Vísir - 25.10.1967, Qupperneq 4
í nýjustu kvikmynd Marlon
Brando, ,,Nótt næsta dags", læt-
ur þessi 17 ára gamla stúlka sér
það vel lynda, þó henni sé rænt,
énda mannræninginn enginn annar
en siálfur Brando, sem hún hef-
ur dáð frá þvi, að hún var barn
að aldri. Sízt hafði henni dottið
í hug, að hún ætti eftir að leika
í kvikmynd meö honum, og enn
síður að í þeirri kvikmynd yrði
hann ástfanginn af henni, eins og
nú er látiö gerast í „Nótt næsta
dags“. Þær myndu líklega marg-
ar vilja vera í sporum hennar
Pamelu Franklin, en svo heitir
stúlkan.
Tekur skákina
fram yfir
rómantíkina
21 árs stúlka teflir til úrslita um
Bretlandsmeistaratitil kvenna / skák
Þær munu ekki niargar 21 árs
gamlar stúlkur, sem hafa svo
brennandi áhuga á skák, aö þær
taki hana fram vfir rómantík-
ina, elns og enska stúlkan Dinah
Dobson. „Ekkert rúm fyrir hugs-
un um stráka, eða giftingarhug-
leiðingar, fyrr en ég hef náð ár-
angri á alþjóölegum mælikvarða
í skák!“
Þetta segir hún sjálf, og einnig:
„Ætlir þú þér að sigra í skák,
verður þú að færa einhverjar
fórnir“.
Um þessar mundir stendur yf-
ir einvígi hennar og frú Rowena
Bruce (/~ ára) um brezka skák-
meistar, cil kvenna. J'-tta er i
annað sinn, sem þær lcöa saman
hesta sína á skákboröinu, en
fyrra skiptið var í ágúst, þegar
teflt var til undanúrslita. Ein-
vígið nú er fjögurra skáka ein-
vígi og vinni ungfrú Dobson, verð
ur hún yngsti skákmeistari
kvenna, brezkur, sem fram hef-
ur komið.
••■'-isrffiti'l-s öa is niulfttu
„Ég ákvað með sjálfri mér,
stuttu eftir að ég lauk skóla-
göngu, aö ég skyldi halda mig frá
strákum. Menn eru alltaf aö upp-
götva eitthvað nýtt í skáklistinni
og það er manni ærið nóg, vilji
maður fylgjast með í skákinni. að
safna að sér og vinna úr þeim
hugmyndum öllum og uppgötvun-
um“.
Þannig hugsar þessi brezka
stúlka. Henni mun heldur ekki af
veita í einvíginu við frú Bruce,
sem mörgum sinnum hefur unnið
titilinn, og hefur auk þess tekið
þátt í alþjóðlegum skákmótum í
Hollandi og Rússlandi. Frúin er
því mun reyndari, en Dobson er
þó vongóð, því eins og hún seg-
ir:
„Ég er öruggari um mig, þeg-
ar ég tefli gegn konu. Það eru
karlmenn, sem ég á örðugra með
að tefla við. Þeir eiga mikið betra
með að einbeita sér en konur,
hafa ayðugra ímyndunarafl og
eru sókndjarfari."
Dinah Dobson tekur skák fram yfir piita.
■5TT
Wffl
~T~T
Þjónn verður millj ónamæringur
— Hneppti að sér jakkanum og hélt áfram
að ganga um beina, er hann fékk fréttina
Að sjálfsögðu var það vaninn,
sem stjórnaði viðbrögðum Charl-
es Donald Belcher, en engu að
síður hefðu fæstir búizt við slík-
um viðbrögðum af manni, sem
fengið hefur þær fréttir, að hann
sé orðinn 3 milljónum dollara rfk-
ari. Belcher smeygði sér i þjóns-
jakkann sinn og tók að þjóna til
borðs fyrir sína venjulegu 4 doll-
ara fyrir kvöldið. Nákvæmlega
eins og hann hefur gert síðustu
árin.
