Vísir - 25.10.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 25.10.1967, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 25. október 1967. Q ■3.1 Stundum jjarf leiðin ekki að vera svo löngsvo maður verði margs vísari • VIÐTAL DAGSINS JFjaö skeður jnargt á langri leiö er oft orötæki eldra fólksins. En stundum þarf leiö- in ekki að vera svo mjög löng, til þess að menn veröi margs vísari bæöi um fortíð og sam- tíð. Ung stúlka sem dillar mjúk lega mjöðmunum, hristir stutt- klipptan kollinn og teygir jórt- urleðrið sitt út milli þrýstinna varanna, um leið og hún gengur eftir þilfarinu á Akraborginni á leiðinni suður yfir flóann, sýndi með orölausri framkomu sinni brot af sögu samtíðarinnar, svip mynd sem gleymist ekki en verður til handa næstu kynslóð sé henni brugðið upp þótt mynduð sé í máli. Hvc sem síðar kann aö leiða þar hugann að fær nokkra innsýn í það líf sem lifað er i dag, enda þótt hann ekki hafi sjálfur lifað þessi skyndikynni. Það er eins með öldruðu hjón- in, sem tekið hafa sér sæti rétt innan viö dyrnar á borðsalnum, þau bregða upp ljósri mynd þeirrar kynslóðar, sem nú er komin að fótum fram, en hefur lifað breytingaskeiðið frá því að þykkur haddur fagurrar konu féll allt að beltisstað og búningurinn var lítið breyttur öld fram af öld. Ég get ekki á mér setið aö ávarpa þessi öldnu hjón, yfir svip þeirra hvílir heiðríkja ell- innar — og ég sé í framkomu þeirra og fasi engu minni feg- urð, en samtíðin eflaust sér í limaburði og látbragði ungu stúlkunnar, sem ég nefndi áðan. TTér eru á ferö hjónin Þórar- inn Einarsson frá Höföa á Vatnsleysuströnd og kona hans Guðrún Þorvaldsdóttir frá Álftakoti á Mýrum. Þegar við höfum tekið tal saman, kemur i ijós að ég er ekki með öllu ókunnur ætt þeirra og upp- runa. Því Þórarinn — og þeir góðvinir mínir Elías Guðmunds- son, sem lengi hefur haft hönd í bagga með útbreiðslu Þjóð- viljans og Einar Guðmundsson, sem svo oft hefur verið við- mælandi minn á Blönduósi norður eru bræðrasynir — og standa því rætur þeirra á Suð- umesjum, og víst er að þótt grunn virðist hin frjóa gróöur- mold á Vatnsleysuströndinni,' þá hefur Þórarni tekizt að festa þar vel rót, því hann hefur nú átt heima í 62 ár á Höfða og aldrei fært sig um set. Nokkur skil kann ég einnig á konu hans, því hún er systir þeirra bræðra Friðriks Þorvaldssonar framkvæmdastjóra í Borgarnesi og Siguröar Þorvaldssonar hreppstjóra á Sleitustöðum í Skagafiröi, svo þess má vænta að engir kalkvistir muni út af þeim spretta. Og nú fer ég að spyrja Þór- arin um líf liðinna daga — áður en Miðriesheiði var hálf erlend borg og fariö var að leggja undirstöður að bræðslu- ofnum við Straumsvík eöa stofna þar til verkfalla. — Já, þá var búið á hverjum bæ frá Vogastapa að Hvassa- hrauni og útgerð úr hverri vör. — Fyrst voru eingöngu áraskip og svo iitlir vélbátar. Á Strönd- inni er viðast sæmileg lending og mjög fiskisælt þangað til togaramir komu. Sjálfur hef ég bæði veriö háseti og formaður á áraskipi og vélbát. Það var oft gaman þegar vel veiddist, og gæftir gáfust. Þá féllu stundum margir svitadropar, og ekki var maður tímaglöggur þegar sá guli vildi bíta. — Þótt Vatnsleysuströndin sé fremur hrjóstrug, þá höfðu flest allir einhvem búpening, kýr og kindur. — Nú er þetta breytt oröið, Ströndin að mestu