Vísir - 28.03.1967, Blaðsíða 9
V í SIR. Þríðjudagur 28. marz 1967.
BaMtagaaitaaBggg
Skákþing íslands:
Húsfyllir fylgdist
með lokaátökunum
© Á meðan páskaferðafólk brauzt áfram í hríð og ófærð víða
um land, glsti kaldar nætur í fjallakofum, eða lét jafnvel fyrir-
berast í fararslcjótum sínum, föstum í ófæru á fjöllum uppi, brutu
skákkappar okkar heilann yfir tafli í glæsilegum salarkynnum
Læknahússlns i Reykjavík.
© Skákþing tslands, einn af meiriháttar skákviðburðum ársins,
var háð þar um páskana. Keppninní var skipt niður í fimm flokka,
eins og venjulega: Landsliðsflokk, meistaraflokk,, 1. og 2. flokk,
en keppnl í unglingaflokki fór fram á Akranesi að þessu sinni.
feröir og varð því að tefla þess-
ar skákir milli umferðanna, sem
þá voru eftir.
Ingvar Ásmundsson og Bragi
Kristjánsson höfnuðu í 5.-6.
sæti með 5y2 vinning hvor, Jón-
as Þorvaldsson, Trausti Björns-
son og Haukur Angantýsson
höfðu 5 vinninga, Gylfi Magnús
son 4 y2 og þeir Jón Þ. Þór og
Bragi Björnsson Zl/2 vinning
hvor.
I meistaraflokki vann Ingi-
mar Halldórsson frá Ólafsvík
með nokkrum vfirburðum hlaut
iy2 vinning af 9 mögulegum.
Tapaði engri skák og gerði þrjú
jafntefli. Ingimar er sagöur
hafa teflt mjög vel á mótinu
og var aldrei í taphættu í
neinni skáka sihna. Hann hefur
rétt til að tefla í landsliðsflokki
næsta ár ásamt þeim, sem
Framh. á bls 10
55
-Athyglin beindist að sjálf-
sögðu mest að Landsliðsflokki.
Þar áttust við margir okkar
sterkustu skákmenn, utan þeir
Friörik og Ingi, sem ekki hafa
barizt um íslandsmeistaratitil-
inn í mörg ár, enda í sérflokki.
Lengi var tvísýnt hver myndi
ganga með Islandsmeistaratitil-
inn af hólmi. Það varð ekki út-
séð fyrr én í seinustu umferð-
inni. Þeir Gunnar Gunnarsson,
íslandsmeistari frá í fyrra og
Bjöm Þorsteinsson áttu báðir
von í titlinum. Gunnar hafði
7 v. og Bjöm iy2 vinning fyr-
ir lokaorrustuna, en báðir áttu
þeir þá eftir þungan róöur:
Gunnar við þann gamalkunna
skákmann Ingvar Ásmundsson,
sem virtist heldur vera að kom
ast í keppnisstuð eftir svolítið
brokkgenga keppni í mótinu, —
og Bjöm við Arinbjörn Guö-
mundsson, sem keppti á þing-
inu eftir áralanga hvíld eins og
Ingvar og virtist sækja sig eftir
því sem á mótið leiö. Arinbjörn
hafði þá engri skák tapaö á
mótinu, en gert 8 jafntefli,
hvorki meira né minna, enda
einkenndist þetta mót nokkuð
af iafntefli er varð niðurstaöan
úr 33 skákum landsliðsflokks-
ins. eða helming skákanna.
Meöan þessar úrslitaskákir
voru tefldar fylltist það litla á-
horfendasvæöi, sem I salnum
er og voru flestir þar 80 áhorf-
endur, eða helmingi fleiri en
nokkurn annan dag mótsins.
Ingvar, sem löngum hefur
verið talinn mikill stemmnings-
skákmaður, færðist allur í auk-
ana og vann skákina af Gunn-
ari eftir skemmtilegt tafl og á-
horfendur fögnuðu nýjum Is-
landsmeistara, sem sat þá með
sveitt enni yfir skákinni á móti
Arinbirni sem geröist nú æði
erfið og fór í bið. Þeir Arin-
björn leiddu aftur saman hesta
sina í þessari skák I gærmorg-
un og eftir 60 leiki ,þegar skák-
in fór aftur í bið, hafði Björn
lakari stöðu og tapaði henni
loks í gærkvöldi.
