Vísir - 25.10.1967, Qupperneq 7
V1SIR . Miðvikudagur 25. október 1967.
7
morgun
útlönd í morgun útlönd í morgiin útlönd í morgun
útlönd.
Hefnt fyrlr tundurspillinn Eilnth:
Olíustöðvar hafnarbæjarins Súez í
björtu báli eftir stórskotaliðsárás
ísraefemenn hefndu fyr-
ir það í gær að ísraelska
tundurspiltínum Eilath var
sökkt.
í gær kom til mikillar
stórskotaliðsorrustu milli
ísraelsmanna og Egypta —
mestn átaka síðan í júní-
styrjöldinni. Stórskotalið
ísraelsmanna beindi byss-
um sínum að hafnarbæn-
um Súez og einkum að olíu
hreinsunarstöðvum, og er
önnur eyðilögð gersam-
lega og hin að hálfu. Eld-
ar loguðu þar enn í morg-
un.
Öryggisráð Sameinaðu þjoðanna
kom saman til fundar í gærkvöWi,
uppbafiega að beiðni Egyptalands,
sem bafði kært Israel fyrir ofbeldi
vegna hinnar miklu stórskotfiðs-
orrostu sem háð var í gær yfir
Sóezskurð, og sakaði stjórn Egypta
lands fsraels um að hafa átt upp-
tökin, en rétt áður en fundurinn
hdfist kom fram beiðni frá Israel
um fund í ráöinu og kæra á hendur
Bgyptalandi.
Federenko aðalfulltrúi Sovét-
ríkjanna bar fram áiyktunartiifögu
þess efnis, að ráðið fordæmi Israel,
og krefjist þess að það greiði
Egyptalandi fullar bætur fyrir tjón
það, sem hlauzt af árásinni, en
Goldberg aðalfulltrúi Bandaríkj-
anna bar fram ályktunartillögu þess
efnis, að ráðið fordæmdi hvers
konar ofbeldi á Súezsvæðinu.
Áöur haföi fulltrúi Egyptalands
talað og lýst árásina óréttlætanlega
og krafðist fullra bóta. Fulltrúi
ísraels hafnaöi ásökunum Egypta
um að hafa byrjað árásina.
Eban utanríkisráðherra Israels
kom til fundarins frá Washington
þar sem hann flutti ræðu á fundi
Blaðamannafélagsins og ræddi fulla
klukkustund viö Johnson forseta.
Engin tilkynning var birt eftir fund
þeirra.
I stórskotaliösorrustunni kvikn-
aði í olíuhreinsunarstöð £ Súez og
stóð þar enn allt í björtu báli i gær-
kvöldi eftir að skothríðinni var
hætt. Þrír fjórðu þeirrar oh'u, sem
Egyptar nota, var hreinsaöur í stöð
þessari.
I framhaldsfréttum NTB segir:
Miklir eldar herjuðu enn í Port
Súez og mestir í og kringum tvær
olíustöðvar, sem þar eru, en ísra-
elskt stórskotalið hæfði olíugeyma
þar í gær í stórskotaliðsorrustunni
TIL SÖLU
Vandaður PHILCO kæliskápur
ti! sölu. vegna stærðar.— Verð
kr. 5.000,—. Stærð 10 kúb.
Sími 13838.
yfir Súezskurð. Á veginum til Ka-
iró sjást eldarnir úr 70 kílómetra
fjarlægð. — Á fundi með frétta-
mönnum í morgun I birtingu sagði
hemaðarlegi landstjórinn í Súez, aö
önnur olíustöðin væri gereyöilögð
og hin að hálfu leyti. Hafnarbær-
inn Súez liggur við innsigiinguna í
suðurenda Súezskurðar. — Olíu-
hreinsunarstöðin er talin gereyði-
lögð. Kostnaður við að koma þeirri
stöð upp nam yfir 1200 milljónum
króna. Yfir allri borginni grúfir
svartur olíumökkur, en undir hon-
um víða sem kraumi í eldgígum.
Enginn tök virðast vera að slökkva
eldana og er aðeins reynt að hindra
útbreiöslu þeirra meðal annars með
því að dæla vatni á olíugeyma, sem
eldurinn hefur ekki náð tií, en
eru í hættu. Olíuhreinsunarstöðin
heitir Nasr og er alveg aðskilin frá
Súez Oil Co. oh'uhreinsunarstöð-
inni, sem upphaflega var byggð af
Shell, en stækkuð, er framkvæmd
var fyrsta egypzka fimm ára áætl,-
unin. I þessari stög komu einnig
upp eidar. Inni í stööinni tókst að
slökkva þá, en í útjaöri brenna
nokkrir olíugeymar hennar, eöa
alls 12 — og gæti náð til fleiri,
ef vindátt breytist. Tjón félagsins
er áætlað minnst 120 milljónir kr.
E1 Ahram, Kairóblaðið, fordæmir
árásina, og segir að ísrael hafi að-
eins getað goldið fyrir að tundur-
spillinum Eilath var sökkt með of-
beldisárás á mannvirki egypzkra
bæja.
• Vietnnm-stelni!
: Johnsons
: nndmælt
•
JMyndin er af herflokki á verði
ofyrir utan PENTAGON, og konu
^sem bylur reiðilestur yfir her-
Jmönnunum. — Myndin er tek-
oinium seinustu helsi, er tugþús-
^undir manna streymdu þangað
Jtil þess að lýsa sig andvíga
• stefnu Johnsons forseta varð-
Jandi Vietnamstyrjöldina.
