Vísir - 28.03.1967, Blaðsíða 1
i
VISIR
57. árg. - Þríðjudagur 28. marz 1967. - 70. tbl.
Norðurleiðarrútan fauk á hliðina — tveir kranabílar héldu henn! niðri f nótt.
(Ljósm. Pétur)
MIKLIR HRAKNINGAR
í PASKAVEÐRINU
Páskaveðrið reyndist heldur óhagstætt þúsundum
íslendinga, sem ætluðu að nota fríið til ferðalaga.
Jafnvel innan Reykjavíkur varð tafsamt vegna
skafla, sem mynduðust. Fréttamenn Vísis öfluðu
í morgun upplýsinga um ýmislegt, sem fyrir kom
um páskana, og segir frá því hér á eftir.
Ovenjulega slæmur
veðrakafii um páskana
Veðrið um páskana var hió
versta sem komiö hefur kring-
um upyrisuhátíðina í mörg ár,
sagói Jónas Jakobsson, veóur-
fræöingur viö Vísi í morgun.
Auðvitað má leita skýringar i
því aö páskamir eru óvenjulega
snemma á ferðinni að jjessu
sinni. En þetta var eitt versta
veöurtimabilið sem komiö hef-
ur í vetur. Noróanáttin hefur
geisað meö snjókomu og skaf-
renningi síðan á föstudag og
dró ekki niöur í veðrinu fyrr
en í gær og er bærilegt veður
í dag.
Frost var um allt land 5—12
stig á láglendi, sem er óvenju-
lega mikið, jafnvel um hávetur,
jafnlangan tíma í senn. Norðan
iands var snjókoma en skafrenn
ingur mikill á Suöurlandi.
Einna verst var veðrið á
páskadaginn siálfan, þegar á
landið er litiö í heild. Þá voru
t. d. 10 vindstig á Sauðárkróki
og í Æöey og víða 8—10 vind-
stig.
í morgun var 6—10 stiga
frost á láglendi, sums staöar fór
þó frostið upp í 15 stig, t. d.
innst i Skagafiröi og á Hvera-
völlum. í Reykjavík var 7 stiga
frost og á Akureyri 8 stiga frost
Um allt sunnan- og vestanvert
landið var heiöskirt, víða él á
köflum norðanlands, stinnings-
kaldi um Austurland. Fyrir vest
an fer veður mjög batnandi .
Flugið um páskana
Flugtelag íslands hefur að
undantörnu flutt um 4000 far-
þega í og úr páskaleyfi. Par af
voru fluitir um 600 farþegar í
gær og búizt við aö flytja um
700 farþega í dag. Flugsam-
göngur voru á kötium stirðar
vegna veðurs, enda fiugvellirn-
ir á Egilsstööum og Vestmanna-
eyjum lokaöir undanfarna daga.
Flogið var á skírdag eftir á-
ætlun fram að hádegi, en gekk
erfiðar seinnihluta dagsins. Á
laugardag lá allt flug niðri
vegna veðurs. í gær var ófært
fram aö hádegi en eftir hádegi
var flogið á nokkra staði og
fluttir um 600 farþegar. Lokað
var hjá Flugfélaginu á páska-
dag og föstudaginn langa, en
það eru tveir af fimm dögum
ársins, sem félagið hefur lokað.
í dag verða farnar fimm ferð
ir til Akureyrar 3 til ísafjarðar.
Einnig verður flogiö til Horna-
fjarðar, Patreksfjarðar, Húsa-
vikur og Egilsstaða, s\|o og
Vestmannaeyja, ef völlurinn
opnast og veöur leyfir.
Hjá Loftleiðum gekk yfirleitt
allt vel, nema hvað flugvél á
leið frá New York til Keflavík-
ur varð að hætta við lendingu
á laugardag og fijúga áfram
til Luxemburg. Sama dag varð
ein af vélum félagsins að sleppa
viðkomu í Osló á leið sinni
hingað frá Kaupmannahöfn.
Flugumferðarstjómin á R-vík
urflugvelli taldi allt hafa verið
með eðlilegum hætti hjá sér
eftir því sem gerist á þessum
tíma árs, bæði í utanlandsflugi
og yfirflugi flugvéla annarra
þjóða á stjórnsvæði hennar. Þá
var þess getið að innanlands-
flug muni hafa gengið vel mið-
aö við veðurfar undanfarna
daga.
Áætlunarbíll fauk á
hliðina
Nýjasti áætlunarbíll Norður-
leiðar hf. fauk út af veginum
hjá Kleifum í Kollafiröi í gær-
dag. Vagninn var á leið til móts
við Borgarnesrútuna og var eng
inn farþegi í honum. Ofsaveð-
ur var á bessum slóðum í gær,
en óvíða mun vindhraðinn
verða meiri hér um slóðir en á
Kjalarnesi.
Þegar bifreiðarstjórinn kom
upp úr Kleifunum svokölluðu í
Kollafirði, l'eizt honum ekki á
blikuna og ætlaði hann að snúa
við á melunum ofan þeirra. -
Skipti það engum togum að
rútan fauk um koll. 1 gærkveldi
var farið á þremur kranabílum
til að rétta rútuna við. /og voru
tveir beirra Iátnir styðja við
í nótt. bar sem ekki var
talið þorandi að færa hana upp
á veginn á meðan veðrig ekki
lægöi.