Arinbjöm hafnaöi með þess-
um vinningi í öðru sæti með 7
vinninga ásamt þeim Gunnari
Gunnarssyni og Halldóri Jóns-
syni frá Akureyri, sem kom
mjög á óvart á þessu móti,
ekki sízt vegna þess, að hann
kom ekki til mótsins fyrr en
hinir voru búnir að tefla 4 um-
Strembið mót
- segir íslandsmeistarinn Björn Þorsteinsson
— Þetta var nokkuð strembið
mót, sagðl Björn Þorstelnsson,
nýbakaður Islandsmeistari, þeg-
ar Vísir hitti hann niðrl í Domus
Medica í gær. Hann var nýstað-
inn upp frá biðskák þeirra Arin-
bjamar Guðmundssonar úr sein-
ustu umferðinni, en hún fór í
bið í annað sinn og stóð heldur
verr fyrir Bimi. Sigurinn var
honum samt sem áður vís, þar
eð hann hafði iy2 vinning fyrir
seinustu umferðina og enginn
hinna náði meíru en 7 vinning-
um.
Bjöm er sagður hafa teflt
mjög knálega á þessu íslands-
móti, sem hefur verið mjög líf-
legt, einkum seinustu umferðim
ar.
— Já, þetta er ein erfiðasta
skákin, sagði Bjöm. Og hún gat
oröiö afdrifarík, þar sem við
Gunnar Gunnarsson áttum báðir
von um efsta sætið, en hann var
hálfum vinning fyrir neðan mig
fyrir seinustu umferð. Gunnar
tapaði hins vegar fyrir Ingvari
og þar.með var útséð um efsta
sætið.
— Hver var skemmtilegasta
skákin þín á mótinu ?
— Ætli það hafi ekki verið
skákin við Braga Bjömsson, hún
var dálítið smellin.
— Hefurðu komizt nálægt Is-
landsmeistaratitlinum áöur ?
— Já, ég var nálægt efsta sæt
inu fyrir þremur ámm. Þá var
ég efstur meö hálfan vinning
fyrir ofan næsta fyrir seinustu
umferðina. Þar tapaði ég hins-
vegar og lenti f öðm sæti. —
Nú, einu sinni vann ég 8 fyrstu
skákimar í mótinu, en tapaði
svo þrem seinustu, en þaö nægði
mér samt til aö komast f annað
sæti á eftir Friðrik sem þá varð
íslandsmeistari.
— Hefurðu keppt á mörgum
mótum erlendis ?
— Ekki nema á Olympíumót-
unum f Búlgaríu og ísrael. —
Mótið í ísrael er sennilega erf-
iðasta keppni, sem ég hef átt í.
Ég tefldi þar á fyrsta boröi —
það var æði þungur róður.
— Þú vinnur í banka eins og
fleiri góöir skákmenn ?
— Já, ég held að þeir séu
fimm úr landsliðsflokknum núna
bankamenn. — Ég vinn í Ot-
vegsbankanum.
— Það þarf náttúrlega ekki
Björn Þorsteinsson,
skákmeistari íslands.
að spyrja að því, að þú ert stað-
ráðinn í að halda titlinum næsta
ár?
— Já, ég reyni þaö auövitað,
en samt er ég nú hræddur um
að það verði nokkuð hæpið.
Og sem við ljúkum þessu sam
tali, kemur Friðrik Ólafsson stór
meistari og óskar Bimi til ham-
ingju. Það var tekið að fjölga
í salnum og hraöskákmótið, sem
jafnan kemur í kjölfar íslands-
mótsins var að byrja og þar
voru margir liðtækir kappar þún
ir aö skrá sig til leiks.
Sveit Halls Símonarsonar
íslandsmeistari í bridge
Islandsmótinu í sveitakeppni lauk •
á laugardagskvöldið með sigri
sveitar Halls Símonarsonar frá
Bridgefélagi Reykjavíkur. Vann
sveitin alla sína leiki og hafði unn-
ið titilinn, þegar ein umferð var
eftir af mótinu. Auk Halls eru í
sveitinni Eggert Benónýsson, Sím-
on Símonarson, Stefán Guðjohn-
sen, Þorgeir Sigurðsson og Þórir
Sigurðsson. Auk meistaratitilsins
öðlast þéssir menn rétt til þess að
spila fyrir Islands hönd á Evrópu-
meistaramótinu í bridge, sem hald-
ið veröur á írlandi dagana 4. til
16. september í haust.
