Vísir - 25.10.1967, Side 8

Vísir - 25.10.1967, Side 8
S Co VÍSIR UtRefandi: Blaðaútgaran vuu> Framkvæmdastjóri: Dagur Jönasson Ritstjöri: Jónas Kristjánsson AOstoÖarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgii Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olf£U-sson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, slmar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Hverfisgötu 55. Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 100.00 ð mánuði innanlands t lausasölu ttr. 7.00 eintakið PrentsudðjE Visis — Edda h.f. Mikilvægar viðræður Qreinilega hefur komið fram í stjórnmálaumræðum á Alþingi og í blöðunum, að forustumenn Alþýðu- sambands íslands taka ábyrgari afstöðu í efnahags- málunum en sumir flokksbræður þeirra á Alþingi og þinglið Framsóknarflokksins. Þeir eru vissulega ekki sammála tillögum ríkisstjórnarinnar, en þeir viður- kenna samt, að við mikinn vanda, sé að glíma í efna- hagsmálum. Sú afstaða stingur í stúf við þá afstöðu Framsóknarþingmanna og nokkurra þingmanna Al- þýðubandalagsins, að efnahagsráðstafanir ríkisstjóm- arinnar séu alveg óþarfar. Þessi skoðanamunur innan stjómarandstöðunnar stafar að töluverðu leyti af misnáinni snertingu við atvinnulífið hér á landi og vandamál þess. Forustu- menn Alþýðusambandsins skilja mikilvægi þess, að atvinnuvegunum sé ekki íþyngt, svo komizt verði hjá samdrætti í vinnuaflseftirspurn. Þeir eru ábyrgir gagnvart félagsmönnum sínum, á sama hátt og ríkis- stjórnin er ábyrg gagnvart þjóðinni í heild. Ábyrgð- arlausir lýðskrumarar á Alþingi leyfa sér hins vegar að halda fram hverri þeirri fullyrðingu, sem þeir teija hugsanlegt að fái hljómgmnn hjá almenningi, í þéirri sælu vissu, að þeir sjálfir þurfa engan efnahagsvanda að leysa. Engum ábyrgum manni dettur í hug að ræða við slíka menn um efnahagsvandamál þjóðarinnar. Öðm máli gegnir um forustumenn Alþýðusam- bandsins, sem hafa vissrar ábyrgðar að gæta. Við slíka menn er hægt að ræða um aðgerðir í efnahags- málunum. Ríkisstjórnin bauð upp á slíkar viðræður, þegar hún lagði fram efnahagsmálafrumvarpið í haust. Forustumenn Alþýðusambandsins tóku þessu boði og hófust viðræðurnar í gær. Ríkisstjórnin tók fram í upphafi, að hún væri til viðræðu um breyting- ar á fmmvarpinu, en einungis á þann hátt, að vandi efnahagslífsins yrði leystur, — eins og frumvarpið gerði ráð fyrir, en ekki hlaupið frá honum. Allir vita, að þjóðin í heild hefur orðið fyrir gífurlegri tekju- skerðingu vegna aflatregðu og lágs útflutningsverð- lags. Þessi tekjuskerðing kemur niður á þjóðinni. Samkvæmt tillögum ríkisstjómarinnar mun hún koma mildilega niður. Hins vegar yrði kjaraskerðing- m að lokum gífurleg, ef farið yrði út í verkfallastríð, knúðar fram krónutöluhækkanir á kaupi, atvinnuveg- ir stöðvuðust og gengisfelling yrði óumflýjanleg. Ekk- ert dugir að stinga höfðinu í sandinn andspænis þess- um staðreyndum. Nú hefur skyndifundur Alþýðusambandsins sent frá sér yfirlýsingu, þar sem kjaraskerðingu er vísað á bug og jafnvel hótað verkföllum til að hindra hana. Þessi yfirlýsing veikir samkomulagsvonir, sem vom þó veikar fyrir. Þrátt fyrir það em viðræðumar mikil- vægar, þótt ekki sé nema vegna þess að þar geta báð- ir aðilar skýrt sjónarmið sín í ró og næði. V í S I R . Miðvikudagur 25. október 1967. Sérlegur sendimaður páfa fór erindisleysu á fund Mindszenty Cei: asta tilraun Páls páfa VI. til þess að fá því til leiðar komið, að Mindszenty, ung- verski kardinálinn, fengi leyfi til þess að fara frá Ungverja- iandi og setjast að i Páfagarði, bar ekki árongur. König kard- ináli fór til Budapest, til við- ræðna við Mindszenty, en eftir sólarhrings dvöl hélt hann heim- leiðis, og sagði við fréttamenn við heimkomuna, að sér „væri það hryggðarefni að koma einn“. Mindszenty kardináli er nú 76 ára og hefir dvalizt í banda- rfska