Vísir - 03.11.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 03.11.1966, Blaðsíða 8
8 VISIR. Fimmtudagur 3. nóvember 1966. VISIR Utgefandi: BlaOaOtgátan VISIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson AðstoOarritstjóri: Axel Thorsteinson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 ftititjörn: Laugavegi 178 Sim) 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. t lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vtsis — Edda h.f Hin jákvæða barátta J£ins og þegar kom fram í öndverðu, þegar Alþingi kom saman, var ljóst, að ríkisstjórnin mundi leggja mörg jákvæð og mikilvæg mál fyrir þingið. Mörg þessara mála eru nú fram komin, en önnur væntanleg Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um land- helgisgæzlu íslands, en með þessu frumvarpi er mót- að markmið íslenzku löggæzlunnar á hafinu kringum landið, bæði innan og utan landhelgi. Jafnframt mót- uð önnur verkefni við björgunarstörf og almenna þjónustustarfsemi við landsmenn, sjúkraflutninga, aðstoð við afskekkt byggðarlög og margt fleira. Jafn- framt er fram komið stjórnarfrumvarp, þar sem ráð- gert er að stórhækka sektir við landhelgisbrotum, en þær hafa byggt upp landhelgissjóð íslands, sem að mestu leyti hefur risið undir kostnaði af kaupum varðskipa og gæzluflugvéla. Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp um breyt- ingar á áfengislögunum og álitsgerð áfengismála- nefndar með mörgum ábendingum til úrbóta í hinu mikla áfengisvandamáli. Önnur merk stjórnarfrumvörp má minna á, svo/ sem um námslán og námsstyrki, um fávitastofnanir, um endurbætur á almannavörnum o.fl. Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir þingið tillögur, sem miða að því að tryggja tilveru veiðarfæragerðar í land inu. Þeim hefur verið tekið af skammsýni af ýmsum, en þó segjast allir vilja styðja íslenzkan veiðarfæra- iðnað, en bara einhvern veginn öðru vísi en lagt er til. Fjárlagafrumvarpið þótti vel úr garði gert — með 150 milljón króna greiðsluafgangi, — og fjármála- ráðherra gerði í byrjun þings mjög góða grein fyrir ríkisfjármálunum og batnandi hag ríkissjóðs. Enn er von á mörgum þjóðþrifamálum frá ríkisstjórninni á Alþingi. Yaxandi spenna milli Kína og Sovétríkjanna Eins 02 menn eflaust muna voru deilumar milli Kina og Sovétríkjanna upphaflcga hug- myndafræðilegs eðlis. Siðan snerust þær upp i diplómatiskt vandamál. En nú er svo komið að þær eru einnig orðnar hem- aðarlegs eðlis. Aflelðingar þessa eru ófyrirsjáanlegar, en augljóst er af ummælum leiðtoga og blaða í Sovétríkjunum, að Sovétmenn óttast að smáskærur á landamærum Kina og Sovét- ríkjanna geti orðið að miklu báli. XXugmyndafræöilegur og diplo matiskur ágreiningur hefur orðið tilefni fullkominnar óvin- áttu milli Kína og Sovétríkj- anna. Landamærakröfur Kína á hendur Sovétríkjunum hafa valdið skærum 4 landamærun- um og nú er vitað að° Kínverj- ar hafa hafið mikla liðsflutn- inga að landamærunum einkum í Sinkianghéraði. Tilgátur eru uppi um að toppfundurinn í Moskvu hafi einmitt aöallega fjallað um vandamálin í sam- búð Kína og Sovétríkjanna. Yfirlýsingar fundarins segja ekkert um það en svo mikið er víst að eftir þennan fund urðu miklar umræður í Sovétríkjun- um um hættuna af Kína all- miklu meira áberandi en áöur. Auk þess hafa leiðtogar og blöö í ýmsum Austur Evrópurikjum er tóku þátt í fundinum tekið að lýsa stuðningi sínum viö Sovétríkin á annan hátt en áð- ur, þar sem nú er lögð aukin áherzla á samstöðu kommúnista ríkjanna í Evrópu, og gefið hvert hættumerkið eftir annað. Lítum á það sem sagt hefur verið f Sovétríkjunum um hina nýju hættu sem nú steöjar að Sovétríkjunum. j blaöinu Komsomolskaya Pravda sagði fyrir skömmu á þessa leið: Vera kann að kin- verska þjóöin dragist á næst- unni út i átök, sem veröa and- hverfa alls sem þjóöin hefur hingað til barizt fyrir... Kina og rauöliöamir hafa varpað sér út í persónudýrkun og hryðju- verk, sem eiga ekkert skylt við kommúnismann. — í Novoje Pravda er ritað: Kommúnista- ríkin veröa að standa saman á stund hættunnar. Pravda segir: Frávik frá hinni marxisk-lenin- isku skoðun er hættulegt, þegar það blandast saman við þjóð- emisstefnu og drottnunargimi. Þama er verið að vara Sovét- þjóðimar við hættunni á vax- andi átökum. Þessi herferð f blöðunum ber einkenni þess að hún sé skipulögð. Sovézkir ráðamenn eiga við mörg vandamál að stríða um þessar mundir. Covézkir leiötogar hafa sióai; snemma á þessu ári nrnnt aftur og aftur á að landamæra- héruðin eins og Podgorny for- seti Sovétríkjanna