Vísir - 28.03.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 28.03.1967, Blaðsíða 7
V í SIR. Þriðjudagur 28, marz 1967. útlönd í morgun , útlönd í'raorgun útlönd í raorgun útlond morgun Njósnahringur nfhjúpaiur. Starfaii / mörgum löndum fyrir Sovétrikin Komlzt hefur upp um mestu njósnir fyrir Sovétríkin, sem um getur frá lokum síðari heimsstyrj- aldar. Njósnað var í mörgum Iönd- um álfunnar og hafa handtökur átt sér stað á Ítalíu, Kýpur, Austur- ríki og sennilega víðar. Sl. föstudagskvöld bárust þær fréttir frá Kýpur, aö tveimur sovét- borgurum hefði verið vísað þar úr landi vegna þess að þeir hefðu ver- ið viðriðnir njósnir þær, sem kom- izt hefur upp um þar, en fyrr í vik- unni voru tveir Kýpurmenn hand- teknir, sakaðir um aö hafa njósnað fyrir Rússa um brezkar og banda- rískar stofnanir á eynni. Menn þess ir eru sagöir hafa nefnt sovétmenn- ina tvo við yfirheyrslur. Lögreglan á Kýpur fékk upplýs- ingar sínar frá ftölsku lögreglunni, eftir að upp komst um njósnastarf- semi fyrrverandi ítalsks fallhlífa- hermanns Giorgino Rinaldi, konu hans og bílstjóra þeirra, en í plögg- um þeirra fundust nöfn manna í Marokko, Frakklandi, Spáni, Grikk- landi og fleiri löndum, og hafa handtökur þegar átt sér stað víðar. í Austurríki handtók lögreglan aust urrískan ríkisborgara, sem er grun- aöur um njósnir. Nafn hans fannst í einni vasabók Rinaldi-hjónanna, og fékk austurríska lö.greglan upp- lýsingar sínar frá ítölsku lögregl- unni. Rinaldi kveðst hafa — að því er hermt er 1 NTB-frétt frá Torino — njósnaö gagnvart Spáni af fjand- skap við einræðisstjóm Francos, og segir verjandi hans, aö hann hafi í upphafi tekið fram við þá sovét- menn, sem fengu honum verkefni í hendur, að hann myndi aldrei gera neitt Ítalíu til tjóns. Einnig var sagt frá því í NTB- frétt á föstudagskvöld, að orðróm- ur væri á kreiki um að 300 NATO- liðsforingjar væm viöriðnir njósn- imar, en þvi hefur þegar veriö neit að opinberlega af NATO, að þessi orörómur hafi við nokkuö að styöj- ast. í fyrri frétt frá Torino var sagt, að tii athugunar væm mikro-filmur sem fundizt hefðu i fómm Rinaldi- hjónanna. Rinaldi fékk aðkenningu af taugaáfalli tvívegis við yfirheyrsl ur fimmtudag sl. og var fluttur í sjúkradeild fangelsis. Rinaldi er 39 ára.,Kona hans hefir i engan máta látið bugast við réttarhöldin. — Blaöiö Giornale d’Italia segir að til athugunar séu ekki aðeins mikro- filmur heldur og margvísleg njósna tæki önnur. Þegar hafa fundizt ým- is gögn sefn sanna njósnastarfsem- ina, senditæki, dulmálslyklar, skjöl, mikrofilmur, upplýsingar um kjam orkustöðvar, eldflaugastöðvar, hafn armannvirki og hergagnafram- leiðslu í Miðjarðarhafslöndum. Taliö er að komizt hafi upp um víötækustu njósnir fyrir Sovétríkin eftir heimstyrjöldina síðari, með handtöku Rinaldi og konu hans. Nixon gagnrýnir Johnson fyrir að vanrækja bandamenn U.S.A. Nixon fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna gagnrýndi Johnson forseta í ræöu sem hann flutö í New York á laugardagskvöld — Nixon. fyrir að vanrækja að sinna sem skyldi bandamönnum Bandaríkj- anna í Evrópu og vandamálum