Vísir - 25.10.1967, Side 12
12
V1SIR . Miðvikudagur 25. október i»e7„
Formálskafli.
París, 1. nóvember, 1945.
Frá Benjamín Dalsac,
rannsóknardómara.
Til ungfrú Fabienne Wolf,
París.
Ungfrú!
Þegar ég nú skrifa yður, þrem
dögum eftir sorglegt andlát móður
yðar, aðfaranótt þess 30. sí. mán-
aðar, leyfi ég mér að taka fram,
að ég hef ekki neinar heldar sann-
anir, sem skera úr um það hvort
heldur þar hafi veriö um að ræða
morð, sjálfsmorð eða slysadauða.
Og að ég tel það einnig harla ólík-
legt, miðað við allár aðstæílur, að
fram komi nokkrar slíkar sannanir
— gasleki að næturþeli er fyrir-
brigði, sem ekki er auðvelt að rann-
saka.
En nú vill svo til, að hingað á
skrifstofuna hefur borizt dagbók
rituð af móður yðar, og nær' yfir
tímabilið frá heimkomu hennar til
dánardægurs. Þessi dagbók er að
sjálfsögðu ákaflega mikilvæg sem
málgagn, og sjaldgæft að rannsókn-
arembætti berist slíkt plagg í
hendur, að minnsta kosti nú oröið.
Athugun þessa málgagns hefur
sannfært mig um, að tilgátan um
morð sé langsamlega sennilegust
— bæði þér og stjúpfaðir yðar
höfðuð næga ástæðu til að freista
slíks örvæntingarúrræðis. Og þér
vitið eins vel og ég, að ekkert
hefði verið auðveldara en að fara
heimfrá Versölum, læðast upp stig-
ann og opna gashanann.
Hins vegar tel ég víst að þér
bendið á, að í nefndri dagbók fyrir-
finnist ekki nein sú sönnun, sem
byggð verði á morðákæru gegn öðru
hvoru ykkar, fyrir lögmætum dóm-
stóli. Þar er ég yöur sammála. Og
það veldur mér ekki nfeinum á-
hyggjum. Ég, gerist þreyttur á játn-
ingum, sem fengnar eru með þving-
unum og endalausum yfirheyrslum,
og sakbomingurinn tekur svo til
baka daginn eftir. Þegar maður
nálgast eftirlaunaaldurinn, verður
hann ósjálfrátt fágaðri í starfsaö-
ferðum og mildari. Ég ætla þvi að
meðhöndla þetta mál, sitjandi í
skrifborðsstólnum, fyrir bréfaskipti
eingöngu. Það er að sínu leyti há-
mark tækninnar að hafast ekki að
nema hið allra nauösynlegasta.
Stjúpfööur yðar læt ég lausan
allra mála í bili. Ég læt færa hann
í varðhald I dag af ástæöum, sem
ekkert eiga skylt við hinn hörmu-
lega lokaþátt þess sorgarleiks,
sem hér er um aö ræða. Hann hef-
ur ekki skaphöfn til að þola varð-
hald. Hann varð mállaus af skelf-
ingu, svo það ráð kæmi okkur ekki
að miklu gagni.
Þess vegna vel ég auðveldustu
leiðina, og skrifa yður, sem hingað
til hafið ekki látið neitt til yðar
heyra. Ég sendi yður dagbókina
einnig — tek það fram, að ég hef
ekki einu sinni gert mér það ómark
að láta ljósmynda hana. Þegar þér
lesið hana, mun yður auðveldara að
skilja þá undirstrauríia, sem að
síðustu brutust upp á yfirborðið í
iðukasti ógæfunnar. Þér munuð
komast að raun um, að um tvo
líklega moröingja er að ræða, og
svo segið þér mér á morgun hvor
þeirra sé hinn seki. Ég er þess
fullviss, aö þér munuö segja mér
sannleikann: þér eruð ung og hafið
ekki enn glatað hæfileikanum að
finna til. Tárin eru forréttindi yðar
aldurs, og ég vona að þér leggið
ekki neinar hömlur á þau.