sagði í einu landamærahéraðanna, „standa undir vemd hinna voldugu herja Sovétríkjanna". Á leyni- fundi f miðstjóm kommúnista- flokksins snemma á þessu ári, sagði Podgomy einnig að til væri í Kína leynileg áætlun Kfn- verja um innrás í Sovétríkin. Um líkt leyti gat Rauða stjam- an, málgagn hersins, þess aö fjöldi óbreyttra hermanna og liðsforingja í herjunum á landa- mæralínunni hefðu nýlega veriö heiðraðir. að kom ekki fram hvar þessir hermenn voru stað- settir á hinni 7 þús. kílómetra löngu landamæralínu. Þá er að geta þess að því hefur verið slegið föstu að sex sovézkar herdeildir hafi verið sendar frá Austur-Þýzkalandi til landa- mærahéraðanna í Asíu í iúní s. 1. Einnig hafa SoVétrikin veriö aö koma upp eldflaugastöövum og fallbyssuvígjum í landamæra- héruöunum. ínverjar hafa, auk þess aó styrka herafla sinn f landa- mærahéruðunum sín megin, flutt þangað milljónir manna á undanfömum árum. Tilgangur- inn er að beita þessu fólki í áróðurs- og skoöanamyndun í landamærahéruöunum. y^tökin á landamærum Kína og Sovétrfkjanna eru aðeins eitt dæmið um að Kfnverjar eru að færa sig upp á skaftlð. Þeir hafa að undanfömu unnið mikla sigra á sviði vfsinda, einkum atomvísinda. Þeir leitast við að efla þjóöemistilfinningu sfna. Þeir styðja undirróðurshreyfing- ar um alla Suðaustu-Asíu og veita Norður-Vietnam mikinn hemaðarlegan og siðferðislegan stuðning. Þeir hafa reynt að ná fótfestu í Ghana, Indónesfu og fleiri ríkjum með þvf að styrkja öfl kommúnista f þessum lönd- um. Þeir hafa tekið Tibet. Þeir eiga að vísu við mikil vandamál að stríða heima fyrir. En það útilokar ekki viðleitni þeirra til að verða raunveru- lega það stórveldi sem mannafl þeirra gefur þeim tækifæri til að vera. ( -"Listir-Bækur-Menningarmál 1 ------- Halldór Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni: Chopin-tónleikar Cherkasskys Jafnframt hefur almenningur fylgzt af mikilli athygli v meö markvissri baráttu ríkisstjómarinnar til þess ? að stöðva verðhækkanir í landinu. Hefur þeirri við- [{ leitni mjög víða verið tekið af miklum skilningi. /| Samhliða þessu eru stjómarandstæðingar sífellt \ með nöldur og neikvæða kveinstafi um verðbólgu og i erfiðleika, sem við er að etja, rétt eins og þessir menn < hafi einhver úrræði haft gegn verðbólguvandanum. ] Það er vissulega síður en svo. Heldur em þeir jafnan \ hvatamenn verðhækkana og þar með aukinna erfið- i( leika. Þeirra er hin neikvæða barátta. II Ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar munu (í halda áfram að heyja hina jákvæðu baráttu. jj IIIIII i|i««il IIWIIilBarrMMMBMMMMMMMMW——7— Mikilvægt atriöi i flutningi og túlkun verka Chopins er svokall að „tempo rubato,“ bókstaflega þýtt: „rændur tími“, þ. e. flytj- andi getur brugðið frá ströngu hljóðfalli, gert sumar nótur lengri, aðrar styttri, en — og það er mikilvægt — í heild tekur viðkamandi laglína sama tíma sem talið væri strangt I takt all- an tímann. í leik Shura Cher- kasskys virtist þetta atriði æði oft virt að vettugi. Það er ekkert athugavert við það að draga að- eins úr hraða i rómantískum verkum þar, sem við á, en þegar það er ýkt svo óskaplega eins og f leik Cherkasskys, verður það heldur hvimleitt. Þetta nefni ég sérstaklega, þvf að Chópin sjálf- ur lagði þunga áherzlu á, að „rubato" raskaði eigi hljóðfalli í heild. Þegar t. d. píanóleikarinn Charles Salaman heyrði Chopin leika 1848 nefnir hann sérstak- lega: ....ég man ennþá, hve nákvæmur hann var í tíma, á- herzlu og takti...“ Það mætti nefna fleiri dæmi frá þeim, sem heyrðu til Chopins, en til þess er ekki pláss hér. Þetta er þvf mikilvægara vegna þess, að eftir daga Chopins fóru ýmsir að láta eftir sér alls kyns „sentfment- ala“ útúrdúra, sem margir telja túlkun f anda Chopins, og þvi miður virðast sumir pfanóleik- arar enn í dag fylla þann hóp. Upp á móti þessu vegur hins vegar langþjálfuð tækni Cher- kasskys, sem gerði það að verk- um, að verkin hljómuðu örugg í flutningi, en þvf miður þótti mér persónulega, að dýrmætum perl- um, eins og mörg verk Chopins eru, sé ekki sómi sýndur að fylla þau af fremur ódýru „sentfmentalfteti“, bæta við aukanótum f bassarödd vinstri handar, o. s. frv. Hvorki t. d. Cortot né Rachmaninoff létu slfkt eftir sér. Þetta má ekki mis skiljast sem svo, að ég sé mæla með útrýmingu allrar tú- finningar úr verkum Chopins — heldur, að mér þykir þama skilja milli tilfinningar og væmni — en það er sitt hvað. Að lokum, má ég óska til ham- ingju með pfanóstólinn? —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.