Vísir


Vísir - 25.10.1967, Qupperneq 10

Vísir - 25.10.1967, Qupperneq 10
10 I V1SIR . Miðvikudagur 25. október 1967. Giftingar- og lögræðisaldur karla: Lækkar úr 21 ari -120 ar Þrjú stjórnarfrumvörp hafa verið lögð fram á Albingi, sem fylgja í kjölfar frumvarpsins um breytingu á stjórnarskránni, þar sem ráðgert er að lækka kosningaaldur niður f 20 ár. í frumvörpum þessum er gert ráð fyrir að lögraeðisaldur iækki niður i 20 ár, gjftingaraldur karlmanna lækki niður í 20 ár og hið þriðja er um orðalags- breytingar á kosningalögunum, þar sem 20 ára komi í stað 21 árs. „Þykir það eðlilegt, ef lækk- aður verði kosningaréttaraldur, eins og ráðgert er í frumvarpinu til stjórnskipunarlaga um breyt- ingu á stjómarskránni, að önn- ur aldurstakmörk, sem byggja á líkum sjónarmiðum um al- mennan þroska og hæfni til að taka ákvarðanir á eigin mál- efnum, verði lækkuð með sam-) svarandi hætti“, segir í athuga- semdum eins frumvarpsins. f frumvarpinu um breytingar á lögum um kosningar til Al- þingis, er gert ráð fyrir, að fellt verði niður 5 ára' búsetuskilyrði fyrir kosningarétti, þannig aö kosningarétt eigi allir karlar og konur, sem : 1, eru 20 ára og eldri, þegar kosning fer fram, 2. eiga ríkisborgararétt hér á landi, 3, eiga lögheimili hér á landi, 4. hafa óflekkað mann- orð og 5. eru eigi sviptir lög- ræði. Þá er þess getiö, aö norrænar nefndir, sem starfa saman aö endurskoðun hinna norrænu hjúskaparlaga, sem eru í höfuð- atriðum samhljóöa, hafa orðið sammála um að gera tillögu um, að giftingaraldur karlmanna verði lækkaður í 20 ár, en fyrir því er einmitt gert ráð, í einu hinna þriggja frumvarpa. 4 slys í Hvalfirði á 9 tímum í gær Tvennt alvarlega slasað Miklir hálkublettir voru víða á Hvalfjarðarveginum og urðu 4 slys af þeim sökum á skömmum | tfma í gærdag. Alvarlegasta slysið . varð e mjög harður árekstur varð • skammt frá Hvammi í Kjós um hálf j tvö leytið og slasaðist tvennt al- varleg Ein kona var flutt á Slysa- ! varðstofuna og síðan á Landspítal- j ann og mun hún hafa hlotið alvar- lega áverka á brjóstkassa.^en er talin úr lífshætu. Einnig var maður fiuttur á Slysavarðstofuna og liggur hann nú á Landakoti og mun hafa fengið sprungu á höfuðbein og nef- Skógrækf rædld á Stúdentofél.fundi Stúdentafélag Reykjavíkur efnir til alrr. __. umræöufundar f Sig- túni við Austurvöll í kvöld og hefst fundurinn kl. 20.30. Umræöuefni fundarins verður: Skógrækt á ís- landi og eru framsögumenn þeir Hákon Bjamason, skógræktarstjóri og Helgi Sæmundsson, ritstjóri. Skógræktarinál hafa oft verið um- deild á íslandi og mætast þarna á fundinum nokkuð andstæð sjón- armiö, þannig aö búast má við fjörugum umræðum. öllum er he'-nill aðgangur á fund þennan. j bein. Annar bíllinn sem Ienti í þess- um árekstri er gereyðilagöur. Skömmu eftir að þetta slys varð ; urðu þrjár bílveltur á svipuðum j slóðum í Hvalfirðinum, en engin alvarleg sivs munu hafa hlotizt af þeim og enginn bílanna mikið skemmdur. Uppþot við / Herkastakmn Lögreglan var kvödd að Kirkju- stræti 2, Gesta- og sjómapnaheim- ili Hjáipræðishersins, kl. 21.20 í gærkvöldi, en bar fyrir utan húsið höfðu nokkrir unglingar safnazt saraan. Höfðu unglingamir nokkur ólæti í frammi, hrópuðu ókvæðis- orð að beim, sem Inni fyrir voro “8 grýttu húsið. Þegar lögreglan kom á staðinn, róaðist hópurinn og innan stundar hafði allt fallið í Ijúfa löð, án þess að lögreglan þyrfti að beita sér- stökum ráðstöfunum. Engin meiðsli munu hafa orðið þama á fólki, en nokkrar rúður í glugga Herkastal- ans höfðu brotnað undan skeytum unglinganna. Skipstjórinn við- urkennir að