Vísir - 11.02.1967, Side 16
Hundapestin
úr sögunni
Hundapestin sem ceisaöi á
Suðurlandi seinni hluta síðastliðins
árs, hefur nú alveg hjaönað að því
er virðist. — Pestin varð skæðust
í Flóanum og i Hreppum og drap
þar marga hunda. Einnig féllu
nokkrir hundar í Mýrdal og á
fleiri stöðum, en hún náði aldrei
að breiðast út milli Þjórsár og
Jökulsár á Sólheimasandi. —
Hundaeigendur á svæðinu frá
Hvalfirði og austur að Mýrdals-
sandi hafa verið skvldaðir til að
halda hundum sínum heima, tjóðr-
uðum eða innilokuðum, fyrst um
sinn til að koma í veg fyrir, að
pestin geti breiðzt út aftur.
Samkvæmt upplýsingum yfir-
dýralæknis, Páls A. Pálssonar, er
hér aðeins um öryggisráðstöfun að
ræða. — Ekki hefur orðið vart við
nýtt pestartilfelli siðan löngu fyrir
áramót. — Þaö skal tekið fram,
að hundar, sem flækjast að heim-
an eru réttdræpir.
Skátamiðstöð við Saorrabraut
í síðastliðinni viku var auglýst
eftir tilboðum í nlöurrif á hluta af
byggingum skátahreyfingarinnar
við Snorrabraut. Blaðið hafði sam-
band við Guðmund Ástráðsson og
spurði hann ástæðna fyrir auglýs-
'ingu þcssarS. Guðmundur sagði
m. a.
Á undanförnum árum hefur skáta
hreyfingin verið að flytja sig smátt
og smátt úr húsnæöinu við Snorra-
braut, og dreifa starfseminni um
Datt og brotnaði
Um 70 ára gamall maður, Árni
Vilhjálmsson til heimilis aö Barma-
hlíð 21, varð fyrir því óhappi, þeg-
ar hann sté út úr strætisvagni við
hornið á Grettisgötu og Snorra-
braut um hádegi s.l. miðvikud. að
stíga á hálku og detta. Var hann
fluttur á Slysavarðstofuna og síðan
á Landspítalann, þar eð talið var,
að hann mundi hafa beinbrotnáð.
bæinn. Nú er svo komið, að eSn-®
göngu stærri fundir og skemmtan-
ir eru haldnar í Skátaheimilinu við
Snorrabraut, at skátahreyfingunni
var afhent lóðin þar árið 1962. í
ráði er að byggja þar upp miðstöð
fyrir hreyfinguna, en hafa smærri
aösetursstaöi dreifða um borgina.
Þannig verður til dæmis byrjað á
byggingu fyrir hreyfinguna í Bú-
staðahverfi í vor.
Það, sem nú veröur rifið af Skáta
heimilinu eru tvær álmur, en álm-
an við Snorrabraut og sú sem búð-
in er í, verða látnar í friði enn um
sinn.
Nýtt frímerki
800 þús. boðnar
í Isborg
Togarinn ísborg var á uppboöi i
i fyrradag. Var boðið í hann 800 þús.
kr. Annað uppboð verður við skip-
' ið þar sem það liggur við Faxa-
garð á mánudag kl. 1.30.
Brezkur miðill kominn
Brezkur transmiðill, Horace
Hambling kom til Reykjavíkur í
gaáíkvöldi. Kemur hann á vegum
Sálarrannsóknafélags íslands og
heldur hér einkafundi fyrir félags-
menn og að auki opinbera fjölda-
fundi „þar sem stjórnandi hans,
Moontrail, flytur boðskap að
handan og svarar nokkrum skrifleg
um fyrirspurnum frá fundargest-
um“ eins og það er orðað í fréttatil
kynningu frá Sálarrannsóknafélag-
inu.
Hambling er um sjötugt og hefur
600 þús. bárust Strandarkirkju
s.l. ár í áheitum og gjöfum
— Kirkjan endurnýjuð og stækkuð i úr
600 þús. bárust Strandar-
kirkju í gjöfum og áheitum á
s.l. ári. Er upphæðin 100 þús-
undum hærri en árið 1965, en
þá bárust kirkjunni 500 þúsund
krónur á sama hátt. Talaði blað
ið við biskupsritara, sem veitti
þessar upplýsingar. Sagði hann
að hin árlega upphæð, sem
Strandarkirkju bærist, færi allt-
af hækkandi með hverju árinu
sem liði.
Nú stendur til að endurnýja
Strandarkirkju að einhverju
leyti í ár og verður byrjað á
framkvæmdum í vor. Verða fún
ir innviöir kirkjunnar rifnir út
og nýir settir í staöinn. Enn-
fremur verður komið fyrir söng
lofti og kirkjan raflýst. Einnig
verða gerð snyrtiherbergi, sem
eiga að fylgja kirkjunni, en eins
og kunnugt er kemur fjöldi
manns í heimsókn að Strandar-
kirkju einkum á sumrin. Hefur
endurnýjun Strandarkirkju ver
ið í bigerö undanfarin ár. Sl. ár
voru geröar teikningar aö endur
nýjuninni og stækkuninni hjá
húsameistara ríkisins, en útlit
kirkjunnar verður óbreytt aö
mestu eftir endurnýjunina.