Harðnandi sp/engjuárásir á N-Vietnam
— sprengjum varpað á nýja flugvelli
Sprengjuárásirnar á Norður-Víet-
nam fara siharðnandi og er nú
sprengjum varpað á staði, sem áð-
ur voru á lista yfir þá, sem ekki
skyldi varpa sprengjum á. Þannig
var í gær (þriðjudag) gerð hörö á-
rás á „mikilvægasta flugvöll N.-V.“
í fyrsta sinn, en þessi flugvöllur
er 29 km suðvestur af Hanoí. í
árásinni tóku þátt flugvélar frá
Iandstöðvum og flugvélaskipum.
Æðri bandarískir liðsforingjar
ætla, að þar kunni að vera sovézk-
ir hertæknilega sérþjáifaðir menn
og flugmenn frá Norður-Kóreu I
Phuc Yeh, en á þeim flugvelli ein-
um er bækistöö fyrir sovézkar her-
flugvélar af gerðinni. MIG-21. —
Ákaft var skotið af loftvarnabyss-
um á flugvélarnar og einnig eld-
flaugum. Eini stóri flugvöllurinn í
N.-V., sem ekki hafa veriö gerðar
loftárásir á, er nú alþjóðaflugvöll-
urinn, sem er í fjögurra km fjar-
lægð frá Hanoí. Þá var gerð hörð
sprengjuhríð úr lofti á skotmörk
hringinn í kringum Hanoí, einkum
járnbrautir í allt ag 80 km fjarlægð
frá miðhluta Hanoí i aliar áttir.
Þá er sagt frá þyrluárás á stöðv-
ar Víetcong 145 km suðvestur af
Saígon og var skotið á þær af vél-
byssum að beiðni yfirmanns suður-
víetnams herliðs á þessum slóðum,
en af slysni var skotið á tvær húsa-
þyrpingar í skjóli runna og biðu
17 borgarar bana og 27 særðust.
Þessi árás átti sér staö í fyrri viku.
Barizt var á landi í Que Son-
dalnum og N.-V.-hermenn hraktir
úr skptgröfum, er þyrluárás var
gerg af bandaríska liðinu til stuðn-
ings. Eftir bardagann lágu lík 69
N.-V.-manna í valnum en 15 Banda
ríkjamanna. Seytján Bandaríkjaher
menn særðust.
SPRENGJUÁRÁSIRNAR
A HAIPH0NG
Heil hverfi i rústum. — Af 230.000
ibúum hafa 170.000 verið fluttir burt
Fréttastjóri AFP-fréttastofunnar,
sem var sjálfur sjónarvottur að
þremur árásum bandarískra
sprengjuflugvéla á hafnarbæinn
Haiphong (hafnarbæ Hanoi), segir
í frétt — um leifturstyrjöld Banda-
ríkjamanna í lofti gegn Norður-Ví-
etnam, eða Þrumusóknina (Rolling
Thunder):
Af völdum árásanna í sókn þess-
ari hefur hlotizt stórkostlegt tjón
í hafnarhverfunum og úthverfum
bæjarins. Heil bæjarhverfi eru í
rústum, en athugepdur telja, að
áhrifin að þvi er varðar uppskipun
og útskipun og á flutnjnga inn í
landið hafi ekki verið veruleg, að
minnsta kosti ekki að því er mikil-
vægustu hergagnaflutninga varöar.
Fréttaritarinn var sjónarvottur
aö því, er sprengjuflugvélar komu
í sjö bylgjum hverri af annarri.
Þann dag var átta sinnum blásiö
í loftvamaflautur. Og þetta var tal-
inn venjulegur dagur í Haiphong.
En skipin koma og fara. Og þaö er
forðazt að gera árásir á þau, því
að það gæti leitt til útfærslu styrj-
aldarinnar. Mörg skipanna em sov-
ézk, önnur sigla undir brezkum
fána og annarra þjóða fána.
Þrumusóknin — þag er sannar-
lega réttnefni, segir fréttaritarinn,
því að það er stöðugt þrumugnýr
í lofti af sprengjum eða eldflaug-
um og skothríð úr loftvamabyss-
um — ekkert iát á skot- og
sprengjugný allan sólarhringinn,
en þótt tilgangurinn, að hindra her-
gagnaflutning hafi ekki náðst,
er tjónið stórkostlegt í íbúðahverf-
unum og fyrir utan bæinn. Vestur-
hverfin eru í rústum.
I sjálfum bæjarkjarnanum eru
tvö hverfi, sem fréttaritarinn ræð-
ir um, Hong Bang og An Daong-
hverfin. Þegár hann kom þar voru
þau aug og yfirgefin. Af 36 hverfis-
hlutum (sectors) í Hohg Bang hefði
verið varpað sprengjum á 17 og
átta voru aigerlega í rústum. Venju-
lega búa 400 fjölskyldur í hverjum
hverfishluta. í þriðja hverfinu í suð
urhluta bæjarins hafði sprengjum
verið varpað á 10 af 29 hverfis-
hlutum.
Yfirvöildin ætla, að yfir 200
manns hafi særzt eða beðið bana
síðan hinar skipulögðu sprengju-
árásir á Haiphong byrjuðu í ágúst.
Margir þeirra, sem lagðir hafa ver-
ið særðir í sjúkrahds, hafa særzt
að svonefndum flísa-sprengjum, en
slík sár er mjög erfitt að græða.
Skipulagður brottflutningur fólks
frá Haiphong hefur átt sér st.að og
em íbúarnir nú um 60.000 — en
voru 230.000.
C£IS
B3E,