Vísir - 25.10.1967, Síða 1
VISIR
57. árg. - Miðrikudagur 25. ofctóber, 1967. - 245. tbl. (
Olvuð kona sökuð um að
höfuðkúpubrióta mann
Maður einn fannst höfuðkúpu
brotinn í húsi einu i miðbænum
í gærkvöldi. Leikur grunur á,
að hann hafi verið sleginn í
höfuðið með borðfæti í mis-
klíð, sem snrottið hafi upp milli
hans og húsráðanda í ölæði.
Húsráðandi og gestur, sem mun
hafa verið náiægur þegar atvik
ið átti sér stað, gistu í nótt
fangageymslu lögreglunnar að
Síðumúla, en vegna ölæðis
þeirra reyndist ekki unnt að
yfirheyra þau í gær.
Það var leigubílstjóri frá Bæj
arleiðum, sem tilkynnti lögregl-
unni um slasaða manninn. Kom
hann niður á lögreglustöð, þeg-
ar klukkan var gengin á 9. tím-
ann, og kvaðst vilja tilkynna
um mann, sem hann teldi mikið
slasaðann og lægi í húsi við
Bergstaðastræti. Hús þetta hef-
ur oft komið við sögu lögregl-
unnar áður, en nokkrum sinnum
hefur hún verið kvödd þangað
vegna óreglu húsráðanda, sem
er kona, og gesta þar. Meðal
annars vaknaði þar einn morg-
un fyrir nokkru, bóndi utan af
landi, sem setið hafði þar að
drykkju kvöldið áður, og sakn-
aði þá töluverðrar peningaupp-
hæðar úr vösum sínum.
Þegar lögreglan kom á stað-
inn til þess að vitja um slas-
aða manninn, mætti hún kon-
unni, húsráðanda, drukkinni og
gesti hennar, sem einnig var
undir áhrifum. Ekkert orð hafð-
ist upp úr þeim af viti, en inni
lá maður meðvitundarlaus með
Framh. á 10. síðu.
TÆKNISKÓUNN í NÝJU HÚSNÆÐI
Tækniskóli íslands er fluttur í nýtt húsnæöi að Skipholti 32, en skólinn keypti þar eina hæð í húsi Verzl-
anasambands íslands og hófst kennsla í undirbúning sdeildum í hluta hins nýja húsnæöis fyrir skömmu.
3 LEIKKONUR
/ BILSL YSI
Það slys varö á móts viö Eyri
f Hvalfiröi um þrjúleytiö í gær,
að jeppabifreið valt út af veg-
--------------------------------
Þór eltir uppi brezkan togara
Stö&vaði flóttarm eftir sex skot — Enginn fógeti viðstaddur á 'óllu
Austurlandi til jbess að taka mál skipstjórans fyrir \
Varðskipið Þór kom í gær með
brezkan togara til Seyðisfjarðar,
en togarinn var staðinn að
veiðum tvær sjómílur innan
lögsögu, úti af Glettingi. Skip-
verjar togarans brugðust hart
-----------------------------:-------$>
Form. Barnavemdamefndar
Þórshafnar kemur til Reykja-
vikur vegna Bjargsmálsins
Formaður barnaverndarnefndar
Þórshafnar í Færeyjum, Jakob Al-
dul, kemur til Reykjavíkur í kvö.ld,
vegna máls færeysku stúlkunnar
Marjun Gray, sem strauk frá
stúlknaheimili Hjáipræðishersins á
Seltjarnarnesi, Bjargi, í fyrri viku.
Hann tilkynnti dr. Gunnlaugi Þórð-
arsyni komu sína í símtali í gær,
en Gunnlaugur á sæti f Barnavemd-
arráði íslands, sem hefur hafið rann
sókn á rekstri stúlknaheimilisins.
Dr. Gunnlaugur sagði Vísi í morg-
un, að hann hefði spurt Aldui,
jÚr öskunni...!
* •
„ , •
• Kvikmyndasagan, sem nú •
Jhefst í Vísi, er byggð á skáld-J
• sögu franska höfundarins Hub- •
Jert Monteilhet, sem hvarvetna.
