Vísir - 25.10.1967, Síða 3

Vísir - 25.10.1967, Síða 3
I V í S IR . Miðvikudagur 25. október 1937. 3 VIÐ ELLIÐAVOG ]yú eru þeir að fylla upp í Ell- iðavoginn og aka hverjum bílfarminum á fætur öörum út í sjóinn. Svo hafa þeir líka los- að sig við gamlar kirkjugarðs- hæfar bíldruslur og notað þær sem undirstöður... ja, hvílíkt snjallræði! Þó má segja, að ekki hafi enn veriö nóg gert af svo góðu, því ennþá óprýðir sam- safn úrsérgenginna bíla stór svæði innan borgarmarkanna og barf ekki að fara langt, til að líta á „dýrðina“. Máske verður skemmtigarður inn, sem á að koma f miðjan Elliðavoginn, failegur og máske verður hann athvarf borgarbúa og afþreyingarstaður ..., hver velt ? Sumir vilja halda því fram, að bað hafi verið mikill mis- skilningur að leyfa byggingar iðnaðarhúsa við voglnn vestan- verðan og enginn getur með sanni sagt að þær séu til prýði, þar sem þær hjika kumbalda- legar á fjörukambinum. Þetta eru verkstæði og vinnustofur af ýmsum gerðum og stærðum og maður sem vinnur í einu verkstæðinu sagði, að það væri aldeilis prýðilegt að vera þarna vlð voginn vestanverðan. Mað- urinn sagði, að þar væri skjól f flestum áttum og þó sérstak- lega í norðanáttinni. Svo bætti maðurinn því við, að vogurinn gæti verið anzi fallegur í morg- unsárið, en þá væri hann stund um alveg spegilsléttur. Maður- inn sagði meira að segia, að einn morguninn l'yrir skömmu, hefði hann ekki vitað hvað sneri upp eða niður á landslaginu, en hann hefði áttaö sig, þegar hann varð þess var, að hann stóð á fótunum. Myndsjáin spurði manninn, hvernig honum litist á væntan- legan skemmtigarð í voginum miðjum, og sagðist honum lít- ast vel á, ef reykinn frá mal- bikuninni, handan við voginn, legði ekki yfir garðinn, þegar þar að kæmi. Lesendur hafa vafalaust orð- ið þess varir, að Myndsjáin var á ferðinni við Elliðavoginn fyr- ir skemmstu. Þá ræddi hún við fyrrgreindan mann og fór síðan inn með voginum. Þar hitti hún tvo stráka, sem höföu komið hjólandi neðan úr Vogum og voru nú að nióta góðviðrlsins þarna innfrá. Annar strákurinn var með prjónahúfu og spuröi Myndsjáin hann að heiti og kvaðst sá heita Björn Steinar Guðjónsson og eiga heima í Gnoðavogi númer 84. — Himi strákurinn var aftur á móti húfu laus og sagðist heita Þorsteinn Þorsteinsson og eiga heima að Nökkvavogi 82. — Báðir voru þeir hinir ánægðustu með að eiga von á mynd af sér í Visi, að ekki væri talað um að hún birtist í Myndsjánni, sem svo margir lesa. Þegar Myndsiáin haföi kvatt strákana, hélt hún sem leið lá inn með voginum að austan, en þar var mikið um að vera að vanda. Stóreflis vélar hámuðu í slg stórgrýtið og bruddu það eins C" brjóstsykur og hræktu síðan i.t úr sér í fallega malar- bingi. Vörubifrcið speglaði sig í móbrúnum drullupolli og virt- ist ánægð með útlitið. Myndsjá- m hélt áfram ferðinni og stanz- aði á oddanum, sem aðskilur Elliðavog og Grafarvog, en þar er Sementsverksmiðja ríkisins að reisa stóra geyma og birgöa- skemmur með öllu tilheyrandi. Og Sementsverksmiðian er líka að bygg.ia bryggju þarna á odd- anum, en bar á að skipa upp bví sementi, seni flutt verður ofan af Akranesi og hingað til Reykjavíkur, en frá þessu var sagt í frétt í Visi fvrir skömmu og skulum við láta þetta nægja að svo stöddu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.