Dómstólar Flórídafylkis höfðu
úrskurðað, að honum bæri með
réttu að fá afhentan sinn hlut af
arfi föður síns, sem numið hafði
14 milljónum dollara. Erfðaskrár-
ákvæðin höfðu verið á þá lund,
að stofnaður yrði sjóður af arf-
inum, sem Belcher gat ekki feng-
ið nema smáræði úr, skammtað
eftir hentugleikum manns nokk-
urs, sem var í óvinfengi við hann.
Þetta ákvæði var ógilt af dómstól
unum og arfinum skipt. — Fékk
Belcher 3 milljónir í sinn hlut,
sem hann ætlar svo að nota til
þess að kosta sjálfan sig til list-
náms.
Biðu bana í háloftunum
Það kom fyrir í Costa Ricanskri
þotu um daginn, að tveir farþeg-
anna í þotunni, sem eftir öllum
líkindum að dæma höfðu látið hjá
líða að spenna um sig öryggis-
beltin, biðu bana, þegar þotan
lenti í heiftarlegum loftstraumi.
Þaö skiptist á sterkur loftstraum-
ur upp á við, og sterkur loft-
straumur niður á við. svo flugvél-
in lét ákaflega illa. Köstuðust far
þegarnir báðir upp í loft og síðan
ýmist niður í sætin aftur, eða
á gólf farþegaklefans.
Bréf um eplasöluáróður
„Þrándur f Götu.
Er miðbærinn í Reykiavík að
verða eitthvert sölutorg fyrir
dönsk epli? — Mér er spum.
Manni flýgur ósiálfrátt f hug,
hvort hver heildsali, sem halda
vildi f áróðursherferð, gætf fyr-
irhafnarlitið lagt undir sig Lækj
artorg og Aufturstræti, flagg-
að þar pjönkum sínum og plak-
ötum? Það er engu likara. Ann-
ars skilur maður ekki hvaða
forréttinda bessi danski eplaá-
róöur nýtur. Þetta er þó varla
annað né merkiiegra en hver
önnur sölumennska þó svo að
þeir sendi hingað ráðherra á-
samt með kunnáttufólki um
eplagerð?
Mér er sem ég sjái borgaryfir
völd Kaupmannahafnar leyfa
ur, að við þurfum endilega að
veita dönskum eplum þennan
forgangsrétt inn á íslenzkan
markað? — Ekki ætlast ég til
I
Ég þakka bréfið. Þess verð-
ur vart, að fólki finnst nóg um
þessa gífurlegu dönsku auglýs-
ingaherferð. En kannski hrifur
PvmJnHGöm
Loftleiöum að hengja upp áróð-
ursplögg á Ráðhústorgi sínu ef
sendir yröu ráðherrar út þang-
að — svo tekiö sé nærtækt
dæmi.
Er verzlunarjöfnuöurinn við
Danmörku okkur svo hagstæð-
þess, aö Þrándur svari þessum
spurningum, en ég vona, að
hann komi þeim á framfæri í
dálki sinum, þvi hann hefur oft
reynzt Þrándur í Götu margs
konar óþarfa.
J. H.“
slíkur áróður, þannig að dönsku
eplin rjúki út. Ef sú verður
reyndin ættu íslenzkir kaup-
sýslumenn að hafa af því nokk-
urn lærdóm, og reyna fyrir sér
erlendis. Kannski flugfélögin
gætu selt þannig farmiða sína
á Ráðhústorginu í Kaupmanna-
höfn og íslenzkir útflytjendur
- gætu auglýst umframfram-
Ieiðslu vora á dilkakjöti á sama
hátt, á Piccadilly Circus f Lond
on. Eða þá að íslenzkir fiskút-
flytjendur taki upp þvílíkan á-
róður vestanhafs, til að hressa
upp á fiskmarkað vom, sem
virðist þurfa upplífgunar við.
En kannski myndu íslenzkir
sölumenn ekki verða eins vel-
komnir á torgum erlendra borga
og þeir dönsku hérlendis, því
að við erum enn gestrisnir, sem
betur fer.
Þrándur í Götu.