Vísir


Vísir - 26.04.1967, Qupperneq 1

Vísir - 26.04.1967, Qupperneq 1
57. árg. — Miðvikudagur 29. aprfl 1967. — 94. tbl. FLOTI FRA NATO I HEIMSÓKN í MORGUN Um kl. 11 í morgun sigldu fjögur brynvarin herskip inn á Reykjavíkurhöfn, tveir banda- rískir tundurspillar, einn hol- lenzkur og eiin brezk freigáta. Skipin eru í fiotadcild Atlants- hafsbandalagsins á Atlantshafi og heimsókn þeirra hingaö er liður í sérstakri dagskrá, sem hófst í janúar f vetur og stend- ur fram á sumar, Matchinaker III. Skipin munu stainda hér við til 29. þessa mánaðar og fá Reykvíkingar tækifaeri til þess að fara um borð og skoða þau næstu daga. Bryndrekamir komu á ytri höfnina í morgun. Árangurslaus fundur lyf- sala og lyfjafræöinga Torfi Hjartarson, sáttasemjari ríkisins, boðaði til fundar f gær- kveldi með deiluaðiium í kjaradeilu lyfjafræðinga við Iyfsala. Fundurinn stóð frá kl. 9 til 2 e. m., en samkomúlag náðist ekki. Eins og kunnugt er, hófst verkfall lyfjafræðinga bamn 10. apríl s.l., en lyfsalar hafa sjálfir annazt af- greiðslu lyfja í verzlunum sínum. Læknafélag Reykjavikur hefur sent heilbrigðismálaráðherra bréf, þar sem farið er fram á að hann beiti sér fyrir lausn málsins, vegna varhugaverðs ástands í lyfjaverzl- unum. # stórhættu Milljöna skaðabótamól ■ uppsiglingu en Síldarútvegsnefnd hafnar allri dbyrgð Saltsíldarkaupendur á Norðurlöndum eru afar óánægðir með afstöðu íslenzku síldarútvegsnefnd- arinnar í síldafskemmdamálinu, og kemur þessi óánægja greinilega fram í Norðurlandablöðum. Yf- irlýsing sú, sem Síldarútvegsnefnd gaf um málið fyrir helgina, hefur verkað eins og olía á þennan eld. Er nú talað um, að saltsíldarsala íslendinga til allra Norðurlandanna sé í stórhættu. Síðan yfirlýsing Síldarútvegs- nefndar var gefin hafa ýmis blöð á Norðurlöndum, ■ þ. á m. Berg- ens Tidende, kannað hve um- fangsmiklar skemmdirnar eru. í Ijós hefur komið, að kryddsíld- in, sem þessi lönd hafa fengiö frá íslandi í vetur, er meira og minna skemmd og ónýt. 40% af kryddsfldinni, sem fór til Nor egs, er ónothæf til vinnslu. — Finnar eru óánægðir með um 70% af þeirri kryddsíld, sem þeir hafa fengið. Nákvæmar upp lýsingar eru ekki til frá Dan- mörku og Svíþjóð, en þar rfkir sama óánægjan með kryddsíld- ina. Eru nú væntanleg milljóna króna skaðabótamál vegna þess- arar síldar. Yfirlýsing Síldarútvegsnefnd- ar gekk út á að gera lítið úr þessu vandamáli og að nefndin bæri enga ábyrgð, því kaupend- urnir hefðu í upphafi samþykkt að taka á móti meginhluta þess- arar síldar. Þessi yfirlýsing hef- ur valdið mikilli hneykslun á Norðurlöndunum. Þar hefur yfir lýsingin verið túlkuð sem alger neitun af hálfu íslendinga um að taka tillit til óánægjunnar með síidina. Ekki hefur bætt úr skák, að formaður Síldarútvegs- nefndar hefur verið í feluleik við blaðamenn frá Norðurlönd- unum, sem hafa viljað spyrja hann um ákveðin atriði, er þeir teija að nefndin hafi rangfært Hefur það verið lagt út sem ,má). ið væri feimnismál fyrir Síldar- útvegsnefnd. I rauninni er milljóna skaða- bótamál minnsti þátturinn í mál inu. Alvarlegast er, að kaupend- urnir eru svo reiðir, að framtíð síldarútflutnings til Norðurland- anna er í mikilli hættu. Það stoðar litt fyrir íslendinga að vinna skaðabótamál, ef við- skiptasambandið er eyðilagt. Eggert G. Þorsteinsson sjávar- útvegsmálaráðherra hefur boðað Sfldarútvegsnefnd á sinn fund á morgun vegna þessa máls. Ráðherrar skoða fisk-1 Trillubátur í hrakningum á