Auk þess eruð þér eina mann-
eskjan, sem veitt getur mér aðstoð.
Ef þér gerið það hins vegar ekki,
þá verður morðgátan aldrei leyst.
Þá verður litið á þetta sem sjálfs-
morð eða slysadauða og skiptir þá
ekki máli hvort heldur.
Eins og þér sjáið, auðmýki ég
sjálfan mig, með því að leggja
þannig allt mitt ráö £ yðar hendur.
Loks býð ég yður leiðsögn, reynist
hennar þörf. Ég er fyrst og fremst
samvizkusamur starfsmaður, ekki
neiii forynja.
Sendimaður minn færir yöur
bæði bréf mitt og dagbókina um
áttaleytið £ kvöld. Ég get séð yður
£ anda, þar sem þér sitjið £ hæg-
indastól i bjarma leslampans og
hugið að þessum orðum, sem einu
sinni voru lffi þrungin.
Megi það verða yður gagnlegur
lestur.
FYRSTI KAFLI
20. júní 1945.
Steig út úr lestinni að Gare de
l’Est. Á leiðinni varð mér hugsað
til þess, er ég var flutt á brott i
gripavagni, ekki alls fyrir löngu.
Ég hafði svarið, að mér skyldi ekki
verða hugsað til hins liðna. En
hvernig getur maöur varizt hugsun-
inni um þaö, sem hann reynir með
öllum ráðum að forðast að hugsa
um...
Svaf. eins og mér var unnt í mót-
tökuheimiíinu.
Þegar ég vaknaði, gekk ég nokk-
uð um Paris, þrátt fyrir þreytuna.
Öðru hverju rumskuðu endurminn-
ingamar, það'kom kökkur £ háls-
inn á mér án þess ég fengi að gert.
Innan stundar varð ég þó ósnortin
af umhverfinu og gekk eins og í
leiðslu. Hætti að finna til.
Nú rifjaðist upp fyrir mér und-
arlegt slys á ferðalaginu. 1 klefa
með mér var kona með tvö börh
og sat úti við opinn gluggann. —
Yngra bamið, sennilega ársgamalt,
grét hástöfum. Þegar ég starði á
bamið, í von um að það þagnaði
við, sagði konan við það og hvessti
á það augun: „Ef þú grenjar svona,
fleygi ég þér út um gluggann, £ úlf-
ana.“ Andartaki siðar brá konan
sér út úr klefanum. Bamið grét þá
hærra en nokkru sinni fyrr. Litla
systir þess, sem hlustað haföi á
orð móðurinnar, greip bamið þá
allt í einu og fleygði þvi út um
klefaghiggann og hált að sjálfsögðu
að hún væri þar að framkvæma
vilja hennar.
Nei, þetta hafði ekki djúpstæð
áhrif á mig. Enn eitt tilgangslaust
morð, hugsaði ég og fór út á gang-
inn £ von um aö ég fengi þar næði.
Ég verð að hvila mig.
Ég heimsótti herra Hardouin um
kvöldið. Eftir árslangt sambýli við
dýrseðlið mannlegu holdi klætt,
var það blessuð hvild að tala við
menntaðan og siðfágaöan mann.
Hann lét vísa mér inn eftir andar-
taksbiö, óskaði mér með hófsömu
orðavali til hamingju með endur-
heimt frelsi mitt, reyndi eftirmegni
að láta sem hann tæki ekki eftir
því að ég hefði breytzt, og varað-
ist allar ofbeinar spumingar varð-
andi þjáningar mínar, af ótta við
að ég kynni aö taka þær sem lág-
kúrulega forvitni.
