Vísir - 03.11.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 03.11.1966, Blaðsíða 9
V í S I R . Fimmtudaf””' 3 nrv'emher 1968. Hvað er verið að starfa í íslenzkum iðnaði um þess- ar mundir, og hvaða augum líta íslenzkir iðnrekend- ur á framtíðina? Svarið við þessari spurningu fékkst á iðnsýningunni, sem haldin var í haust í sýningarhöllinni í Laugardal. Þar kom fram, að þorri fyrirtækja í iðnaði er í vexti, er aö fá nýj- ar vélar og tæki, og er með á prjónunum fyrirætl- anir, sem lýsa bjartsýni á velgengni innlends iðn- aðar í framtíðinni. Vísir birti á sínum tíma viðtöl við fjölda iðnrekenda, verksmiðjustjóra og sölu* manna á iðnsýningunni. Við skulum hér rifja upp, hvað þessir reyndu menn höfðu um málin að segja: lslenzkur efnaiðnaður. Yöxtur og bjartsýni íslenzkum iðnaði 1 STEFÁN AÐALSTEINS SON, — sölumaður hjá Sápugerðinni Frigg h.f.: „Fyrirtækið er nýlega flutt i nýtt húsnæði í Garöahreppnum, og um leið var vélakostur þess bættur að miklum mun, þannig að Við teljum, að framleiðsla okkar standi erlendri fram- leiðslu fyllilega á sporði." „Framleiðslan fer alltaf stööugt vaxandi, og hefur gert það í langan tíma. Við seljum alla okkar framleiðslu á inn- anlandsmarkaði og höfum ekki enn reynt fyrir okkur jneð aö selja afurðir erlendis. Innan- landsmarkaðurinn er það stór, og við gerum ekki meira en að fullnægja eftirspuminni innan- lands." GUÐMUNDUR GIJÐ- MUNDSSON, — for stjóri Trésmiðjunnar Víðis: „Má segja, að verkefni séu yfirdrifin framundan. Viö erum nú þessa dagana að taka í notkun nýjar vélar við fram- leiðsluna. Það má segja að þar sé um hagræðingarstarfsemi að ræða. Við viljum geta mætt auknu kaupi verkafólksins með aukinni hagræðingu á vinnustaö, til að komast hjá því að hækka vörurnar. Mestur hluti okkar framleiöslu fer á innanlands- markað. Við fluttum um 3% framleiðslunnar út á erlendan markað, til Ameriku. Sá útflutn- ingur hefur gengið ágætlega, það var allt fyrirfram selt. Við von- umst til að geta selt a.m.k. sama magn út á þessu ári." PÁLL STEFÁNSSON, — hjá O. Johnson & Kaaber: „Hún (kaffibrennslan) var fyrstu árin til húsa í gamla húsinu, sem enn stendur neðst í Hafnarstræti, síðan hefur hún verið flutt þrisvar í nýtt og stærra húsnæði til þess að anna framleiöslunni. Fyrst inn í Höfðatún, síðan í Sætún, þar sem hún er nú. Á næstunni verður fullbúin ný kaffibrennsla í húsi, sem verið er að reisa í Selási, þar veröa framleiddar mismunandi blöndur af kaffi í loftþéttum umbúðum — nýjung hér.“ GUÐMUNDUR OG VALDIMAR JÓNSSYN IR, — eigendur Belgja- gerðarinnar: „Markaðurinn fvrir t.d. við- leguútbúnað hefur aukizt stór- lega með hverju ári. Virðist sala á þessum vörum aukast með aukinni velmegun. Maður sem fær sér bíl í ár, fær sér tjald að ári. — Við höfum framleitt íslenzkur vélaiðnaður. tjöld úr 70 kllómetrum af tjald- dúkaefni síðan um áramót, sem sýnir, að hér er um töluverða framleiðslu að ræða.