Vísir - 28.03.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 28.03.1967, Blaðsíða 12
12 VI S IR . Þriðjudagur 28. marz 1967. The sight of JANE IN THE CLUTCHES OF KPONA DRIVES THE APE-A1AN INTO A WILD RAGE ... TARZM.i Kvikmyndasaga eftir Eric Ambler „Gott, þetta er nóg, Leó“, sagöi Harper. „Þú verður að bera þetta innan fata, Artbur er of feitur til . þess, þaö sæist utan á honum. — Hann getur borið á sér línuna. Ég held að Fischer ætti ekki að hafa annað á sér en vatnsflöskuna og byssuna" „Ef ég hefði ekki sérlega við- kvæmt hörund, mundi ég ekki hafa neitt við það að athuga“, varð Mill- er að orði. „Þetta verður ekki lengi. Þú get- ur losnað við þaö strax og inn kemur“. Miller varp öndinni gremjulíga, en hreyfði ekki frekari mótmælum. „Má ég spyrja, hvað mér er ætl- að að gera?“ varð mér aö orði. „Ekki annað en það, að toga lín- una með aðstoð þessára blakka. Jú — þú átt við, hvað þér sé ætlað að bera. Það er fyrst og fremst þetta belti, sem þú veröur að spenna um þinn íturvaxna líkama, undir skyrtunni, svo að ekki sjáist dálitla stund. Fleiri spumingar?" Víst langaði mig til aö spyrja fleiri spurninga, hvað hann vissi Iíka. En til hvers er að spyrja, þeg- ar maður veit fyrirfram, að manni veröur ekki svarað? „Hver á að bera pokann?“ spurði Miller enn. og til baka aftur, án þess að þau yröu þess vör. Þar sem þeir sátu úti á veröndinni var að sjálfsögðu útilokaö, að ég kæmist þá leiöina, sem beinust var. Ég yrði að fara bak við bygginguna, og fylgja síðan trjánum í garölundinum en það gat tafið mig alltaf einar tuttugu mín- útur. Kæmi svo ungfrú Lipp út á veröndina og spyröi hvar ég væri — hvað þá ? Ég sá mig því tilneydd j an til að gefa þetta. áform upp á| bátinn og treysta á að orðsending- j in í sígarettupakkanum kæmist á' ákvörðunarstað, áðhí1' en allt væri. umseinan. 'y' , Það fyrsta, sem ég veitti athygli, þegar ég kom út á veröndina, var kassinn, ■sem Harper hafði heim; með sér frá Pendik. Hann lá þarna; opinn á stól. Harper og Fischer, ásamt Miller, voru að athuga eitt-; hvert tæki, sem lá á borðinu. Þetta virtust vera dragblakkir, j þrjár samstæðar og af annarri gerð en ég haföi áður séð. Trissurnar: voru þrískomar og gerðar úr ein- hverjum léttmálmi. Áhaldið var j ekki stærra en það, að auðvelt var, að láta það liggja í lófa sínum.; Línan var úr næloni og hárfín, j geysilöng þótt lítið færi fyrir henni Á öðru borði þarna lá eitthvað, i sem leit út fyrir aö vera belti með tveim löngum sprotum og krókar á endum þeirra. Fischer leit upp og starði á mig með vandlætingarsvip. „Ungfrú Lipp sagði mér að fara hingað og fá mér hressingu“, sagði ég afsakandi. Harper benti mér á borö meö glösum og flöskum. „Gerðu svo vel“, sagöi hann. „Fáðu þér eitt- hvaö hressandi og komdu svo og athugaðu þetta með okkur“. Ég fékk mér glas af raki og fór svo að athuga línuna, sem var lík- ust silkiþræöi. „Nælon“, sagði Harper. „Heldur uppi meira en smálest. Maöur verð- ur líka að hafa í huga, að það teyg- ist svolítið. Þaö er löng lína á þessu kefli, þót.t það sé ekki stærra um sig. Þú kannt á þessa hluti, Art- hur ?“ Ég játti því. „Sýndu okkur þaö“, sagði Miller. Hann tók beltið og spennti um eina af stoðunum. „Hvemig mundir þú j koma blðkkunum fyrir, ef þú ætl-, aðir að kippa þessari stoð niður?(“ j Ég krækti einni blökkinni f beltið hinum tveim í grindverkið ,«jg tog- aði lítið eitt í línuna, eftir aö ég hafði brugöið henni um trissurnar. ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTiNGAR úr harSplosfi: Format innréftingor bjóSa upp ó annaS hundraS tegundir skópa og Eitaúr- val. Allir skópar meS boki og borSpiata sér- smíSuS.'EldhúsiS fæst meS hljóSeinangruS- um stólvaski og raftækjum af vönduSustu gerS. - SendiS eSa komiS meS mól af eidhús- inu og viS skipufeggjum eldhúsiS samstundis og gerum ySur fast verStilboS. Ótrúlego hag- stætt verS. MuniS aS söluskattur er innifalinn í tilboðum'fró Hús & Skip hf. NjótiS hag- stæSra greiSsluskilmóla og _ lækkiS ÍýggíngakostnaSinn. HÚS & SKIP hfm- I.AUBAV>«I II • (IMI 2HIB „Það verður þú að gera. Brjóta hann saman, svo sem^minnst fari fyrir honum og stinga honum í vas- ann“. Ungfrú Lipp kom út á verönd: ina í sömu svifum. „Morgunveröur- inn kemur á boröið eftir hálftíma", sagði hún. „Morgunveröur . ..“ hreytti Mill- er út úr sér. Einhverra hluta vegna virtist hann í afleitu skapi. „Þú getur borðað nokkur egg, Leó. Eitthvað verðuröu að nærast". Hún tók við glasinu, sem Harper . rétti henni. „Veit Arthur, að hann fær ekki kvöldverð fyrr en f seinna' lagi?“ „Ég veit ekki neitt um það, ung- frú Lipp“,' mælti ég rólega. „Ég veit hvorki bað né annað. í kvöld er leiö var mér sagt, að mér yrði ■skýrt. nánar frá þessu í dag, en það virðist ekki tímabært enn. En hvort ég fæ kvöldverð seint eöa aldrei, það gildir mig einu“.' Hún.. roðnaði, og sem snöggvast kom mér til hugar, að ég kynni að hafa sagt eitthvað móðgandi og ætti að biðja hana afsökunar, en sá þá að hún roðnaði vegna þess að hún var að reyna aö stilla sig um að hlæja, tæfan sú arna. Hún leit á Harper. „Allt í lagi“, sagði Harper og leit til mín. „Komdu“ Hann gekk á undan inn í setustofuna. Ungfrú Lipper kom líka, en Fischer og Mill- er voru kyrrír úti á veröndinni. Ég heyrði, að Fischer bað Miller um að skenkja sér aftur í glasið, og Miller svaraði honum, að seint mundu sár hans gróa, ef hann hellti f sig' áfengi stanzlaust. Svo heyrði ég ekki samtal þeirra frekar. Harper gekk að skrifboröinu, dró út eina skúffuna og tók upp úr henni „landabréfið", sem hann breiddi & borðið. , „Kannastu við þennan stað?“ spuröi hann mig. „Já“. Þetta var uppdráttur af Seraglio- svæðinu og vegunum, sem aö því lágu. Ströndin myndaði eina hlið þríhyrningsins, sem ég hafði veitt athygli forðum. „Það er þangaö, sem við förum“, sagði Harper. „Þegar viö höldum héðan, komum við sem snöggvast við í viðgerðarverkstæði í Istanbul. Þar skiljum við Lincolninn eftir og farangur okkar f honum, og þar farið þið, þú, Miller og Fisctier, f annan bíl, sem bíður okkar þar, og ég ek ykkur til Seraglio. Þar farið þið svo út. Höllin er opin almenn- ingi til klukkan fimm. Þiö þrír kaupið aðgöngumiða og farið inn eins og hverjir aðrir ferðalangar. Þið farið svo inn í annan hallar- garð, og þegar þið sjáið, að leið- sögumennirnir hafa ekki neinn á- huga á ykkur lengur, haldið þið inn í þann þriðja. Þegar þangað kemur, snúið þið til vinstri og þeg- ar þið hafið gengið nákvæmlega sextíu skref, komið þið aö brons- hurð lítilli, á miklu hliöi. Hliðiö og dyrnar verða læst, en Miller hef- ur lykil að dyrunum. Fyrir innan þær tekur við stigi, þar sem þið dokið við, eftir aö þið hafið læst dyrunum. Er þetta ljóst, það sem komið er?“ „Það er Ijóst, — nema eitt. Hver er eiginlega tilgangurinn?