Með trúnaðarhreim i röddinni,
sem var i senn bæði dapurleg og
fágleg, tók herra Hardouin aö þylja
mér, ótal dánardægur ættingja og
vina, náskyldra og fjarskyldra eöa
tengdra, þaö var helzt að heyra
að allt þetta fólk, sem maður hafði
þekkt, hefði beöið bana. Dauði
sumra var opinberlega viðurkennd-
ur og eigur þeirra komnar til
skipta; aðrir voru horfnir, og eng-
in von um aö þeir væra enn' á lífi
... Dachau, Bergen — Belsen,
Struthof, Buchenwald, Dora, Orian-
enburg ... það hafði kostað hina
víðtækustu og nákvæmustu rann-
sókn að komast að áreiðanlegum
niðurstöðum. Að sjálfsögðu hafði
ég búizt við slæmum fréttum, en
ekki svo hörmulegum tiðindum. Ég
var buguð.
FELAGSLÍF
VlKINGUR,
handknattleiksdeild.
Æfingatafla fyrir veturinn 1967
-1968.
Sunnudaga
kl. 9,30 4. fl. karla
- 10,20 - - —
- 11,10 3. fl. karla
- 13,00 M., 1. og 2. fl.
karla
- 13,50 ---------—
Mánudaga
kl. 19.00 4. fl. karla
- 19.50 3. fl. karla
- 20.40 M., 1. og 2. a
kvenna
- 21.30 - - -
Þriðjudaga
kl. 21.20 M., 1. og 2. a
karla
- 22.10 - - —
Fimmtudaga
kl. 19.50 M., 1. og 2. fl.
karla
— 20.40 — - -
Föstudaga
kl. 19.50 3. fl. kvenna
Laugardaga
t kl. 14.30 3. fl kvenna
Æfingar fara fram í íþróttahúsi
Réttarholtsskólans, nema þriðju-
daga, en þá eru þær I Iþrótta-
höllinni í Laugardal. — Æfing-
amar byrja þann 15. sept. Ný-
ir félagar eru velkomnir.
Mætið vel frá byrjun
Þjálfarar.
T
A
R
Z
A
N
yOU'KE HOT A WOMAN—'rtXJ'KE A
BUSIMESS AAACHINE-COLÞ AWP
CALCULATIKI6! WELL, MAYBE
VDU CAN CALCULATE YOUK WAY
TAKZAU AMÞ X ARE STILL CCHWS
TD Tf?y TO STOP THE PAYROLL
STEALIKI6... KIOT FOK YDUK SAKE,
BUT FOK THE PLAUTATIOU WOKKERS!
í* NOT STAYIN6
HEKE TO BE .
SUBJECTEÞ TO
YOUK INSULTS! .
„Ég vildi fóma mifclu til að fá að gæta „Þér eruð ekki kvenmaður, þér eruð við-
„Við Tarzan ætlum okkur eigi síður að
yðar, ungfrú, — „en nú stendur mér gersam-
lega á sama um yður.“
skiptavél, köld og yfirveguð. Þér getið kann-
ski reiknað út einhverja leið fyrir yður til
Banaga.“
reyna að stöðva leiðangursþjófana, ekki yð-
ar vegna, heldur vegna verkamannanna." —
„Ég ætla mér ekki að hlýða á móðganir yð-
( ar lertgur."
Sölubörn öskust
Hafið samband við
afgreiðsluna
Hverfisgötu 55.
VÍSIR
RAUÐARÁRSTiG 31 SlOfll 22002
METZELER
Vetrarhjólbarðarnir koma snjó-j
negldir frá METZELER verk-
smiðjunum.
BARÐINN
Ármúla 7. Sími 30501.
HJÓLBARÐASTÖÐIN
Grensásvegi 18. Sími 33804.
AÐALSTÖÐIN
Hafnargötu 86, Keflavik.
Simi 92-1517.
Almenna Verzlunarfélagið
Skipholti 15. Sftni 1*0199.
Eldhúsið, sem allar
húsmœður dreymir um
Hagkvœmni, s'tílfegurð
og vönduð vinna á öllu.
Skipuleggjum og
gerum yður fast
verðtHboð.
Leitið upplýsinga.
Knútur Bruun hdl.
Lögmannsskrifstofa
Grettisgöfu 8 II. h.
Sími 24940.
I III I I I
L.AUOAVEQ1 -133 almi11785