Vísir - 25.10.1967, Side 2

Vísir - 25.10.1967, Side 2
2 VÍSIR . Miðvikudagur 25. október 1967. FELAGSLIF Um næstu helgi leikur danska handknattleikslið- ið STADION hér í Reykja- vík, en hingað kemur það í boði Víkings. Félagið hef ur síðustu árin þotið upp í raðir beztu handknattleiks liða Danmerkur, en það er ekki lengra síðan en 1964 að liðið var í 3. deild. ínattspyrnuvertíðinni okkar er nú að mestu lokið og birtum við af því tilefni þessa bráðskemmtilegu mynd af þýzkum drengjum í knattspymu, en það er segin saga, að alltaf eru drengimir skemmtilegir í leik, enda er hugmyndaflug þeirra í leiknum ólíkt fjörugra en hjá fullorðnum. Upphafið var það, að félagið eignaðist mjög góðan unglinga- flokk, sem varð Danmerkurmeistari 1964 í sinum flokki. Vorið 1965 unnu Stadionmenn 3. deild, árið á eftir 2. deild og á þessu ári urðu þeir þriðju í 1. deild, — glæsilegur árangur hjá liðinu. Eins og er er Stadiomi 2. sæti i deildinni eftir 3 leiki, hefur unnið tvo en gert eitt jafntefli. Hér leikur Stadion 3 leiki. Vík- ingum mæta þeir á laugardaginn kl. 4, en á sunnudaginn mæta þeir íslandsmeisturum Fram kl. 4 og að lokum leika þeir við FH á þriðju- dagskvöldið kl. 20.15. Allir leikirnir fara fram í Laugardalshöllinni. L e i k m e n n: Henry Nielsen, 26 ára, kennari, lék einn leik með Kaupmannahafn- arúrvalinu 1966. (Markvörður). Lasse Petersen, 20 ára, nemi, lék einn leik meö unglingalandsliðinu 1966. (Markvörður). Bent Jörgenscn, 22ja ára skrif- stofumaður, hefur leikið 13 A- landsleiki, þar af 6 leiki með silf- urliði Dana í FM í Svíþjóð. 3 lands- kl. 18.00-19.00: 4. fl. og 3. fl karla. kl. 19.00-20.10: 1. fl. og M.fl. karla. kl. 20.10-21.10: 2. fl. karla. kl. 21.10—22.10: Kvennaflokkar. Mánudagar: kl. 22.15-23.05: M.fl. karla, 1. fl. og 2. fl. karla. Miðvikudagar: kl. 19.45—20.30: 4. fl. og 3. fl karla kl. 20.30—21.15: Kvennaflokkar. kl. 21.15—22.15: M.fl. 1. fl. og 2. fl. karla. Fimmtudagar: (Iþróttahöll) kl. 21.20—23.00: M.fl.. 1. fl. og 2. fl. karla. Mætið vel og stundvfslega. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. leiki yngri en 20 ára, 7 unglinga- landsleiki og 30 leiki með Kaup- mannahafnarúrvali. Jörgen Frandsen, 22ja ára, rafv., hefur leikið 4 unglingalandsleiki og 10 leiki með Kaupmannahafnar- úrvali. Hann er fyrirliöi liðsins. Leif Carstensen, 24. ára, flutn- ingamiðlari. Thue Lauridsen, 22ja ára, tækni- fræðinemi. Ole Bay Jensen, 27 ára, vélstjóri, hefur leikið einn leik með A-lands- liðinu og einn leik með Kaup- mannahafnarúrvalinu 1966. Ole Isaksson, 23ja ára, banka- maður. Aksel Sigersted, 22ja ára, banka- maður. Gunnar Nielsen, 22ja ára, múrari, hefur leikið 2 landsleiki undir 20 ára. Preben Staun Nielsen, 19 ára, nemi, hefur leikið 5 unglingslands- leiki. John Hansen, 19 ára, nemi, hef- ur leikið 7 unglingalandsleiki Ole Andersen, 19 ára, nemi, hef- ur leikiö 3 unglingalandsleiki. Þrír þeir síðastnefndu léku á síð- asta ári 1966/67 með unglingaliði Stadion sem varö Kaupmannahafn- armeistarar og Danmerkurmeistar- Kiartan Bergmann endurkj. form. Glímusambandsins □ Ársþing Glímusambands íslands var haldið í Reykjavík 22. október s.l. og sett af formanni sambandsins, Kjart- ani Bergmann Guðjónssyni. □ I upphafi fundarins minntist formaður fimm forystu- manna og kunnra glímumanna, sem látizt höfðu frá síð- asta glímuþingi, þeirra Benedikts G. Waage, heiðursforseta ÍSÍ, Guðmundar Hofdals, Guðmundar Guðmundssonar, Emils Tómassonar og Tryggva Gunnarssonar. Þingforsetar voru kjörnir Gísli Halldórsson, forseti íþrótta sambands íslands, og Sigurður Ingason, en ritarar Sigurður Geirdal og Höskuldur Þráinsson. Formaður gaf skýrslu um starfsemi sambandsins á s.I. starfsári, en hún var fjölþætt og mörg mál í athugun til eflingar glímuíþróttinni í landinu. Ýms mál voru tekin tii um- ræðu og afgreiðslu á glímuþing- inu. Meöal annars var rætt um glímulögin og glímusýningar í sjónvarpi. Kosin var 5 manna nefnd til að endurskoða glímu- lögin, enda leggi hún tillögur sinar fyrir stjórn Glimusam- bandsins til nánari athugunar og staðfestingar. I glímudómstól voru þessir menn kjörnir: Sigurður Ingason, Ólafur H. Óskarsson, Sigurður Sigurjónsson. Stjórn Glímusambandsins er þannig skipuð: Kjartan Berg- mann Guðjónsson. Reykjavík, formaður. Meðstjórnendur: Sigurður Er- lendsson, Vatnsleysu, Biskups- tungum, Sigurður Sigurjónsson, Reykjavík, Ólafur H. Óskarsson, Reykjavík, Sigtryggur Sigurðs- son, Reykjavik. Til vara: Sigurður Ingason, Reykjavík, Ingvi Guðmunds- son, Garðahreppi. Elías Áma- son, Reykjavík. Siguröur Geirdal, Kópavogi, baðst undan endurkjöri í stjóm sambandsins og voru honum þökkuð vel unnin störf, en hann hefur verið í stjórn þess frá upphafi. Æfingatafla körfuknattlelksdeildar KR fyrir veturinn 1967—68.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.