I sjóði Strandarkirkju eru nú
liðlega 8 milljónir króna.
starfað sem miðill í hálfa öld. Hef-
ur hann haldið fundi í Albert-Hall
í London tvívegis fyrir fullu húsi
en þar rúmast 5000 manns. Þá hef
ur hann komið fram í BBC-sjón-
varpinu og eins í Ástralíu.
Fyrsti fjöldafundurinn verður
haldinn laugardaginn 18. febr. n.k.
kl. 15 í Iðnó.
Nýtt frímerki hefur veriö boö
að af Póst- og símamálastjóm-
inni og kemur það út 16. marz n.k.
meö mynd af himbrima að verð-
gildi 20 kr. Fyrirhuguð er útgáfa
á frímerki næsta sumar i tilefni af
heimssýningunni í Kanada. Þá kem
ur Evrópufrímerkið út og verð-
ur að þessu sinni meö mynd eftir
Belgíumann, Oscar Bonnevalle
að nafni. Loks er fyrirhuguð út-
gáfa á frímerki í tilefni af 50 ára
afmæli Verzlunarráðs íslands síð
ar á árinu.
Stálvinnsla í Kópavogi
Nýlega var stofnað nýtt fyrir-
tæki í Kópavogi, en fyrirtæki þetta
er nokkuð sérstakt hvað varðar
stofnunartilgang. Tilgangurinn er
bygging og rekstur jámvinnslu-
stöðvar, verzlun með steypustál og
hvers konar aðrar byggingarvörur
og annar skyldur atvinnurekstur.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins
er Magnús Teitsson, Þinghólsbraut
63 í Kópavogi og sagði hann í
stuttu viðtali við blaðið að aðal-
verkefni fyrirtækisins yrði undir-
búningsvinna á steypustyrktar-
jámi, þ.e.a.s. klippa það niður,
beygja og flytja á byggingastaö.
Þetta væri alger nýlunda hérlend
is og mundi flýta fyrir við bygg-
ingarframkvæmdir. Magnús sagði
ennfremur að fyrirtækið hefði feng
ið lóð í Kópavogi og meiningin
væri að hefja byggingafram-
kvæmdir í vor.
Stofnendur hins nýja fyrirtækis
voru 107 talsins en nú er félaga-
talan 126. Flestir félaganna em
húsasmíðameistarar og múrara-
meistarar, en allir eru meðlimirnir
áhugamenn um byggingafram-
kvæmdir. Hlutafé er tvær millj. kr.
söfnun þess lokið og hlutaféð hef
ur þegar verið greitt.
Formaður stjórnarinnar er Magn
ús Vigfússon, húsasmíðameistari,
en framkvæmdastjóri er Magnús
Teitsson, eins og fyrr var getið.
Ársliátíð haldin
í Þjóðleikhúsinu
mmM H m
Það óhapp varð £ gær, að flutningabíll valt út af veginum á beygjunni vestan við Fossá í Hvalfirði.
Sprakk á öðru framhjóli bílsins og missti bílstjóri nn stjóm á honum með framangreindum afleið-
ingum. Lenti bíllinn ð ræsi og brotnaði framhjóla útbúnaður og skemmdist bíllinn mikið. (Ljósm. PG)
Árshátíð Kennaraskólanema
verður með nokkuð sérstökum
hætti að þessu sinni. Hátíðin
verður haldin mánudaginn 16.
marz. Skemmtiatriði fara fram
í Þjóðleikhúsinu, sem er algjör
nýlunda og dansinn verður svo
stiginn í Lídó.
Visir átti tal við Einar Hólm,
formann Skólafélags Kennara-
skólans fyrir skemmstu og sagði
hann að upphaflega hefði veriö
ætlunin að fá Háskólabíó og
Sögu, en húsin hefðu ekki verið
laus þá daga, sem komu til
greina, þá hefði verið gripið
til þessa ráðs, til þess að tryggja
þaö að allir nytu þess, sem fram
færi. Nemendum Kennaraskól-
ans hefur fjölgað um allan helm
ing seinni árin og eru nú um
480, þar við bætast svo kenn-
arar og aðrir gestir, en í veit-
ingahúsunum hér nýtur allur
sá fjöldi engan veginn skemmti
atriða, sem eru jafnan fjöl-
breytt á árshátiðum Kennara-
skólans. Það vakti mikla athygli
í fyrra, þegar menntaskólanem-
um var leyft að setia Herra-
nótt sína upp í Þjóðleikhúsinu
og þótti ýmsum of langt geng-
íð, hvað svo sem mönnum kann
að finnast um heimsókn Kenn-
araskólans á Þjóðleikhússviðið.