kom- in í eyöi og enginn fer á sjó úr hennar vör. Undanfarin ár hefur veriö stunduð hrognkelsa- veiði, en svo kom veröfallið í vor og munu einir tveir bátar eitthvað sinna því. Úr Vogunum eru nú gerðir út tveir bátar, annar 50 smálestir, hinn 100. — Ójá ég man nú tvenna tímana og það var stundum hart í ári. Hann var ekki alltaf til- tækur sá guli, einar þrjár vertíð- ir man ég aö það fengust einir 16 fiskar til hlutar, en svo man ég líka að það komu 1000 fiskar í hlut yfir úthaldið. Stærstu býlin á Ströndinni áður fyrr voru Kálfatjarnar- hverfi — Auðnir og Landakot. Á Kálfatjörn búa nú tvö systkin ásamt föður sínum. — Faðir minn var frá Stóra- Nýjabæ í Krýsuvík. Þá voru þar 14 býli. 25 ár var hann sig- maður í berginu og síðasti for- maður á Selatöngum, reri þá sexmannafari. — Öll mín æskuár átti ég heima í Grindavík og fermdist Þórarinn Einarsson og Guðrún Þorvaldsdóttir. á Staö. Maður sá oft stórbrotna sjóa viö Suðurnesin og marga hæpna landtöku, enda margir þar beinin borið við brimsorfna strönd, það var ekki ætíö sem lánaöist aö sæta lagi. — Já, eins og ég sagöi áöan þá fermd- ist ég að Staö. Þá var mikil byggð í Staðarhverfinu. Við vor- um fermingarbræöur ég og hann Guðmundur minn í ísóifsskála — svo viö erum nú famir. að tölta nokkuð á 9. tuginn. — Það er senn komið að náttmál- um, a. m. k. er vinndagurinn orðinn stuttur. — Hugsaðu þér, maöur, áriö 1905 voru öll býli á Vatnsleysu- strönd í byggð, já, ég held bara hvert einasta kot og mikið at- hafnalífj. N(ú sækir fólkið bæði úr Brunnastaðahverfi og Vogum vinnu hingað og þangaö — það sem ekki vinnur við þá er við Þórarin Einarsson frá H'ófða á Vatnsleysuströnd útgerð sem er í Vogunum. — Ég gerði stöðugt út i 20 ár og var oft nokkuð heppinn. þó engin sérstök fiskikló. Og Höfði er alls ekki kominn í eyði, þar býr yngsta dóttir okkar meö manni sínum. Þau hafa átt 7 börn og f þeim eru 4 dætur giftar — en þrjú eru heima. Það vngsta sonur. fermdist í vor. — Já, þegar litiö er til baka þá er svo sem margs að minnast. T. d. Halaveðrið 1925. — Þá var ég á Ver frá Hafnarfirði ,og við komumst ekki undir Jökul fyrr en veðrinu slotaði Maður var oft veöurbitinn eftir sjóferöirn../ í þá daga. Það var dálítiö annað stundum en að sitja hérna um borð i Akraborginni núna. — En það skai ég segja þér, aö ég tei að togararnir hafi eyðilagt flóann. Þar var áöur svo að segja alltaf fullur sjór af fiski. Það er illa farið. Rányrkja borg- ar sig aldrei. — En þegar ég nú lít um öxl, finnst mér lífið hafa verið gott, kannski ofurlítið hnökrótt stund um, ekki alveg ýfulaust frekar en sjórinn héma við blessaða ströndina okkar. En þ?. var allur aimenningur sem komst sæmilega af og var ánægJur með lífið — og hvers er þá vant? Þ. M. Vilja ekki hækkun fasteignamats Blaöinu hefur borizt eftlrfar- andi yfirlýsing: Stjórn Húseigendaféiags Reykja víkur telur óviðeigandi og stjóm- skipulega rangt, að í frumvarpi til laga um efnahagsaögerðir, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gerð tilraun til að raska þeim gmnd- velli, sem lagður er í lögum um tekju- og eignaskatt. Boðið er í þeim lögum, að viröingáfasteign til eignarskatts skuli fara eftir gildandi fasteignamati, en í áður- nefndu frumvarpi, í kaflanum um breytingar á ýmissi skattheimtu, er gert rág fyrir að