Vísir - 22.02.1967, Page 5

Vísir - 22.02.1967, Page 5
V1SIR. Miðvikudagur 22. febrúar 1967. 5 —Listir-Bækur -Menningarmál- Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni: Kveikja listaverksins? Beztu málverkin á sýningu Gísla Sigurðssonar eru hrein bygging úr Iitum. Til þeirra telj ast: Fjara viö Reykjanes, Upp- blástur, í kyrrð haustsins og Saga úr fjörunni. Mér er ekki fullljóst hvað veldur forskoti of- angreindra mynda — en líklega er það hæfileiki höfundarins tii að umgangast suma liti. með meiri trúfesti en aðra. Þetta er ekki nýtt í sögunni. Dæmi eru til um meistara blárra tóna sem urðu reikulir £ spori eða misstu jafnvægið þegar þeir ætl uðu sér að seilast í rauðan flöt eða brúnan díl. Hitt er líka, al- kunna að græni liturinn hefur vafizt fyrir mörgum góðum mál urum. Þórarinn B. Þorláksson er einn af þeim fáu, sem kunna á honum tök. Gísli nær einna lengst í Uppblæstri. Ég er ekki hrifinn af myndinni, en skal fúslega viðurkenna, að margt í henni er snyrtilega gjört og rétti lega hugsað. í /fyrsta lagi tala litirnir skýru máli — hvítir, brúnir og rauðgulir. Þeir eru með öðrum orðum hvorki afbök uð mynd af landslagi né heldur gefa þeir til kynna lágkúruleg tengsl við það. Þeir lifa og hrær ast eins og einstaklingar í heil brigðu þjóðfélagi. í annan stað er gott svigrúm í myndinni. Loks fléttast spaðaförin kyrfi- lega saman við stólpana og hina fínlegri grind. Uppblástur er sumsé uppbyggileg mynd. Bláu og blágrænu málverkin rífa hins vegar niður. Þau sveiflast ótt og títt milli verksins og „kveikju" þess á Reykjanesskaganum, uppi á Mosfellsheiði, suður i Selvogi eða norður á Kili... tíðara en svo, aö nokkur skýr mynd geti mótazt íh ugum okkar Styrkur Gísla er fólginn í trú hans á frjálslegri notkun litanna Hins vegar virðist hann ekki gera sér ljóst, að þjálfun, sem einkum fer fram í kyrrð og ró, á jafnan drjúgan þátt í tilurð góðrar listar. 1956, í samræmi við kjarasamn- inga, sem gerðir höfðu verið á árinu 1955. Atvinuleysistrygg- ingar flokkast ekki undir al- mannatrvggingar, en Trygginga- stofnun ríkisins annast reikn- ingshald og daglega afgreiðslu atvinnuleysistryggingasjóðs. — Með almannatryggingalögunum frá 1946 var ákveðið að leggja sjúkrasamlög niður í árslok 1947 en í stað þeirra átti að koma heilsugæzla á vegum al- mannatrygginganna. — Fram- kvæmd þessara ákvæða var frestað ár frá ári og árið 1950 voru samþykkt lög, sem ákváðu að stofnuð skyldu sjúkrasamlög í þeim hreppum, sem ekki höfðu þá þegar starfandi samlag, og með lögum frá 1956 var alveg horfið frá hugmyndinni um af- nám sjúkrasamlaga. Síðan hafa verið gerðar all- margar breytingar á lögum um almannatryggingar og ná þær nú þeim tilgangi sínum að tryggja félagslegt öryggi, í mun ríkari mæli en áður. Á tímabilinu 1957 —1963 voru 24 sinnum gerðar breytingar á lögum um almanna tryggingar og skyld málefni og 18 sinnurp sett lög, gerðir samn- ingar eða breytingar á lögum og samningum er varða al- mannatryggingar og félagslegt öryggi. Hafa og nokkrum sinn- um verið gerðar breytingar á lögunum frá 1963 um almanna- tryggingar og hafa þær einkum miðazt við að varðveita gildi lífeyristrygginganna gagnvart verðhækkunum. Hafa bóta- greiðslur almanntrygginga aldrei verið hærri eða náð til fleiri landsmanna en