I morgun var svo farið upp-
eftir til að sækja rútuna ,sem
er tiltölulega lítið skemmd.
Bóndinn á He’óarbæ
beið slasaður í 36 tíma
Á föstudaginn Ianga slasaðist
bóndinn á Heiðarbæ í Þingvalla
sveit, 'Sveinbjöm Jóhannesson,
maður um þrítugt, er hann var
úti við. Var talSð að hann hefði
slasazt í baki og þótti óráðlegt
að flytja hann með snjóbifreið
vegna hristings. Ófært var að
ööru F . ;r ausíur að He öa/b.e,
en þyrla landhelgisgæziunnar
geröi tilraunir til að sækja
Sveinbj. á laugardaainn en bær
mistókust. Var beðið færis á
páskadag en bað gafst ekki fyrr
en í gær, að Björn Jónsson flaug
á þyrlunni milli kl. 17—18 og
sótti SveSnbjöm og konu hans,
Steinunni Guðmúndsdóttur. —
Jafnfr. skiiaði bvrlaií Tryggva
Guðmundssyni, bróöur húsfreyj-
unnar á Heiðarbæ, sem mun
annast um búið meðan hjónin
eru í burtu.
Meiðsii Sveinbjarnar reyndust
ekkS jafnalvarleg við rannsókn
eins og álitið hafðí verið fyrsíu
en hann mun hafa rófubeins-
brotnað.
Tengdafaðir hans, Guðmundur
Tryggvason, skrifstofumaður,
bar mikið lof á Slysavarnafé-
lagið og Landhelgisgæzluna,
einkum starfsmenn þeSrra, Hann
es Þ. Hafstein og Bjöm Jóns-
son fyrir frábæra umhyggju og
lipurð og bað Vísi að koma þeim
orðum sínum á framfæri í þakk-
Iætisskyni.
30 bílar tepptir austur á
Klaustri — Ungan Þjóð-
verja kól lífshættulega.
Um 30 bílar eru nú staddir
austur á Kirkjubæjarklaustri,
tepptir þar vegna ófærðar. Em
það Öræfafarar með GuðmundS
Jónassyní og Úlfari Jacobsen,
um 400 manns og bar að auki
allmargir farþegar nokkurra
jeppa, sem voru í samfloti með
stóru bifreiðunum — með og
án leyfis eftir bvi sem Ágúst
Björnsson, einn af fararstiórum
Úlfars tjáði blaðinu í morgun.
Er þess vænzt, að Öræfafaramir
geti haldSð heimleiðis i dag á
eftir stórri ýtu frá Vík, sem mun
ryðia veginn. Verður bá skammt
i það að einni erfiðustu Öræfa-
ferðinni sem um getur ljúki.
Var lagt af stað í ferðina á
skírdagsmorgun og gekk hún all
vel austur að Klaustri. „Þegar
lengra dró þurftum við að kippa
í nokkra jeppana, en ekki var
tel;"ndi töf að bv'“ ona^i Áaúst
I Öræfunum var veðúr með
versta móti. siniHn ?
stormhryðjur, en á kvöldin
'ijroidi o" var tunels'jóc
Á náskadagsmorgun gerðist
atburður. sem setti sinn svip á
ferðina. Ungur Þ’óð”érii. sem
var með í ferðinni. bélt af stað
einn síns liðs í gönsuferð. Frétt-
ist ekki af honum og var ekki
farið að undrast um ferðir hans
fyrr en nokkrir menn. sem voru
á ferð austan frá Svínafelli,
komu auga á tösku undir steini.
Þegar betur var að gðð reynd-
ist Þjóðverjinn vera bar einnig
og hafði hann tjóðrað sig við
steininn í veðurofsanum. Virt-
ist hann hafa verið á leið til
Svínafellsjökuls. Var maðurjnn
kaldur og líflítill, þegar að hón-
um var komið bama. Var hann
fluttur heim að Svínafelli, þar
sem honum var hiúkrað sem
bezt en tvær hjúkrunarkonur
voru með í ferðinni og sáu þær
um sjúklinginn. Símasambands-
laust var við öræfin og reyndi
Guðmundur Jóhasson með hiáln
talstöðvar að kalla upp og ná
í sjúkraflugvél. Þegar tókst að
ná í Björn Pálsson var veður
Framh. á bls 10
.■.V.V.V.V.V.V.V.W.V.*,
Aga Khan IV til
íslamts í dag?
I morgun frétti Vísir að Aga
Kharim Khan IV leiðtogi Ismaili
greinar Múhameðstrúar-
manna, væri væntanlegur tii
íslands í dag með flugvél frá
Loftleiðum. Ekki fékkst fréttin
þó staðfest að öllu leyti, en
miklar líkur eru taldar á að
hann mundi koma hingað frá
Genf. Ekki var nánar vitað um
hvort hann hefði hér viðdvöl
eða héldi áfram vestur um haf,
þó líklegt megi telja að hann
ætli að koma hér við.
Aga Khan er leiðtogi o» á-
trúnaðargoð 27 milljóna manna
í Indiandi og tók við af afa
sínum Mohamcd Aga Khan árið
1957. Aga Khan er aðeins 31
árs að aldri.
I ■■■■■■ I
Þegar Þórsmerkurfarar komu að Krossá í bakaleiðinni í gær haföS hana lagt og varð að brjóta ísinn
til áð koma bílunum yfir.