Vísir - 11.02.1967, Blaðsíða 9
V í SIR. Laugardagur 11. febrúar 1967.
Q
í — Meiningm var að læra hús-
gagnaarkitektúr, og þessvegna
j hóf ég nám £ húsgagnasmíði hjá
Jónasi Sólmundssyni, á Sólvalla
götu 60. Þetta fór þó á annan
veg en ég ætlaði I upphafi og ég
' ílentist í húsgagnasmfðinni.
i — Og þú byrjaðir sjálfstætt
> strax að námi loknu?
, — Árið 1962 keypti ég lítið
verkstæði að Vesturgötu 53 og
rak það £ þrjú ár og hafði 4—5
menn í vinnu.
Áður en lengra er haldið með
viðtalið er rétt að kynna þann
sem rætt er við, en hann heitir
Jón Pétursson, komungur mað-
ur, eða nánar til tekið 27 ára,
en þó er hann í hópi umsvifa-
mestu húsgagnaframleiðenda f
Reykjavík. Foreldrar Jóns eru
Pétur Daníelsson hótelstjóri og
Benedikta Jónsdóttir. Kona
Jóns heitir Jódís Vilhjálmsdótt-
ir og eiga þau þriggja ára son.
— Hvenær fluttirðu starfsem-
ina hingað, í Skeifuna sjö ?
— í janúar 1965 fluttum við
í kjallarann og núna, í janúar
1967 fluttum við á hæðina líka.
— Þetta er orðin stór bvgging
hjá þér.
— Hún er 400 fermetrar hvor
hæð, eða 800 fermetrar í allt,
en á eftir að stækka um 3200
fermetra. Lóðin sem við höfum
er 4.335 fermetrar.
— Tilheyrir þessi lóð svoköll-
uðum Iðngörðum ?
— Nei, Iðngarðar hafa helm-
inginn af svæöinu hér í mýr-
inni.
— Hvað ertu með marga
menn í vinnu?
— Þeir eru 17, sveinar, lær-
lingar og aðstoðarmenn. Vinn-
unni er hagað á þann veg að 5
til' 6 menn taka nokkur verk-
efni fyrir í einu, til dæmis
nokkrar eldhúsinnréttingar, og
vinna þau frá upphafi til enda.
Með þessu skipulagi næst betri
árangur í framleiðslunni, þessir
hópar vinna eins og um smáfvrir
tæki væri að ræða, en árang-
urinn af slíkri hagræðingu kem-
ur meðal annars fram í vandaðri
vinnu og lækkuðum framleiöslu
xkostnaði.
— Og hvað framleiðir þú
helzt ?
— Mest eru það eldhúsinn-
réttingar, en einnig framleiðum
við allt sem viökemur innrétt-
ingu íbúða, skrifstofa o. s. frv.
Einnig erum við að hefja fram-
leiðslu á hjónarúmum og hæg-
indastólum á stálfæti.
— Þú teiknar máske hús-
gögnin sjálfur?
— Já, reyndar. Ég hef teikn-
að þær eldhúsinnréttingar sem
við höfum framleitt, að frátöld-
um sérpöntunum. Með því að
skipuleggja eldhúsinnréttinga-
framleiðsluna og Samræma
hana, hefur tekizt að lækka
kostnaðinn til muna. Annars
teikna ég eftir ósk hvers og
eins, en aðallega eru það hús-
eru staðsettar á neðri hæðinni,
en á efri hæðinni fer samsetn-
ingin fram. Þar vinna menn í
smáhópum, eins og áður er get-
ið. Einn hópurinn er langt kom-
inn með nokkrar eldhúsinnrétt-
ingar, en á öðrum staö er ann-
ar hópur á byrjunarstigi. í einu
hominu er unnig að smíði á
eldhúsinnréttingu og Jón segir:
— Þessi smiður er aö smiða
eldhúsinnréttingu eftir teikn-
ingu frá húsgagnaarkitekt. — í
slíkum tilfellum er gjarna meira
um litað harðplast og meiri fjöl-
breytni í viðartegundum.
— Hvaða viðir eru mest í
tízku um þessar mundir ?
— Teak er algengast, síöan
gullálmur, þá eikin og að lok-
um palisander. Hérna er til
dæmis harmonikuhurð úr palis-
ander, með földum lömum. Það
færist í vöxt aö notaðar séu
harmonikuhurðir í innréttingum
enda eru þær að mörgu leyti
hentugar.
— Framleiðirðu nokkuð á
Iager?
— Meiningin var að fram-
leiða á lager, en við höfum ekki
komizt í það vegna pantana.
— Þú varst með sýningar-
deild á Iðnsýningúnni ?
— Já, og hún gaf mjög góða
raun. Við fengum pantanir viös
vegar aö af landinu. Annars
eru flestir viöskiptavinirnir úr
Reykjavík, Kópavogi og Hafnar-
firði, eins og gefur að skilja.
— Hefur innflutningur á eld-
húsinnréttingum haft áhrif á
framleiösluna innanlands ?
— Síður en svo. Mér er óhætt
að segja að íslendingar eru sam
keppnisfærir á þessu sviði bæöi
hvað snertir verð og gæði, aö
ekki sé meira sagt.
— Og að lokum Jón, hver
teiknaöi þetta skemmtilega hús?
— Þaö gerði Guðmundur Kr.
Kristjánsson arkitekt, en ég vil
taka þaö fram, að ég er mjög
ánægður með það í allá’Staði.
Sfðan kveðjum við þennan
unga og bjartsýna athafnamann
með óskum um góða framtíð.
Séð yfir hluta af samsetnlngarvinnusal. Eldhúsinnré ttingar í smíðum.
mæðurnar sem hyggja að slík-
um málum, og með því að gera
breytingar eftir þeirra tillögum,
fæst nokkur trygging fyrir betri
hagræðingu.
— Vélakosturinn ?
— Við höfum mjög fullkomn-
ar vélar fyrir þessa smíði. Þar
má til dæmis nefna plötusögina
sem er afar hentug við að saga
niður þær stóru plötur sem inn-
réttingamar eru unnar úr og
einnig mætti nefna kantalím-
ingavélina. Samsetningin fer
fram með mun betra sniði en áö
ur var.
Þegar hér er komið viðtalinu
býður Jón okkúr í gönguferð um
vinnusalina. Þeir eru mjög bjart
ir og rúmgóðir, vélamar nýjar
af nálinni og fyrirkomulag virð-
ist vera á bezta máta. Vélamar