Vísir - 03.11.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 03.11.1966, Blaðsíða 1
56. árg. - Fimmtudagur 3. nóvember 1966. - 252. tbl. Hafnarverkfall tefur af- gréiðslu íslenzkra skipa Hafnarverkfall í London hefur tafið feröir íslenzkra skipa og a. m. k. eitt, Laxá, hefur verið um kyrrt í London þann tfma, sem verkfallið stóö yfir eh það leyst- ist á mánudagi Talaði blaðið í gær við T6m- as P. Óskarsson hjá Jöklum h.f. sem tjáði blaðinu að begar verk- fallið skall á þann 21. okt. hafi Vatnajökull verið langt kominn með að Iosa f London. Hafi verk- fallið verið bundið við eina „dokk" en ekki verið almennt og hafi það eingöngu verið bundið við los- un & frakt en ekki lestun. Hélt Vatnajökull áfram áætlun- inni til Rotterdam og losaði af- ganginn í London í bakaleiðinni og var væntanlegur heim í gær frá Hamborg. „Sem betur fer urðu eng in vandræði fyrir okkur í sam- bandi við verkfallið", sagöi Tóm- as. Þegar blaðið talaði í gær við Halldór Friðriksson hjá Hafskip, sagði hann að Laxá væri búin að vera í London frá miðvikudegin- um 26. okt. „Það átti e. t. v. að byrja á henni á morgun, sagði Halldór, og við vonum að hún losni þarna á föstudagskvöld". Sagði Halldór ennfremur að seint gengi með afgreiðslu skipanna, en mörg bíða eftir afgreiðslu. Laxá var með síldarmjölsfarm til London og verður ekkert tjón í sambandi við hann fyrir skipafélagið en hins vegar kostar töfin á afgreiðslu skipsins engan smáskilding dag- lega. Eftir því sem blaðið fregnaði mun hafnarverkfallið ekki hafa valdið neinni truflun hjá öðrum skipafélögum. Brunaverðir að starfi í Kjörgarði í gær. (Myndir: B. G.). Húsvörður Kjörgarðs brennur inni — Olíusót fró einangrunarplasti skemmir vörur fyrir ntilljónir Húsvörðurinn í Kjörgarði, Ólafur Friðbjarnarson, Stðragerði 13, brann inni í kjallara Kjörgarðs við Laugaveg í gær, þegar eldur brauzt út í húsinu, rétt fyrir klukkan fhnm í gærdag. — Hann hafði smá- skonsu til umráða inn af geymslunni, þar sem eld- urinn brauzt út. Fannst hann liggjandi utan við dyr skonsunnár, sem var læst, þegar eldurinn hafði verið slökktur. Ólafur heitinn hafði þann sið um þetta leyti dags að halda sig í skonsu sinni til að hvílast. Ekki liggur fyrir vitneskja um, hvort hann hefur verið að forða sér út eða hvort hann hefur verið að reyna að komast inn í skonsuna til að bjarga þar einhverju. Tryggingafulltrnar viröa fyrir sér sótfallin húsgögn í Skeifunni í kjallara Kjörgarðs. Annar maöur, viðskiptavinur húsgagnaverzlunarinnar Skeif- unnar, sem er f kjallara húss- ins við hliðina á geymslunni, átti í erfiðleikum við að komast út, vegna kæfandi reyks og hita frá geymslunni. Þegar eldurinn brauzt út, var margt manna í húsinu. Mikinn reyk lagði þég- ar í stað um allt húsið, og áttu margir í erfiðleikum við að komast út vegna hans. í morgun þegar tiðindamaður Vísis fór á brunastaðinn, voru rannsóknarlögreglumenn, elds- varnareftirlitsmenn og skoðun- armenn viðkomandi trygginga- félaga að rannsaka eldsupptök og tjónið. — Magnús Eggerts- son, rannsöknarlögreglumaöur, sagði að greinilegt væri að elds- upptökin hefðu verið í einangr- unarplasti, sem var geymt í geymslu í kjallaranum. Ekki \ hefði þó tekizt að upplýsa enn méð hvaða hætti kviknað hefði í plastinu. Einangrunarplastið var notað til að einangra hæð, sem verið er að byggja ofan á húsið. Skoðunarmenn ' tryggingafé- laganna, sögðust ekki geta met- ið að svo komnu máli, hversu mikilli upphæð tjónið nemur á vörum viðkomandi verzlana, en þó mætti b^ast við því að það næmi milljónum króna. Mest hefur tjónið líklega orðið í Skeifunni. Sagðist eigandinn ekki vilja né geta sagt til um hvað tjónið væri hjá sér. Hann vildi segja það eitt, að hann hefði tryggt langt undir þv£ sem tjónið næmi. Mest hefur tjónið verið af reyk, sem lagði um allt húsið, en minna af eldi og vatni. Hef- ur svart olfusót dreifzt um allt Framh. á bls. 6 Sæmileg línuveiði í vestra, en treg liju Faxaflóabátum Haustvertíð á línu hefur nú víð- ast hvar staðið mánuð eða svo og aflinn hefur oftast verið heldur rýr, en þó öllu skárri hjá vestan bátum, það er Breiðafjarðarbátum og á Vestfjörðum. Akranesbátar hafa mikið sótt vestur undir Jökul og í Jökultungur en sáralítið fengið á nærmiðum. 4 bátar róa með línu af Skaga og er efsti báturinn, Keilir, kominn með 65 lestir í 16 róðrum. Aflinn hefur mest farið upp í 6 tonn um daginn. Frá Keflavík róa 4 bátar með línu og hafa fengið þetta upp í 5 tonn í róðri. Fékk logandi eldspýtu- haus upp í augað Norskur skipverji varb ettir / Reykja- vík vegna þessa óhapps Daglega er kveikt á þúsund- um Grýtueldspýtna hér á landi. Ösjaldan hefur það komið fyrir, að brennisteinninn hefur hrokkið logandi af og sviðið brnnagöt á skyrtur, eyðilagt nytonsokka o. s. frv. Hins veg- ar kemur þaö ekki oft fyrir að slíkt hafi valdið áverka á fólki. Einn slikur atburður gerðist þó í síðustu viku. Norska skipið M.S. Havlyn lá hér viö bryggju við sementslosun, þegar einn skipverjann Konrad Eriksen henti það óhapp að fá logandi brennistein í augað. Talaði blaðið í morgun við Konrad Eriksen, sem dvelst á Hótel Skjaldbreið meðan augað er að jafna sig. Blindaðist hann á vinstra auga i byrjun, „en ég get séð ofurdítið núna", sagði hann í viðtalinu. Segir Konrad, að læknar segi sér, að sárið á auganu stafí af eldspýtu, en sjálfur segist hann anclns hafa skynjað „eitthvað heitt", sem hafi lent í því. Gefa læknarnir honum von um það, að hann fái að fara i næstu viku héðan, en það er undir þeim komið, hvort hann getur farið héðan með Havlyn, sem losar nú á Austurlandshöfn um. Framh. á bls. 6. Norðmaðurinn Eriksen á hóteli sinu i morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.