hnfu siglt til Belgíu Enn leitar toílgæzlan áfengis, sem kynni að vera komið í lnnd úr vélbátnum Ásmundi GK 30, til viðbótar því, sem þegar hefur fundizt, en það munu vera um 11 þúsund flöskur. Fóru tollveröir um borð í gömul skipsflök, sem liggja inni á sundum, og Ieituöu þar, og einnig var leitað á fleiri stöðum í landi, en ekkert áfengi fannst. Skipstjóri bátsins var yfirheyrð- ur í gær og viðurkenndi, að þeir félagar hefðu siglt til Ostende í Belgíu og lestað um 1000 kassa af genever, en meginhluti smyglsins var genever, aðeins nokkrir kass- ar af bjór og öðru áfengi. Margt liggur þó óupplýst enn í málinu, t. d. hvernig þeir hafi komizt inn í höfnina þar, án þess að sýna lög- mætlega útfyllt skjöl yfirvalda héð an o. fl. Lögregla og tollgæzla hafa enn ekki leitað af sér allan grun um það, að áfengismagnið kunni að hafa verið meira, en komið er í ljós. Þó er talið að eitthvað hafi brotnað og farið forgörðum í ó- veðri, sem geisaði á Atlantshafi, þegar þeir félagar voru á leiðinni heim frá Belgíu. Bjargsmólið — Framhalu af bls. 1. fyrir sitt leyti ekki leyfa að stúlk- an færi til Færeyja og þýddi þvi sennilega lítið að fara fram á slíkt. Að öðru leyti er óvitað um tilgang hingaðkomu Aldul, en sennilega vill hann aðeins fylgjast með rann- sókn Bjargmálsins. — Þess má geta að Aldul er baptisti eins og tveir aðrir, sem sæti eiga í barnaverndar nefndinni. Sðld — Framh. af bls. 16. Austfjörðum, en þeir eru bæði með reknetaskip og hringnóta- skip, ennfremur dálítið af Fær- j eyingum, aðallega hringnótaskip j um, og er þröngt á miðunum, j þegar veiðist einungis á tak- mörkuðum bletti. Söltun mun Iíklega hefjast með kvöldinu á Austfjarðahöfn- j um, en von var á fyrstu skip- j unum til lands upp úr hádeginu. Þoka er nú fyrir austan og rign- ingarsuddi, en það kemur ekki við síldarstúlkurnar, því að nú er allsstaðar saltar undir þaki. • • Olvuð kona — Framhald af bls. 1. mikinn áverka á höfði. — Var hann fluttur á Slysavarðstofuna og kom í Ijós, aö hann var höf-1 uðkúpubrotinn. í ölæðinu lét konan nokkur orð falla, sem vöktu grun um það, að hún hefði veitt mannin- um áverkann með borðfæti, sem fannst í íbúðinni, en þó var ekki unnt aö taka fullt mark á orðum hennar. Slasaði maöur- inn mun hafa haft aðsetur í íbúð konunnar að undanförnu, og þykir auðsætt að drykkjuveizla hafi farið fram þarna um dag- inn, en málið er enn á byrjun- arstigi rannsóknar. Voru þau tvö, konan og gesturinn, flutt í Síðumúla, þar sem þau voru höfð í haldi í nótt ,en í dag verða þau yfirheyrö frekar. Akureyringar — Framh. af bls. 16. bæjarfélög landsins sem hafa fjallað um og eru oft búin aö leysa vandamál, sem eru í þann mund að koma upp t.d. hjá Ak- ureyri. Fulltrúar Akureyrar voru spurðir um atvinnuástand í bænum og rekstrarafkomu nokkurra fyrirtækja. — Þeir sögðu að atvinnuleysi væri enn óþekkt á Akureyri, en sögðu að nauðsynlegt væri fyrir Ak- ureyri eins og . .unar allt land- ið að vera vel á varðbergi gegn allri þróun í átt til atvinnu- leysis. Hefur verið skipuð at- vinnumálanefnd í þessu skyni, sem á m. a. að tryggja afkomu iðnaðarfyrirtækja og reyna að hvetja til stofnunar nýrra iðn- fyrirtækja, en það er stefna Akureyrar að bærinn stækki sem örast. — Það er reyndar hlutverk Akureyrar í þjóðfélag- inu að stækka sem örast, sagði Bjarni bæjarstjóri, en þar höfð- . ði hann til Byggðaráætlunar Norðurlands. Til að hvetja til þess, aö sem flestir vilji setjast að á Akureyri, er það stefna bæjarstjómarinn- ar, aö alltaf sé fyrir hendi nægj- anlegur fjöldi byggingarlóða og hefur i því skyni verið sam- þykkt aö