“ gat ég ekki stillt mig um að spyrja. „Jæja, ég hélt að þú hefðir þeg- ar getið þér til um hann“. Harper glotti. „Við ætlum einungis að næla okkur í örlítið af hinum mikla ránsfeng soldánanna — ann- að ekki. Aðeins örlítið. Svo sem einnar milljónar dollara viröi“. Mér varð litið á ungfrú Lipp. „Ég var svolítið glettin, Arth- ur“, sagöi hún. „Að vísu er þarna talsvert af verölitlum hálfeðalstein um, en mestmegnis eru þessi djásn þó ósvikin. Þarna í hásætisherberg inu er til dæmis að finna sex roða steina um tuttugu karöt hvern. j Geturður gizkað á, hve mikils virði einungis einn slíkur roðasteinn er, Arthur? Eða emeradarnir á kóran- hylkjunum? Hamingjan sanna ...“ Harper hló. „Allt í lagi, elskan. Ég býst við, að Arthur hafi nú fengið að vita mikið til það, sem hann langaði til“. Hann sneri sér aftur að uppdrættinum. ,,Þarna eru að sjálfsögðu varðmenn, þó ekki j ýkjamargir, og er skipt um vörzlu klukkan átta. Þið bfðið enn í klukkustund svo öruggt sé, aö kyrrð verði komin á. Klukkan níu i leggið þið af stað upp stigann og út á þakiö. Á þessu þaki eru 'þrjár litlar hvelfingar, og þið fár- ið hægra megin við þær. Því næst er þakið flatt að kalla. Og énn komið þið að hvolfþaki, yfir dýr- gripasafninu, og þar verðið þið aö fara mjög gætilega, því að.þakbrún in er mjó. Þar festið þið blakk- irnar og gangið sem tryggilegast frá öllu, og hefur Miller eftirlit með þvf. Að því búnu tekur þú viö línunni, en Miller sígur niöur á sylluna við gluggahlerann — sex metra haf. Hann sér svo um það, sem á eftir fer“, „Þið eruð viss um það?“ Hann leit undrunaraugum á mig. „Finnst þér hann of gamall til slíkra hluta? Nei, Miller lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, þeg- ar út í það er kornið". „Þú sagðir, að þaö væri hleri fyr- ir glugganum?" „Jú, en svo illa frá honum geng iö, að auðvelt mundi að onna hann með tannstöngli. Venjulegur siag- brandur fyrir, sem fellur ekki einu sinni í grópin. Og ekkert viðvörun arkerfi...“ ^ „En séu gimsteinarnir svona dýr mætir ...“ „Hefurðu virt fyrir þér aðstæö- urnar neðan frá. Þessi veggur stendur á hamrasnös, og glugg- inn er í hundrac* metra hæð yfir sjó. Engum fært að komast þar upp og inn neðanfrá . .. þess vegna förum við hina leiðina, ofanfrá. Mestur vandinn er að komast til baka. I sjálfu sér er þessi húsa- þyrping inni í garðinum eins og sterkasta virki. Að vísu eru hlið á múmum, en hermenn gæta þeirra um nætur. Samt sem áöur er unnt að opna þessi hlið, viti maður aðeins hvernig. Þetta hefur allt verið undirbúið, og þiö komizt eins auðveldlega á brott og þið komuzt inn.“ Hann gerði málhvíld og leit fast á mig. „Þú skilur það, Arthur, að ,viö erum fagmenn“. Mér varð litið á ungfrú Lipp. En það var sama ákefðin og spenn- an í svip hennar. ,, „Því miður, þá er ég ekki fag- maður“, varð mér að orði. „Þú þarft þess ekki heldur“, sagði hún. RÖREINANGRUN „Tarzan, pama ertu," nropar Jane. Tarzan fyllist óhemju reiði þegar hann sér Jane í höndum þessa vitfirrings og ræðst um- svifalaust á hann. En Krona snýst til vam ar og beimr byssu sinm að Tarzan. KOVA er hægt- að leggja beint í jörð i KOVA röreinangrun þol- J ir mesta frost, hitabreyt- ingu og þrýsting KOVA þolir 90°C stöðugan hita j Verð pr. metra: 3/8” kr. 25.00 l"kr.40.00 1/2” kr. 30.00 l%"kr.50.00 3/4" kr. 35.00 V/2" kr.55.00 KOVA UmboSiS SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI24133 SKIPHOLT 15 íoíij URA- OG SKARTGRIPAVERZL KORNELÍUS JÓNSS0N SKOLAVORDUSTÍG 8 . SÍMI: 18588 SPARIð TIMA 0/iAl£W*te RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍIVll 22022

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.