Vísir - 25.10.1967, Síða 5

Vísir - 25.10.1967, Síða 5
V í SIR . Miðvikudagur 25. október 1967. 6JAUARH0RN Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna Ritstjóri: Sigurður Á. Jensson Birgir ísl. Gunnarsson formaBur S.U.5. 19. bingi S.U.S. lauk á sunnudag — 180 fulltr. sóttu þingið Nítjánda þingi S.U.S. lauk sl. sunnudag, en þaö var sett á föstudag. Birgir ísl. Gunnarsson hæstaréttarlögmaður var kjörinn formaður til tveggja ára. Aðrir í stjórn: Björgólfur Guðmundsson verzl- unarmaður, Reykjavík. Ellert B. Schram, skrifstofustjóri, Reykja- vík. Halldór Blöndal, blaðamaður, Reykjavík, Herbert Guðmunds- son, ritstjóri, Akureyri. Jón E. Ragnarsson, fulltrúi. Reykjavík. Lárus Jónsson, bæjargjaldkeri, Ólafsfiröi. Ólafur B. Thors, deild- arstjóri, Reykjavík. Óli Þ. Guð- bjartsson, ' kennari, Selfossi. Ragnar Kjartansson, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík. Sigurð- ur Hafstein, lögfræðingur, Reykjavík. Steinþór Júlíusson, bæjarritari, Keflavík. Sturla Böðvarsson, trésmiður, Ólafsvík. Sveinn Guðbjartsson, útvarps- virki, Hafnarfirði. Valur Valsson, stud. oecon, Reykjavík. Við setningu ávarpaði Geir Hallgrímsson þingið og dr. Bjarni Benediktsson form. Sjálfstæðis- flokksins. Síðar mun verða get- ið um ályktanir þingsins hér á síðunni. Birgir lsl. Gunnarsson. Frá SUS-þingi: Ámi Grétar Finnsson fráfarandi form. setur þingið. r _ Olafur B. Thors endurkjörinn formuður Heimdallur Aðalfundur Heimdallar var hald- Thors form. félagsins, setti inh í fyrra mánuði. Ólafur B. fundinn og flutti skýrslu stjóm ^Heimdallur EB FÉUG UNGA FÓLKSINS Ólafur B. Thors. ar, sem bar vott um mjög öfl- uga starfsemi félagsins. Kom þar m. a. fram, að félagaaukning var mjög mikil, sem er áþreifanlegur vottur þess, að unga fólkið og Sjálfstæðisfl. eiga samleiö. 1 stjóm Heimdallar fyrir næsta starfsár voru kosnir: Ólafur B. Thors, form. Aðrir f stjóm:: Björgólfur Guömunds- son, varaform., Ámi Ól. Láms- son, ritari, Jón Sigurðsson gjald- keri, Andrés Andrésson, Guö- brandur Ámason. Ingi Torfason, Magnús Hreggviðsson, Pétur Sveinbjarnarson, Sigurður Ág. •Tensson, Stefán Pálsson Steiness, Vigfús Ásgeirsson. EINMENNINGS- • • KJORDÆMI Stjóramálayfírlýsing aðalfundar Heimdallar Á aðalfundi Heimdallar var samþykkt eftirfar- andi stjómmálayfirlýsing, þar sem m.a. er bent á að: — treysta beri efnahags- gmndvöll útflutnings- atvinnuveganna, — koma eigi á einmenn- ingskjördæmum, — áherzla sé lögð á lausn húsnæðismála, — endurskoðun skóla- kerfisins sé aðkall- andt. Á AÐALFUNDI sínum óskar Heimdallur að koma eftirfarandi samþykktum um stjórnmálavið- horfið á framfæri, en vísar að öðru leyti til stefnuskrár félags- ins. Það sem virðist brýnast í þjóð- málum er að treysta efnahags- grundvöll útflutningsatvinnuveg- anna með aukinni tækni og fjöl- breyttari framleiðsluvörum, ör- uggri markaðsaðstöðu og mynd- un varasjóða í góðæri til þess að jafna afkomuna frá ári til árs. Þótt sjávarútvegurinn muni framvegis vera langþýðingar- mesta framleiðslugreinin, þá er mikil áhætta fólgin í því að treysta svo að segja eingöngu á sjávarafla til gjaldeyrisöflun- ar, vegna örðugrar markaösað- stöðu, óstöðugs verðlags og mis- jafnra aflabragða. Nauðsynlegt er því að haida áfram að vinna að stofnun nýrra útflutnings- framleiðslugreina og er ítrekaður stuðningur við nýtingu náttúru- auölinda, stóriðju og erlenda fjárfestingu hérlendis með þeim kjörum, sem eru aðgengileg fyrir íslendinga. Utanríkisþjónustan verðí endurskipulögð og verði