þeirra, og stakk upp á, að forsetinn færi á þessu ári — og því fyrr þvf betra — til Evrópu, og talaði rækilega um vandamálin við leið- toga þar. Þessi ummæli vekja sérstaka at- hygli vegna þess, að Nixon er ný- kominn heim úr ferðalagi til Austur Evrópu- og Vestur-Evrópulanda — og kemur gagnrýnin fram f sama mund og Humprey varaforseti lcom til Genf, en þaðan fer hann til Haag Bonn, Rómar, Parísar og annarra höfuðborga f Vestur-Evrópu og heim fer hann frá London. Hann kemur einmitt ta að ræöa vanda- mál, og til þess að „hlusta og fræð- ast“ eins og hann sjálfur komst að oröi við komuna til Genf, en Nixon þykir ekki annað duga en Johnson fari sjálfur, þvf að — segir hann — „hið vestræna bandalag hefir aldrei verið veikara". FYLGI NIXONS VAXANDI. Skoðanakannanir nýlega hafa leitt í Ijós, að fylgi Nixons er aftur hraðvaxandi, yfir 60 af hundraöi greiða honum atkvæöi en öðrum leiðtoga republikana — Romney — aðeins rúmlega 40, m. ö. o. Nix- on hefir nú sama fylgi og Romney hafði fyrir nokkru, en Romney er kominn jafnlangt niður og Nixon var. -<S> Páll páfi VI. Sovétríkin hafa skotið nýjum Kosmos-hnetti út í himingeiminn — hinum 152. í röðinni. Þessir gervihnettir eru búnir ýmsum rannsóknartækjum sem kunnugt er. ► Jaröhræringar voru enn f Tashj- kent á páskadag og á annan og hafa komið alls 743 kippir frá þvi landskjálftamir miklu urðu þama i apríl í fyrra. ^ Seytján ára stúlka frá Bergen, Alice Alfheim, hefur verið kjörin „ungmeyja-f egurðardrottning heims" ,eða „Miss Teen Internati- onal“, og fær í verðlaun 3000 doll- ara námsstyrk, og einnig ferð til Parísar, London og Rómar. Alice sigraði í lokakeppni við stúlkur frá Norður-írlandi, Frakklandi, Sví- þjóð, Japan, Sviss Ecuador, Kan- ada, Ítalíu og Bandaríkjunum. ► Rauðir varðliöar, óðir af reiði, umkringdu sovézkan bíl í Peking í fyrrakvöld, og voru í honum sendi- ráðsmenn, þeirra meðal kona. Bíll- inn var umkringdur í 6y2 klukku- stund og er'hald manna, að þetta hafi verið gert í hefndarskyni fyr- ir að tveimur kínverskum sendi- ráösmönnum var vísað úr landi í Sovétríkjunum nýlega. ► í Peking er leitaö að mönnum, sem dreift hafa um alla borgina blaöi, sem fjandsamlegt er Mao, tse Tung. ► Mikil undirskriftasöfnun fór fram um gervalla Danmörku. fyrir og um páskana gegn loftárásun- um á Norður-Vietnam. Um pásk- ana voru 8 langferðabílar á ferð um landiö. Dreift var áskorana- bæklingum — upplag: 100.000. Hervæiing gegn hungri í Kína I fréttum frá Hongkong segir að iðnaðarframleiðslan f Kína sé ekki í hættu vegna menningarbyltingar- innar, en öðru máli er að gegna með Iandbúnaðarframleiðsluna. Vá er fyrir dyrum í mörgum fylkjum landsins, ef vorsáningar- sóknin ber ekki tilætl. árangur. I öll um áróðri er lögð sérstök áherzla á hlutverk hersins í þessari sókn. Ekkert er gert af opinberri hálfu til þess að draga úr því hve alvar- legar horfumar era — heldur á sér hið gagnstæöa stað, með öllu móti er reynt að brýna fyrir mönn- um hvað sé í húfi. „Endurskoðunarsinnum“ og „borgaralegri baráttu“ nokkurs hluta hersins er kennt um hve óvæn lega horfir, — þar sem slík öfl hafi