“ MATTHÍAS GUÐ- MUNDSSON, — hjá Agli Vilhjálmssyni h.f. „Þá er og mikið að gera hjá* okkur við að byggja yfir bif- reiðir. Síðan innflutningur jeppa bifreiða hófst, hefur verið mik- ið að gera við það starf, og íslcnzk húsgögn. verkefnin hafa farið vaxandi hin síðari ár, og við önnum hvergi nærri að framkvæma verkefnin, sem fyrir liggur aö fram- kværna." LEIFUR MULLER, — framkvæmdastjóri L. H. Mtiller: „Framleiðsla okkar fer öll á innlendan markað. Markaöur- inn hér á landi er tiltölulega lítill, en með breyttum aðstæð- um tel ég ekki óhugsandi að hyggja á útflutning á íslenzkum fatnaði.“ HELGI SCHEVING, — húsgagnasmiður frá Sauðárkróki: „Það hefur verið töluverö gróska í iðnfyrirtækjum á Sauðárkróki, sérstaklega hin síð- ari ár.“ JÓN PÉTURSSON, — húsgagnasmiður: „Okkur er ekki svo mikil hætta búin af innfluttum eld- húsinnréttingum. Hefur eftir- spurnin sfzt farið minnkandi síðan innfluttu innréttingamar komu á markaöinn. Hjá mér t.d. hefur eftirspurnin sífellt farið vaxandi. Hefur mér hingað til þótt. gott að fá pöntun um 4—5 innréttingar á mánuði, en frá þvl I gær hefur verið beðið um fjórar.“ JÓN P. JÓNSSON, — forstjóri Gamla komp- anísins: „Hjá okkur vinna nú um 40 manns og hefur aldrei verið eins mikiö að gera hjá okkur og nú sem stendur. Við önnum hvergi nærri eftirspuminni. — Við er- um alltaf að kaupa nýjar vélar til endurnýjunar vélakostsins." DAVÍÐ GUÐMUNDS- SON, — forstjóri Hansa h.f.: „Verkefnin eru yfirdrifin." „Framleiðsla okkar fer öll á inn- anlandsmarkaðinn og við höfum ekki reynt fyrir okkur meö sölu utanlands, enda ekki grundvöll- ur fyrir því, meðan eftirspurn er svo mikil á innanlandsmark- aðinum. Þó held ég, aö við höf- um vörur, sem heppilegt væri aö flytja út, en af þvi heíur ekki orðið. Við erum með ýms- ar hugmyndir f kollinum, en af framkvæmdum hefur ekki orðið, enda emm við tiltölulega ný- teknir við þessu fyrirtæki. Og slíkir hlutir sem framleiðslu- breytingar eru ekki gerðar í fljótheitum." AGNAR KRISTJÁNS SON, — frkvstj. Kassa- gerðar Reykjavíkur h.f.: „Vélakostur fyrirtækisins er mjög fullkominn og gerist varla fullkomnari á Norðurlöndum. Margir útlendingar, sem hingað koma, undrast hinn nýtízkulega vélakost fyrirtækisins og segja, að hann sé fyllilega sambæri- legur því sem bezt gerist í Am- eríku, en þarlendir eru fremstir á þessum sviðum." KRISTINN GUÐJÓNS- SON, — hjá Stálumbúð um h.f.: „Vinnuaflsskortur háir fyrir- tækinu mest í dag. Verkefnin eru næg framundan, og fram- leiöslan hefur aukizt ár frá ári". GUNNAR JÓHANNS- SON, — sölumaður Múlalundar: „Eftirspumin eftir vörum fyr- irtækisins hefur aukizt að mun á þessu ári og er framleiðsla verksmiðjunnar nú um helmingi meiri en á sama tíma í fyrra. Það má segja, að við önnum ekki eftirspuminni á sumum sviðum". VALDIMAR JÓNSSON, — verksmiðjustjóri Hörpu h.f.: „Það sem af er þessu ári hefur fyrirtækið flutt út Um 27% af heildarframleiðslu sinni. ... Framleiðsla verksmiðjunnar hefur alltaf verið að aukást.“ MAGNÚS TRYGGVA- SON, — framkvæmda- stjóri Ora h.f.: „Á þessum tima hefur fyrir- tækið einnig endumýjað véla- kost sinn, og hefur nú nýtízku vélakost, og einnlg verið með Fr.imh, á bls. 6 cu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.