þingmönnum almennt þannig að stjórnin sá þann kost vænstan að biðja Margrétu krónprinsessu, sem fer með konungsvaldið í fjarveru föður síns, að rjúfa þing. Dönsku blöðin ræða þingrofið og kosningarnar í forystugreinum í morgun. Málgagn jafnaðarmanna, Aktuelt, segir að það hafi þurft hugrekki og viliaþrek til að ákveða svo skyndilega þingrof og nýjar kosningar, einkum þegar á það sé litið að stjómarandstaðan sem hæst hafi hrópað á nýjar kosningar hafi ekki búizt við þeim fyrr en í vor. Politiken segir að Radikali vinstri flokkurinn fari til kosninga með skattaprógramm sem hafi þeg- ar hlotið töluverða viðurkenningu á óvart og vinsældir. Berlingske Tidende segir að Krag fái nú tækifæri til að afla g'afnaðarmönnum fylgis til meirihlutastjórnar. Möguleikinn á því að slíkt gerist sé þó heldur lítill. Það 'eru aörir sem eiga hin stóru tækifæri í kosningum 22. nóvember, segir blaðið. Óháða blað ið Jyllandsposten segir að aðstæð- urnar fyrir borgaraflokkana séu nú augljósar. Þeir fái nú tækifæri til að sýna að þeir meini eitthvað með tal; sínu um frjálslynda borg- arlega ríkisstjórn. Kristeligt dag- blad, sem er óháð segir að Krag hafi með ákvörðun sinni sýnt á- kvörðunarfestu, sem menr. hafi ekki búizt við að væri til í póli- tískum persónuleika hans. Telur sannað að Staiín hafi um , skeið verið njósnari iRússakeisara | Einn kunnasti Rússlands- málasérfræðingur Bandaríkj- anna George Kennan, fyrrum ambassador lands síns í Sovét- ríkjunum og Júgóslavíu, telur sig hafa fundið sannanir fyrir þeim orðrómi að Stalin hafi á sínum tíma verið njósnari í leynilögreglu Rússakeisara. Mun hann birta niðurstöður sínar á næstunni að því er segir í bandaríska vikuritinu Newsweek. Kennan sem nú starfar viö Princetons Institute for Advan- ced Studies, eina virtustu rann- sóknar- og kennslustofnun Bandaríkjanna segir að sig hafi lengi grunað að Stalin hafi ver- ið í Ieynilögreglu keisarans. Nú telji hann sig hafa fundiö full- nægjandi sannanir fvrir þessu. Hann komst nýlega að bví að vegabréfið sem Stalin notaði er hann fór á kommúnistafundinn í Stokkhólmi árið 1906 hafi verið gefið út af leynilögregl- unni. Rannsóknir Kennans hafa einnig leitt í Ijós að Stalin við- urkenndi á sellufundi 1920 að hafa verið njósnari keisarans. Þessi viðurkenning hans var birt í fræðilegu tímariti komm- únista, sem hvarf nokkru síðar úr öllum bókasöfnum í Sovét- ríkjunum. Kennan rakti feril allra meðlima sellunnar og sömuleiðis feril kommúnistanna frá Georgiu og Armeníu, sem voru í nánum tengslum við Stalin á árunum 1906—1912 og komst að raun um að þeir höfðu allir verið upprættir upp úr 1920. iál Sheppards fek- Íð upp ú næstunni Cleveiand í morgun. Morðmál bandaríska læknisins Samuel Sheppard verður tekið upp á nýjan leik á næstunni. Læknirinn var dæmdur fvrir morð á eiginkonu sinni fyrir tólf árum. — Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hefur hins vegar ætíð haldið fram sakleysi sínu. Lögfræðingar hans börðust fyrir því að hann yrði látinn laus á þeim forsendum að hann hefði ekki fengið „fair trial“. Sannleik- urinn var sá að blööin í Cleveland heimtuöu í stórum fyrirsögnum að hann yrði dæmdur sekur. Hæsti- réttur Bandaríkjanna dæmdi rétt- arhaldið yfir Sheppard ólöglegt og fyrirskipaði nýtt réttarhald. Jens Otto Krag. BÍLAR: Rambler American ’66, ek- inn 5 þús. km. Sérlega glæsilegur. Rambler American ’65, ek- inn 20 þús. km. Einkabíll. Rambler Classic ’65, falleg- ur bíll. Renault Major ’65, sem nýr. Rambler American ’64, ek- inn 40 þús. km„ einkabíll. Opel Rekord ’64, special De-Lux, ekinn 40 þús. km. Opel Caravan ’64, topp- grind o. fl. Vauxhall Velox ’63, einka- bill, ekinn 35 þús. km. Simca '63, góður bíll. Austin Gipsy B ’63 á fjöðr- um. Consul Cortina ’64, ,4ra dyra. Hagstæð kjör. Skipti möguleg. Chrysler umboðið VÖKULL H.F. Hringbraut 121 — Sími 10-600 FELAGSLIF K.F.U.M. A. D. — Aöaldeildarfundur í kvöld kl. 8.30 í húsi félagsins við Amtmannsstíg. Efni: Tón- listarkynning. Gústaf Jóhann- esson, organisti, flytur erindi um Johannes Brahms. Gunnar Björnsson, Halldór Vilhems- son og Þóröur Möller flytja lög eftir Brah.ms. Kaffi — Hug- leiðing. Allir karlmenn eru velkomnir, en auk þess er A.D. K. F. U. K. boðið á fundinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.