hvatt bænduma til „fjölda- flótta til bæjanna" og rpikið talað um skemmdarverkastarfsemi í þess um tilgangi. í Hongkong era ekki skilyrði til þess að gera sér fulla grein fyrir við hve sterk rök slíkar staðhæfing- ar hafa að styðjast, og þeir sem efa gjamir era, hallast að þvf, að gert sé sem mest úr þessu f áróðurs- skyni, en fleira kunni að koma til greina og sérfræðingar eru þeirrar skoðunar, að uppskeran hafi ekki verið eins mikil sl. ár og opinberar skýrslur hermdu — þaö hafi alls ekki f reyndinni verið sett nýtt framleiöslumet eins og haldið var fram. En hvað sem rétt er, þá er talaö um hervæöingu gegn hungri — og það era áreiðanlega blákaldar stað- reyndir sem horfast veröur í augu við, m. a. vegna tregöu bænda að sinna' vorsáningunni, en hún kvað einnig stafa af andúð þeirra á sam- yrkjubúskaparfyrirkomulaginu — sá rótgróni gamli hugsunarháttur aö vilja hokra út af fyrir sig er enn býsna sterkur, — hinn öflugasti áróður hefir ekki getað upprætt hann. Pállpáfi boðar heimssókn gegn fátœkt veikindum og hungri Páll páfi VI. ávarpaöi 200.000 manns á páskadag, en fólk þetta hafSi safnazt saman á Péturstorg- inu til þess aö hlýða boöskap hans. 1 ræðu sinni boðaði hann, að hann myndi beita sér fyrir sókn um heim allan gegn fátækt, veikindum og hungri. Hann kvað þetta verða boöskap vonarinnar, þótt páskarnir væra ekki haldnir eins glöðum huga og vera ætti vegna þess hve þung- ar blikur væra stöðugt á lofti og legði af þeim skugga á þessa kirkjunnar hátíð, en þrátt fyrir það gætu þessir skuggar ekki byrgt bjarmann af hinum glaða boðskap páskanna ,sem einnig á voram dög um væri vonarboðskapur öllu mannkyni. OlíuskipiÍ mikla klofnaii á klettunum Allt löðrandi í olíu í baðfjörum á 160 km. kafla og dauður sjófugl í hrönnum Oliuskipið mSkla Torrey Canyon — 61.000 lestir — klofnaði í tvennt í fyrradag á klettunum á suður- strönd Suðvestur-Englands og gekk sjór yfir báða sökkvandi skipshlut- ana. Stormur var, sjógangur og brim, en oiían streymdi úr geym- unum. Óhagstæð vindátt hefir borið olíu brákina upp í baöfjörurnar í Com- wall, þar sem 2000 hermenn auk annarra hafa undangengin dægur haldiö uppi vonlítilli baráttu til verndunar fjörunum og fuglalífinu. Á 160 kílómetra strandlengju er allt löörandi í olíuleðju, sem sum- staðar er yfir 30 sentimetra þykk. Á sjó úti hafa undangengin dægur verið mörg skip úr flotanum og önn ur skip dreift upplausnarlegi í olíu- brákina, en þaö hefur orðið að tak mörkuöum notum vegna óhag- stæðra skilyrða. Víða getur að lita dauðan sjófugl í hrönnum. Wilson forsætisráðherra sem dvelst í sumarhúsi sínu- á Scilly- eyjum, og flaug yfir skipið á strand staðnum á leið sinni þangað fyrir páskana, hefir rætt við samstarfs- menn sína í ríkisstjóminni um úr* ræði. Torrey Canyon mun vera mesta skip sem strandaö hefir og algert sjótjón (total loss) hlotizt af. Vá- tryggingarupphæð nam 6 milljón- um sterlingspunda. Baðfjörumar, þar sem olfan þek- ur nú allt, era einar fegurstu og eftirsóttustu baðfjörumar um sum- artímann í öllu landinu. ,3ssaas

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.