sendiráðinu í Búdapest í 11 ár, er hann baöst þar skjóls og verndar, eftir að hafa verið dæmdur f ævilangt fangelsi, en hinir kommúnistisku valdhafar landsins sökuðu hánn um land- ráð. Tvennt mun hafa ýtt undir, að þýssi nýja tilraun var gerð. Annað er það, að það veldur Páli páfa erfiðleikum að fá ekki endi bundinn á þetta mál, vegna þess að fyrir dyrum stendur, aö hann skipi nýja menn til starfa inn- an vébanda rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Ungverjalandi. Ekki liggur alveg ljóst fyrir, hvort það er afstaða ungverskra stjórnarvalda eða Mindszenty sjálfs, eða hvort tveggja sem veldur, að dr. König fór erindis leysu til Búdapest. Víst er þó, að áður hefir Mindszenty æ sagt að hann færi ekki frá Ungverja landi nema sem frjáls maður, eftir að allar sakir hefðu verið felldar niður gagnvart honum. Það gæti bent til ágreinings milli Mindszenty og páfastóls- ins, ef sannur væri sá oröróm- ur, að Mindszenty hafi hótað er þeir ræddust við hann og König að fara út á götu og láta leyni- lögregluna ungversku handtaka sig. Það gæti og hafa ýtt undir, að eitthvað væri gert f málinu, að sendiráði Bandaríkjanna og Bandaríkjastjóm er þag enn meira áhugamál nú en fyrr, aö / málið leysist, þar sem verið er aö gera tilraun til að koma á nánari samskiptum milli Ung- verjalands og Bandarikjanna. Nýskipaður er bandarískur sendiherra f Búdapest, Martin Hildebrand, og frestaöi. hann ferð sinni til Búdapest til þess að taka við embættinu, vegna þess að ferð dr. Königs bar ekki árangur. Geta má þess, að um þetta leyti komu fram tilgátur mn þag í blöðum Vínarborgar, að komið hefði til orða að fyrir það Mindszenty kardínáli. að leyfa Mindszenty að fara úr landi fengju ungversk stjórnar- völd kórónu Stefáns konungs helga, fyrsta konungs Ungverja lands, en sagt er, að henni hafi verið smyglað til vestræns lands eftir síðari heimsstyrjöld, til þess að koma í veg fyrir, að Rússar kæmust yfir hana. Það var þegar rússneskum skriðdrekum var beitt í Búda- pest til þess að bæla niöur upp reisnina 1956, sem Mindszenty kardfnála tókst að flýja. úr fang elsi þar f borginni, með aðstoð góðra manna. Flóttinn heppnað- ist og kardfnálinn fékk hæli í bandaríska sendiráðinu og hef- ur haft þar vistarveru á þriðju hæð byggingar sendiráðsins. Fyrir ári varg stighækkun á titlum sendiherra Bandaríkj- anna og Ungverjalands og titl- Uppþofin í Oakland Uppþot voru næstum alla seinustu viku í Oakland, Kaliforníu, eink- um f jóra síðari daga vikunnar. Söfnuðust menn saman í hundraða og þúsunda tali fyrir utan skrifstofur, þar sem menn eru skrásettir til herþjónustu f Víetnam. Til átaka kom oft miili andmælenda Víet- namstefnu Johnsons og Itigreglunnar, margir menn meiddust og margir voru handteknir. Hér er einn andmælerida á leið inn 1 skrif- stofumar til andmæla og kemst þangað með frekar óvenjulegu móti — gengur á höfðum og herðum manna í þrönginni — inn um glugga á skrifstofunni. ast þeir nú ambassadorar. Sagt er, að næstum að staðaldri síð- an er þetta gerðist, eða í eitt ár, hafi verið rætt „eftir diplomat- iskum leiðum" um framtíð kardi inálans. Mindszenty hefir járnvilja. Hann hefir ekki einvörðungu krafizt þess, að allar sakir gegn honum verði lýstar ósannar, heldur verði hann og settur inn aö nýju sem æðsti yfirmaður rómversk-kaþólsku kirkjunnar i Ungverjalandi. I framhaldsfregn um þessi mál segir, að Páll páfi hafi lagt sig mjög fram til þess að koma til leiðar, að Mindszenty fengi burtfararleyfi, og eftir þeirrí frétt að dæma, hefir afstaóa Mindszenty’s valdið, að hann „fór hvergi“, því að þar er þaó haft eftir ungverskum embæn' ismanni, að kardinálinn geti fa- ið úr sendiráðinu hvenær sen hann vilji, „og vér munum ekl<’ handtaka hann, að því tilskildu að hann fari úr landi — og konu ekki aftur“.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.