Röð og stig efstu sveitanna í
meistaraflokki var þessi:
1. Sveit Halls Símonarsonar,
Bridgefél. Reykjavfkur 65 st.
2. Sveit Benedikts Jóhannss.,
Bridgefél. Reykjavfkur 56 st.
3. Sveit Agnars Jörgenssonar
Bridgefél. Reykjavíkur 51 st.
4. Sveit Hannesar Jónssonar,
Bridgefél. Akraness 42 st,
5. Sveit Ólafs Guömundss.,
Bridgefél. Hafnarfjaröar 34 st.
6. Sveit Hjalta Elíassonar
Bridgefél. Reykjavíkur 31 st.
I’Jrslit einstakra umferða urðu
sem hér segir:
1. umf.:
Sveit Halls vann sveit Gests, B—2.
I.veit Ólafs vann, sv. Aðalst.. 6 — 2.
Sveit Bened. vann sv. Böðv., 8—0.
Sv. Hannesar vann sv. Hialta 7—1.
Hjá Agnari og Sigurbirni varð
jafnt, 4—4.
2. umf.: \
Hjalti vann Gest, 7 — 1.
Hannes vann Böðvar. 6—2.
Benedikt vann Aðalstein, 8 — 0.
Agnar vann Ólaf, 8—0.
Hallur vann Sigurbjöm, 7—1.
3. umf.:
Hallur vann Ólaf, 7—1.
Benedikt vann Agnar, 6—2.
Hannes vann Aðalstein, 6—2.
Hjalti gerði jafnt við Böðvar, 4—4.
Gestur vann Sigurbjörn, 7—1.
4. umf.:
Böövar vann Gest, 8—0.
Hjalti vann Aöalstein, 6—2.
Agnar vann Hannes, 7—1.
Hallur vann Benedikt, 8 — 0.
Ólafur vann Sigurbjörn, 8—0.
5. umf.:
Ólafur vann Gest, 8 — 0.
Benedikt vann Sigurbjörn, 6 — 0.
Hallur vann Hannes, 7—1.
Agnar vann Hjalta, 7 — 1.
Aðalsteinn vann Böðvar, 7 — 1.
6. umf.:
Aðaisteinn vann Gest, 8 — 0.
Agnar vann Böövar, 5—3.
Hallur vann Hjalta, 8—0.
Hannes vann Sigurbjörn, 8 — 0.
Banedikt vann Ólaf, 6 — 2.
7. umf.:
Benedikt vann Gest, 8—0.
Hannes vann Ólaf, 5 — 3.
Sigurbjörn vann Hjalta, 5 — 3.
Hallur vann Böðvar, 7—1.
Agnar vann Aðalstein, 8—0.
8. umf.:
Agnar vann Gest, 8 — 0.
Hallur vann AÖalstein, 8 — 0.
Sigurbj. gerði jafnt við Böðv., 4—4.
Hjalti vann Ólaf, 8 — 0.
Benedikt vann Hannes, 7 — 1.
9. umf.:
Hannes vann Gest, 8—0.
Benedikt vann Hjalta, 7—1.
Ólafur vann Böðvar, 6—2.
Aðalsteinn vann Sigurbjörn, 6—2.
Hallur vann Agnar, 6 — 2.
irnar úr hvorum riðli réttindi til
setu í meistaraflokki næsta ár. —
Orslit urðu þau í A-riöli, að sveit
Jóns Magnússonar frá Tafl- og
bridgeklúbbi Reykjavíkur varð efst
meö 53 stig og í öðru sæti var
sveit Gunnars Sigurjónssonar frá
Bridgefélagi Keflavíkur, meö 50
stig. I B-riðli sigraði sveit Stein-
þórs Ásgeirssonar frá Bridgefélagi
Reykjavíkur með 53 stig og í ööru
sæti var sveit Jóns Stefánssonar
frá Bridgedeild Breiðfirðinga með
47 stig. Efstu sveitirnar munu
spila til úrslita um fyrstu verðlaun
í 1. flokki, og hinar um þriðju
verðlaun.
I 1. flokki var keppt í tveimur
riðlum og öðluðust tvær efstu sveit
urösson, þá Stefán Guðjohnsen, Hallur Símonarson, Sfmon Símonarson og Þorgeir SSgurðsson.