leggja gatnagerðar- gjald á byggingar til að afla nægjanlegs fjár til að gera lóðir byggingarhæfar. — Einnig hef- ur verið' farið fram á það, aö samskonar byggingaráætlun verði hleypt af stokkunum og gert hefur veriö í Reykjavik (Breiðholtsframkvæmdirnar), en stofnuð hefur verið nefnd á veg- um félagsmálaráðuneytisins til að kanna það mál. Samgöngumálin eru mjög of- arlega á baugi á Akureyri og teiur bæjarstjórinn að taka þurr' öll samgöngumál þjóðar- innar til gagngerrar endurskoð- unar. — Hann sagöi, að það væri Akureyri mjög nauðsyn- legt, að góðar samgöngur héld- ust við Austurland, en á því hefur verið nokkur misbrestur. Hann sagði, að það gæti verið mjög hagkvæmur grundvöllur fyrir flugfélag á Akureyri, sem héldi uppi flugsamgöngum við Norður- og Austurland, en höfð- aði þar til flugfélags Tryggva Helgasonar, sem hefur átt í nokkrum tímabundnum erfið- leikum í sumar. — Akureyrar- fulltrúarnir lögöu þó á það á- herzlu, aö þeir væru mjög á- nægðir með þjónustu Flugfélags íslands á leiðinni Reykjavík— Akureyri. Gestirnir frá Akureyri eru: Bjarni Einarsson bzæjarstjóri, Stefán Reykjalín, Jón Sólnes, Jón Ingimarsson og Þorvaldur Jónsson bæjarfulltrúi, Valgarð- ur Baldvinsson, bæjarritari og Stefán Stefánsson, bæjarverk- fræðingur. Reiðhjóli stolið Ungur piltur í Gagnfræðaskóla Austurbæjar varð fyrir þvi óláni ( gærdag, að reiðhlóli hans var stoliö frá skólanum. Gerðist þetta á tfmabilinu frá kl. 13.15 til -4.10, meðan hann var í kennslustund. Hjóliö er norskt af DBS-gerð, blátt á litinn, með gírskiptingu og á því voru bögglaberi og ljósker. Drengurinn segir, að stöngin hafi brotnað i sumar og megi greini- lega sjá merki um suðu við sam- skeytin. Númer verksmiðjunnar. má finna á hiójinu, og er það 2062344. Þeir. sem kynnu að vita um hjól ið, eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna. BELLA Ég er aö planleggia næsta partý, hér er listi yfir 10 stelpur, sem við skulum bióða. Nú er bara að finna 20 stráka ... vi I R Jyrir li arum HUNDUR T a p a ö i s t hér í Reykjavik þ. 4. þ. m. þannig útlits: Svart- ur með hvíta bringu, stór vexti (miðað við íslenzka hunda) og allþreklegur; hárið bétt, ekki snöggt, frernur slétt og gljáandi (ekki loðhundur); eyrun lafandi, skottið venjul. sveigt upp (ekki hringað). Hver sá sem kann að verða var við hund þennan, er vinsaml. beðinn að hlynna að honum, geyma hann og gera við- vart sem fyrst, gegn ómakslaun- um, eigandanum Bjarna Björns- syni að Vatnshomi í Skorradal, eða Guðmundi Jónssvni frá Brennu að Miðstræti 4 í Rvík (sími 515). Vísir 25.okt. 1917 riLKYNNINGAR Kvenfélag Langholtssóknar. Hinn árlegi bazar félagsins verður haldinn laugardaginn 11 nóvember i safnaðarheimilinu og hefst kl. 2 síðdegis. Þeir, sem vilja styðja málefnið með gjöfum eða munum eru beðnir að hafa samband við Ingibjörgu Þórðar- dóttur, sími 33580. Kristínu Gunn laugsdóttur, sími 38011, Oddrúnu Elíasdóttur sími 34041, Ingi- björgu Níelsdóttur, sími 36207 eða Aðalbjörgu Jónsdóttur, sími 33087. Æskulýðsfélag Langholtssafn- aðar: Fundur fimmtudagskvöldið 25. okt. klukkan 20.30, í safnað- arheimilinu. Stjómin. Kvenfélag Neskirkju. Aldrað fólk í sókninni getur feng ið fótaaðgerð í félagsheimilinu á miðvikudögum. Tímapantgnir á þriðjudögum milli 11 og 12 í síma 14502 og miðvikudögum milli 9 og 11 f síma 16738. ■■■■■BBmMULiIlOí-O ■■■■■■■■■■■■i oniBBicaaManBB Maðurinn minn og faðir okkar TRYGGVI GUNNARSSON Lokastíg 6 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. október kl. 1,30. Guðrún Guðmundsdóttir og böm.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.