nú. Þær hafa í senn veitt íbúum landsins aukiö öryggi og átt drjúgan þátt í að skapa þann jöfnuð í kjörum landsmanna, sem á sér fáar hlið stæður £ öðrum löndum. Á. E. u k rt n n |R i »m i llfl'ljll!ilAJ1 Bl' * BiniT|i*Tir* ““'i ■■■■■■ yu|yn■xrwy 131 miMinímrmn2nTÍrfilimvi:mlnmmBtim,inrjiiiniinHHHniimuflHMÍBBumii Lágmarkskrafa, að auglýst sé rtafn kvikmyndar á frum- málinu og nafn leikstjóra jppaö er oft eins og forráða- menn kvikmyndahúsanna viti varla 'hvað þeir eru að sýna. Hér á ég viðf þegar t. d. frægar kvikmynöir eftir leikstjóra, sem eru sæmilega þekktir og vin- sælir hér á landi eru auglýstar eins og verstu rjómatertumynd ir eða sápu-óperur. Leikstjóra að engu getið og nöfnin rang- lega þýdd eða búin til svo vill- andi, að ómögulegt er nema geta sér beinlínis til, að þárna sé myndin sem maður hefur beðið eftir i lengri tíma. Nærtækt dæmi er hin fræga mynd Jean Luc Godard „Alpha- ville“, sem sýnd var hér rétt fyrir jólin undir einhverju Lemmy nafni, til að lokka aö unglinga, sem eru langfj.ölmennastir £ kvik- myndahúsum okkar. En þeir grey- in veinuðu og geispuðu og fóru út hundóánægöir yfir þvf hvað lítið var af yfirmannlegum átökum (fyrr en £ lok myndarinnár, en þá voru flestir farnir út). Myndin er um hið ómannlega í nútimamenningu. Fólkiö er aöeins númer, nöfn eru úrelt nema á heimilinu mikla, sem hugsar fyr- ir alla, Alphaville 60. Menn eru drepnir á undarlegan hátt fyrir mannlegar tilfinningar og að gráta við ástvinamissi. Þeim er stillt upp í sundlaug og skotnir en ung ar stúlkur með hnífa steypa sér i| vatnið og vinna á þeim, ef skotið hefur ekki nægt. Minnir þetta ekki á nútímaþjóðfélög, sem krefjast auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, þó að persónulegar ástæður séu fyrir verknaðinum. Erum viö ekki nafnnúmer og númer £ skattskrá. þó að ekki sé svo langt géngið að hafa það á hálsinum eins og i Alphaville 60. Þar geta ngenn einnig valið um hvort þeir vilja vera i noröurhlut- anum þar sem vetur er eða suöur- hlutanum þar sem sumar er. Nú er skemmtiferðafólk ýmist að hrekj ast til Sviss á skiði eða á sólar- strendur heitu landanna. Ástin er óþörf í þessu fyrirmyndarlandi og trúin auðvitað líka, þegar stúlkan biður um biblíu fær hún orðabók og heldur að það sé það sama. Húsin eru flest gríðarlegar gler- hallir með stálbitum í frumlegu munstri. Aðal veikleiki myndarinnar er, að láta þennan fræga Eddie Lemmy Constantine úr leynilögr.myndun- um vera superman, sem kemur allri tækninni fyrir kattarnef. Kvik- myndunin er góð, eins er vel farið með ádeiluna, en svo er sem God- ard flýti sér á brott frá viðfangs- efninu eins og Lemmy með sína heittelskuðu frá Alphaville. Það ætti að vera lágmarkskrafa að auglýst verði nafn kvikmynda á frummálinu og nafn leikstjóra jafnvel þótt þeir séu ekki þekktir hér aö dómi kvikmyndahússtjóra. Það hlýtur að valda umhugsun hvers vegna þær fáu myndir eftir þekkta meistara t. d. Ronoir. Kuro- sava og Bunuel hafa hlotið litla aðsókn hér. Þetta eru myndir, sem hvarvetna hljóta mikið lof, en lé- legar gamanmyndir eru sýndar hér í allt að þvi tvo mánuði. Er ekki of lítið af því gert að kynna fólki hvað á boöstólum er, þaö má ekki traðka á smekk fjöldans það hefn- ir sín illilega. Stfll Godards er kenndur við nýju ölduna, „cinéma verité“. í Frakklandi, Franqois Truffaut og Chabrol eru þekktir hér fyrir mynd ir í sama stíl. Godard hefur verið mjög afkasta samur síðan hann stiómaði Á bout souffle, 1959, síðan hefur komið ein mynd á ári nema 1964 tvær. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir að skapa ekki næga dýpt í persónur sínar, en hann hefur hing að til sýnt margt frumlegt. Við höfum séð hér Vivre sa vie „Lifa lffinu' ‘um vændiskonu, en Les Carabiniers „Hermennirnir" frá 1963 er gróf, £ stíl við þöglu myndirnar, ádeila á bölvun stríðs- ins. Tveir dýrslegir bændur grípa tækifæriö til að myrða og kvelja í skjóli þess að þeir eru hermenn. Bande á part „Utangarðsfólk" er um tvo unga iðjuleysingja, sem leggja á ráðin um rán með and- lega sjúkri stúlku. Meðal leikenda em Sami Frey og Anna Karina, sem leikið hefur í flestum myndum Godards. Une femme mariee „Gift kona“ er frá árinu 1964 eins og Bande á part. Macha Meril leikur þar unga konu, sem skiptir tíma sínum í rúminu milli eiginmannsins og elskhugans sem leikinn er af Bern ard Noel. P. L. MiBljónir — Framh. af bls. 9 deildum, sem hefðu sjálfstæðan fjárhag. Með lögum frá 1946 var fjárhagúr deildanna sameinaöur- en aðskilinn á nýjan leik 1956. Atvinnuleysistryggingar voru þá ekki lögfestar, þótt gert væri rág fyrir einni deild þeirra, en það gerðist ekki fyrr en árið • Saksóknari ríkisins hefur nú, tilkynnt að af hálfu ákæruvaldsins verði ekki fyrirskipaðar frekari að-i gerðir í máli þvi, sem varð, þegar Neytendasamtökin kærðu Græn- i metisverzlun landbúnaðarins fyrir j meint brot á lögum um vamir gegn ólögmætum verzlunarháttum. Taldi stjórn Neytendasamtakanna að Grænmetisverzlunin hefði gerzt sek £ sambandi við sölu á erlendum kartöflum. I bréfi frá Grænmetis- verzlun landbúnaðarins segir að nú sé í athugun hvort ekki skuli kraf- nztgað forstöðumenn Neytendasam- takanna verði íátnir sæta ábyrgð fyrir ólögmæta árás á hendur stofn uninni. • Skálatúnsheimilinu hafa bor- izt góðar gjafir. Tvö félög, sem kon ur standa að, hafa afhent samtals 350.000 krónur til heimilisins. Vina hjálp 150 þús. og Kvennadeild Styrktarfélags vangefinna 200 þús. krónur. Bæði hafa félögin áður gef- ið stórar gjafir til heimilisins. Er um þessar mundir verið að taka i notkun nýtt og vandað vistheimili fvrir veikluðu börnin í Skálatúni og kemur féð því f góðar þarfir. • Nýlega flutti Samvinnubank inn og Samvinnutryggingar í nýtt húsnæði á Patreksfirði, 950 rúm- metra á tveim hæðum. Útibússtjóri er Svavar Jóhannsson, en hann sézt á myndinni, sem hér fylgir. Hann er í miðjunni milli þeirra Ásmund- ar B. Ólsen, oddvita til vinstri og Valgeirs Jónssonar rafvirkjameist- ara. Nýjar bækur frá A.B. Vöxtur og þroski Komin er á markaöinn tíunda bóldn í Alfræðisafni AB. Nefnist hún Vöxtur og þroski og eru aðal- höfundar hennar tveir brezkir vís- indamenn, þedr James M. Tanner, kennari við heilbrigðisstofnun Lund únaháskóla, og Gordon R. Taylor, sem getíð hefur sér mikinn orð- stír fyrlr alþýðlega framsetningu á fræðilegum efnum og er m.a. vís indalegur ráðunautur brezka út- varpsins. 