innheimtur sé eignaskattur á árinu 1968 miöað við fólffalt fasteignamat. Félagsstjómin minnir á, að í nú gildandi iögum um fasteignamat og fasteignaskráningu, nr. 28/ 1963, segir svo, aö áður en nýtt aðalmat faáteigua samkvæmt þeim lögum gangi í gildi, skuli fara fram endurskoöun á gildandi ákvæðum laga, sem fasteignamat hefir áhrif á og miðist endurskoð- unin við, að skattar á fasteignum hækki ekki almennt vegna hækk- unar fasteignamatsins. Með þeirri happa og glappa að- ferö að margfalda fasteignamat i tekjuöflunarskyni fyrir ríkissjóð án undangenginnar raunhæfrar at hugunar, þá er fasteig.mat í sjálfu _sér að engu gert, enda getur hæg- lega svo farið, og má rökstyðja, að yerð fasteigna meö þessari margfoldunaraöferð verður hærra metið til skattlagningar en svarar gangveröi eignarinnar. Lausleg athugun virðist og leiða í ljós, aö sú röksemd fær eigi staö izt, að margföldunin orki til hækk unar á eignaskatti hjá tiltölulega fáum húseigendum, heldur verði hér um almenna fjölgun eignar- skattsgreiðenda að ræða og stór- felldar hækkanir á öðrum. Dæmi: l.Segjum ag gildandi fasteigna- mat venjulegrar íbúðar í fjöl- býlishúsi sé kr. 40.000,00. Af<s> þeirri fjárhæð ætti húseigandi samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignarskatt að vera skattfrjáls. En samkvæmt fram kvæmd við álagningu skatts á ,árinu 1967 (sexfaldað fasteigna mat) var honum gert að greiða í eignarskatt af sömu eign kr. 2.222,00. Hins vegar ber hon- um aö greiða í eignarskatt á árinu 1968, samkvæmt framan greindu frumvarpi, kr. 5.979,00. 2. Eiganda einbýlishúss, sem sam kvæmt gildandi fasteignamati er metið á kr. 200.000,00 ber samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignarskatt að greiða kr. 505,00. En sam- kvæmt framkvæmd við álagn- ’ ingu skatts á árinu 1967 (sex- faldag fasteignamat) var hon- u mgert að greiða af sömu eign kr. 8.262,00. Hins vegar ber hon um að greiða á skattárinu 1968, samkvæmt framangreindu frúm varpi, kr. 21.614,00, í eignar- skatt vegna þessarar eignar. Það kemur hvergi fram í frum- varpinu, að skattfyrirvöldum beri að miða fymingar fasteigna, sem koma til frádráttar tekjum, við hið tólffalda fasteignamat og er það eitt dæmi af mörgum um þá röskun, sem margföJdun fasteigna matsins í einu afmörkuðu augna- miði getur haft á þann grundvöll, sení lagður er með gildandi lög- um hverju sinni um tekju og eign- arskatt. Að lokum bendir félagsstjómin á aðstöðu húseigenda, sem leigja út híísnæði. Þeir verða að sæta margfaldri skatthækkun, en á meðan verðstöövunarlögin eru i gildi, eins og gert er ráð fyrir i frumvarpinu, fá þeir ekki leigu- tekjur til að mæta þessum stór hækkuðu útgjöldum. Stjóm Húseigendafélags Reykjavikur. Þyrla bjargaði sjó- mönnunum norsku Þyrla bjargaði í gær norsku flugmönnunum >" Piper-flugvél- inni, sem saknað hafði verið i rúma viku, en þeir höfðu nauö- lent henni milli Anchorage i Alaska og Inuvik í Kanada. Mennimir voru ómeiddir. Gengisfelling í DÁNMÖRKU ? Kaupm.hafnarblaðið Kriste- ligt Dagblad birtir frétt um það í morgun, að stjómin kunni að hafa í huga gengisfellingu. — Blaðið bætir því við, að sérfræð- ingar fjármálaráðuneytisins þafi til athugunar hver áhrif gengis- feliing mundi hafa á rikisfjár- haginn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.