Vísir - 26.04.1967, Page 12

Vísir - 26.04.1967, Page 12
ND'... L BATTLE DO i NDW USTEKI CAREFULLV, NGURA I COULD HAVE KILLED VOU WITH ONE BLDW— BllT I PREFErR. ■ ---, TD LET VDL) UVE > IF I LIVE I AM A VÍSIR. Miðvikudagur 26. apríl 1967. Kvikmyndasaga Í\J -w* samin af Ednu O'Brien eftir skáldsögu hennar 10 „The Lonely Girl" ..... setzt inn í bílinn, kysstumst við aftur og ég fann eggjandi bragðið af tungu hans í munni mér og við nerum saman vöngunum. Ég var að hugsa um ailt þetta, þegar Baba kippti frá mér kjólnum og gægðist niður á milli brjóstanna ti! að siá verksumerkin eft'ir sigarett- una, Og þar lá sígarettan, rennblaut og það var brunablaðra á milli brjóstanna eftir hana. — Faröu og skiptu um kjól, sagði Baba. — Þú kemur með mér, sagði ég, því að ég vildi ekki skilja hana eftir hjá Eugene. Ég fann þegar til afbrýðisemi í hvert skipti, sem hún svaraði hverju því, sem hann sagði: „Vissulega." Og hvemig geir vörtumar stóðu eins og dökkar fingurbjargir út í þunna peysuna. — Aldrei á ævi minni, sagöi hún og lagði aðra höndina á dyrahún- inn, en strauk hárið frá enninu meö hinni áður en hún færi inn og sétt- ist hjá honum. Uppi í svefnherberginu skvetti ég á mig ilmvatni og dyftaði, og hafði kjólaskipti. Þegar ég kom niður aftur var Gianni setztur við gamla píanóið, strauk mjúklega gulnaðar nótum- ar og raulaði eitthvað sem ekki heyrðist fyrir samtali inni í stof- unni. Borðinu hafði verið ýtt út að glugganum, og Baba sagði mér að nú ætti að fara að syngja. Hún haliaði sér fram í sætinu, og björt ótamin rödd hennar fyllti stofuna. , Ég óska þess oft að ég væri 1 orðin smábam á ný. i En veit að sú ósk rætist ekki, I fyrr en urriðinn svífur við ský... i Og áður en okkur tókst að klappa i henni lof í lófa, var hún farin að ! syngja annað kvæði, skelfing angup- ; blítt. Það var um mann, sem hafði hitt stöllu sína úti £ skógi, þegar hann var unglingur, og aldrei síð- an getað gleymt henni, hvar sem hann fór. — Ég man þig, ég man þig á meðan hjartað slær. .. sagði í I viðlaginu, og rödd Böbu titraði, ■ rétt eins og hún ætti við eitthvað : sérstakt, þegar hún söng. Eugene : sagði að hún syngi eins og einmana I þröstur, hún roðnaði upp £ hársræt- ! ur og ýtti ermunum upp fyrir i olnbogann, þvi ag það var heitt j inni £ stofunni, Hún lét nakta arm- ! ana meö gullinni hörundslónni og i kvartað um hita. Ég sá að Eugene I starði á hana, og mér bauð f grun, að hann mundi oft sjá hana þannig j fyrir hugskotssjónum sinum og ; heyra rödd hennar óma f eyrum sér. Gustave kom inn i stofuna og Jóhanna tók tappann úr vlnflösk- unni og skenkti i líkjörglös, svo minna væri drukkið. Gianni og Baba ' sungu til skiptis, og loks söng Eug- i ene gamalt írskt þjóðlag. Baba sagði 1 að ég yrði að fara með kvæði þar i eð ég gat ekki sungiö. j — Ég get það ekki, sagði ég. — Þú getur það víst, sagði Baba. — Gerðu það, sagði Eugene. Því miður lét ég undan, og fór með kvæði Pearse, „Móðir mín“. Það var allt of harmþrungið og hátíðlegt til þess, að það ætti viö í slíku samkvæmi, og loks tók Baba af skarið með því að and- varpa hæðnislega: — Já, hún mamma gamla, þegar lestrinum lauk. Allir fóru að hlæja og hróp- j uðu — bravó, bravó — og Eugené j líka, og þá stundina fannst mér að ég mundi aldrei geta fyrirgefið : honum, að hann skyldi taka þann- \ ig undir við þau hin. j Baba söng enn nokkra söngva, og Eugene skrifaði hjá sér hend- ingar úr sumum þeirra, og stakk svo blaðinu í veski sitt. Hún var heit og rjóð í vöngum af aðdáun og ánægju. — Þér er heitt, sagði hann og stóð þannig, að hann skýldi henni fyrir arninum. Ef þetta er ekki ást hvað þá? spurð ég sjálfa mig sárgröm, og virti hann fyrir mér þar sem hann stóð og glotti framan í Böbu, vegna þess að Jóhanna og Gustave voru að búa sig undir að syngja tví- söng, það er að segja — Jóhanna sagði Gustave fyrir verkum eins og endranær og hann brosti út aö eyrum eins og kjáni — eins og endranær. Þetta varð mér