1 formála fyrir Islenzku útgáf- unni kemst þýðindinn, Baldur John sen, læknir, svo að orði, aö „hið stórfróðlega og skemmtilega efni bókarinnar" hafi verið sér megin- hvatning til að þýða hana. „Ekk- ert rannsóknarefni er jafn hrífandi og lífið sjálft í öllum sínum marg- breytileik. Vöxtur og þroski eru grundvallaratriði f viðhaldi og við- gangi lífveranna, en það er ... eitt af aðalviðfangsefnum þessarar bókar, að leiða lesandann að tjalda baki á þessu mikla leiksviði lífsins“ í bókinni fylgist lesandinn stig af stigi meö þeim margslungnu at- riðum, sem liggja að baki vaxtar og þroska og ber þá margt forvitni- legt á góma. Hér er „staldrað við upphaf lífsins" og reynt að ráða „dulmál þroskans“ einnig hins afbr. lega, svo sem afvöxt eða vaxtar- truflanir. Þama segir frá „drengn um, sem gat ekki stækkað" og ris- anum Robert Warlow, sem tví- tugur mældist 2.73 cm. á hæð. Og hvað er það, sem ýmist veldur and legum seinþroska eða bráðþroska? I bókinni er tekið dæmi af Albert Einstein, einum djúpvitrasta spek ingi 20. aldar, sem var svo seinn til þroska, að „foreldrar hans héldu að hann væri hálfviti" og einnig af brezka heimspekingnum Johan Stuart Mill, sem læröi grísku þriggja vetra, skrifaöi sö.gu Róm- verja þegar hann var 6 y2 árs, og átti tólf ára gamall heimspekilegar rökræður við fremstu vísindamenn í Vexti og þroska er talsvert á annað hundraö myndir þar á meðal um 70 litmyndasíður. Ritstjóri Al- fræðisafns AB er Jón Eyþórsson j Veöurfræðingur. Sögur úr Skarösbók FlestSr kannast við þá bók, sem keypt hefur veriö dýrust til íslands ag margir hafa litið hana augum eftir aö hún fluttist heim úr langri útlegð. Aftur á móti hefur almenn- ingur átt þess lítinn kost að kynna sér efni hennar af eigin lestrL þar til nú að út eru komnar Sögur úr Skarðsbók en bað er þriðja bókin í Bókasafni AB hinum nýja flokkl íslenzkra merkisrita frá fornum tím um og nýjum, sem hófst fyrir skemmstu með Kristrúnu i Hamravík eftir Guðmund G. Haga- lín og Lífi og Dauða eftir Sigurð Noijdal. Það er Ólafur Halldórsson cand. mag, sem séð hefur um samantekt og útgáfu þessarar bókar. Ritar hann inngang að sögunum, þar sem saman er komið mikiö af skemmtilegum fróðleik — og sum part allnýstárlegum. Svo er t.d. um þá upphafskafla, sem greina frá tæknilegri hlið fomrar bókagerðar allt frá fyrstu verkun þeirra skinna sem ætluð vora til bókfells og þar til bókin var fullskráð og bundin en um alla þá merkilegu hluti, sem þar tilheyrðu, hafa íslenzk fræði- rit og kennslubækur látið sér furðu lega hljótt. Eða hvað eru þeir marg ir, sem vita, að blekið var búið til úr sortulyngi, svo sem reyndar tiðkaðist allt fram á þessa öld. en það virðist einmitt hafa átt sér merkilega eðliskosti, auk styrk- leiks og endingar. Þá rekur útgef- andinn sögu Skarðsbókar frá upp hafi og loks efni hennar, en það era postulaævir og helgisögur og „allar þýddar úr latinu að því er bezt verður vitað.“ Við val efnisins i Sögur úr Skarðsbók kveðst útgefandinn hafa einkum haft fremst í huga: „í fyrsta lagi, að velja það, sem skemmtilegast er aflestrar, f öðra lagi þá kafla sem bera af aö stíl og málfari og í þriðja lagi hafa ver ið teknir upp fáeinir kaflar sem gefið gátu hugmynd um trúfræði- legar vangaveltur og hugmynda- heim þeirra manna sem sömdu sög- urnar. Textinn er prentaöur með nútíma stafsetningu, en þó eru ýmsar beygingarmyndir og orð- myndir teknar óbreyttar eftir hand- ritinu...“

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.