Vísir - 28.03.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 28.03.1967, Blaðsíða 3
rfS IR. Þriðjudagur 28, marz 1967. Myndir frá Skíða- landsmótinu jlif i W.l 3Ú / -• -• . Sveinn Sveinsson stekkur í skíðastökkinu. ... Gunnar Guðmundsson, Islandsmelstari 1 15 km göngu, kemur f mark. Hér er Bjöm Olsen frá Reykjavík í stórsviginu. Hann varð annar. t - Skipting í 4x10 km boðgöngunni. ísfirðingarnir Elías Sveinsson og Sig. Slgurðsson. Þama dundl rothöggið, — ef högg skal kalla, á Zora Folley f 7. lotu keppninnar. Hringdómarinn sést á milii þeirra. CLAY VANN í 7. LOTU Það reyndist ekki nóg fyrir hinn 34 ára Zora Folley að hafa mikla leik- reynslu að baki, gegn héimsmeistaranum Cassius Clay á föstudagsnóttina í New York. Þrátt fyrir 86 keppnir í hringnum varð hann að láta sér nægja að verða 9. maðurinn á einu ári, sem bíður lægri hlut fyrir Clay í keppni um heimsmeistaratitilinn, — en eftir þessu tækifæri varð Folley að bíða í 10 ár, áður en hann fékk keppni um titilinn. Clay sló andstæðing sinn út að þessu sinni eftir 1 mín. 48 sek. í 7. lotu, en allan tímann hafði Clay dansað léttilega kringum andstæðing sinn og með eldingarsnöggum vinstrihandar höggum hafði hann tryggt sér mikla yfir- burði í stigum. Folley byrjaði vel gegn Clay og kom mjög á óvart og fyrstu tvær umferðirnar var hann leið- andi, en Clay kom lítið við sögu þar til í 3. lotu, að hann fór að dansa og gefa vinstri handar höggin góðu. 1 fjórðu lotu varö Folley að láta undan miklu höggi og fór f gólfiö, en komst upp aftur þegar dómarinn var búinn að tella upp að fjórum. 1 7. lotu var Clay kominn á fulla ferð og högg hans urðu erfiðari fyrir Folley. Loks kom höggið, sem varð Foiley að falli, hann reyndi að komast á fætur við 7. en tókst ekki og var talinn út, en reyndi samt meö erfiöismunum að komast á fæturna eftir að dómarinn var hættur að telja. Þetta var 9. skiptið, sem Clay varði titil sinn og 23. knock- out sigur hans, þrátt fyrir aö hann sé ekki talinn mikill „högg maður“ (puncher). Það sem er hans sterka hliö er hraði hans í „dansinum" kringum andstæð inga sína, sem eiga erfitt með að koma höggum á hann. Landslið / erfíðleikum \ Clay fór þegar að keppni lok- inni til Chicago, þar sem hann ætlaði að ræða við Elijah Muhammed, leiðtoga svörtu Mu hammedstrúarmannanna um vandamál þau, sem Clay á viö að stríða vegna innköllunar háns í herinn, en hann á aö . fara senn hvað líður til Vjet- nam og mun bá Ienda í .,al- vöru“ bardögum. Hefur Clay sagt, aö hann munl fremur fara i fangelsi en til Vletnam, en lögfræðingar hans reyna stöð- ugt að draga málið á langinn. Landsliðið > handknattleik lenti í miklum erfiðleikum í gærkvöldi i leiknum gegn Hauka„blönd- uðu“ pressuliði. Sigurinn með að- eins 2 mörkum var sannarlega lítil- mótlegur og Ieikur liðsins heldur lélegur lengst af. Haukamir styrktir nokkmm FH-ingum og efnllegum og skemmtilegum leikmanni úr KR, Halldóri Bjömssyni, áttu meira í leiknum framan af, komust úr 8:8 i tyrri hálfleik 1 12:8, en í hálfleik var staðan 14:13 fyrir pressuliðið. i selnni hálflcik hal'ði landsliðið allan tímann yfir, en pressuliðiö var aldrei langt undan og lauk leiknum 26:24 fyrir lands- 11010.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.