langt kvöld og fullt af vonbrigðum. Og þegar Eug- ene fór, um ellefuleytið, gerði hann hvorki að kyssa mig né segja nokk- uð markvert. Jafnvel í draumum mínum um nóttina fannst mér sem ég væri að missa hann, og það fyrsta, sem mér kom i hug þegar ég vaknaði, var hvernig hann brosti við Böbu, þeg- ar hún söng ,,Purpuralindamir‘’. Það var kalt inni í svefnherberginu svo ég flýtti mér í fötin. Glugga- rúðurnar voru hélaöar. Ég fór snemma til vinnu í búð- inni, þvi að það var laugardagur, og þá var þar alltaf mikið ann- : ríki. Ég varð að sjá svo um aö • nóg af vörum væri í hillunum áð- ! ur en búðin væri opnuð. — Jæja, góða, sagöi frú Burns, : þegar ég kom inn í búöina, Hún jhafði skroppið niður til að ná sér ; í nýtt kjöt í matinn. Ég var £ káp- unni góðu. Frú Burns dáðijit mjög að henni, og ég sagði henni, að Eugene Gaillard hefði gefið mér hana. Hún starði á mig. — Hvað ... hann? spurði hún. Ég gat mér þess til hvað hún ætlaði að segja, áður en hún kom orðum að því. Hann var kvæntur maður, sagði hún með viðvörunar- hreim í röddinni, og guð mátti vita hve margar ungar og saklausar stúlkur hann hafði leitt fyrstu skrefin á braut til glötunar. Saklausar stúlkur fyrirfinnast ekki, hugsaði ég. Þær eru aliar slóttugar veiðibjöllur, eins og Baba og augun í þein_ loga af girnd. Ég spurði hvort hann væri í raun- inni kvæntur. Hún kvaðst hafa lesið um það í blöðunum, fyrir svo sem tveim árum. Þau höfðu þá sagt frá því, begar hún var flutt á sjúkrahúsið eftir að hafa reynt að fremja sjálfs morð með því að skera á slagæð- ina á úlnliðnum. Og konan, sem lá í næsta rúmi við hana í sjúkrahús- inu ræddi við blaðamanninn, en hún kvaðst hafa þekkt Eugene Gaillard, frá því hann var bláfá- tækur stráklingur. — Hann kvæntist bandarískri stúlku. Hún var listmálari eða leik- kona, eða etthvað þess háttar, sagði frú Burns. Ég lét kápuna detta í gólfið, rétt eins og druslu. Ég hat- aöi hana. Þá. — Já, hann ér hættulegur, sagði frú Burns og lét nokkur egg i pok- ann handa sér. Síðan fór hún aftur upp í íbúð þeirra hjóna. Ég lokaði augunum, og þaö lá við sjálft að mig svimaði. Þarna kom skýringin á öllu saman — hlédrægni hans, sveitasetrinu, frá- sögnum hans af eyðilegum söndun- um í Kaiiforníu, einmanaleika hans. I Ein sorgin minnir á aðra. Þegar! ég stóö þarna og virti fyrir mérj nýju kápuna, sem lá samanvöðluð, á gólfipu við fætur mér, minntist i ég kvöldsins, þegar mamma drukkn j aöi, og hvernig ég hafði haldið dauðahaldi i þá heimskulegu von, að það væri einhver misskilning- ur, og hún mundi birtast í dyrunum Ijóslifandi, þá og þegar og spyrja fólkiö sem syrgði hana hvers vegna það væri svo dapurt. Eins bað ég til guðs þessa stund- ina að hann væri ekki kvæntur. — Góði guð, gefðu það að hann sé ekki kvæntur, hvíslaði ég, en vissi þó, að bænir mínar voru gersamlega vonlausar. „Hef ég annars nokkum tíma kysst þig?“ spurði hann allt í e!nu. Qg Tarzan tekst aS snúa Ngura tíl fylgis við sig. Hann telur hann á að réttar muni vera aö breyta um lifnaöarhætti og vonjur Mambumanna. Alian tímann á meðan ftitast Tarzan DELlBERATELy SLOWS HIS ‘ SLASHWG ACTION - BRB4GIHG A NERVOUS PARRV FROM HIS OPPOIÆHT. TUS PRETEWD TO F1ERCELY/...AND S I SAV/ Úti og innihurðir B. H. WEISTAD S Co. Skúlagötu 63 III. hœð Sími 19133 • Pósthðlf 579 R'ÖREI NANGRUN Einkaleyfi á fljótvirkri sjálflæsingu þeir bcrjast upp á líf og dauða. „Ágætt hjá þér sonur minn!“ hrópar höfð- inginn. „Rektu hnifinn f hann!“ „Nú er komið að úrslttastundinnl, Ngura“, segir Tarzan. „Hvað ætlarðu þér aö gera ? Það sem ég hef ráðlagt þér, eða...“ KOVA er hægt að leggja beint í jörð KOVA röreinangrun þol- ir mesta frost, hitabreyt- ingu og þrýsting KOVA þolir 90°C stöðugan hita Verð pr. metra: 3/8" kr. 25.00 T’kr.40.00 1/2”kr.30.00 l^"kr.50.00 3/4"kr.35.00 iy2"kr.55.00 KOVA Umboðið SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI24133 SKIPHOLT 15

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.