vinnslustöðvar í Eyjum Ályktanir geröar á lokafundi ráöherranna í dag - Loft- leiðamálið lagt fyrir ríkisstjórnir Norðurlandanna Meöal þeirra mála, sem til um- ræðu voru á fundi utanríkisráð- herra Norðurlanda í gær, var Loft- leiðamálið. Það er lendingarleyfi Loftleiða á Norðurlöndum. Fundur- inn mun ekki taka ákvarðanir um það mál og verður þaö tekið til aánari athugunar af rikisstjómum Norðurlanda. Ráðherrafundinum lýkur í dag ið Hótel Sögu og í dag klukkan arjú leggja ráðherrarnir upp í Surtseyjarflug með flugvél Flugfé- ags íslands. Síðan munu þeir fara stutta heimsökn til Vestmanna- iyja, skoða þar fiskvinnslustöð og iitja boö bæjarstjómar Vestmanna iyja. málið, nema Hans Salvhoi, wtan- ríkisráðherra Dana, sem flaug utan í morgun. Lokafundur ráðherranna hófst klukkan 11 í morgun og veröur í dag gengið frá ályktunum fundar- ins. Meðal þeirra mála, sem fundur inn hefur rætt eru: Aðild Færeyja að Norðurlandaráði, afnám vega- bréfaáritunar almennt, sameigin- leg afstaöa Norðurlanda til ýmissa mála af vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. — Fundurinn ræddi m. a. af- stöðu Norðurlanda til málefna Suð- vestur-Afríku og friðarumleitan- ir\ f Víetnam. Þá var byltingin í Grikklandi einnig til umræðu á fundinum og svo loks afstaða Ráðherramir fljóga utan í fyrra-Norðurlanda til afvopnunar. Eyjafirði í nótt Vélarvana og búið að stela árunum A Akureyri var saknað í nótt ungs manns, að nafni Sveinn Egg- ertsson, sem reri þaðan á hand- færi á trillu sinni um fjögurleytið í gærdag. Þegar aðstandendur hans spurðust fyrir um hann, hafði eng- inn oröið hans var og hófu menn aö leita að trillunni í morgun. Leit- In barst um allan Eyjafjörð, alit út undir Kljáströnd, en án árangurs. Loks fann svo flugvél frá Norður- flugi bátinn á reki undir Hauganesi þegar hún flaug frá Akureyri í morgun kl. 8. Gerði flugmaður henn ar viðvart í landi og var trillan sótt. Sveinn var kominn heim tll sín, áð- ur en blaðið fór í prentun í morg- un og náðum við tali af honum. Hér fer á eftir frásögn hans : „Ég lagði af staö kl. 4 í gær og var byrjaður að dorga við Hjalteyri um kl. 6, þegar hann byrjaði að hvessa. Sneri ég þá við og ætlaði inn, þegar vélin klikkaði. Þá vildi óhappið til. Ég var að bauka við að koma vélinni [ gang aftur, þegar ég missti stykki úr henni ofan í bátinn og þaöan náöi ég því ekki aftur. Þar með hafði ég ekki meira gagn af vélinni Ég reyndi þá að róa í land, en það gekk nú brösugt, því ekki alls fyrir löngu hafði árunum ver- ið stolið úr bátnum frá mér. Varð ég þvf að reyna að notast við fjö.1, sem ég var meö um borð í bátnum. Það sóttikt eðlilega seint, en þó komst ég svo nærri landi, að ekki var lengra en svo sem 500 metrar i land, en þá réði ég ekki við strauminn, sem er anzi harður meó landinu. Og það þótti mér blóðugt Komst ég því aldrei að landi. Annaö þótti mér líka ergilegt Enginn veitti mér neina athygli, þr var þarna töluverð umferð. Bakka foss fór hjá mér, en þar tök eng- inn eftir mér. Reyndi ég þó til þess að vekja athygli þeirra á mér. — Fleiri skip og bátar voru á firðinum en voru eins og staurbiindir. Mest allri olíunni eyddi ég í blys ser.i ég bjó til úr ónýtum galla sem ég hafði í bátnum. Ég yar að vona, að þeir á Hjalteyri sæju þá til mín, en allt kom fyrir ekki En'ginn sá neitt. Það var ekki fyrr en í morgun, að flugmaður vélarinnar frá Norður flugi sá mig og kastaði hann niður Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.