megináherzla lögð á markaðs- öflun og aðstoð við utanrikis- verzhmina. Lýst er stuðningi við þá al- Miða uppbyggingu atvinnulffs og þjónustu úti um landið, sem átt hefur sér stað sl. tæpan ára- tug, sérstaklega er bent á þjóð- hagslegt og félagslegt gildi greiðra samgangna um allt land- ið. Nauðsynlegt er að landið geti framleitt sem flestar land- búnaðarafurðir fyrir innanlands- markað, en útflutningur land- búnaðaraafurða orkar tyfmælis og offramleiðsla og skortur skipulagningar er bæði land- búnaðinum og þjóðinni í heild til tjóns. Nauðsynlegt er að all- ir atvinnuvegir standi fjárhags- lega á eigin fótum, enda geta opinberir styrkir til atvinnuvega til sjávar og sveita ekki verið nema til skamms tíma og miðast við óeðlilegt ástand, sem leitazt er viö aö breyta. Bent er á nauðsyn þess aö minnka verulega þann mun, sem er á menntunar og félagsað- stöðu fólks, eftir því hvar það býr á landinu. Mikil breyting hefur átt sér stað í búsetu fólks um landiö samfara breyttum atvinnuhátt- um. Fólk hefur flutt úr dreif- býli í þéttbýli, einkum hefur átt sér stað þéttbýlismyndun á Reykjavíkursvæðinu. Af þessari þróun hafa leitt mörg vanda- mál, ekki aðeins þar sem byggð- in hefur gisnað, heldur miklu fremur, þar sem byggðin hefur þétzt. Þessu síðarnefndá vanda- máli, sem er nýtt hérlendis, hef- ur ríkisvaldið ekki sinnt sem skvldi, t. d. húsnæðismálum og ýmsum félagsmálum, sem geta ekki talizt einangruð sveita- stjómarvandamál f Ijósi þessar- ar þróunar. Bent er á, að nú búa tæplega 70 af hundraði íslend- inga í kaupstööum, en rúmlega 60 af hundraði^ 1950. Þessi sam- anburður verður mun gleggri, ef teknar eru eldri tölur. ' Bent er á það mikla ósam- ræmi, sem er í tölu alþingis- manna Reykjavíkur og ná- grannabyggðanna miðað við aðra landshluta. Á meðan ekki er úr bætt, er ekki hægt að segja að íbúar höfuðborgarsvæðisins njóti lýðræðis á borð við aðra lands- menn. Úr þessu verður að bæta hið fyrsta og virðast einmenn- ingskjördæmi um allt land bezta lausnin á þessu máli. Áherzla er lögð á, að hús- næðismálin eru brýnasta hags- munamál unga fólksins. 1 þeim málum er þörf stórátaks, og vitn- ar félagið I fyrri samþykktir sfn- ar um þau mál. En meðan skipu- lag þessara mála er með þeim hætti, er nú tiðkast, verður að tryggja að Húsnæðismálastofn- un ríkisins fái til meðferðar nægilegt fé til þess að sinna öll- um réttmætum umsóknum. Endurskoða verður og efla skólakerfið og auka að mun fjárstuðning við háskólann, vís- indi og tækni. Rannsóknir og á- kvöröun um framtíðarskipan þessara mála má ekki dragast lengur, enda hefur seinagangur f þessum efnum þegar valdið þjóð hagslegu tjóni. Lögð er á það áherzla, aö efnaleg velmegun er litils virði, ef hér á landi er ekki fjölbreytt og þróttmikið menningarlíf og starfsemi, sem allir geti notið sér til þroska og ánægju. Sjálfstæði og fullveldi Islands verður ekki tryggt, nema með vörnum með einhverjum hætti. Fyrirkomulag og styrkleiki varn- anna er hins vegar matsatriði á hverjum tima. Sameiginlegar vamir með vinaþjóðum eða pjóS- um er það fyrirkomula^. sem bezt hentar Islendingum, enda erum við ekki sjálfum okkur nóg- ir á þessu sviði, vegna fjárskorts og mannfæöar. Óskhyggja ístöðu- lítilla aðila, sem halda öðm fram, er öryggislega hættuleg og fjárhagslega ábyrgðarlaus. íslend- ingum ber því eftir megni að stuðla að varnarsamvinnu lýð- ræðisþjóða við Norður Atlants- haf og vera hlekkur I slíku vam- arsarostarfi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.