Jhefur vakið mikla athygli. Þarna J
egerast hinir ótrúlegustu atburð-*
Jir, en á sennilegan hátt, og sag-J
• an er jöfnum höndum mögnuöj
• æsilegri spennu og miskunnar- •
Jlaus krufning á sálarlífi þeirra, J
• sem höfundurinn leiðir fram íj
Jsviðsljósið. Aðalhlutverkin í«
J kvikmyndinni leika MaximilianJ
• Schell, Samantha Eggar, Ingrid*
jThulin og Herbert Lom. J
• •
••••••••■••■••••••••••••
hvort hann ætlaði að fara fram á
að fá leyfi til að taka stúlkuna með
sér til Færeyja, en Aldul vildi ekki
svara því. Tjáði þá dr. Gunnlaugur
Aldui, að Barnaverndarráð myndi
Framh. á 10. síðu.
við, þegar varðskipiö kom að
þeim. Hjuggu þeir vörpuna frá
og sigldu til hafis á fullri ferö.^
Hættu þeir ekki fióttanum fyrr
en varðskipið hafði skotiö að
þéim sex lausum skotum. Tog-
arinn var þá kominn 1,2 sjómíi-
ur út fyrir Iandhelgislínuna.
Togarinn heitir Lord Tomas
Edder H 174 frá Hull, 722 lestir
að stærð. Hann var meö 500
kitt af fiski um borð.
Skipstjórinn, David Atkins-
son er aðeins 27 ára gamall.
Enginn fógeti var heima á
öllu Austurlandi til þess að taka
mál togarans fyrir, en sýslu-
menn og bæjarfógetar héraðs-
ins eru allir á ráðstefnu í Reykja
vik um þessar mundir. En
Jakob Möller, fulltrúi bæjarfó-
geta á Seyðisfirði mun vera
á leiöinni austur til þess að hefja
réttarhöldin og verður málið
væntanlega tekiö fyrir í dag.
inum og voru í henni leikkon-
urnar Herdis Þorvaldsdóttir,
Brynja Benediktsdóttir og Vala
Kristjánsdóttir og lftil telpa að
auki, og mun Brynja hafa fót-
brotnað og Vala hlotiö höfuö-
högg, en Herdís og telpan slopp
ið ómeiddar. Varð að aflýsa
sýningu á „Jakob“ hjá Leikfé-
laginu Grímu í gærkvöldi vegna
meiðsla Brynju, en hún leikur
þar stórt hlutverk, og er nú ver
iö aö æfa Margréti Guðmunds-
dóttur í hlutverki Brynju i „ít-
ölskum stráhatti“, en sýning á
honum er í kvöld, í Þjóðleikhús-
inu.
Húni II með 1000 tunn-
ur í Jökuldjúpi í nótt
Fáir bátar eru ennþá komnir á
sildveiðamar hér vestanlands, en
eins og Vísir skýrði frá í gær,
fannst mikið magn af isíld vestur í
Jökuldjúpi og virtist þar um all-
góða sild að ræða.
Fjögur skip héldu út í Jökuldjúp
í nótt. Húni II fékk þar 1000 tunn-
ur í tveimur köstum, en hann fekk
þar 300 tunnur í gær. Hin skipin
munu hafa komið fullseint á mið-
in, en síldin er ekki almennilega
uppi nema seint á kvöldin og fyrri
part nætur. Húni II landar sildinni
i frystingu hjá Júpíter og Marz.
Tilboð í Listahúsið opnuð:
MUNURA HÆSTA 0G LÆGSTA TIL-
B0ÐI REYNDIST 13.5 MILLJ. KR.
^ Óvenjumikill munur
varð á tilboðum í Lista-
húsið, sem Reykjavíkur-
borg og Félag ísl. mynd-
listarmanna munu reisa
á Miklatúni, en tilboð í
húsið voru opnuð hjá
Innkaupastofnun Rvík-
urborgar 12. október. —
Munur á lægsta og
hæsta tilboðinu var
13.478.000 kr., en Thor-
ben Fredriksen, inn-
kaupasjijóri Reykjavík-
ur, sagði að þetta væri
óvenjumikill munur.
Alls bárust 6 tilboð í bygg-
ingu hússins. Lægsta tilboðið
var frá Dagfara s.f., 32.350.000
kr., en hæsta frá Almenna bygg-
ingafélaginu h.f., 45.828.000 kr.
Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp
á 34.082.000 kr. Önnur tilboð í
húsið voru: Sveinbjöm Sigurðs-
son, 36.729.000 kr., Ármannsfell
38.600.000 kr., Magnús K. Jóns-
son 39.650.000 kr. og Ingibjart-
ur Árnason 43.784.828 kr. (ó-
venjuleg nákvæmni).
í útboðslýsingunni er ekkl get
ið um hvenær verkinu á að vera
lokið, en sagt að þegar skuli
byrjað á verkinu og samningar
liafa verið undirritaðir við verk-
taka og skal hraða því eftlr föng
um. Nánari timaákvörðun verð-
ur samningsatriöi. — Tilboðin
eru í húsið fullfrágengið.